Getum verið stolt af okkar verki í mannréttindaráðinu Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 26. september 2019 07:00 Á morgun lýkur 42. fundarlotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, fjórðu og síðustu reglubundnu lotunni sem Ísland tekur þátt í sem fullgildur meðlimur. Ísland situr þó áfram í ráðinu til loka ársins og tekur þátt í öðrum störfum þess, s.s. fyrirtöku allsherjarúttekta á mannréttindamálum í einstökum ríkjum í nóvember. Þá er fulltrúi Íslands varaforseti ráðsins og áfram í nægu að snúast. Ísland og fulltrúar þess hafa með störfum sínum í ráðinu sýnt rækilega fram á að smáríki geta látið til sín taka í þágu mannréttinda hafi þau algild mannréttindi í forgrunni og sýni frumkvæði. Ég er ekki einn um þessa skoðun, virtustu mannréttindasamtök heimsins hafa ítrekað vakið athygli á frammistöðu Íslands og vinir okkar á Norðurlöndum hafa tekið í sama streng. Í mars síðastliðnum var Ísland í forystu 36 ríkja sem fluttu sameiginlega yfirlýsingu vegna mannréttindaástands í Sádi-Arabíu. Yfirlýsingunni var svo fylgt eftir í lotunni sem nú er að ljúka. Þetta var í fyrsta skipti sem fjallað var um stöðuna í Sádi-Arabíu með svo afgerandi hætti í mannréttindaráðinu. Ekki vakti síður athygli þegar mannréttindaráðið samþykkti í júlí ályktun Íslands um mannréttindaástand á Filippseyjum. Um það mál, eins og frumkvæði okkar varðandi Sádi-Arabíu, hefur verið fjallað á innlendum og erlendum vettvangi með þeim hætti að fyllsta ástæða er fyrir okkur að bera höfuðið hátt. Átakanlegt var að hlusta á fulltrúa filippseysku kirkjunnar og ástvini þeirra sem hafa látist í svonefndu fíkniefnastríði filippseyskra stjórnvalda þegar þeir komu hingað til lands fyrir skemmstu. Full ástæða er til að óháð rannsókn fari fram á þessu máli. Ég hef gagnrýnt það sérstaklega að ríki á borð við Sádi-Arabíu hafa í gegnum tíðina sloppið við gagnrýni í mannréttindaráðinu á meðan önnur eru þar stöðugt undir smásjánni. Sem dæmi má nefna Ísrael. Ekkert ríki ætti að vera stikkfrí í þessum málum, en hins vegar má gera kröfu um að kjörin aðildarríki ráðsins gangi á undan með góðu fordæmi. Þess vegna skýtur skökku við að einmitt um þessar mundir eru bæði Filippseyjar og Sádi-Arabía kjörnir fulltrúar í mannréttindaráðinu og nú lítur út fyrir að Venesúela verði kosið aftur í ráðið í október. Framganga þessara ríkja í mannréttindamálum sendir einfaldlega röng skilaboð. Mannréttindaráðið er ekki gallalaus stofnun, en einmitt þess vegna höfum við viljað stuðla að umbótum og hefur öll okkar framganga miðast við það. Mikil breidd í starfinu Önnur ályktun sem Ísland lagði fram ásamt fleiri ríkjum í sumar sneri að jöfnum launum karla og kvenna. Hún var samþykkt án atkvæðagreiðslu og voru meðflutningsríki ályktunarinnar á sjöunda tug. Við erum stolt af því að ályktun um kynjajafnréttistengd mál hafi náð fram að ganga. Þá er ástæða til að nefna að forsætisráðherra ávarpaði mannréttindaráðið í júnílotunni og fyrr á árinu tók félags- og barnamálaráðherra þátt í umræðum um málefni barna. Í byrjun þessa mánaðar kom svo hingað til lands í mínu boði sjálfstæður sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna um málefni hinsegin fólks. Hann flutti bæði opinberan fyrirlestur og fundaði með fagfólki, s.s. á sviði heilbrigðismála, fulltrúum Samtakanna 78 og biskupi Íslands. Við metum nú góðar ábendingar hans um hvernig við getum gert enn betur hér heima í málefnum hinsegin fólks og um leið verið öflug rödd á alþjóðavettvangi á þessu sviði. Allt þetta sýnir breidd þess starfs sem við höfum staðið fyrir á árinu. Við höfum komið víða við og látið til okkar taka en þó ætíð út frá skýrt afmarkaðri áætlun um að standa við þau fyrirheit sem við gáfum í upphafi. Við eigum eftir að gera betur upp setuna í mannréttindaráðinu en vilji minn stendur til þess að á næstu mánuðum fari fram upplýst umræða um framgöngu okkar og árangur, um mannréttindaráðið sem stofnun, og auðvitað um mannréttindi almennt. Með því getum við skerpt enn stefnu okkar í þessum efnum og byggt á henni til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðlaugur Þór Þórðarson Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Utanríkismál Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Á morgun lýkur 42. fundarlotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, fjórðu og síðustu reglubundnu lotunni sem Ísland tekur þátt í sem fullgildur meðlimur. Ísland situr þó áfram í ráðinu til loka ársins og tekur þátt í öðrum störfum þess, s.s. fyrirtöku allsherjarúttekta á mannréttindamálum í einstökum ríkjum í nóvember. Þá er fulltrúi Íslands varaforseti ráðsins og áfram í nægu að snúast. Ísland og fulltrúar þess hafa með störfum sínum í ráðinu sýnt rækilega fram á að smáríki geta látið til sín taka í þágu mannréttinda hafi þau algild mannréttindi í forgrunni og sýni frumkvæði. Ég er ekki einn um þessa skoðun, virtustu mannréttindasamtök heimsins hafa ítrekað vakið athygli á frammistöðu Íslands og vinir okkar á Norðurlöndum hafa tekið í sama streng. Í mars síðastliðnum var Ísland í forystu 36 ríkja sem fluttu sameiginlega yfirlýsingu vegna mannréttindaástands í Sádi-Arabíu. Yfirlýsingunni var svo fylgt eftir í lotunni sem nú er að ljúka. Þetta var í fyrsta skipti sem fjallað var um stöðuna í Sádi-Arabíu með svo afgerandi hætti í mannréttindaráðinu. Ekki vakti síður athygli þegar mannréttindaráðið samþykkti í júlí ályktun Íslands um mannréttindaástand á Filippseyjum. Um það mál, eins og frumkvæði okkar varðandi Sádi-Arabíu, hefur verið fjallað á innlendum og erlendum vettvangi með þeim hætti að fyllsta ástæða er fyrir okkur að bera höfuðið hátt. Átakanlegt var að hlusta á fulltrúa filippseysku kirkjunnar og ástvini þeirra sem hafa látist í svonefndu fíkniefnastríði filippseyskra stjórnvalda þegar þeir komu hingað til lands fyrir skemmstu. Full ástæða er til að óháð rannsókn fari fram á þessu máli. Ég hef gagnrýnt það sérstaklega að ríki á borð við Sádi-Arabíu hafa í gegnum tíðina sloppið við gagnrýni í mannréttindaráðinu á meðan önnur eru þar stöðugt undir smásjánni. Sem dæmi má nefna Ísrael. Ekkert ríki ætti að vera stikkfrí í þessum málum, en hins vegar má gera kröfu um að kjörin aðildarríki ráðsins gangi á undan með góðu fordæmi. Þess vegna skýtur skökku við að einmitt um þessar mundir eru bæði Filippseyjar og Sádi-Arabía kjörnir fulltrúar í mannréttindaráðinu og nú lítur út fyrir að Venesúela verði kosið aftur í ráðið í október. Framganga þessara ríkja í mannréttindamálum sendir einfaldlega röng skilaboð. Mannréttindaráðið er ekki gallalaus stofnun, en einmitt þess vegna höfum við viljað stuðla að umbótum og hefur öll okkar framganga miðast við það. Mikil breidd í starfinu Önnur ályktun sem Ísland lagði fram ásamt fleiri ríkjum í sumar sneri að jöfnum launum karla og kvenna. Hún var samþykkt án atkvæðagreiðslu og voru meðflutningsríki ályktunarinnar á sjöunda tug. Við erum stolt af því að ályktun um kynjajafnréttistengd mál hafi náð fram að ganga. Þá er ástæða til að nefna að forsætisráðherra ávarpaði mannréttindaráðið í júnílotunni og fyrr á árinu tók félags- og barnamálaráðherra þátt í umræðum um málefni barna. Í byrjun þessa mánaðar kom svo hingað til lands í mínu boði sjálfstæður sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna um málefni hinsegin fólks. Hann flutti bæði opinberan fyrirlestur og fundaði með fagfólki, s.s. á sviði heilbrigðismála, fulltrúum Samtakanna 78 og biskupi Íslands. Við metum nú góðar ábendingar hans um hvernig við getum gert enn betur hér heima í málefnum hinsegin fólks og um leið verið öflug rödd á alþjóðavettvangi á þessu sviði. Allt þetta sýnir breidd þess starfs sem við höfum staðið fyrir á árinu. Við höfum komið víða við og látið til okkar taka en þó ætíð út frá skýrt afmarkaðri áætlun um að standa við þau fyrirheit sem við gáfum í upphafi. Við eigum eftir að gera betur upp setuna í mannréttindaráðinu en vilji minn stendur til þess að á næstu mánuðum fari fram upplýst umræða um framgöngu okkar og árangur, um mannréttindaráðið sem stofnun, og auðvitað um mannréttindi almennt. Með því getum við skerpt enn stefnu okkar í þessum efnum og byggt á henni til framtíðar.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun