Á ekki von á grundvallarbreytingum á landamærum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. september 2020 14:48 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á því að hann leggi til einhvers konar grundvallarbreytingar á fyrirkomulagi landamæraskimuna og sóttvarna í tengslum við það. Hann telur gögnin sýna að smitum myndi fjölga innanlands ef slakað yrði á skimun og sóttvörnum á landamærum. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna vegna Covid-19 í dag. Þar sagðist Þórólfur vera að vinna í nýju minnisblaði ráðherra varðandi tillögur um skimanir og sóttvarnir á landamærunum, þar sem þær aðgerðir sem þar er í gildi renna út 15. september næstkomandi. Eins og kunnugt er þurfa allir sem koma hingað til lands að velja á milli 14 daga sóttkví eða fara í tvær skimanir með fimm daga millibili. Þórólfur var spurður hvort að hann myndi leggja til einhverjar breytingar á þessu fyrirkomulagi. Skimunarbásarnir á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Einar „Ég á svo sem ekki von á neinum grundvallarbreytingum með það. Mín afstaða hefur svo verið ljós mjög lengi með landamærin. Ég hef gefið stjórnvöldum nokkra möguleika og bent á nokkrar hættur varðandi sóttvarnir og hvað ég tel öruggustu leiðina varðandi sóttvarnir. Síðan eru það náttúrulega stjórnvalda og meta það í ljósi annarra hagsmuna og hluta og ákveða í framhaldi af því. Þannig hef ég lagt upp þetta til þessa. Ég býst ekki við því að það verði nein grundvallarbreyting af minni hálfu hvað það varðar,“ sagði Þórólfur. Eins og að fara yfir stórfljót Þá var hann einnig spurður að því hvort að hann hefði áhyggjur af stöðu mála á landamærunum en fyrr á fundinum hafði Þórólfur greint frá því að hlutfallslega færi jákvæðum sýnum fjölgandi á landamærunum. „Það fer alltaf eftir því hvaða fyrirkomulag er á skimunum hvort ég hafi áhyggjur. Ef við gerum lítið sem ekki neitt þá hef ég áhyggjur vitandi það að þetta er að aukast hlutfallslega.“ Minntist hann á að frá því að sýnatakan var tekin upp á landamærunum og til 19. ágúst hefðu 0,04 prósent af öllum sýnum reynst jákvæð. „Eftir nítjánda þá eru þau 0,3 prósent. Þau hafa tífaldast hlutfallslega. Þannig að ég hef vissar áhyggjur af því ef að þessi þróun heldur áfram og við gerum kannski lítið og slökum á skimunum þá fáum við fleiri smit hingað inn. Mér sýnist gögnin sýna það óyggjandi,“ sagði Þórólfur. Hann sagðist ekki geta sagt til um hvenær væri hægt að slaka á aðgerðum á landamærunum. „Ég held að það væri mjög óvarlegt að segja eitthvað til um það. Ég hef sagt áður að ég held að það sé óvarlegt að slaka á báðum vígstöðvum og á landamærum samtímis. Ef maður á að velja á milli held ég að það sé skynsamlegra að byrja hér innanlands. Síðan verðum við bara að feta okkur áfram. Þetta er eins og að fara yfir stórfljót. Við verðum að fara varlega og sjá hvert skref leiðir okkur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Norræna Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á því að hann leggi til einhvers konar grundvallarbreytingar á fyrirkomulagi landamæraskimuna og sóttvarna í tengslum við það. Hann telur gögnin sýna að smitum myndi fjölga innanlands ef slakað yrði á skimun og sóttvörnum á landamærum. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna vegna Covid-19 í dag. Þar sagðist Þórólfur vera að vinna í nýju minnisblaði ráðherra varðandi tillögur um skimanir og sóttvarnir á landamærunum, þar sem þær aðgerðir sem þar er í gildi renna út 15. september næstkomandi. Eins og kunnugt er þurfa allir sem koma hingað til lands að velja á milli 14 daga sóttkví eða fara í tvær skimanir með fimm daga millibili. Þórólfur var spurður hvort að hann myndi leggja til einhverjar breytingar á þessu fyrirkomulagi. Skimunarbásarnir á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Einar „Ég á svo sem ekki von á neinum grundvallarbreytingum með það. Mín afstaða hefur svo verið ljós mjög lengi með landamærin. Ég hef gefið stjórnvöldum nokkra möguleika og bent á nokkrar hættur varðandi sóttvarnir og hvað ég tel öruggustu leiðina varðandi sóttvarnir. Síðan eru það náttúrulega stjórnvalda og meta það í ljósi annarra hagsmuna og hluta og ákveða í framhaldi af því. Þannig hef ég lagt upp þetta til þessa. Ég býst ekki við því að það verði nein grundvallarbreyting af minni hálfu hvað það varðar,“ sagði Þórólfur. Eins og að fara yfir stórfljót Þá var hann einnig spurður að því hvort að hann hefði áhyggjur af stöðu mála á landamærunum en fyrr á fundinum hafði Þórólfur greint frá því að hlutfallslega færi jákvæðum sýnum fjölgandi á landamærunum. „Það fer alltaf eftir því hvaða fyrirkomulag er á skimunum hvort ég hafi áhyggjur. Ef við gerum lítið sem ekki neitt þá hef ég áhyggjur vitandi það að þetta er að aukast hlutfallslega.“ Minntist hann á að frá því að sýnatakan var tekin upp á landamærunum og til 19. ágúst hefðu 0,04 prósent af öllum sýnum reynst jákvæð. „Eftir nítjánda þá eru þau 0,3 prósent. Þau hafa tífaldast hlutfallslega. Þannig að ég hef vissar áhyggjur af því ef að þessi þróun heldur áfram og við gerum kannski lítið og slökum á skimunum þá fáum við fleiri smit hingað inn. Mér sýnist gögnin sýna það óyggjandi,“ sagði Þórólfur. Hann sagðist ekki geta sagt til um hvenær væri hægt að slaka á aðgerðum á landamærunum. „Ég held að það væri mjög óvarlegt að segja eitthvað til um það. Ég hef sagt áður að ég held að það sé óvarlegt að slaka á báðum vígstöðvum og á landamærum samtímis. Ef maður á að velja á milli held ég að það sé skynsamlegra að byrja hér innanlands. Síðan verðum við bara að feta okkur áfram. Þetta er eins og að fara yfir stórfljót. Við verðum að fara varlega og sjá hvert skref leiðir okkur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Norræna Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira