Varnarsamningurinn – fíllinn í stofunni Stefán Pálsson skrifar 24. júlí 2019 11:45 Stóraukin umsvif Nató og Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli hafa verið mikið í fréttum nú í sumar. Fregnir þessar koma illa við marga enda var lokun herstöðvarinnar á Miðnesheiði fagnað mjög haustið 2006. Rétt er að rifja upp að í aðdraganda lokunarinnar á sínum tíma var Bandaríkjastjórn einkum umhugað að spara fjármuni og færa til herafla, meðal annars vegna stríðsreksturs í Miðausturlöndum. Stjórnvöld í Washington vildu því hætta rekstri fullbúinnar herstöðvar, en höfðu þess í stað hug á að tryggja sér aðstöðu sem taka mætti í gagnið með skömmum fyrirvara ef aðstæður breyttust. Íslenskir ráðamenn tóku þeim umleitunum illa. Stjórnmálamenn sem dyggilega höfðu stutt hersetuna litu á hugmyndir um að leggja niður Keflavíkurstöðina sem persónuleg svik og margt bendir til þess að utanríkisráðuneytið hafi ofmetið þá velvild sem íslenskir ráðherrar töldu sig njóta hjá háttsettum aðilum í Hvíta húsinu, meðal annars vegna stuðnings Íslands við Íraksstríðið. Viðræðurnar um lokun herstöðvarinnar hlupu því í hnút og niðurstaðan varð umfangsmeiri niðurlagning hernaðarstarfsemi en Bandaríkjamenn hefðu líklega helst kosið. Herinn fór þó aldrei fyllilega. Áfram voru reknar fjarskipta- og ratsjárstöðvar á Íslandi sem gegna mikilvægu hlutverki í hernaðarkerfi Bandaríkjanna og í tengslum við lokun Keflavíkurstöðvarinnar var farið að skipuleggja flugæfingar fyrir orrustuvélar Nató-ríkja á Íslandi, svokölluð loftrýmisgæsla. Hún var kynnt til sögunnar sem tímabundin ráðstöfun, en fest varanlega í sessi í tíð vinstristjórannar og er í dag meira að segja bundin í þjóðaröryggisstefnu landsins.Blásið í herlúðra Á síðustu árum hefur áhugi Bandaríkjamanna á Norðurslóðum farið vaxandi. Reynt hefur verið að draga upp þá mynd að ógn stafi af hernaðarmætti Rússa í okkar heimshluta. Hugmyndin er fjarstæðukennd, þótt ekki sé horft til annars en þess hvílíkur munur er á efnahags- og hernaðarlegum styrk Rússa annars vegar en Bandaríkjanna og fylgiríkja þeirra hins vegar. Allir íslenskir stjórnmálaflokkar eru sekir um að hafa alið á þessari nýju Rússagrýlu, ýmist með því að taka undir hana eða með þögninni. Á grunni hennar hafa bandarísk umsvif á Keflavíkurflugvelli aukist jafnt og þétt, einkum í tengslum við kafbátaleitarflug og það er einmitt í því skyni sem stærstur hluti framkvæmdanna nú er hugsaður. Með varnarsamningnum svokallaða milli Íslands og Bandaríkjanna, sem og bókunum við hann – þar á meðal samkomulag það sem Lilja Alfreðsdóttir þáverandi utanríkisráðherra undirritaði sumarið 2016 – eru Bandaríkin komin í nákvæmlega þá stöðu sem þau óskuðu sér árið 2006. Bandaríkin hafa í raun sjálfdæmi um hvaða viðbúnað þau telja sig þurfa að hafa hér á landi og á hvaða aðstöðu það kalli. Til viðbótar við varnarsamningin bætist aðild Íslands að Nató, þar sem litið er svo á að þátttökugjald Íslendinga í hernaðarbandalaginu sé að tryggja Bandaríkjamönnum þá aðstöðu sem þeim þóknast. Það var mikil ógæfa að varnarsamningnum við Bandaríkin hafi ekki verið sagt upp um leið og lokun herstöðvarinnar var ákveðin. Sá samningur er fíllinn í stofunni sem flestir forðast að nefna þegar talið berst að misvinsælum hernaðarframkvæmdum hér á landi. Því fyrr sem alvöru umræða hefst um framtíð þess samnings, því betra.Höfundur er sagnfræðingur og friðarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Stóraukin umsvif Nató og Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli hafa verið mikið í fréttum nú í sumar. Fregnir þessar koma illa við marga enda var lokun herstöðvarinnar á Miðnesheiði fagnað mjög haustið 2006. Rétt er að rifja upp að í aðdraganda lokunarinnar á sínum tíma var Bandaríkjastjórn einkum umhugað að spara fjármuni og færa til herafla, meðal annars vegna stríðsreksturs í Miðausturlöndum. Stjórnvöld í Washington vildu því hætta rekstri fullbúinnar herstöðvar, en höfðu þess í stað hug á að tryggja sér aðstöðu sem taka mætti í gagnið með skömmum fyrirvara ef aðstæður breyttust. Íslenskir ráðamenn tóku þeim umleitunum illa. Stjórnmálamenn sem dyggilega höfðu stutt hersetuna litu á hugmyndir um að leggja niður Keflavíkurstöðina sem persónuleg svik og margt bendir til þess að utanríkisráðuneytið hafi ofmetið þá velvild sem íslenskir ráðherrar töldu sig njóta hjá háttsettum aðilum í Hvíta húsinu, meðal annars vegna stuðnings Íslands við Íraksstríðið. Viðræðurnar um lokun herstöðvarinnar hlupu því í hnút og niðurstaðan varð umfangsmeiri niðurlagning hernaðarstarfsemi en Bandaríkjamenn hefðu líklega helst kosið. Herinn fór þó aldrei fyllilega. Áfram voru reknar fjarskipta- og ratsjárstöðvar á Íslandi sem gegna mikilvægu hlutverki í hernaðarkerfi Bandaríkjanna og í tengslum við lokun Keflavíkurstöðvarinnar var farið að skipuleggja flugæfingar fyrir orrustuvélar Nató-ríkja á Íslandi, svokölluð loftrýmisgæsla. Hún var kynnt til sögunnar sem tímabundin ráðstöfun, en fest varanlega í sessi í tíð vinstristjórannar og er í dag meira að segja bundin í þjóðaröryggisstefnu landsins.Blásið í herlúðra Á síðustu árum hefur áhugi Bandaríkjamanna á Norðurslóðum farið vaxandi. Reynt hefur verið að draga upp þá mynd að ógn stafi af hernaðarmætti Rússa í okkar heimshluta. Hugmyndin er fjarstæðukennd, þótt ekki sé horft til annars en þess hvílíkur munur er á efnahags- og hernaðarlegum styrk Rússa annars vegar en Bandaríkjanna og fylgiríkja þeirra hins vegar. Allir íslenskir stjórnmálaflokkar eru sekir um að hafa alið á þessari nýju Rússagrýlu, ýmist með því að taka undir hana eða með þögninni. Á grunni hennar hafa bandarísk umsvif á Keflavíkurflugvelli aukist jafnt og þétt, einkum í tengslum við kafbátaleitarflug og það er einmitt í því skyni sem stærstur hluti framkvæmdanna nú er hugsaður. Með varnarsamningnum svokallaða milli Íslands og Bandaríkjanna, sem og bókunum við hann – þar á meðal samkomulag það sem Lilja Alfreðsdóttir þáverandi utanríkisráðherra undirritaði sumarið 2016 – eru Bandaríkin komin í nákvæmlega þá stöðu sem þau óskuðu sér árið 2006. Bandaríkin hafa í raun sjálfdæmi um hvaða viðbúnað þau telja sig þurfa að hafa hér á landi og á hvaða aðstöðu það kalli. Til viðbótar við varnarsamningin bætist aðild Íslands að Nató, þar sem litið er svo á að þátttökugjald Íslendinga í hernaðarbandalaginu sé að tryggja Bandaríkjamönnum þá aðstöðu sem þeim þóknast. Það var mikil ógæfa að varnarsamningnum við Bandaríkin hafi ekki verið sagt upp um leið og lokun herstöðvarinnar var ákveðin. Sá samningur er fíllinn í stofunni sem flestir forðast að nefna þegar talið berst að misvinsælum hernaðarframkvæmdum hér á landi. Því fyrr sem alvöru umræða hefst um framtíð þess samnings, því betra.Höfundur er sagnfræðingur og friðarsinni
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun