Mikill áhugi á Íslandi og markaðsherferðir hafnar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. mars 2021 20:00 Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð ferðamálaráðherra, Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair og Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu segja bjartara yfir sumrinu í ferðaþjónustu eftir tíðindi dagsins. Vísir Forstjóri Icelandair segir afar jákvætt að farþegar utan Schengen fái að koma til landsins með gild bólusetningar-eða mótefnavottorð. Mikilvægustu markaðir félagsins séu þar. Íslandsstofa hefur þegar hafið markaðssátak í Bretlandi og skynjar mikinn áhuga á Íslandi. Dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra tilkynntu eftir ríkisstjórnarfund í morgun að í vikunni yrðu tekin gild bólusettningar-eða mótefnavottorð frá farþegum ríkja utan Schengen, eins og frá Bretlandi og Bandaríkjunum. „Þetta eykur mjög svigrúm og tækifæri ferðaþjónustufyrirtækja til að markaðssetja sig gagnvart fólki sem hefur örugg vottorð, þannig að þetta eru mjög góðar fréttir,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra. Ferðamenn þurfa þó að hafa verið bólusettir með bóluefnum sem eru viðurkennd hjá Evrópsku lyfjastofnuninni. Rússneska bóluefnið Spútnik hefur enn ekki fengið viðurkenningu. „Það er verið að fara yfir Spútnik hjá stofnuninni og ef og þegar það verður samþykkt fær fólk sem hefur verið bólusett með því sömu afgreiðslu og aðrir,“ segir Þórdís. Hlutabréf hækkuðu Hlutabréf í Icelandair hækkuðu um sex prósent við tíðindi dagsins en árið 2019 mátti rekja 41% allra gistinátta á hótelum hér á landi til bandarískra og breskra ferðamanna. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair er ánægður með aðgerðirnar. „Þetta eru afar jákvæð tíðindi. Við höfum verið með mjög metnaðarfullar áætlanir fyrir sumarið í Evrópu, Bretlandi og Bandaríkjunum og þetta eykur vonir um að þær gangi eftir. Við erum búin að vera í markaðsetningu og söluaðgerðum í Bretlandi og Bandaríkjunum því þetta eru stærstu og mikilvægustu markaðir okkar og bólusetning þar hefur gengið vel miðað við aðra markaði,“ segir Bogi. Hann segir ferðahug í fólki. „Við höfum skynjað mikinn ferðavilja hjá fólki ekki síst í Bretlandi og Bandaríkjunum og mikinn áhuga á landinu,“ segir Bogi. Milljón horft á kynningu á Íslandi Íslandsstofa hóf á ný að markaðssetja Ísland í Bretlandi fyrir rúmri viku. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu þar segir að eftir tíðindi dagsins hefjist fljótlega markaðsátak í Bandaríkjunum. „Milljón manns hafa horft á myndbönd sem við erum að keyra þar og 600 þúsund manns horft á myndbönd sem við erum með á samfélagsmiðlum sem segir að það er talsverður áhugi í Bretlandi á Íslandi sem áfangastað,“ segir Sigríður. Hún segir að ákvörðun stjórnvalda hafi þegar verið kynnt erlendum ferðaheildsölum sem séu gríðarlega ánægðir því Ísland sé eftirsóknarverður áfangastaður. Þá hafi almannatengslaskrifstofur sem Íslandsstofa vinnur með í Bretlandi og Bandaríkjunum verið látnar vita. Sigríður býst þó ekki við mikilli fjölgun ferðamanna fyrr en í maí. „Í Bretlandi ráðleggja stjórnvöld Bretum að byrja ekki að ferðast fyrr en 17. maí þannig að þetta hefur ekki áhrif strax en mun hafa mjög góð áhrif á ferðamannasumarið,“ segir Sigríður. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Eykur líkurnar á að „metnaðarfull“ sumaráætlunin gangi eftir „Þetta eru mjög jákvæðar fréttir. Við höfum verið með mjög metnaðarfulla áætlun í sölu í sumar, bæði til Evrópu, Bretlands og síðan Bandaríkjanna, og þetta eykur líkurnar á því að hún gangi eftir.“ 16. mars 2021 16:49 Bætir stöðuna gagnvart mikilvægum mörkuðum í Bretlandi og Bandaríkjunum Ferðamálaráðherra telur að nýjar reglur um bólusetningar- og mótefnavottorð utan Schengen-ríkja breyti stöðu ferðaþjónustunnar talsvert til hins betra. Þetta gefi greininni tækifæri til að markaðssetja sig fyrir ferðamenn frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Asíu. 16. mars 2021 14:46 Hrósar ríkisstjórninni og segir ferðaþjónustuna fagna „Það er fagnað mjög og mikil gleði er á meðal ferðaþjónustufyrirtækja og ferðaþjónustunnar almennt.“ 16. mars 2021 14:36 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra tilkynntu eftir ríkisstjórnarfund í morgun að í vikunni yrðu tekin gild bólusettningar-eða mótefnavottorð frá farþegum ríkja utan Schengen, eins og frá Bretlandi og Bandaríkjunum. „Þetta eykur mjög svigrúm og tækifæri ferðaþjónustufyrirtækja til að markaðssetja sig gagnvart fólki sem hefur örugg vottorð, þannig að þetta eru mjög góðar fréttir,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra. Ferðamenn þurfa þó að hafa verið bólusettir með bóluefnum sem eru viðurkennd hjá Evrópsku lyfjastofnuninni. Rússneska bóluefnið Spútnik hefur enn ekki fengið viðurkenningu. „Það er verið að fara yfir Spútnik hjá stofnuninni og ef og þegar það verður samþykkt fær fólk sem hefur verið bólusett með því sömu afgreiðslu og aðrir,“ segir Þórdís. Hlutabréf hækkuðu Hlutabréf í Icelandair hækkuðu um sex prósent við tíðindi dagsins en árið 2019 mátti rekja 41% allra gistinátta á hótelum hér á landi til bandarískra og breskra ferðamanna. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair er ánægður með aðgerðirnar. „Þetta eru afar jákvæð tíðindi. Við höfum verið með mjög metnaðarfullar áætlanir fyrir sumarið í Evrópu, Bretlandi og Bandaríkjunum og þetta eykur vonir um að þær gangi eftir. Við erum búin að vera í markaðsetningu og söluaðgerðum í Bretlandi og Bandaríkjunum því þetta eru stærstu og mikilvægustu markaðir okkar og bólusetning þar hefur gengið vel miðað við aðra markaði,“ segir Bogi. Hann segir ferðahug í fólki. „Við höfum skynjað mikinn ferðavilja hjá fólki ekki síst í Bretlandi og Bandaríkjunum og mikinn áhuga á landinu,“ segir Bogi. Milljón horft á kynningu á Íslandi Íslandsstofa hóf á ný að markaðssetja Ísland í Bretlandi fyrir rúmri viku. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu þar segir að eftir tíðindi dagsins hefjist fljótlega markaðsátak í Bandaríkjunum. „Milljón manns hafa horft á myndbönd sem við erum að keyra þar og 600 þúsund manns horft á myndbönd sem við erum með á samfélagsmiðlum sem segir að það er talsverður áhugi í Bretlandi á Íslandi sem áfangastað,“ segir Sigríður. Hún segir að ákvörðun stjórnvalda hafi þegar verið kynnt erlendum ferðaheildsölum sem séu gríðarlega ánægðir því Ísland sé eftirsóknarverður áfangastaður. Þá hafi almannatengslaskrifstofur sem Íslandsstofa vinnur með í Bretlandi og Bandaríkjunum verið látnar vita. Sigríður býst þó ekki við mikilli fjölgun ferðamanna fyrr en í maí. „Í Bretlandi ráðleggja stjórnvöld Bretum að byrja ekki að ferðast fyrr en 17. maí þannig að þetta hefur ekki áhrif strax en mun hafa mjög góð áhrif á ferðamannasumarið,“ segir Sigríður.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Eykur líkurnar á að „metnaðarfull“ sumaráætlunin gangi eftir „Þetta eru mjög jákvæðar fréttir. Við höfum verið með mjög metnaðarfulla áætlun í sölu í sumar, bæði til Evrópu, Bretlands og síðan Bandaríkjanna, og þetta eykur líkurnar á því að hún gangi eftir.“ 16. mars 2021 16:49 Bætir stöðuna gagnvart mikilvægum mörkuðum í Bretlandi og Bandaríkjunum Ferðamálaráðherra telur að nýjar reglur um bólusetningar- og mótefnavottorð utan Schengen-ríkja breyti stöðu ferðaþjónustunnar talsvert til hins betra. Þetta gefi greininni tækifæri til að markaðssetja sig fyrir ferðamenn frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Asíu. 16. mars 2021 14:46 Hrósar ríkisstjórninni og segir ferðaþjónustuna fagna „Það er fagnað mjög og mikil gleði er á meðal ferðaþjónustufyrirtækja og ferðaþjónustunnar almennt.“ 16. mars 2021 14:36 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Eykur líkurnar á að „metnaðarfull“ sumaráætlunin gangi eftir „Þetta eru mjög jákvæðar fréttir. Við höfum verið með mjög metnaðarfulla áætlun í sölu í sumar, bæði til Evrópu, Bretlands og síðan Bandaríkjanna, og þetta eykur líkurnar á því að hún gangi eftir.“ 16. mars 2021 16:49
Bætir stöðuna gagnvart mikilvægum mörkuðum í Bretlandi og Bandaríkjunum Ferðamálaráðherra telur að nýjar reglur um bólusetningar- og mótefnavottorð utan Schengen-ríkja breyti stöðu ferðaþjónustunnar talsvert til hins betra. Þetta gefi greininni tækifæri til að markaðssetja sig fyrir ferðamenn frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Asíu. 16. mars 2021 14:46
Hrósar ríkisstjórninni og segir ferðaþjónustuna fagna „Það er fagnað mjög og mikil gleði er á meðal ferðaþjónustufyrirtækja og ferðaþjónustunnar almennt.“ 16. mars 2021 14:36