Nýir bílar slökkviliðsins komnir til landsins Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. október 2019 11:31 Fjóir nýjir slökkvibílar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eru komnar til landsins. Þeim fylgir ýmis nýr búnaður. Bílarnir verða teknir í notkun, einn af öðrum, fram að áramótum. Vísir/Aðsend Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur fengið til landsins fjórar nýjar slökkvibifreiðar sem teknar verða í notkun á næstu vikum. Ráðist var í útboð á síðasta ári en þetta er í fyrsta skipti sem slökkviliðið fær fjóra nýja dælubíla á einu bretti. Veruleg þörf var orðin fyrir endurnýjun. Bifreiðarnar voru keyptar af fyrirtækinu Ólafi Gíslasyni & co. Bílarnir eru af Scania tegund og voru smíðaðar og breytt hjá Wiss í Póllandi. Bílarnir eru með tvöföldu áhafnarhúsi sem rúmar fimm slökkviliðsmenn.Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.Nýjir bílar bylting fyrir slökkviliðið Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við fréttastofu að koma bílanna sé algjör bylting. "Ekki bara nýjar bifreiðar með öllu því sem því fylgir, heldur ýmis nýr búnaður sem á eftir að gefa okkur meiri möguleika á árangursríku og öruggu slökkvi- og björgunarstarfi. Svo eru þetta fjórar eins bifreiðar, eins búnar, en í dag erum við með margar tegundir," segir Birgir. Hefðbundinn slökkvibúnaður er í bílunum. 3000 lítra vatnstankur, dæla, slöngur, stútar og þess háttar. Þá er í bílunum ýmiss björgunarbúnaður sem notast er við vegna umferðarslysa, svo sem klippubúnaður sem nær allur er rafknúinn. Áður hefur verið notast við bensínknúin verkfæri.Elsta bifreiðin 29 ára gömul Bílunum fylgir sú nýjung að í þeim er forðukerfi sem notast í eldsvoðum. Sá búnaður hefur ekki verið til hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hingað til en froðbúnaðurinn byggist upp á blöndu vatns, froðuvökva og þrýstilofts. Þá er í bílunum háþrýstibúnaður með skurðarmöguleika, Cobra, sem hefur verið að aukast notkun á erlendis en þetta eru fyrstu tækin af þessari tegund á Íslandi. Búnaðurinn gefur mikla möguleika í slökkvistarfi, bæði sem öflugur slökkvibúnaður og meira öryggi fyrir slökkviliðsmenn. Elsta slökkvibifreiðin sem nú er í notkun sem fyrsta útkallstæki er frá árinu 1990. Aðrar eru frá árunum 1998, 2002 og 2003. Varabifreiðar slökkviliðsins eru en eldri. Nýju bílarnir munu taka við sem fyrsta útkallstæki á öllum fjórum starfsstöðvum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, það er í Skógarhlíð og Tunguhálsi í Reykjavík, Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Elstu bifreiðarnar sem eru í notkun verða teknar út þjónustu, en þær nýrri verða áfram hjá SHS sem varabifreiðar. Slökkvibílarnir hafa ekki verið afhentir formlega en þjálfun leiðbeinenda innan SHS er hafin og eru það starfsmenn WISS sem þjálfa þá. Samhliða þjálfun mun fara fram lokafrágangur á bílunum. Í framhaldi hefst svo innanhúsþjálfun hjá slökkviliðinu, en þjálfa þarf alla slökkviliðsmenn liðsins í notkun á búnað bifreiðanna. Reiknað er með að bifreiðarnar fari í notkun hver af annarri og verði allar komnar í notkun fyrir áramót.Ýmiss nýr búnaður fylgir nýju bílunum.Vísir/Aðsend Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Slökkvilið Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur fengið til landsins fjórar nýjar slökkvibifreiðar sem teknar verða í notkun á næstu vikum. Ráðist var í útboð á síðasta ári en þetta er í fyrsta skipti sem slökkviliðið fær fjóra nýja dælubíla á einu bretti. Veruleg þörf var orðin fyrir endurnýjun. Bifreiðarnar voru keyptar af fyrirtækinu Ólafi Gíslasyni & co. Bílarnir eru af Scania tegund og voru smíðaðar og breytt hjá Wiss í Póllandi. Bílarnir eru með tvöföldu áhafnarhúsi sem rúmar fimm slökkviliðsmenn.Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.Nýjir bílar bylting fyrir slökkviliðið Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við fréttastofu að koma bílanna sé algjör bylting. "Ekki bara nýjar bifreiðar með öllu því sem því fylgir, heldur ýmis nýr búnaður sem á eftir að gefa okkur meiri möguleika á árangursríku og öruggu slökkvi- og björgunarstarfi. Svo eru þetta fjórar eins bifreiðar, eins búnar, en í dag erum við með margar tegundir," segir Birgir. Hefðbundinn slökkvibúnaður er í bílunum. 3000 lítra vatnstankur, dæla, slöngur, stútar og þess háttar. Þá er í bílunum ýmiss björgunarbúnaður sem notast er við vegna umferðarslysa, svo sem klippubúnaður sem nær allur er rafknúinn. Áður hefur verið notast við bensínknúin verkfæri.Elsta bifreiðin 29 ára gömul Bílunum fylgir sú nýjung að í þeim er forðukerfi sem notast í eldsvoðum. Sá búnaður hefur ekki verið til hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hingað til en froðbúnaðurinn byggist upp á blöndu vatns, froðuvökva og þrýstilofts. Þá er í bílunum háþrýstibúnaður með skurðarmöguleika, Cobra, sem hefur verið að aukast notkun á erlendis en þetta eru fyrstu tækin af þessari tegund á Íslandi. Búnaðurinn gefur mikla möguleika í slökkvistarfi, bæði sem öflugur slökkvibúnaður og meira öryggi fyrir slökkviliðsmenn. Elsta slökkvibifreiðin sem nú er í notkun sem fyrsta útkallstæki er frá árinu 1990. Aðrar eru frá árunum 1998, 2002 og 2003. Varabifreiðar slökkviliðsins eru en eldri. Nýju bílarnir munu taka við sem fyrsta útkallstæki á öllum fjórum starfsstöðvum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, það er í Skógarhlíð og Tunguhálsi í Reykjavík, Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Elstu bifreiðarnar sem eru í notkun verða teknar út þjónustu, en þær nýrri verða áfram hjá SHS sem varabifreiðar. Slökkvibílarnir hafa ekki verið afhentir formlega en þjálfun leiðbeinenda innan SHS er hafin og eru það starfsmenn WISS sem þjálfa þá. Samhliða þjálfun mun fara fram lokafrágangur á bílunum. Í framhaldi hefst svo innanhúsþjálfun hjá slökkviliðinu, en þjálfa þarf alla slökkviliðsmenn liðsins í notkun á búnað bifreiðanna. Reiknað er með að bifreiðarnar fari í notkun hver af annarri og verði allar komnar í notkun fyrir áramót.Ýmiss nýr búnaður fylgir nýju bílunum.Vísir/Aðsend
Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Slökkvilið Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira