Við erum öll almannavarnir - við erum öllum barnavernd Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 30. mars 2020 07:00 Þessa dagana legg ég mikið uppúr því að líta á björtu hliðarnar á þessum heimsfaraldri. Því þær eru margar. Við höfum gott af því að hægja á okkur, staldra aðeins við og sjá hvað það er sem raunverulega skiptir okkur máli. Mannúð og náungakærleikur eru alltumlykjandi og áþreifanleg í samfélaginu. Nærveran með okkar nánustu er jú góð og holl. Nema í sumum tilvikum, þegar þeir nánustu eru ekki í stakk búnir til að eiga í góðum og hollum samskiptum við fólkið sitt - eða sinna börnunum sínum. Af því hef ég talsvert miklar áhyggjur og hér gengur illa að líta á björtu hliðarnar. Því miður ýtir ástandið sem við búum við núna undir áhættuþætti á borð við vanrækslu og heimilisofbeldi. Þar sem baklandið er veikt fyrir verður það veikara núna. Líkt að fram hefur komið í fréttum s.l. daga hefur tilkynningum til Barnaverndar fækkað um 20%. Helstu tilkynnendur til Barnaverndar eru leikskólar, grunnskólar og frístundin. Nú þegar starfsemin er takmörkuð þá fækkar tilkynningum. Mikið hefur verið rætt um afhverju skólum og frístund sé ekki lokað alfarið. Í ljósi þeirra barna sem búa við erfiðar heimilisaðstæður, þá er gríðarlega mikilvægt að þetta öryggisnet, sem skóla- og frístundastarfið er, sé haldið gangandi að einhverju leyti. Þar að auki er marg búið að fara yfir það af sóttvarnarlækni og landlækni að börn eru mun minna útsett fyrir smiti og smita sjálf minna. Ef allir skólar og frístund loka alveg aukast líkurnar á að börn, sem búa nú þegar við óásættanlegar aðstæður heima fyrir, muni lokast inni í langan tíma án þess að einhver afskipti verði höfð af þeim. Þess vegna þurfum við öll að vera virk og verndandi. Barnavernandi. Á blaðamannafundi kórónuveirunnar laugardaginn 28.mars sl. biðlaði Regína Ásvaldsdóttir, sviðstjóri Velferðarsviðs í Reykjavík til okkar allra, nágranna og hvers konar aðstandenda barna, að hafa samband við Barnavernd þar sem við á. Gerum það fyrir börnin að vernda þau. Hér má finna allar upplýsingar um hvernig haft er samband við Barnavernd. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Skóla- og frístundaráði og Ofbeldisvarnarnefnd í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Barnavernd Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Þessa dagana legg ég mikið uppúr því að líta á björtu hliðarnar á þessum heimsfaraldri. Því þær eru margar. Við höfum gott af því að hægja á okkur, staldra aðeins við og sjá hvað það er sem raunverulega skiptir okkur máli. Mannúð og náungakærleikur eru alltumlykjandi og áþreifanleg í samfélaginu. Nærveran með okkar nánustu er jú góð og holl. Nema í sumum tilvikum, þegar þeir nánustu eru ekki í stakk búnir til að eiga í góðum og hollum samskiptum við fólkið sitt - eða sinna börnunum sínum. Af því hef ég talsvert miklar áhyggjur og hér gengur illa að líta á björtu hliðarnar. Því miður ýtir ástandið sem við búum við núna undir áhættuþætti á borð við vanrækslu og heimilisofbeldi. Þar sem baklandið er veikt fyrir verður það veikara núna. Líkt að fram hefur komið í fréttum s.l. daga hefur tilkynningum til Barnaverndar fækkað um 20%. Helstu tilkynnendur til Barnaverndar eru leikskólar, grunnskólar og frístundin. Nú þegar starfsemin er takmörkuð þá fækkar tilkynningum. Mikið hefur verið rætt um afhverju skólum og frístund sé ekki lokað alfarið. Í ljósi þeirra barna sem búa við erfiðar heimilisaðstæður, þá er gríðarlega mikilvægt að þetta öryggisnet, sem skóla- og frístundastarfið er, sé haldið gangandi að einhverju leyti. Þar að auki er marg búið að fara yfir það af sóttvarnarlækni og landlækni að börn eru mun minna útsett fyrir smiti og smita sjálf minna. Ef allir skólar og frístund loka alveg aukast líkurnar á að börn, sem búa nú þegar við óásættanlegar aðstæður heima fyrir, muni lokast inni í langan tíma án þess að einhver afskipti verði höfð af þeim. Þess vegna þurfum við öll að vera virk og verndandi. Barnavernandi. Á blaðamannafundi kórónuveirunnar laugardaginn 28.mars sl. biðlaði Regína Ásvaldsdóttir, sviðstjóri Velferðarsviðs í Reykjavík til okkar allra, nágranna og hvers konar aðstandenda barna, að hafa samband við Barnavernd þar sem við á. Gerum það fyrir börnin að vernda þau. Hér má finna allar upplýsingar um hvernig haft er samband við Barnavernd. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Skóla- og frístundaráði og Ofbeldisvarnarnefnd í Reykjavík.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun