Drengir, feður, stríð Guðmundur Steingrímsson skrifar 12. nóvember 2018 09:00 Í gær voru 100 ár liðin frá lokum þeirra stríðsátaka sem Íslendingar kalla í bjartsýni sinni Fyrri heimsstyrjöldina. Upp undir 20 milljón manns létu lífið í þessari fjögurra ára martröð og annar eins fjöldi særðist. Alls börðust um 70 milljón hermenn í stríðinu, mest drengir. Fjölmargar lýsingar eru til af því hversu viðurstyggileg hörmung þetta stríð var. Ungir menn með rotnar tennur fastir í skotgröfum, skríðandi í drullu innan um sprengingar. Það er ein af dýpri ráðgátum mannkynssögunnar hvers vegna svona margir ungir karlmenn, jafnvel unglingar undir lögaldri, buðu sig fram til hermennsku til þess að storma inn á vígvöllinn og drepa hver annan. Ein kenningin er sú að fólk hafi almennt, eftir langvarandi frið í Evrópu, verið búið að gleyma því hvernig stríð færi fram. Önnur kenning er einfaldlega sú að múgæsing hafi gripið um sig, einhvers konar allsherjar þrýstingur á unga menn í samfélögum Evrópu um að nú skyldu þeir sanna karlmennsku sína. Með því að skjóta hver annan. Oft hefur það verið hlutskipti karlmanna í mannkynssögunni að vera með einum eða öðrum hætti fallbyssufóður. Að ganga í takt við aðra unga menn í einkennisklæddum massa með byssu á öxl inn í martraðir og dauða. Fyrri heimsstyrjöldin var í raun og veru ein samfelld, markviss tortíming á ungum karlmönnum. Þeim var fórnað í milljónavís í valdatafli sem fáir í raun skilja, ef einhver. Út af hverju var eiginlega þessi heimsstyrjöld? Af hverju dóu allir þessir drengir?Karlfrelsisbarátta Það var eitthvað viðeigandi við það að 100 ára afmæli stríðslokanna skyldi bera upp á feðradaginn að þessu sinni. Báðir viðburðirnir setja karlmennskuna í brennidepil, með ólíku móti. Feðradagurinn á Íslandi á sér ekki langa sögu. Hann var fyrst haldinn árið 2006. Þá var efnt til ráðstefnu á Nordica, á vegum félagsmálaráðuneytisins, Jafnréttisstofu og Félags ábyrgra feðra, um feður í samfélagi nútímans og um þátttöku feðra í fæðingarorlofi. Síðan þá er dagurinn haldinn hátíðlegur annan sunnudag í nóvember ár hvert. Ég fékk knús. En reyndar bara eftir að ég var búinn að tilkynna heimilishaldinu, eins föðurlega og mér er unnt, að feðradagurinn væri. Það var ekki vitað. En hvað um það. Knúsið var gott. Og ég, semsagt, hugsaði um fyrri heimsstyrjöldina í leiðinni og allar breytingarnar á veröldinni frá því hún var háð. Ég held að það gleymist stundum hvað jafnréttisbaráttan, kvenfrelsisbaráttan hefur verið mikilvæg fyrir karlmenn líka. Hvað hún hefur gert fyrir okkur feðurna og drengina. Karlmenn eiga ekki að drepa. Þeir þurfa ekki að rjúka í stríð til að sanna karlmennsku sína. Þeir eiga að ala upp börn. Sinna heimilinu. Skipta um bleyjur. Tala um tilfinningar sínar. Ég held að jafnréttisbaráttan og breytingarnar á veröldinni sem hafa orðið út af henni sé langlíklegust til að koma í veg fyrir að nokkru sinni myndist aftur sú stemmning í Evrópu að ungir karlmenn telji sig almennt knúna til að rjúka í stríð og drepa hver annan. Kvenfrelsisbaráttan hefur þannig orðið karlfrelsisbarátta líka.Barðir menn Saga karlmennskunnar er órjúfanlega tengd ofbeldi og átökum, þótt vissulega eigi hún sér fallegar og uppbyggilegar hliðar líka eins og hetjudáðir og ósérhlífni. En ég þekki semsagt — held ég að mér sé óhætt að segja — engan karlmann sem hefur ekki á einhverjum tímapunkti í lífi sínu verið barinn. Þannig er að vera karl. Einu sinni var ég, fimmtán ára, laminn á einu kvöldi á útihátíð þrisvar sinnum af þremur ótengdum, en álíka pöddufullum, mér eldri strákum af engri ástæðu. Maður hristi þetta af sér. Svona var lífið. Það var alltaf verið að lemja einhverja. Ég náði líka í öllum tilvikum að hlaupa burt. Þegar upp er staðið var kvöldið líka gott vegna þess að þarna í fyrsta skipti kyssti mig stelpa. Í lopapeysu á tjaldstæði. Það trompaði barsmíðarnar. Hér er ég auðvitað að bera mig mannalega. Í hreinskilni sagt hefur þetta alltaf setið í mér. Að vera laminn er ekki gaman. Að verða fyrir ofbeldi er niðurlægjandi og trámatísk reynsla sem skilur eftir ör á sálinni. Ég held að mjög margir karlmenn beri slík ör, þótt þeir láti ekki endilega mikið með það. Kem ég þá aftur að hinu. Megi jafnréttisbaráttan halda áfram sem aldrei fyrr og ná nýjum hæðum helst, þar sem markmiðum beggja kynja er náð, um að búa til veröld þar sem ofbeldi er ekki liðið — hvaða nafni sem það nefnist — og bæði karlar og konur, drengir og stúlkur, geta um frjálst höfuð strokið og þurfa ekki undir nokkrum kringumstæðum að sanna eitthvert bull með því að meiða, lemja eða drepa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær voru 100 ár liðin frá lokum þeirra stríðsátaka sem Íslendingar kalla í bjartsýni sinni Fyrri heimsstyrjöldina. Upp undir 20 milljón manns létu lífið í þessari fjögurra ára martröð og annar eins fjöldi særðist. Alls börðust um 70 milljón hermenn í stríðinu, mest drengir. Fjölmargar lýsingar eru til af því hversu viðurstyggileg hörmung þetta stríð var. Ungir menn með rotnar tennur fastir í skotgröfum, skríðandi í drullu innan um sprengingar. Það er ein af dýpri ráðgátum mannkynssögunnar hvers vegna svona margir ungir karlmenn, jafnvel unglingar undir lögaldri, buðu sig fram til hermennsku til þess að storma inn á vígvöllinn og drepa hver annan. Ein kenningin er sú að fólk hafi almennt, eftir langvarandi frið í Evrópu, verið búið að gleyma því hvernig stríð færi fram. Önnur kenning er einfaldlega sú að múgæsing hafi gripið um sig, einhvers konar allsherjar þrýstingur á unga menn í samfélögum Evrópu um að nú skyldu þeir sanna karlmennsku sína. Með því að skjóta hver annan. Oft hefur það verið hlutskipti karlmanna í mannkynssögunni að vera með einum eða öðrum hætti fallbyssufóður. Að ganga í takt við aðra unga menn í einkennisklæddum massa með byssu á öxl inn í martraðir og dauða. Fyrri heimsstyrjöldin var í raun og veru ein samfelld, markviss tortíming á ungum karlmönnum. Þeim var fórnað í milljónavís í valdatafli sem fáir í raun skilja, ef einhver. Út af hverju var eiginlega þessi heimsstyrjöld? Af hverju dóu allir þessir drengir?Karlfrelsisbarátta Það var eitthvað viðeigandi við það að 100 ára afmæli stríðslokanna skyldi bera upp á feðradaginn að þessu sinni. Báðir viðburðirnir setja karlmennskuna í brennidepil, með ólíku móti. Feðradagurinn á Íslandi á sér ekki langa sögu. Hann var fyrst haldinn árið 2006. Þá var efnt til ráðstefnu á Nordica, á vegum félagsmálaráðuneytisins, Jafnréttisstofu og Félags ábyrgra feðra, um feður í samfélagi nútímans og um þátttöku feðra í fæðingarorlofi. Síðan þá er dagurinn haldinn hátíðlegur annan sunnudag í nóvember ár hvert. Ég fékk knús. En reyndar bara eftir að ég var búinn að tilkynna heimilishaldinu, eins föðurlega og mér er unnt, að feðradagurinn væri. Það var ekki vitað. En hvað um það. Knúsið var gott. Og ég, semsagt, hugsaði um fyrri heimsstyrjöldina í leiðinni og allar breytingarnar á veröldinni frá því hún var háð. Ég held að það gleymist stundum hvað jafnréttisbaráttan, kvenfrelsisbaráttan hefur verið mikilvæg fyrir karlmenn líka. Hvað hún hefur gert fyrir okkur feðurna og drengina. Karlmenn eiga ekki að drepa. Þeir þurfa ekki að rjúka í stríð til að sanna karlmennsku sína. Þeir eiga að ala upp börn. Sinna heimilinu. Skipta um bleyjur. Tala um tilfinningar sínar. Ég held að jafnréttisbaráttan og breytingarnar á veröldinni sem hafa orðið út af henni sé langlíklegust til að koma í veg fyrir að nokkru sinni myndist aftur sú stemmning í Evrópu að ungir karlmenn telji sig almennt knúna til að rjúka í stríð og drepa hver annan. Kvenfrelsisbaráttan hefur þannig orðið karlfrelsisbarátta líka.Barðir menn Saga karlmennskunnar er órjúfanlega tengd ofbeldi og átökum, þótt vissulega eigi hún sér fallegar og uppbyggilegar hliðar líka eins og hetjudáðir og ósérhlífni. En ég þekki semsagt — held ég að mér sé óhætt að segja — engan karlmann sem hefur ekki á einhverjum tímapunkti í lífi sínu verið barinn. Þannig er að vera karl. Einu sinni var ég, fimmtán ára, laminn á einu kvöldi á útihátíð þrisvar sinnum af þremur ótengdum, en álíka pöddufullum, mér eldri strákum af engri ástæðu. Maður hristi þetta af sér. Svona var lífið. Það var alltaf verið að lemja einhverja. Ég náði líka í öllum tilvikum að hlaupa burt. Þegar upp er staðið var kvöldið líka gott vegna þess að þarna í fyrsta skipti kyssti mig stelpa. Í lopapeysu á tjaldstæði. Það trompaði barsmíðarnar. Hér er ég auðvitað að bera mig mannalega. Í hreinskilni sagt hefur þetta alltaf setið í mér. Að vera laminn er ekki gaman. Að verða fyrir ofbeldi er niðurlægjandi og trámatísk reynsla sem skilur eftir ör á sálinni. Ég held að mjög margir karlmenn beri slík ör, þótt þeir láti ekki endilega mikið með það. Kem ég þá aftur að hinu. Megi jafnréttisbaráttan halda áfram sem aldrei fyrr og ná nýjum hæðum helst, þar sem markmiðum beggja kynja er náð, um að búa til veröld þar sem ofbeldi er ekki liðið — hvaða nafni sem það nefnist — og bæði karlar og konur, drengir og stúlkur, geta um frjálst höfuð strokið og þurfa ekki undir nokkrum kringumstæðum að sanna eitthvert bull með því að meiða, lemja eða drepa.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar