Lof mér að keyra Jóhannes Stefánsson og skrifa 15. júlí 2019 07:00 Lög um leigubíla eru að fara að breytast. Ástæðan er sú að eftirlitsstofnun EFTA, sem fylgist með því að aðildarþjóðir fylgi ákvæðum EES-samningsins, gerði athugasemdir við aðgangshindranir inn á leigubílamarkað á Íslandi. Áður hafði eftirlitsstofnunin gefið út rökstutt álit um leigubílalöggjöf í Noregi og komist að þeirri niðurstöðu að lögin brytu gegn EES-samningnum. Norsku lögin eru svipuð þeim íslensku.Barist gegn breytingum Í núgildandi löggjöf er að finna ákvæði um hámarksfjölda þeirra sem hafa leyfi til að keyra leigubíl á Íslandi. Engin önnur atvinnugrein býr við slíkar aðgangshindranir, þótt þær megi finna í öðru formi víðar. Í nýju frumvarpi, sem byggir á tillögum starfshóps, er gert ráð fyrir að þessi múr verði felldur. Það er vel. Sömuleiðis er að finna aðrar jákvæðar breytingar í frumvarpinu. Þar eru hins vegar einnig sjáanleg fingraför leyfishafa, sem hafa barist gegn breytingum í frjálsræðisátt. Þannig eru í frumvarpinu aðgangshindranir sem tryggja að farveitur á borð við Uber, Lyft og sambærilegar, geti ekki boðið upp á þjónustu sína hér á landi. Fjötrar fyrir fjarveitur Ein þessara aðgangshindrana er skylda um að í öllum leigubifreiðum skuli vera löggiltir gjaldmælar. Gjaldmælar eru tæki sem eru tengdir vél og hjólabúnaði bílsins og mæla ekna vegalengd og tíma. Mælirinn reiknar gjaldið jafnóðum þar sem hann er tengdur verðskrá. Þótt gjaldmælar þjóni sínum tilgangi eru þeir tæplega 130 ára gömul uppfinning, frá tíma þegar staðsetningarbúnaður í símum og tölvum voru vísindaskáldskapur. Aftur á móti er gerð undantekning á þessari skyldu, enda sé þá samið um heildargjald ferðarinnar fyrir fram. Þeir sem þekkja til þjónustu farveitna vita að við pöntun á fari er gefið upp áætlað heildarverð sem er breytilegt eftir stöðu framboðs og eftirspurnar (e. surge pricing) áætlaðri vegalengd og tíma, sem aftur byggir á upplýsingum um umferð. Vegalengd og tími ferðarinnar eru ekki mæld með gjaldmæli, heldur staðsetningarbúnaði. Þrátt fyrir að áætlað heildarverð sé yfirleitt mjög nærri lagi, liggur eiginlegt heildarverð ekki fyrir fyrr en við lok ferðar. Ekki frekar en í hefðbundnum leigubíl nema á sérvöldum ferðum, eins og til og frá Keflavíkurflugvelli. Frjálsmundar sameinist Fleiri sambærilegar aðgangshindranir eru fyrirhugaðar í nýjum lögum. Verði frumvarpinu ekki breytt í meðförum þingsins er vandséð hvernig farveitur geti tekið þátt á íslenskum leigubílamarkaði. Ef ætlunin er virkilega að gera breytingar í þágu samfélagsins í heild, er brýnt að þessu ákvæði verði breytt. Reynum nú að láta sérhagsmuni ekki verða ofan á, fyrst við höfum tækifæri til þess.Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45 Mest lesið Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Lög um leigubíla eru að fara að breytast. Ástæðan er sú að eftirlitsstofnun EFTA, sem fylgist með því að aðildarþjóðir fylgi ákvæðum EES-samningsins, gerði athugasemdir við aðgangshindranir inn á leigubílamarkað á Íslandi. Áður hafði eftirlitsstofnunin gefið út rökstutt álit um leigubílalöggjöf í Noregi og komist að þeirri niðurstöðu að lögin brytu gegn EES-samningnum. Norsku lögin eru svipuð þeim íslensku.Barist gegn breytingum Í núgildandi löggjöf er að finna ákvæði um hámarksfjölda þeirra sem hafa leyfi til að keyra leigubíl á Íslandi. Engin önnur atvinnugrein býr við slíkar aðgangshindranir, þótt þær megi finna í öðru formi víðar. Í nýju frumvarpi, sem byggir á tillögum starfshóps, er gert ráð fyrir að þessi múr verði felldur. Það er vel. Sömuleiðis er að finna aðrar jákvæðar breytingar í frumvarpinu. Þar eru hins vegar einnig sjáanleg fingraför leyfishafa, sem hafa barist gegn breytingum í frjálsræðisátt. Þannig eru í frumvarpinu aðgangshindranir sem tryggja að farveitur á borð við Uber, Lyft og sambærilegar, geti ekki boðið upp á þjónustu sína hér á landi. Fjötrar fyrir fjarveitur Ein þessara aðgangshindrana er skylda um að í öllum leigubifreiðum skuli vera löggiltir gjaldmælar. Gjaldmælar eru tæki sem eru tengdir vél og hjólabúnaði bílsins og mæla ekna vegalengd og tíma. Mælirinn reiknar gjaldið jafnóðum þar sem hann er tengdur verðskrá. Þótt gjaldmælar þjóni sínum tilgangi eru þeir tæplega 130 ára gömul uppfinning, frá tíma þegar staðsetningarbúnaður í símum og tölvum voru vísindaskáldskapur. Aftur á móti er gerð undantekning á þessari skyldu, enda sé þá samið um heildargjald ferðarinnar fyrir fram. Þeir sem þekkja til þjónustu farveitna vita að við pöntun á fari er gefið upp áætlað heildarverð sem er breytilegt eftir stöðu framboðs og eftirspurnar (e. surge pricing) áætlaðri vegalengd og tíma, sem aftur byggir á upplýsingum um umferð. Vegalengd og tími ferðarinnar eru ekki mæld með gjaldmæli, heldur staðsetningarbúnaði. Þrátt fyrir að áætlað heildarverð sé yfirleitt mjög nærri lagi, liggur eiginlegt heildarverð ekki fyrir fyrr en við lok ferðar. Ekki frekar en í hefðbundnum leigubíl nema á sérvöldum ferðum, eins og til og frá Keflavíkurflugvelli. Frjálsmundar sameinist Fleiri sambærilegar aðgangshindranir eru fyrirhugaðar í nýjum lögum. Verði frumvarpinu ekki breytt í meðförum þingsins er vandséð hvernig farveitur geti tekið þátt á íslenskum leigubílamarkaði. Ef ætlunin er virkilega að gera breytingar í þágu samfélagsins í heild, er brýnt að þessu ákvæði verði breytt. Reynum nú að láta sérhagsmuni ekki verða ofan á, fyrst við höfum tækifæri til þess.Höfundur er lögmaður
Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun