Mótmælt af krafti á fyrsta degi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. júlí 2019 08:00 Katalónskir sjálfstæðissinnar mótmæltu af krafti í hinni frönsku Strassborg í gær. Nordicphotos/AFP Breskir útgöngusinnar og Evrópusinnar sem og katalónskir sjálfstæðissinnar létu duglega í sér heyra á fyrsta degi nýs Evrópuþings þegar þingmenn komu saman í Strassborg, Frakklandi, í gær í fyrsta sinn frá því þeir náðu kjöri í lok maí. Mótmæli hinna katalónsku snerust um þá þrjá þingmenn sem ekki hafa getað tekið sæti. Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar, og Toni Comin, fyrrverandi heilbrigðisráðherra héraðsins, hafa ekki getað tekið sæti þar sem þeir eru í sjálfskipaðri útlegð í Brussel vegna ásakana um uppreisn á Spáni. Til þess að taka sæti þyrftu Puigdemont og Comin að ferðast til Madrídar og sverja spænsku stjórnarskránni hollustueið en hafa ekki gert það vegna hættu á handtöku. Jafnvel þótt þeir gætu farið beint til Frakklands gætu þeir verið handteknir. Spænska lögreglan hefði heimild til þess á grundvelli samkomulags við Frakka sem gert var árið 2002 samkvæmt katalónska héraðsmiðlinum ACN. Sá þriðji, fyrrverandi varaforsetinn Oriol Junqueras, er aftur á móti í gæsluvarðhaldi á meðan hæstaréttardómarar ráða ráðum sínum og reyna að komast að niðurstöðu um hvort hann og ellefu aðrir Katalónar hafi gerst sekir um sömu glæpi, meðal annars uppreisn og uppreisnaráróður, og þeir Comin og Puigdemont. Katalónskir sjálfstæðissinnar í þingsalnum stilltu upp ljósmyndum af fjarverandi félögum sínum á borð sín í þingsalnum í mótmælaskyni, en þeir álíta ásakanirnar pólitískar og Junqueras þar með pólitískan fanga. Fyrir utan mótmæltu hundruð Katalóna sem höfðu lagt leið sína yfir Pýreneafjöllin. Matt Carthy, írskur Evrópuþingmaður fyrir hönd Sinn Féin, studdi við bakið á Katalónunum og hafði BBC eftir honum að grafið væri undantrúverðugleika þingsins með því að ekki væri staðinn vörður um réttindi katalónskra kjósenda. Bresku útgöngusinnarnir í Brexitflokknum vöktu svo reiði Antonios Tajani, fráfarandi forseta þingsins, með mótmælum í þingsal. Er Óður Beethovens til gleðinnar, einkennislag Evrópusambandsins, var spilað í þingsal stóðu Brexitflokksmenn upp en sneru baki í salinn. Nigel Farage, leiðtogi flokksins, hafði fyrr lofað „skemmtilegri ögrun“. „Að rísa á fætur er spurning um virðingu. Það þýðir ekki að þú sért endilega sammála sjónarmiðum Evrópusambandsins. Jafnvel þegar þú hlýðir á þjóðsöng annars ríkis áttu að rísa á fætur,“ sagði Tajani. Og svo voru það Frjálslyndir demókratar, breski flokkurinn sem hefur talað einna hæst gegn útgöngunni. Flokksmenn klæddust skærgulum bolum sem ýmist stóð á „Stop Brexit“ eða „Bollocks to Brexit“. Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Breskir útgöngusinnar og Evrópusinnar sem og katalónskir sjálfstæðissinnar létu duglega í sér heyra á fyrsta degi nýs Evrópuþings þegar þingmenn komu saman í Strassborg, Frakklandi, í gær í fyrsta sinn frá því þeir náðu kjöri í lok maí. Mótmæli hinna katalónsku snerust um þá þrjá þingmenn sem ekki hafa getað tekið sæti. Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar, og Toni Comin, fyrrverandi heilbrigðisráðherra héraðsins, hafa ekki getað tekið sæti þar sem þeir eru í sjálfskipaðri útlegð í Brussel vegna ásakana um uppreisn á Spáni. Til þess að taka sæti þyrftu Puigdemont og Comin að ferðast til Madrídar og sverja spænsku stjórnarskránni hollustueið en hafa ekki gert það vegna hættu á handtöku. Jafnvel þótt þeir gætu farið beint til Frakklands gætu þeir verið handteknir. Spænska lögreglan hefði heimild til þess á grundvelli samkomulags við Frakka sem gert var árið 2002 samkvæmt katalónska héraðsmiðlinum ACN. Sá þriðji, fyrrverandi varaforsetinn Oriol Junqueras, er aftur á móti í gæsluvarðhaldi á meðan hæstaréttardómarar ráða ráðum sínum og reyna að komast að niðurstöðu um hvort hann og ellefu aðrir Katalónar hafi gerst sekir um sömu glæpi, meðal annars uppreisn og uppreisnaráróður, og þeir Comin og Puigdemont. Katalónskir sjálfstæðissinnar í þingsalnum stilltu upp ljósmyndum af fjarverandi félögum sínum á borð sín í þingsalnum í mótmælaskyni, en þeir álíta ásakanirnar pólitískar og Junqueras þar með pólitískan fanga. Fyrir utan mótmæltu hundruð Katalóna sem höfðu lagt leið sína yfir Pýreneafjöllin. Matt Carthy, írskur Evrópuþingmaður fyrir hönd Sinn Féin, studdi við bakið á Katalónunum og hafði BBC eftir honum að grafið væri undantrúverðugleika þingsins með því að ekki væri staðinn vörður um réttindi katalónskra kjósenda. Bresku útgöngusinnarnir í Brexitflokknum vöktu svo reiði Antonios Tajani, fráfarandi forseta þingsins, með mótmælum í þingsal. Er Óður Beethovens til gleðinnar, einkennislag Evrópusambandsins, var spilað í þingsal stóðu Brexitflokksmenn upp en sneru baki í salinn. Nigel Farage, leiðtogi flokksins, hafði fyrr lofað „skemmtilegri ögrun“. „Að rísa á fætur er spurning um virðingu. Það þýðir ekki að þú sért endilega sammála sjónarmiðum Evrópusambandsins. Jafnvel þegar þú hlýðir á þjóðsöng annars ríkis áttu að rísa á fætur,“ sagði Tajani. Og svo voru það Frjálslyndir demókratar, breski flokkurinn sem hefur talað einna hæst gegn útgöngunni. Flokksmenn klæddust skærgulum bolum sem ýmist stóð á „Stop Brexit“ eða „Bollocks to Brexit“.
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira