Skoðun á uppruna Rússarannsóknarinnar er nú sakamálarannsókn Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2019 09:03 William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Pablo Martinez Monsivais Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið sakamálarannsókn á ástæðum þess Rússarannsóknin svokallaða var hafin á sínum tíma. Rannsóknin hefur raunar staðið yfir síðan í maí en fram að þessu hefur hún ekki verið skilgreind sem rannsókn á sakamáli. Breytingin þýðir að nú geta rannsakendur nú gefið út stefnur til að kalla menn í yfirheyrslur og til að fá aðgang að skjölum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafði þó fyrir gefið dómsmálaráðherra sínum heimild til að svipta leynd af öllum þeim skjölum og gögnum sem hann vill og skipað leyniþjónustum að starfa með rannsókninni. Talið er að ákvörðunin muni leiða til þess að Trump verði enn og aftur sakaður um að nota Dómsmálaráðuneytið til að herja á andstæðinga sína og felur í sér að Dómsmálaráðuneytið er í raun að rannsaka sig sjálft.Trump hefur löngum kallað Rússarannsókn Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, nornaveiðar sem hafi verið skipulagðar af óvildarmönnum hans. Upphaflega snerist rannsóknin um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Svo snerist hún einnig um hvort starfsmenn framboðs Trump hafi átt í samstarfi við Rússa og hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar, meðal annars með því að reka James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Forsetinn sagði svo í sjónvarpsviðtali skömmu seinna að hann hefði gert það vegna Rússarannsóknarinnar.Robert Mueller, sérstakur rannsakandi Dómsmálaráðuneytisins.EPA/JIM LO SCALZOUpprunalega var rannsóknin á höndum Alríkislögreglu Bandaríkjanna en sérstakur rannsakandi var skipaður eftir að í ljós kom að Jeff Sessions, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði sagt ósatt um samskipti sín við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.34 aðilar einstaklingar ákærðir Rannsóknin leiddi ekki ljós glæpsamlegt samráð við Rússa en Trump forseti var þó ekki sýknaður af því að hafa staðið í vegi fyrir því að réttlætið næði fram að ganga, þó hann hafi ítrekað haldið því fram. 34 einstaklingar voru ákærðir vegna rannsóknarinnar og fyrir ýmsa glæpi. Þar á meðal eru sex fyrrverandi bandamenn og ráðgjafar Trump eins og fyrrverandi kosningastjóri hans, aðstoðarkosningastjóri, þjóðaröryggisráðgjafi og persónulegur lögmaður hans. Auk þess var hópur rússneskra starfsmanna „Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu og aðrir ákærðir fyrir afskipti þeirra af kosningunum.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgWilliam Barr, dómsmálaráðherra Trump, skipaði fyrr á árinu saksóknarann John Durham yfir rannsóknarrannsókninni, ef svo má að orði komast og er sú þriðja sem snýr að uppruna Rússarannsóknarinnar. Upphaflega var rannsókn Durham ekki sakamálarannsókn og er ekki vitað hvenær sú breyting var gerð, samkvæmt AP fréttaveitunni.Segja réttarríkið sitja frammi fyrir skaða Þingmenn Demókrataflokksins, sem stýra dómsmála- og leyniþjónustumálanefndum fulltrúadeildarinnar sögðu í nótt að fregnirnar ekki góðar og þær væru til marks um að Dómsmálaráðuneytið, með William Barr í ráðherrastólnum, hefði tapað sjálfstæði sínu. Barr hefur tekið virkan þátt í rannsókn Durham. „Ef hægt er að nota Dómsmálaráðuneyti til pólitískra hefndaraðgerða, eða til að hjálpa við næstu kosningar, mun réttarríkið þjást fyrir vikið og það mun valda miklum skaða,“ sögðu þeir Jerrold Nadler og Adam Schiff. Trump hefur gefið í skyn að hann sjái rannsókn Barr sem tækifæri til að ná sér niður á óvinum sínum. Rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 hófst eftir að ástralskir embættismenn sögðu útsendurum stofnunarinnar frá því að George Papadopoulos, starfsmaður framboðs Trump, sagði einum þeirra þegar þeir voru við drykkju í London, að yfirvöld Rússlands sætu á upplýsingum um Hillary Clinton, þáverandi mótframbjóðanda Trump. Það gerðist áður en opinbert varð að Rússar hefðu gert tölvuárás á tölvukerfi Landsnefndar Demókrataflokksins og stolið tölvupóstum þaðan. Papadopoulos sagðist hafa heyrt það frá prófessornum Joseph Mifsud, sem er nú horfinn.Segja rannsóknina byggja á samsæri Bandamenn Trump og þar er meðtalinn Rudy Giuliani, einkalögmaður Trump, hafa haldið því fram að leyniþjónustur vestrænna ríkja hafi fengið Mifsud til að leiða Papadopoulos í gildru. Papadopoulos sjálfur hefur haldið því fram að Mifsud hafi verið í taum leyniþjónustu Ítalíu og að Leyniþjónusta Bandaríkjanna hafi „vopnvætt“ hann til að herja á Trump. Engar upplýsingar liggja fyrir sem gefa í skyn að það sé satt. Trump hefur rætt við ýmsa erlenda leiðtoga og beðið þá um að aðstoða Barr við rannsókn ráðuneytisins. Þar er allavega um að ræða leiðtoga Ástralíu, Úkraínu og Ítalíu. Yfirvöld þeirra ríkja hafa staðfest að símtöl hafi borist frá Trump.Washington Post segir embættismenn í Ítalíu hafa staðfest að Barr hafi spurt Ítala út í Mifsud. Þeir hafi þó sagt að Ítalía tengist málinu ekki á nokkurn hátt. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Ástralar kveðast reiðubúnir til að aðstoða við hvers kyns rannsóknir Donald Trump Bandaríkjaforseti bað forsætisráðherra Ástralíu um að rannsaka Rússarannsóknina svokölluðu 1. október 2019 19:00 Varpa frekara ljósi á starfsemi „Tröllaverksmiðju“ Rússa Þingmenn bæði Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins kalla eftir því að þingið, Hvíta húsið og tæknifyrirtæki Bandaríkjanna komi í veg fyrir að samfélagsmiðlar verði notaðir til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. 8. október 2019 22:00 Bað forsætisráðherra Ástralíu um að hjálpa Barr að rannsaka Rússarannsóknina Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þrýsti á Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og bað hann um að hjálpa William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 30. september 2019 21:30 Bað Boris einnig um hjálp við að grafa undan Rússarannsókninni Donald Trump hefur lengi staðið í þeirri trú að uppruna rannsóknarinnar megi að miklu leyti rekja til Bretlands og hefur hann meðal annars sakað breskar leyniþjónustur um að njósna um framboð sitt fyrir Barack Obama, forvera sinn. 2. október 2019 11:21 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið sakamálarannsókn á ástæðum þess Rússarannsóknin svokallaða var hafin á sínum tíma. Rannsóknin hefur raunar staðið yfir síðan í maí en fram að þessu hefur hún ekki verið skilgreind sem rannsókn á sakamáli. Breytingin þýðir að nú geta rannsakendur nú gefið út stefnur til að kalla menn í yfirheyrslur og til að fá aðgang að skjölum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafði þó fyrir gefið dómsmálaráðherra sínum heimild til að svipta leynd af öllum þeim skjölum og gögnum sem hann vill og skipað leyniþjónustum að starfa með rannsókninni. Talið er að ákvörðunin muni leiða til þess að Trump verði enn og aftur sakaður um að nota Dómsmálaráðuneytið til að herja á andstæðinga sína og felur í sér að Dómsmálaráðuneytið er í raun að rannsaka sig sjálft.Trump hefur löngum kallað Rússarannsókn Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, nornaveiðar sem hafi verið skipulagðar af óvildarmönnum hans. Upphaflega snerist rannsóknin um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Svo snerist hún einnig um hvort starfsmenn framboðs Trump hafi átt í samstarfi við Rússa og hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar, meðal annars með því að reka James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Forsetinn sagði svo í sjónvarpsviðtali skömmu seinna að hann hefði gert það vegna Rússarannsóknarinnar.Robert Mueller, sérstakur rannsakandi Dómsmálaráðuneytisins.EPA/JIM LO SCALZOUpprunalega var rannsóknin á höndum Alríkislögreglu Bandaríkjanna en sérstakur rannsakandi var skipaður eftir að í ljós kom að Jeff Sessions, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði sagt ósatt um samskipti sín við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.34 aðilar einstaklingar ákærðir Rannsóknin leiddi ekki ljós glæpsamlegt samráð við Rússa en Trump forseti var þó ekki sýknaður af því að hafa staðið í vegi fyrir því að réttlætið næði fram að ganga, þó hann hafi ítrekað haldið því fram. 34 einstaklingar voru ákærðir vegna rannsóknarinnar og fyrir ýmsa glæpi. Þar á meðal eru sex fyrrverandi bandamenn og ráðgjafar Trump eins og fyrrverandi kosningastjóri hans, aðstoðarkosningastjóri, þjóðaröryggisráðgjafi og persónulegur lögmaður hans. Auk þess var hópur rússneskra starfsmanna „Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu og aðrir ákærðir fyrir afskipti þeirra af kosningunum.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgWilliam Barr, dómsmálaráðherra Trump, skipaði fyrr á árinu saksóknarann John Durham yfir rannsóknarrannsókninni, ef svo má að orði komast og er sú þriðja sem snýr að uppruna Rússarannsóknarinnar. Upphaflega var rannsókn Durham ekki sakamálarannsókn og er ekki vitað hvenær sú breyting var gerð, samkvæmt AP fréttaveitunni.Segja réttarríkið sitja frammi fyrir skaða Þingmenn Demókrataflokksins, sem stýra dómsmála- og leyniþjónustumálanefndum fulltrúadeildarinnar sögðu í nótt að fregnirnar ekki góðar og þær væru til marks um að Dómsmálaráðuneytið, með William Barr í ráðherrastólnum, hefði tapað sjálfstæði sínu. Barr hefur tekið virkan þátt í rannsókn Durham. „Ef hægt er að nota Dómsmálaráðuneyti til pólitískra hefndaraðgerða, eða til að hjálpa við næstu kosningar, mun réttarríkið þjást fyrir vikið og það mun valda miklum skaða,“ sögðu þeir Jerrold Nadler og Adam Schiff. Trump hefur gefið í skyn að hann sjái rannsókn Barr sem tækifæri til að ná sér niður á óvinum sínum. Rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 hófst eftir að ástralskir embættismenn sögðu útsendurum stofnunarinnar frá því að George Papadopoulos, starfsmaður framboðs Trump, sagði einum þeirra þegar þeir voru við drykkju í London, að yfirvöld Rússlands sætu á upplýsingum um Hillary Clinton, þáverandi mótframbjóðanda Trump. Það gerðist áður en opinbert varð að Rússar hefðu gert tölvuárás á tölvukerfi Landsnefndar Demókrataflokksins og stolið tölvupóstum þaðan. Papadopoulos sagðist hafa heyrt það frá prófessornum Joseph Mifsud, sem er nú horfinn.Segja rannsóknina byggja á samsæri Bandamenn Trump og þar er meðtalinn Rudy Giuliani, einkalögmaður Trump, hafa haldið því fram að leyniþjónustur vestrænna ríkja hafi fengið Mifsud til að leiða Papadopoulos í gildru. Papadopoulos sjálfur hefur haldið því fram að Mifsud hafi verið í taum leyniþjónustu Ítalíu og að Leyniþjónusta Bandaríkjanna hafi „vopnvætt“ hann til að herja á Trump. Engar upplýsingar liggja fyrir sem gefa í skyn að það sé satt. Trump hefur rætt við ýmsa erlenda leiðtoga og beðið þá um að aðstoða Barr við rannsókn ráðuneytisins. Þar er allavega um að ræða leiðtoga Ástralíu, Úkraínu og Ítalíu. Yfirvöld þeirra ríkja hafa staðfest að símtöl hafi borist frá Trump.Washington Post segir embættismenn í Ítalíu hafa staðfest að Barr hafi spurt Ítala út í Mifsud. Þeir hafi þó sagt að Ítalía tengist málinu ekki á nokkurn hátt.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Ástralar kveðast reiðubúnir til að aðstoða við hvers kyns rannsóknir Donald Trump Bandaríkjaforseti bað forsætisráðherra Ástralíu um að rannsaka Rússarannsóknina svokölluðu 1. október 2019 19:00 Varpa frekara ljósi á starfsemi „Tröllaverksmiðju“ Rússa Þingmenn bæði Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins kalla eftir því að þingið, Hvíta húsið og tæknifyrirtæki Bandaríkjanna komi í veg fyrir að samfélagsmiðlar verði notaðir til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. 8. október 2019 22:00 Bað forsætisráðherra Ástralíu um að hjálpa Barr að rannsaka Rússarannsóknina Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þrýsti á Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og bað hann um að hjálpa William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 30. september 2019 21:30 Bað Boris einnig um hjálp við að grafa undan Rússarannsókninni Donald Trump hefur lengi staðið í þeirri trú að uppruna rannsóknarinnar megi að miklu leyti rekja til Bretlands og hefur hann meðal annars sakað breskar leyniþjónustur um að njósna um framboð sitt fyrir Barack Obama, forvera sinn. 2. október 2019 11:21 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Ástralar kveðast reiðubúnir til að aðstoða við hvers kyns rannsóknir Donald Trump Bandaríkjaforseti bað forsætisráðherra Ástralíu um að rannsaka Rússarannsóknina svokölluðu 1. október 2019 19:00
Varpa frekara ljósi á starfsemi „Tröllaverksmiðju“ Rússa Þingmenn bæði Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins kalla eftir því að þingið, Hvíta húsið og tæknifyrirtæki Bandaríkjanna komi í veg fyrir að samfélagsmiðlar verði notaðir til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. 8. október 2019 22:00
Bað forsætisráðherra Ástralíu um að hjálpa Barr að rannsaka Rússarannsóknina Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þrýsti á Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og bað hann um að hjálpa William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 30. september 2019 21:30
Bað Boris einnig um hjálp við að grafa undan Rússarannsókninni Donald Trump hefur lengi staðið í þeirri trú að uppruna rannsóknarinnar megi að miklu leyti rekja til Bretlands og hefur hann meðal annars sakað breskar leyniþjónustur um að njósna um framboð sitt fyrir Barack Obama, forvera sinn. 2. október 2019 11:21