Lokun landamæra, stóraukið atvinnuleysi Sigþór Kristinn Skúlason skrifar 22. ágúst 2020 08:00 Ástand í þjóðfélaginu og í heiminum öllum er erfitt um þessum þessar mundir vegna alheimsfaraldursins COVID-19. Íslendingum hefur þrátt fyrir allt gengið nokkuð vel að ná tökum á faraldrinum og í raun svo vel að eftir því er tekið langt út fyrir landsteinana. Í því sambandi hefur ríkisstjórn Íslands séð ástæðu til þess að setja af stað markaðsátak til að kynna þann góða árangur með það að markmiði að hvetja erlenda ferðamenn til að ferðast til Íslands. Frá upphafi faraldursins hefur sóttvarnarlæknir talað um að Íslendingar og þeir sem koma hingað til lengri dvalar séu líklegastir til þess að bera smit inn í landið. Erlendir ferðamenn séu einfaldlega ekki líklegir til að smita mikið, enda ekki í jafn nánum samskiptum inn í samfélagið og við Íslendingar. Jafnframt hefur sóttvarnarlæknir talað fyrir því að það sé ekki markmið út af fyrir sig að fá engin smit inn í landið. Við getum alltaf búist við að fá smit af og til á meðan faraldurinn geisar en þá viðráðanleg fyrir heilbrigðiskerfi okkar. Óhætt er því að segja að sú kúvending sem varð á stefnu stjórnvalda hvað varðar frjálsa för fólks til og frá landinu hafi komið flatt upp á marga. Ákvörðun um að loka nánast landinu með því að skylda alla í tvær skimanir og sóttkví virðist hafa verið tekin án samráðs við atvinnulífið í landinu og án þess að lagðir hafi verið fram útreikningar og rökstuðningur fyrir þeirri ákvörðun. Ríkisstjórn Íslands hefði hæglega geta valið mildari útgáfu við skimun á landamærum án þess að skrúfa fyrir flæði ferðamanna með svo íþyngjandi sóttvörnum. Til að mynda hefði verið hægt að skima alla, jafnvel tvisvar en látið duga að setja Íslendinga og þá sem koma til lengri dvalar í sóttkví. Ef þær ráðstafanir gæfu ekki tilætlaðan árangur hefði á seinni stigum alltaf verið hægt að herða sóttvarnir í takt við þær reglur sem nú eru í gildi. Í kjölfar COVID-19 faraldursins þá hefur atvinnuleysi í landinu stóraukist og einna verst er ástandið á Suðurnesjum. Með ákvörðun ríkisstjórnarinnar fyrir viku síðan, þá er fyrirséð að ferðaþjónusta í landinu kemur að mestu leyti til með að leggjast af með tilheyrandi viðbótar atvinnuleysi. Nú þegar er stór hluti af þeim flugfélögum sem fljúga til Keflavíkurflugvallar byrjuð að fella niður flug til landsins. Ég skora á Ríkisstjórn Íslands að endurskoða án tafar þær sóttvarnarreglur sem nú gilda á landamærum til þess að takmarka það tjón sem þegar hefur orðið. Virðingarfyllst. Sigþór Kristinn Skúlason. Höfundur er forstjóri Airport Associates. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ástand í þjóðfélaginu og í heiminum öllum er erfitt um þessum þessar mundir vegna alheimsfaraldursins COVID-19. Íslendingum hefur þrátt fyrir allt gengið nokkuð vel að ná tökum á faraldrinum og í raun svo vel að eftir því er tekið langt út fyrir landsteinana. Í því sambandi hefur ríkisstjórn Íslands séð ástæðu til þess að setja af stað markaðsátak til að kynna þann góða árangur með það að markmiði að hvetja erlenda ferðamenn til að ferðast til Íslands. Frá upphafi faraldursins hefur sóttvarnarlæknir talað um að Íslendingar og þeir sem koma hingað til lengri dvalar séu líklegastir til þess að bera smit inn í landið. Erlendir ferðamenn séu einfaldlega ekki líklegir til að smita mikið, enda ekki í jafn nánum samskiptum inn í samfélagið og við Íslendingar. Jafnframt hefur sóttvarnarlæknir talað fyrir því að það sé ekki markmið út af fyrir sig að fá engin smit inn í landið. Við getum alltaf búist við að fá smit af og til á meðan faraldurinn geisar en þá viðráðanleg fyrir heilbrigðiskerfi okkar. Óhætt er því að segja að sú kúvending sem varð á stefnu stjórnvalda hvað varðar frjálsa för fólks til og frá landinu hafi komið flatt upp á marga. Ákvörðun um að loka nánast landinu með því að skylda alla í tvær skimanir og sóttkví virðist hafa verið tekin án samráðs við atvinnulífið í landinu og án þess að lagðir hafi verið fram útreikningar og rökstuðningur fyrir þeirri ákvörðun. Ríkisstjórn Íslands hefði hæglega geta valið mildari útgáfu við skimun á landamærum án þess að skrúfa fyrir flæði ferðamanna með svo íþyngjandi sóttvörnum. Til að mynda hefði verið hægt að skima alla, jafnvel tvisvar en látið duga að setja Íslendinga og þá sem koma til lengri dvalar í sóttkví. Ef þær ráðstafanir gæfu ekki tilætlaðan árangur hefði á seinni stigum alltaf verið hægt að herða sóttvarnir í takt við þær reglur sem nú eru í gildi. Í kjölfar COVID-19 faraldursins þá hefur atvinnuleysi í landinu stóraukist og einna verst er ástandið á Suðurnesjum. Með ákvörðun ríkisstjórnarinnar fyrir viku síðan, þá er fyrirséð að ferðaþjónusta í landinu kemur að mestu leyti til með að leggjast af með tilheyrandi viðbótar atvinnuleysi. Nú þegar er stór hluti af þeim flugfélögum sem fljúga til Keflavíkurflugvallar byrjuð að fella niður flug til landsins. Ég skora á Ríkisstjórn Íslands að endurskoða án tafar þær sóttvarnarreglur sem nú gilda á landamærum til þess að takmarka það tjón sem þegar hefur orðið. Virðingarfyllst. Sigþór Kristinn Skúlason. Höfundur er forstjóri Airport Associates.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun