Mega nota afturbrennara á orustuþotum í flugtaki Kristján Már Unnarsson skrifar 19. október 2020 22:30 F-15 Eagle herþota með logandi afturbrennara í flugtaksbruni á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku. U.S. Air Force/Mikayla Whiteley. Kvartanir íbúa á Akureyri vegna hávaða frá bandarískum F-15 Eagle orustuþotum í aðflugsæfingum yfir Akureyrarflugvelli í síðustu viku hafa vakið spurningar um hvaða takmarkanir hafa verið settar á notkun afturbrennara á þotunum, sem eru helsti hávaðavaldurinn, og hvort þær nái einnig til Keflavíkurflugvallar. „Almennu tilmælin eru þau að afturbrennarar séu eingöngu notaðir í undantekningartilvikum þegar þoturnar eru í loftinu, hvar sem er á landinu,“ svarar Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. „Aftur á móti er heimilt að nota þá í flugtaki enda þurfa vélarnar gjarnan á þeim að halda við slíkar aðstæður. Þá eru þeir notaðir fyrstu metrana og oft á tíðum er slökkt á þeim vel áður en brautarenda er náð,“ segir Ásgeir. Hér má sjá og heyra þoturnar nota afturbrennara í flugtaksbruni á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku í myndbandi frá Bandaríkjaher: Áður en flugsveitin kom til landsins hafði verið tilkynnt að auk hefðbundinnar loftrýmisgæslu væri gert ráð fyrir aðflugsæfingum á varaflugvöllunum á Akureyri og á Egilsstöðum til 16.október ef veður leyfði. En geta Héraðsbúar átt von á þotunum úr þessu? „Ólíklegt er að æfingar fari fram við Egilsstaði en ekki útilokað,“ svarar Ásgeir. Afturbrennarar á þessum herþotum stórauka afl hreyflanna og gefa þeim færi á að komast á meira en tvöfaldan hljóðhraða. Þannig nær F-15 þotan 3.000 kílómetra hraða eða Mach 2,5. Með afturbrennaranum nær þotan einnig óvenju öflugu klifri, eða 50 þúsundum fetum á mínútu, sem jafnast á við eldflaugar. Hljóðdrunurnar sem heyrðust frá þotunum í klifrinu yfir Eyjafirði í síðustu viku minntu raunar á drunurnar sem heyrast á Canaveral-höfða þegar geimflaugum er skotið þaðan út í geim, eins og heyra má á þessu myndbandi: NATO Bandaríkin Keflavíkurflugvöllur Akureyri Fréttir af flugi Reykjanesbær Suðurnesjabær Eyjafjarðarsveit Varnarmál Tengdar fréttir Kaninn lofar að gera svona aldrei aftur yfir Akureyri Landhelgisgæslan hefur komið athugasemdum á framfæri við bandaríska flugherinn eftir að herþotur í aðflugsæfingum á Akureyrarflugvelli settu afturbrennarann á þannig að Eyjafjörður nötraði undan hávaðanum. 17. október 2020 22:32 Þingmaður gerir athugasemd við orrustuþotuflug yfir Akureyri Bandarískar orrustuþotur ollu töluverðum skarkala þegar þær flugu yfir Akureyri í gær. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði athugasemd við að þoturnar hefðu verið með afturbrennara í gangi við Landhelgisgæsluna og telur að misskilningur hafi átt sér stað um hvað væri leyfilegt. 15. október 2020 22:26 Fimm Globemaster og júmbó fylgja orustuþotum til Íslands Fimm C-17 Globemaster herflutningavélar auk Boeing 747 flugvélar flughersins fylgja bandarísku F-15 Eagle orustuþotunum vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hefst hérlendis á morgun. Orustuþoturnar fjórtán eru allar komnar til Keflavíkurflugvallar. 9. október 2020 16:04 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Fleiri fréttir Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld Sjá meira
Kvartanir íbúa á Akureyri vegna hávaða frá bandarískum F-15 Eagle orustuþotum í aðflugsæfingum yfir Akureyrarflugvelli í síðustu viku hafa vakið spurningar um hvaða takmarkanir hafa verið settar á notkun afturbrennara á þotunum, sem eru helsti hávaðavaldurinn, og hvort þær nái einnig til Keflavíkurflugvallar. „Almennu tilmælin eru þau að afturbrennarar séu eingöngu notaðir í undantekningartilvikum þegar þoturnar eru í loftinu, hvar sem er á landinu,“ svarar Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. „Aftur á móti er heimilt að nota þá í flugtaki enda þurfa vélarnar gjarnan á þeim að halda við slíkar aðstæður. Þá eru þeir notaðir fyrstu metrana og oft á tíðum er slökkt á þeim vel áður en brautarenda er náð,“ segir Ásgeir. Hér má sjá og heyra þoturnar nota afturbrennara í flugtaksbruni á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku í myndbandi frá Bandaríkjaher: Áður en flugsveitin kom til landsins hafði verið tilkynnt að auk hefðbundinnar loftrýmisgæslu væri gert ráð fyrir aðflugsæfingum á varaflugvöllunum á Akureyri og á Egilsstöðum til 16.október ef veður leyfði. En geta Héraðsbúar átt von á þotunum úr þessu? „Ólíklegt er að æfingar fari fram við Egilsstaði en ekki útilokað,“ svarar Ásgeir. Afturbrennarar á þessum herþotum stórauka afl hreyflanna og gefa þeim færi á að komast á meira en tvöfaldan hljóðhraða. Þannig nær F-15 þotan 3.000 kílómetra hraða eða Mach 2,5. Með afturbrennaranum nær þotan einnig óvenju öflugu klifri, eða 50 þúsundum fetum á mínútu, sem jafnast á við eldflaugar. Hljóðdrunurnar sem heyrðust frá þotunum í klifrinu yfir Eyjafirði í síðustu viku minntu raunar á drunurnar sem heyrast á Canaveral-höfða þegar geimflaugum er skotið þaðan út í geim, eins og heyra má á þessu myndbandi:
NATO Bandaríkin Keflavíkurflugvöllur Akureyri Fréttir af flugi Reykjanesbær Suðurnesjabær Eyjafjarðarsveit Varnarmál Tengdar fréttir Kaninn lofar að gera svona aldrei aftur yfir Akureyri Landhelgisgæslan hefur komið athugasemdum á framfæri við bandaríska flugherinn eftir að herþotur í aðflugsæfingum á Akureyrarflugvelli settu afturbrennarann á þannig að Eyjafjörður nötraði undan hávaðanum. 17. október 2020 22:32 Þingmaður gerir athugasemd við orrustuþotuflug yfir Akureyri Bandarískar orrustuþotur ollu töluverðum skarkala þegar þær flugu yfir Akureyri í gær. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði athugasemd við að þoturnar hefðu verið með afturbrennara í gangi við Landhelgisgæsluna og telur að misskilningur hafi átt sér stað um hvað væri leyfilegt. 15. október 2020 22:26 Fimm Globemaster og júmbó fylgja orustuþotum til Íslands Fimm C-17 Globemaster herflutningavélar auk Boeing 747 flugvélar flughersins fylgja bandarísku F-15 Eagle orustuþotunum vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hefst hérlendis á morgun. Orustuþoturnar fjórtán eru allar komnar til Keflavíkurflugvallar. 9. október 2020 16:04 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Fleiri fréttir Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld Sjá meira
Kaninn lofar að gera svona aldrei aftur yfir Akureyri Landhelgisgæslan hefur komið athugasemdum á framfæri við bandaríska flugherinn eftir að herþotur í aðflugsæfingum á Akureyrarflugvelli settu afturbrennarann á þannig að Eyjafjörður nötraði undan hávaðanum. 17. október 2020 22:32
Þingmaður gerir athugasemd við orrustuþotuflug yfir Akureyri Bandarískar orrustuþotur ollu töluverðum skarkala þegar þær flugu yfir Akureyri í gær. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði athugasemd við að þoturnar hefðu verið með afturbrennara í gangi við Landhelgisgæsluna og telur að misskilningur hafi átt sér stað um hvað væri leyfilegt. 15. október 2020 22:26
Fimm Globemaster og júmbó fylgja orustuþotum til Íslands Fimm C-17 Globemaster herflutningavélar auk Boeing 747 flugvélar flughersins fylgja bandarísku F-15 Eagle orustuþotunum vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hefst hérlendis á morgun. Orustuþoturnar fjórtán eru allar komnar til Keflavíkurflugvallar. 9. október 2020 16:04