Undirbúningur fyrir fríverslunarviðræður EFTA og Bretlands hafinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júní 2020 23:15 Undirbúningur er hafinn fyrir fríverslunarviðræður Íslands, Noregs og Liechtenstein við Bretland. Vísir/Vilhelm Undirbúningur er hafinn fyrir fríverslunarviðræður Íslands, Noregs og Liechtenstein, EFTA ríkjanna, við Bretland. Löndin funduðu í með utanríkisviðskiptaráðuneyti Bretlands í fyrsta sinn í gær og er áætlað að formlegar viðræður hefjist í lok mánaðarins. Fulltrúar ríkjanna verða áfram í nánum samskiptum þangað til þær hefjast samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Á fundinum var farið yfir efni fyrirhugaðs fríverslunarsamnings og farið yfir samningsafstöðu á hverju sviði fyrir sig auk þess sem ákvarðanir voru teknar um næstu skref í undirbúningnum fyrir formlegar viðræður. Viðræðum verður haldið áfram út sumarið með fjarfundabúnaði. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra fagnar því að Bretland sé komið að borðinu og tilbúið að hefja viðræður af fullum krafti. „Ljóst er að allir aðilar gera sér grein fyrir þeim miklu hagsmunum sem hér eru í húfi og eru tilbúnir til að leggja mikið á sig til að viðhalda og vernda viðskiptatengsl Íslands og Bretlands,“ segir Guðlaugur. Þá kemur fram að góð samstaða hafi verið á fundinum og bjartsýni ríki um að samningar náist fyrir lok árs. Noregur, Ísland, Liechtenstein og Bretland hafi að nokkru leyti samræmd lög og reglugerðir sem samningurinn muni koma til með að byggja á vegna EES samningsins sem muni auðvelda viðræður til muna. „Þrátt fyrir að skammur tími sé til stefnu ríkti samstaða um að láta það ekki koma niður á gæðum samningsins og stefnt er að yfirgripsmiklum og metnaðarfullum fríverslunarsamningi.“ Liechtenstein Bretland Noregur Evrópusambandið Brexit Utanríkismál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Undirbúningur er hafinn fyrir fríverslunarviðræður Íslands, Noregs og Liechtenstein, EFTA ríkjanna, við Bretland. Löndin funduðu í með utanríkisviðskiptaráðuneyti Bretlands í fyrsta sinn í gær og er áætlað að formlegar viðræður hefjist í lok mánaðarins. Fulltrúar ríkjanna verða áfram í nánum samskiptum þangað til þær hefjast samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Á fundinum var farið yfir efni fyrirhugaðs fríverslunarsamnings og farið yfir samningsafstöðu á hverju sviði fyrir sig auk þess sem ákvarðanir voru teknar um næstu skref í undirbúningnum fyrir formlegar viðræður. Viðræðum verður haldið áfram út sumarið með fjarfundabúnaði. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra fagnar því að Bretland sé komið að borðinu og tilbúið að hefja viðræður af fullum krafti. „Ljóst er að allir aðilar gera sér grein fyrir þeim miklu hagsmunum sem hér eru í húfi og eru tilbúnir til að leggja mikið á sig til að viðhalda og vernda viðskiptatengsl Íslands og Bretlands,“ segir Guðlaugur. Þá kemur fram að góð samstaða hafi verið á fundinum og bjartsýni ríki um að samningar náist fyrir lok árs. Noregur, Ísland, Liechtenstein og Bretland hafi að nokkru leyti samræmd lög og reglugerðir sem samningurinn muni koma til með að byggja á vegna EES samningsins sem muni auðvelda viðræður til muna. „Þrátt fyrir að skammur tími sé til stefnu ríkti samstaða um að láta það ekki koma niður á gæðum samningsins og stefnt er að yfirgripsmiklum og metnaðarfullum fríverslunarsamningi.“
Liechtenstein Bretland Noregur Evrópusambandið Brexit Utanríkismál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira