Fylgdust með Assange allan sólarhringinn Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2019 21:39 Julian Assange. EPA/NEIL HALL Spænska öryggisfyrirtækið Undercover Global S. L. deildi myndböndum og hljóðskrám af fundum Julian Assange með lögmönnum sínum og öðrum með leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. Starfsmenn fyrirtækisins höfðu komið fyrir myndavélum í sendiráði Ekvador í London eftir að leyniþjónusta Ekvador réði fyrirtækið til að annast öryggi sendiráðsins og var fylgst með Assange allan sólarhringinn. Hæstiréttur Spánar hefur nú tekið UC Global S. L. til skoðunar vegna málsins. Þetta kemur fram í umfjöllun El País um málið en þar segir að fylgst hafi verið með Assange á klósettinu og hljóðnemum hafi jafnvel verið komið fyrir á kvennaklósettinu. Blaðamenn miðilsins munu hafa komið höndum yfir skjöl sem varpa ljósi á njósnirnar. Assange var dæmdur í fimmtíu vikna fangelsi fyrr á þessu ári fyrir að brjóta gegn skilmálum lausnar sem hann hlaut gegn tryggingu árið 2012. Þá leitaði hann hælis í sendiráði Ekvadors í London þar sem hann dvaldi þar til í apríl á þessu ári. Á þeim tíma fjölluðu breskir dómstólar um framsalsbeiðni Svía vegna kynferðisbrotamáls gegn Assange þar í landi. Hann var handtekinn í sendiráði Ekvador í London þann ellefta maí eftir að ríkisstjórn landsins felldi niður hæli hans. Samkvæmt EL País byrjaði eigandi UC Global að njósna um Assange árið 2015 og bað hann starfsmenn fyrirtækisins um að halda sambandi þess við Bandaríkjamenn leyndu. Undanfarin ári hefur ný ríkisstjórn Ekvador, sem leidd er af Lenín Moreno, verið verulega andsnúin veru Assange í sendiráðinu og eru njósnir gegn Assange sagðar hafa færst í aukana eftir að hann tók við völdum. Bandaríkin hafa ákært Assange fyrir fjölda brota og hafa farið fram á að hann verði framseldur frá Bretlandi. Beiðni þeirra verður tekin fyrir í febrúar. Bandaríkin Bretland Ekvador Spánn WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Spænska öryggisfyrirtækið Undercover Global S. L. deildi myndböndum og hljóðskrám af fundum Julian Assange með lögmönnum sínum og öðrum með leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. Starfsmenn fyrirtækisins höfðu komið fyrir myndavélum í sendiráði Ekvador í London eftir að leyniþjónusta Ekvador réði fyrirtækið til að annast öryggi sendiráðsins og var fylgst með Assange allan sólarhringinn. Hæstiréttur Spánar hefur nú tekið UC Global S. L. til skoðunar vegna málsins. Þetta kemur fram í umfjöllun El País um málið en þar segir að fylgst hafi verið með Assange á klósettinu og hljóðnemum hafi jafnvel verið komið fyrir á kvennaklósettinu. Blaðamenn miðilsins munu hafa komið höndum yfir skjöl sem varpa ljósi á njósnirnar. Assange var dæmdur í fimmtíu vikna fangelsi fyrr á þessu ári fyrir að brjóta gegn skilmálum lausnar sem hann hlaut gegn tryggingu árið 2012. Þá leitaði hann hælis í sendiráði Ekvadors í London þar sem hann dvaldi þar til í apríl á þessu ári. Á þeim tíma fjölluðu breskir dómstólar um framsalsbeiðni Svía vegna kynferðisbrotamáls gegn Assange þar í landi. Hann var handtekinn í sendiráði Ekvador í London þann ellefta maí eftir að ríkisstjórn landsins felldi niður hæli hans. Samkvæmt EL País byrjaði eigandi UC Global að njósna um Assange árið 2015 og bað hann starfsmenn fyrirtækisins um að halda sambandi þess við Bandaríkjamenn leyndu. Undanfarin ári hefur ný ríkisstjórn Ekvador, sem leidd er af Lenín Moreno, verið verulega andsnúin veru Assange í sendiráðinu og eru njósnir gegn Assange sagðar hafa færst í aukana eftir að hann tók við völdum. Bandaríkin hafa ákært Assange fyrir fjölda brota og hafa farið fram á að hann verði framseldur frá Bretlandi. Beiðni þeirra verður tekin fyrir í febrúar.
Bandaríkin Bretland Ekvador Spánn WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira