Gistinóttum Airbnb fækkað eftir að reglur voru hertar Birgir Olgeirsson skrifar 8. apríl 2019 14:41 Aukin skilyrði og eftirlit virðast hafa dregið úr áhuga einstaklinga til þess að standa í slíkri leigustarfsemi en dregið hefur úr skráningu heimagististaða á síðustu misserum. Vísir/Vilhelm Eftir að hafa komið sem stormsveipur inn á íslenskan gistimarkað á síðustu árum virðist heldur hafa dregið úr áhuga fólks á að leigja fasteignir út í Airbnb. Greint er frá þessu á vef Hagsjár Landsbankans. Þar segir að gistinóttum á hótelum og gistiheimilum hafi fjölgað um 5,1 prósent á síðasta ári. Það er talsvert önnur þróun en varðandi gistinætur í Airbnb þar sem gistinóttum fækkaði um 3,3 prósent á milli ára. Fækkun gistinátta í Airbnb má einungis rekja til fækkunar gistinátta á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Fækkunin nam 9,4% á höfuðborgarsvæðinu og 11,4% á Suðurnesjum en gistinóttum fjölgaði á öðrum svæðum landsins. Mesta hlutfallslega fjölgunin var á Vesturlandi, 18,6% en einnig var mikil fjölgun á Norðurlandi vestra (15,6%) og Austurlandi (12,3%). Airbnb kom eins og stormsveipur inn á íslenskan gistimarkað eins og víða annars staðar í heiminum en eftirlit með starfseminni hefur verið eflt á síðustu misserum og tekið fastar á því að sköttum sé skilað af tekjum sem innheimtast af slíkri starfsemi.Eins hafa líka verið sett þrengri skilyrði fyrir slíkri starfsemi og felast þau meðal annars í því að ekki megi leigja út fasteignir til meira en 90 daga á ári eða hafa af þeim meiri tekjur en sem nemur 2 milljónum króna á ári. Sé annað skilyrði brotið er litið svo á að þar sé um atvinnustarfsemi að ræða og gilda aðrar reglur um slíkt. Eins þarf að skrá slík heimili sérstaklega sem heimagististað. Aukin skilyrði og eftirlit virðast hafa dregið úr áhuga einstaklinga til þess að standa í slíkri leigustarfsemi en dregið hefur úr skráningu heimagististaða á síðustu misserum. Á síðasta ári dróst fjöldi heimagististaða á höfuðborgarsvæðinu saman um 11,3% borið saman við 31,5% fjölgun árið Svipaða sögu má segja af Suðurnesjum en þar dróst fjöldinn saman um 9,8% á síðasta ári eftir 24,7% aukningu árið áður. Fjöldi heimagististaða á nokkrum öðrum landsvæðum dróst einnig saman en í heild sinni dróst fjöldi heimagististaða, yfir landið í heild, saman um 4,7% milli ára. Airbnb Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Eftir að hafa komið sem stormsveipur inn á íslenskan gistimarkað á síðustu árum virðist heldur hafa dregið úr áhuga fólks á að leigja fasteignir út í Airbnb. Greint er frá þessu á vef Hagsjár Landsbankans. Þar segir að gistinóttum á hótelum og gistiheimilum hafi fjölgað um 5,1 prósent á síðasta ári. Það er talsvert önnur þróun en varðandi gistinætur í Airbnb þar sem gistinóttum fækkaði um 3,3 prósent á milli ára. Fækkun gistinátta í Airbnb má einungis rekja til fækkunar gistinátta á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Fækkunin nam 9,4% á höfuðborgarsvæðinu og 11,4% á Suðurnesjum en gistinóttum fjölgaði á öðrum svæðum landsins. Mesta hlutfallslega fjölgunin var á Vesturlandi, 18,6% en einnig var mikil fjölgun á Norðurlandi vestra (15,6%) og Austurlandi (12,3%). Airbnb kom eins og stormsveipur inn á íslenskan gistimarkað eins og víða annars staðar í heiminum en eftirlit með starfseminni hefur verið eflt á síðustu misserum og tekið fastar á því að sköttum sé skilað af tekjum sem innheimtast af slíkri starfsemi.Eins hafa líka verið sett þrengri skilyrði fyrir slíkri starfsemi og felast þau meðal annars í því að ekki megi leigja út fasteignir til meira en 90 daga á ári eða hafa af þeim meiri tekjur en sem nemur 2 milljónum króna á ári. Sé annað skilyrði brotið er litið svo á að þar sé um atvinnustarfsemi að ræða og gilda aðrar reglur um slíkt. Eins þarf að skrá slík heimili sérstaklega sem heimagististað. Aukin skilyrði og eftirlit virðast hafa dregið úr áhuga einstaklinga til þess að standa í slíkri leigustarfsemi en dregið hefur úr skráningu heimagististaða á síðustu misserum. Á síðasta ári dróst fjöldi heimagististaða á höfuðborgarsvæðinu saman um 11,3% borið saman við 31,5% fjölgun árið Svipaða sögu má segja af Suðurnesjum en þar dróst fjöldinn saman um 9,8% á síðasta ári eftir 24,7% aukningu árið áður. Fjöldi heimagististaða á nokkrum öðrum landsvæðum dróst einnig saman en í heild sinni dróst fjöldi heimagististaða, yfir landið í heild, saman um 4,7% milli ára.
Airbnb Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira