Segir skrítið að nefna að fleiri gjöld verði lögð á sjávarútveginn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. janúar 2020 11:55 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra. Vísir/vilhelm Sjávarútvegsráðherra segir að ef loðnubrestur verði annað árið í röð hafi það áhrif á þjóðarbúið, sjávarútvegsfyrirtæki og þau samfélög sem þau starfa innan. Hann segir útilokað að sjávarútvegurinn taki þátt í að fjármagna rannsóknir á lífríki sjávar. Nóg sé um gjöld á greinina og skrítið að nefna fleiri. Hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson kom úr tólf daga leiðangri ásamt fjórum öðrum skipum í gær þar sem leitað var að loðnu. Birkir Bárðarson leiðangursstjóri sagði að á sínum ferli hefði hann aldrei fundið svo lítið magn loðnu og í þessum túr. Febrúarleiðangurinn sé eftir og því eigi ekki að gefa upp alla von en útlitið sé ekki bjart um að mælt verði með loðnuveiðum í ár. Það væri þá annað árið í röð sem loðnubrestur verður hér. Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegsráðherra. „Ef að þetta gengur eftir svona ég ítreka það að við eigum febrúarleiðangurinn en ef þetta verður svona þá hefur þetta áhrif á þjóðarbúið og fyrirtæki og samfélög sem að sem þau starfa innan.“ Aðspurður um hvort að stjórnvöld myndu grípa inn í og aðstoða samfélög sem yrðu mögulega fyrir áföllum ef það yrði loðnubrestur segir Kristján: „Það er allt til umræðu í þeim efnum en umræðan hefur ekki náð þangað því leit ekki lokið en fordæmi fyrir inngripi stjórnvalda þegar áföll verða í atvinnulífinu síðasta inngrip er samfélagið á Suðurnesjum þegar flugfélagið Wow fór í gjaldþrot.“ Fram kom í fréttum í gær að mikilvægt væri að rannsaka mun betur hvað væri að gerast í sjónum kringum Ísland vegna loftslagsbreytinga. Kristján segir að ríkisstjórnin hafi sett á annað hundrað milljónir í loðnurannsóknir hjá Hafrannsóknarstofnun og þeir fjármunir eigi að nýtast í meiri rannsóknir. Í samtali fréttastofu við vísindamenn hafa þeir bent á að Norðmenn hafi sett gjald á sjávarútvegsfyrirtæki þar um að þau taki þátt í að greiða fyrir rannsóknir á hafinu og lífríki sjávar. Kristján Þór segir útilokað að það yrði gert hér á landi. Sjávarútvegur Skattar og tollar Tengdar fréttir Lítil von um loðnuveiði Leiðangursstjóri hafrannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar sem kemur í höfn í Reykjavík nú í hádeginu segir að fyrstu mælingar á loðnu bendi til þess að í ár sé aftur loðnubrestur á Íslandsmiðum. 25. janúar 2020 12:15 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra segir að ef loðnubrestur verði annað árið í röð hafi það áhrif á þjóðarbúið, sjávarútvegsfyrirtæki og þau samfélög sem þau starfa innan. Hann segir útilokað að sjávarútvegurinn taki þátt í að fjármagna rannsóknir á lífríki sjávar. Nóg sé um gjöld á greinina og skrítið að nefna fleiri. Hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson kom úr tólf daga leiðangri ásamt fjórum öðrum skipum í gær þar sem leitað var að loðnu. Birkir Bárðarson leiðangursstjóri sagði að á sínum ferli hefði hann aldrei fundið svo lítið magn loðnu og í þessum túr. Febrúarleiðangurinn sé eftir og því eigi ekki að gefa upp alla von en útlitið sé ekki bjart um að mælt verði með loðnuveiðum í ár. Það væri þá annað árið í röð sem loðnubrestur verður hér. Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegsráðherra. „Ef að þetta gengur eftir svona ég ítreka það að við eigum febrúarleiðangurinn en ef þetta verður svona þá hefur þetta áhrif á þjóðarbúið og fyrirtæki og samfélög sem að sem þau starfa innan.“ Aðspurður um hvort að stjórnvöld myndu grípa inn í og aðstoða samfélög sem yrðu mögulega fyrir áföllum ef það yrði loðnubrestur segir Kristján: „Það er allt til umræðu í þeim efnum en umræðan hefur ekki náð þangað því leit ekki lokið en fordæmi fyrir inngripi stjórnvalda þegar áföll verða í atvinnulífinu síðasta inngrip er samfélagið á Suðurnesjum þegar flugfélagið Wow fór í gjaldþrot.“ Fram kom í fréttum í gær að mikilvægt væri að rannsaka mun betur hvað væri að gerast í sjónum kringum Ísland vegna loftslagsbreytinga. Kristján segir að ríkisstjórnin hafi sett á annað hundrað milljónir í loðnurannsóknir hjá Hafrannsóknarstofnun og þeir fjármunir eigi að nýtast í meiri rannsóknir. Í samtali fréttastofu við vísindamenn hafa þeir bent á að Norðmenn hafi sett gjald á sjávarútvegsfyrirtæki þar um að þau taki þátt í að greiða fyrir rannsóknir á hafinu og lífríki sjávar. Kristján Þór segir útilokað að það yrði gert hér á landi.
Sjávarútvegur Skattar og tollar Tengdar fréttir Lítil von um loðnuveiði Leiðangursstjóri hafrannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar sem kemur í höfn í Reykjavík nú í hádeginu segir að fyrstu mælingar á loðnu bendi til þess að í ár sé aftur loðnubrestur á Íslandsmiðum. 25. janúar 2020 12:15 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Lítil von um loðnuveiði Leiðangursstjóri hafrannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar sem kemur í höfn í Reykjavík nú í hádeginu segir að fyrstu mælingar á loðnu bendi til þess að í ár sé aftur loðnubrestur á Íslandsmiðum. 25. janúar 2020 12:15