Sigríður og Sjallar utan svæðis Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar 4. desember 2020 14:31 Sinn er siðurinn í hverju landi þegar kemur að skyldum og skyldurækni í þeim störfum sem fólk, konur og karlar taka að sér í einhverskonar samfélagsþjónustu. Þau okkar sem starfa í almannaþjónustu og/eða í opinberri þjónustu eru þá oftar ekki bundin í þá klafa lagalega að þurfa bregðast við þeim erindum sem að þeim er beint. Þá annað hvort með því að svara erindum í síma eða á tölvutæku formi. Þetta vitum við öll og gerum ráð fyrir þegar við leitum til þeirrar sem bæði þiggja laun frá okkar sameiginlegum sjóðum og þeim sem inna af hendi verkefni fyrir okkar samfélag. Það á ekki við Alþingismenn, a.m.k ekki þingmenn Sjálfstæðisflokks, já eða yfirstjórn þess flokk sem fengu nærri 200 milljónir úr sameiginlegum sjóðum okkar, okkar sem greiðum skatta hér á landi, til reksturs þess sama flokks árið 2019. Þar er einfaldlega ekki svarað eða einfaldlega utan þjónustusvæðís. Í mínu tilfelli sendi ég kurteisislegt, skýrt og einfalt erindi á 1. þingmann Reykjavíkur suðurs og um leið formann Utanríkismálanefndar sem er ein af þessum fastanefndum Alþingis og tekur á málefnum er varðar utanríkismál og samskipti við erlend ríki. Nú er erindið ekki helsta málið, í mínu tilfelli spurði ég um viðbrögð téðrar nefndar og fomann þess vegna beinna afskipta sendimanns erlends ríkis af einstaka fjölmiðlum hér á landi. Mínar athugasemdir beinast nú að því hvernig við, almenningur eigi að geta treyst þeim flokkum sem fara með lögin okkar, fjöregg okkar samfélags og í mínu tilfelli stýra samskiptum við erlendar þjóðir, ef einn sendir fyrirspurn og fær engin svör, ekkert, punktur og basta. Ég reyndi nokkrar leiðir til að fá mínu máli framgengt en ekki einu sinni háttvirtur þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, Birgir Ármannsson kaus að svara ekki þegar erindu mínu var beint til hans, né heldur allir þeir aðstoðarmenn sem þiggja laun frá okkur öllum til að styðja við kjörna þingmenn sama flokks og Sigríðar Andersen tilheyrir. Ekki einu sinni frá þeim sem stýra í Valhöll. Svartholið er algert þegar kemur að þessari einföldu fyrirspurn a.m.k. Má vera að fyrirspurnin sé óþægileg, hver veit? Hinsvegar verður að velta fyrir sér hvernig flokkur sem hefur setið í ríkistjórnum í yfir 70% af lýðveldistímanum og hefur kallað sig flokk margra stétta, ætlist til að fá traustið til að stýra málum þegar almenningur fær engin svör? Það er ekki kannski ekki von um að traust samfélagsins til starfa Alþingis sé svo lágt sem raun ber vitni ef stærsti og einn af elstu stjórnamálaflokkum landsins kýs að haga sér á þennan veg. Því má færa rök fyrir því að sami flokkur, Sjálfsstæðisflokkurinn sé orðið dálítið ríki í ríkinu, líti á sig merkilegri en hann í raun er. Sigríður Andersen, Birgir og þau hin sem skipa þennan flokk á Alþingi verða einfaldleg að breyta hugarfari sínu til sinna starfa ef þetta er viðkvæðið. Þau buðu sig fram til að vinna fyrir okkur öll. Alþingi var ekki útbúið fyrir þá sem töldu sig meir en aðrir. Koma svo þingmenn Sjálfsstæðisflokks, koma sér í þjónustusamband og tengja við allan almenning! Höfundur er rekstarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Utanríkismál Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Sinn er siðurinn í hverju landi þegar kemur að skyldum og skyldurækni í þeim störfum sem fólk, konur og karlar taka að sér í einhverskonar samfélagsþjónustu. Þau okkar sem starfa í almannaþjónustu og/eða í opinberri þjónustu eru þá oftar ekki bundin í þá klafa lagalega að þurfa bregðast við þeim erindum sem að þeim er beint. Þá annað hvort með því að svara erindum í síma eða á tölvutæku formi. Þetta vitum við öll og gerum ráð fyrir þegar við leitum til þeirrar sem bæði þiggja laun frá okkar sameiginlegum sjóðum og þeim sem inna af hendi verkefni fyrir okkar samfélag. Það á ekki við Alþingismenn, a.m.k ekki þingmenn Sjálfstæðisflokks, já eða yfirstjórn þess flokk sem fengu nærri 200 milljónir úr sameiginlegum sjóðum okkar, okkar sem greiðum skatta hér á landi, til reksturs þess sama flokks árið 2019. Þar er einfaldlega ekki svarað eða einfaldlega utan þjónustusvæðís. Í mínu tilfelli sendi ég kurteisislegt, skýrt og einfalt erindi á 1. þingmann Reykjavíkur suðurs og um leið formann Utanríkismálanefndar sem er ein af þessum fastanefndum Alþingis og tekur á málefnum er varðar utanríkismál og samskipti við erlend ríki. Nú er erindið ekki helsta málið, í mínu tilfelli spurði ég um viðbrögð téðrar nefndar og fomann þess vegna beinna afskipta sendimanns erlends ríkis af einstaka fjölmiðlum hér á landi. Mínar athugasemdir beinast nú að því hvernig við, almenningur eigi að geta treyst þeim flokkum sem fara með lögin okkar, fjöregg okkar samfélags og í mínu tilfelli stýra samskiptum við erlendar þjóðir, ef einn sendir fyrirspurn og fær engin svör, ekkert, punktur og basta. Ég reyndi nokkrar leiðir til að fá mínu máli framgengt en ekki einu sinni háttvirtur þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, Birgir Ármannsson kaus að svara ekki þegar erindu mínu var beint til hans, né heldur allir þeir aðstoðarmenn sem þiggja laun frá okkur öllum til að styðja við kjörna þingmenn sama flokks og Sigríðar Andersen tilheyrir. Ekki einu sinni frá þeim sem stýra í Valhöll. Svartholið er algert þegar kemur að þessari einföldu fyrirspurn a.m.k. Má vera að fyrirspurnin sé óþægileg, hver veit? Hinsvegar verður að velta fyrir sér hvernig flokkur sem hefur setið í ríkistjórnum í yfir 70% af lýðveldistímanum og hefur kallað sig flokk margra stétta, ætlist til að fá traustið til að stýra málum þegar almenningur fær engin svör? Það er ekki kannski ekki von um að traust samfélagsins til starfa Alþingis sé svo lágt sem raun ber vitni ef stærsti og einn af elstu stjórnamálaflokkum landsins kýs að haga sér á þennan veg. Því má færa rök fyrir því að sami flokkur, Sjálfsstæðisflokkurinn sé orðið dálítið ríki í ríkinu, líti á sig merkilegri en hann í raun er. Sigríður Andersen, Birgir og þau hin sem skipa þennan flokk á Alþingi verða einfaldleg að breyta hugarfari sínu til sinna starfa ef þetta er viðkvæðið. Þau buðu sig fram til að vinna fyrir okkur öll. Alþingi var ekki útbúið fyrir þá sem töldu sig meir en aðrir. Koma svo þingmenn Sjálfsstæðisflokks, koma sér í þjónustusamband og tengja við allan almenning! Höfundur er rekstarfræðingur.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun