Sjálfstæðisflokkurinn ekkert stórveldi lengur Gunnar Smári Egilsson skrifar 26. nóvember 2020 22:15 Þrátt fyrir stóraukin framlög úr ríkissjóði hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið rekinn með miklu tapi frá Hruni. Uppsafnað tap hans frá og með 2007 til ársloka 2019 er tæplega 380 m.kr. á núvirði. Á þessum tíma hafa skuldir hlaðist upp; voru 62,5 m.kr. á núvirði í árslok 2008 en voru um síðustu áramót 466,9 m.kr. Eigið fé flokksins hefur skroppið saman; var 973,8 m.kr. á núvirði í árslok 2008 en er nú 408,9 m.kr. Um 564,9 m.kr. á núvirði hafa gufað upp. Hækkun framlaga til stjórnmálaflokka hafa fært Sjálfstæðisflokknum mikið fé. Á núvirði nam framlag til flokksins úr ríkissjóði á árinu 2013, þegar flokkurinn komst aftur til valda, 99,1 m.kr. á núvirði. Í fyrra var framlagið komið í 206,6 m.kr. Á þessum tíma, frá 2013 til 2019, fékk flokkurinn tæpar 230 m.kr. meira úr ríkissjóði en ef framlögin hefðu haldið verðgildi frá 2013. Fjármagnar starfsemi sína með framlagi úr ríkissjóð Það má því rekja um helminginn af því eigin fé sem flokkurinn á í dag til þessa aukna framlags úr ríkissjóði. Ef ekki hefði komið til þess hefði uppsafnað tap flokksins verið vel yfir 600 m.kr. á tímabilinu eftir Hrun og hann nánast búinn að éta upp sína helstu eign, Valhöll. Þessi umpólun í fjármálum flokksins hefur ýmis áhrif. Stærstu hluti framlaga félagsmanna fer þannig í að fóðra skuldir flokksins. Sum árin dugar það ekki til; 2015 voru vaxtagjöld t.d. 9. m.kr. á núvirði hærri en öll félagsgjöld og framlög einstaklinga. Í fyrra sátu um 10 m.kr. á núvirði eftir af félagsgjöldum eftir fjármagnskostnað meðan það voru 76 m.kr. 2007 og 69. kr. 2008. Allur þessi herkostnaður hefur hins vegar skilað Sjálfstæðisflokknum völdum. Bjarna Benediktssyni og forystu flokksins hefur tekist að verja flokkinn enn meira fylgistapi og náð að semja sig inn í ríkisstjórn frá 2013 í krafti þeirra atkvæða sem flokkurinn hefur þó fengið. En flokkurinn sjálfur, sem félag og stofnun, er ekki svipur hjá sjón. Áður fyrr bar hann höfuð og herðar yfir aðra flokka af fjárhagslegum styrk, virkni félaga og afli kosningavélar. Nú er félagsstarf lítið, fjárhagur á við hvern annan Framsóknarflokk og kosningavélin ekki eins öflug og fyrr. Það er ekki lengur svo að fólk komi hlaupandi til starfa þegar Valhöll kallar. Bjarni búinn að éta upp flokkinn Munurinn á Sjálfstæðisflokknum og mörgum hinna stjórnmálaflokkanna er hins vegar sá að hann þarf ekki einn að reka sinn áróður. Í raun er enginn munur í dag á áherslum Sjálfstæðisflokksins og SA, Viðskiptaráðs eða annarra áróðursmaskína auðvaldsins. Ekki heldur á áherslum flokksins og áróðri og því sem greiningardeildir bankanna senda frá sér, það sem skrifað er í Moggann, Viðskiptablaðið eða Fréttablaðið (sem þó er í eigu fjárhagslegra bakhjarla Viðreisnar). Það vantar því ekkert upp á aflið á bak við stefnuna. Þar gengur öflugasta áróðursvél landsins; áróðursmaskína ríkasta fólksins í landinu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.visir/vilhelm En þessi staða, hversu veikur flokkurinn er og hversu háður hann er áróðursmaskínum auðvaldsins, veldur því að hann verður æ meira eins og einn anginn á þeirri hendi. Hér á árum áður gat Sjálfstæðisflokkurinn kallað sig fjöldahreyfingu sem sameinaði fólk af ýmsum stéttum undir einhverja stefnu og lífssýn. Í dag er hann hins vegar aðeins hagsmunagæsla fyrir hin ríku og valdamiklu. Þótt flokkurinn vildi snúa aftur til þess að vera almannasamtök með virkum félögum og opinni hugmyndalegri deiglu þá hefur hann ekki efni á því lengur, alla vega gæti flokkurinn ekki rekið sig með sama afli og áður. Þetta er arfleið Bjarna Benediktssonar. Það má segja að hann hafi étið upp flokkinn og gert hann að pólitískum arm hinna ríku. Sem hann auðvitað var, en ekki eingöngu. Eftir stofnun Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins náðu þessir flokkar, sem voru pólitískir armar almannasamtakanna, verkalýðshreyfingarinnar og samvinnuhreyfingarinnar, undirtökunum í stjórnmálunum, m.a. vegna almenns kosningaréttar. Allt gert til að halda völdum Það tók borgarastéttina langan tíma að fóta sig í nýjum veruleika alþýðustjórnmála. Lausnin var Sjálfstæðisflokkurinn sem í kjarna var hagsmunagæsla hinna ríku en út á við þjóðernissinnaður flokkur sem sótti orðræðu sína í fasískar hreyfingar í Evrópu, hreyfinga sem höfðu sannað að þær gátu klofið hluta alþýðunnar frá sósíalismanum (sem bæði verkalýðshreyfingin fram að því og samvinnuhreyfingin tilheyrðu). Með því að gera Sjálfstæðisflokkinn einvörðungu að stjórnmálaarmi auðvaldsins er Bjarni að færa flokkinn í raun aftur fyrir 1930, gera úr honum borgaralegan flokk hinna best settu þar sem ekkert rúm er fyrir aðra en þau sem tilheyra auðstéttinni. Bjarni og forystan virðast meta stöðuna svo að völd auðvaldsins í samfélaginu séu slík að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi í raun ekki að höfða til alþýðu manna. Að kostnaðurinn við það sé of mikill. Að betra sé að reka stefnufastari en smærri flokk sem nær síðan sínu fram í samningum við aðra flokka, sem fallast á ægivald auðvaldsins í samfélaginu; flokka sem eiga erfitt með að fóta sig í umræðu sem að mestu leyti fer fram í fjölmiðlum og á vettvangi sem auðvaldið stýrir. Það er, ef það er einhver stefna í þessu. Það má líka vel vera að Bjarni og forystan telji það vel þess virði að tæma sjóði Valhallar og almennings til þess eins að fá að vera aðeins lengur í valdastólum. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Gunnar Smári Egilsson Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir stóraukin framlög úr ríkissjóði hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið rekinn með miklu tapi frá Hruni. Uppsafnað tap hans frá og með 2007 til ársloka 2019 er tæplega 380 m.kr. á núvirði. Á þessum tíma hafa skuldir hlaðist upp; voru 62,5 m.kr. á núvirði í árslok 2008 en voru um síðustu áramót 466,9 m.kr. Eigið fé flokksins hefur skroppið saman; var 973,8 m.kr. á núvirði í árslok 2008 en er nú 408,9 m.kr. Um 564,9 m.kr. á núvirði hafa gufað upp. Hækkun framlaga til stjórnmálaflokka hafa fært Sjálfstæðisflokknum mikið fé. Á núvirði nam framlag til flokksins úr ríkissjóði á árinu 2013, þegar flokkurinn komst aftur til valda, 99,1 m.kr. á núvirði. Í fyrra var framlagið komið í 206,6 m.kr. Á þessum tíma, frá 2013 til 2019, fékk flokkurinn tæpar 230 m.kr. meira úr ríkissjóði en ef framlögin hefðu haldið verðgildi frá 2013. Fjármagnar starfsemi sína með framlagi úr ríkissjóð Það má því rekja um helminginn af því eigin fé sem flokkurinn á í dag til þessa aukna framlags úr ríkissjóði. Ef ekki hefði komið til þess hefði uppsafnað tap flokksins verið vel yfir 600 m.kr. á tímabilinu eftir Hrun og hann nánast búinn að éta upp sína helstu eign, Valhöll. Þessi umpólun í fjármálum flokksins hefur ýmis áhrif. Stærstu hluti framlaga félagsmanna fer þannig í að fóðra skuldir flokksins. Sum árin dugar það ekki til; 2015 voru vaxtagjöld t.d. 9. m.kr. á núvirði hærri en öll félagsgjöld og framlög einstaklinga. Í fyrra sátu um 10 m.kr. á núvirði eftir af félagsgjöldum eftir fjármagnskostnað meðan það voru 76 m.kr. 2007 og 69. kr. 2008. Allur þessi herkostnaður hefur hins vegar skilað Sjálfstæðisflokknum völdum. Bjarna Benediktssyni og forystu flokksins hefur tekist að verja flokkinn enn meira fylgistapi og náð að semja sig inn í ríkisstjórn frá 2013 í krafti þeirra atkvæða sem flokkurinn hefur þó fengið. En flokkurinn sjálfur, sem félag og stofnun, er ekki svipur hjá sjón. Áður fyrr bar hann höfuð og herðar yfir aðra flokka af fjárhagslegum styrk, virkni félaga og afli kosningavélar. Nú er félagsstarf lítið, fjárhagur á við hvern annan Framsóknarflokk og kosningavélin ekki eins öflug og fyrr. Það er ekki lengur svo að fólk komi hlaupandi til starfa þegar Valhöll kallar. Bjarni búinn að éta upp flokkinn Munurinn á Sjálfstæðisflokknum og mörgum hinna stjórnmálaflokkanna er hins vegar sá að hann þarf ekki einn að reka sinn áróður. Í raun er enginn munur í dag á áherslum Sjálfstæðisflokksins og SA, Viðskiptaráðs eða annarra áróðursmaskína auðvaldsins. Ekki heldur á áherslum flokksins og áróðri og því sem greiningardeildir bankanna senda frá sér, það sem skrifað er í Moggann, Viðskiptablaðið eða Fréttablaðið (sem þó er í eigu fjárhagslegra bakhjarla Viðreisnar). Það vantar því ekkert upp á aflið á bak við stefnuna. Þar gengur öflugasta áróðursvél landsins; áróðursmaskína ríkasta fólksins í landinu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.visir/vilhelm En þessi staða, hversu veikur flokkurinn er og hversu háður hann er áróðursmaskínum auðvaldsins, veldur því að hann verður æ meira eins og einn anginn á þeirri hendi. Hér á árum áður gat Sjálfstæðisflokkurinn kallað sig fjöldahreyfingu sem sameinaði fólk af ýmsum stéttum undir einhverja stefnu og lífssýn. Í dag er hann hins vegar aðeins hagsmunagæsla fyrir hin ríku og valdamiklu. Þótt flokkurinn vildi snúa aftur til þess að vera almannasamtök með virkum félögum og opinni hugmyndalegri deiglu þá hefur hann ekki efni á því lengur, alla vega gæti flokkurinn ekki rekið sig með sama afli og áður. Þetta er arfleið Bjarna Benediktssonar. Það má segja að hann hafi étið upp flokkinn og gert hann að pólitískum arm hinna ríku. Sem hann auðvitað var, en ekki eingöngu. Eftir stofnun Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins náðu þessir flokkar, sem voru pólitískir armar almannasamtakanna, verkalýðshreyfingarinnar og samvinnuhreyfingarinnar, undirtökunum í stjórnmálunum, m.a. vegna almenns kosningaréttar. Allt gert til að halda völdum Það tók borgarastéttina langan tíma að fóta sig í nýjum veruleika alþýðustjórnmála. Lausnin var Sjálfstæðisflokkurinn sem í kjarna var hagsmunagæsla hinna ríku en út á við þjóðernissinnaður flokkur sem sótti orðræðu sína í fasískar hreyfingar í Evrópu, hreyfinga sem höfðu sannað að þær gátu klofið hluta alþýðunnar frá sósíalismanum (sem bæði verkalýðshreyfingin fram að því og samvinnuhreyfingin tilheyrðu). Með því að gera Sjálfstæðisflokkinn einvörðungu að stjórnmálaarmi auðvaldsins er Bjarni að færa flokkinn í raun aftur fyrir 1930, gera úr honum borgaralegan flokk hinna best settu þar sem ekkert rúm er fyrir aðra en þau sem tilheyra auðstéttinni. Bjarni og forystan virðast meta stöðuna svo að völd auðvaldsins í samfélaginu séu slík að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi í raun ekki að höfða til alþýðu manna. Að kostnaðurinn við það sé of mikill. Að betra sé að reka stefnufastari en smærri flokk sem nær síðan sínu fram í samningum við aðra flokka, sem fallast á ægivald auðvaldsins í samfélaginu; flokka sem eiga erfitt með að fóta sig í umræðu sem að mestu leyti fer fram í fjölmiðlum og á vettvangi sem auðvaldið stýrir. Það er, ef það er einhver stefna í þessu. Það má líka vel vera að Bjarni og forystan telji það vel þess virði að tæma sjóði Valhallar og almennings til þess eins að fá að vera aðeins lengur í valdastólum. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun