Ætla að taka á ósjálfbærri beit vegna lausagöngu Sveinn Arnarsson skrifar 6. september 2019 07:30 Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir álag hafa minnkað á landið með fækkun sauðfjár og landið sé að taka við sér. Fréttablaðið/Vilhelm Vinna er hafin innan umhverfisráðuneytisins við að taka á beit á hálendi sem ekki er sjálfbær. Smíða á reglugerð sem á að vera stjórntæki yfirvalda til að taka á ósjálfbærri beit sem getur hlotist af lausagöngu sauðfjár. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að Skógræktarfélag Íslands hefði skorað á stjórnvöld að taka á lausagöngu búfjár, setja á vörsluskyldu og stöðva beit í þjóðgörðum landsins. Blaðið leitaði svara hjá umhverfisráðherra og spurði hvort þetta kæmi til álita. „Þegar þessi mál eru skoðuð þarf bæði að líta til þeirra laga sem gilda um viðkomandi þjóðgarða sem og nýrra laga um landgræðslu. Í lögunum er kveðið á um að landnýting eigi að vera sjálfbær. Vinna er hafin í ráðuneytinu við að útfæra hvað felst í því,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra.Guðfinna Harpap Árnadóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.Innan ráðuneytisins á af því tilefni að smíða verkfæri fyrir stjórnvöld að taka á ósjálfbærum ágangi búfjár. „Þegar niðurstöður þeirrar vinnu liggja fyrir stendur til að setja reglugerð sem fjallar um þessi mál og er henni meðal annars ætlað að verða nýtt stjórntæki til þess að taka á ósjálfbærri beit sem getur hlotist af lausagöngu búfjár.“ Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir álag hafa minnkað á landið með fækkun sauðfjár og landið sé að taka við sér. „Því sauðfé á Íslandi sem fer á afrétt er haldið í sameiginlegum beitarhólfum. Þessi beitarhólf eru afmörkuð af girðingum, bæði manngerðum en annars náttúrulegum girðingum svo sem ám,“ segir Guðfinna. „Það er ekki hagur bænda að ganga á landsins gæði í þessum beitarhólfum. Með fækkandi fé og mun styttri beitartíma á afrétti og í úthaga almennt hefur nýting landsins gjörbreyst á undanförnum 20 til 30 árum og hefur það jákvæð áhrif á sjálfgræðslu á lítt grónum svæðum. Þetta sjá bændur vel sem fara um þessi svæði.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Umhverfismál Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Vinna er hafin innan umhverfisráðuneytisins við að taka á beit á hálendi sem ekki er sjálfbær. Smíða á reglugerð sem á að vera stjórntæki yfirvalda til að taka á ósjálfbærri beit sem getur hlotist af lausagöngu sauðfjár. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að Skógræktarfélag Íslands hefði skorað á stjórnvöld að taka á lausagöngu búfjár, setja á vörsluskyldu og stöðva beit í þjóðgörðum landsins. Blaðið leitaði svara hjá umhverfisráðherra og spurði hvort þetta kæmi til álita. „Þegar þessi mál eru skoðuð þarf bæði að líta til þeirra laga sem gilda um viðkomandi þjóðgarða sem og nýrra laga um landgræðslu. Í lögunum er kveðið á um að landnýting eigi að vera sjálfbær. Vinna er hafin í ráðuneytinu við að útfæra hvað felst í því,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra.Guðfinna Harpap Árnadóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.Innan ráðuneytisins á af því tilefni að smíða verkfæri fyrir stjórnvöld að taka á ósjálfbærum ágangi búfjár. „Þegar niðurstöður þeirrar vinnu liggja fyrir stendur til að setja reglugerð sem fjallar um þessi mál og er henni meðal annars ætlað að verða nýtt stjórntæki til þess að taka á ósjálfbærri beit sem getur hlotist af lausagöngu búfjár.“ Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir álag hafa minnkað á landið með fækkun sauðfjár og landið sé að taka við sér. „Því sauðfé á Íslandi sem fer á afrétt er haldið í sameiginlegum beitarhólfum. Þessi beitarhólf eru afmörkuð af girðingum, bæði manngerðum en annars náttúrulegum girðingum svo sem ám,“ segir Guðfinna. „Það er ekki hagur bænda að ganga á landsins gæði í þessum beitarhólfum. Með fækkandi fé og mun styttri beitartíma á afrétti og í úthaga almennt hefur nýting landsins gjörbreyst á undanförnum 20 til 30 árum og hefur það jákvæð áhrif á sjálfgræðslu á lítt grónum svæðum. Þetta sjá bændur vel sem fara um þessi svæði.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Umhverfismál Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira