Lán með breytilegum vöxtum ólögleg - Taktu þátt og verðu rétt þinn Breki Karlsson og Ragnar Þór Ingólfsson skrifa 19. maí 2021 08:01 Vextir húsnæðislána á Íslandi hafa líklega aldrei verið jafn lágir og undanfarið. Þó er óvinnandi vegur fyrir venjulegt fólk að skilja hvað ræður vaxtaákvörðunum lánastofnana. Þær virðast stundum ekki skilja það sjálfar. Ákvæði lánaskilmála um breytingar eru langar upptalningar huglægum og hlutlægum mælikvörðum sem geta haft áhrif á vaxtaákvarðanir, en ekki er tiltekið að hvaða marki. Skilmálarnir eru óskýrir, verulega matskenndir og ógegnsæir og þess vegna ekki hægt að sannreyna hvort ákvarðanir um vaxtabreytingar, eða að halda vöxtum óbreyttum, séu réttmætar. Það er brýnt að jafn mikilvægar ákvarðanir og breytingar á vaxtastigi lána séu skiljanlegar og gagnsæjar og taka úrskurðir Neytendastofu auk dóma Hæstaréttar og Evrópudómstólsins undir það einum rómi: Óskýrar og ógagnsæjar vaxtaákvarðanir stangast á við lög og eiga ekki að líðast. Nú þegar vaxtabreytingar eru mjög í deiglunni og ýmsir stíga fram til að vara við að vextir lána muni koma til með að hækka á næstunni, er réttlát og lögleg framkvæmd vaxtabreytinga eitt stærsta hagsmunamál neytenda og brýnt að framkvæmd breytinga verði komið í skikk áður en næsti vaxtahækkunarfasi hefst. Enda eru afborganir lána einn stærsti kostnaðarliður heimilanna. Eftir árangurslausar viðræður við bankana ætla Neytendasamtökin því að stefna þeim, með stuðningi VR. Því er hafin leit að lántökum sem vilja fara með mál sín fyrir dóm. Jafnframt eru lántakar hvattir til að bregðast fljótt við og verja rétt sinn og fjárkröfur. Rekin verða þrjú mál fyrir dómi, til að fá niðurstöðu og fordæmi fyrir önnur lán með breytilegum vöxtum. Bönkunum verður stefnt til ógildingar skilmálanna og endurgreiðslu ofgreiddra vaxta til fjölda ára. Ef málin vinnast gæti endurgreiðsla hlaupið á mörg hundruð þúsundum króna fyrir hvern lántaka, jafnvel milljónum. Með þátttöku tryggja lántakar eins og frekast er unnt að þeir glati ekki rétti sínum. En einungis ef þeir bregðast við og gera kröfu á lánastofnanir. Annars er hætta á að öll krafan eða hluti hennar tapist. Einhliða og óskýrar vaxtaákvarðanir varpa ljósi á þann aðstöðumun sem neytendur búa gjarnan við. Fyrirtæki sem búa yfir yfirburðar fjárhagsstöðu og þekkingu gera neytendum að samþykkja ósanngjarna skilmála sem neytendur eru ekki í aðstöðu til véfengja. Það er því mikilvægt að neytendur standi saman og sýni með afgerandi hætti að þeir séu reiðubúnir að sækja rétt sinn og fá afgerandi niðurstöðu. Þó mögulegur ávinningur þátttakenda geti numið umtalsverðum upphæðum, er mikilvægara að breyta lánaumhverfinu þannig að vaxtaákvarðanir verði gegnsæjar og skiljanlegar. Líklega munu vextir hækka á næstunni og því er mikilvægt að fá úr því skorið hvað ræður vaxtabreytingum og að hægt verði að sannreyna þær vaxtabreytingar sem kunna að verða. Það er grundvallaratriði að samtök neytenda hafi styrk til að sækja mál fyrir dómstólum og geti tekið til varna þegar svo ber undir. Sundraðir hagsmunir eru léttvægir, en sameinaðir eru þeir kraftmikið hreyfiafl sem knýr fram jákvæðar breytingar, eins og dæmin sanna. Það er ákaflega mikilvægt að við sýnum samstöðu með því að taka þátt í að sækja rétt okkar og knýja þannig fram breytingar sem gagnast öllum neytendum. Við hvetjum öll til að taka þátt í að breyta lánaumhverfinu. Fáðu allar frekari upplýsingar, taktu þátt og verðu rétt þinn á www.vaxtamalid.is. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Neytendur Húsnæðismál Breki Karlsson Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Vextir húsnæðislána á Íslandi hafa líklega aldrei verið jafn lágir og undanfarið. Þó er óvinnandi vegur fyrir venjulegt fólk að skilja hvað ræður vaxtaákvörðunum lánastofnana. Þær virðast stundum ekki skilja það sjálfar. Ákvæði lánaskilmála um breytingar eru langar upptalningar huglægum og hlutlægum mælikvörðum sem geta haft áhrif á vaxtaákvarðanir, en ekki er tiltekið að hvaða marki. Skilmálarnir eru óskýrir, verulega matskenndir og ógegnsæir og þess vegna ekki hægt að sannreyna hvort ákvarðanir um vaxtabreytingar, eða að halda vöxtum óbreyttum, séu réttmætar. Það er brýnt að jafn mikilvægar ákvarðanir og breytingar á vaxtastigi lána séu skiljanlegar og gagnsæjar og taka úrskurðir Neytendastofu auk dóma Hæstaréttar og Evrópudómstólsins undir það einum rómi: Óskýrar og ógagnsæjar vaxtaákvarðanir stangast á við lög og eiga ekki að líðast. Nú þegar vaxtabreytingar eru mjög í deiglunni og ýmsir stíga fram til að vara við að vextir lána muni koma til með að hækka á næstunni, er réttlát og lögleg framkvæmd vaxtabreytinga eitt stærsta hagsmunamál neytenda og brýnt að framkvæmd breytinga verði komið í skikk áður en næsti vaxtahækkunarfasi hefst. Enda eru afborganir lána einn stærsti kostnaðarliður heimilanna. Eftir árangurslausar viðræður við bankana ætla Neytendasamtökin því að stefna þeim, með stuðningi VR. Því er hafin leit að lántökum sem vilja fara með mál sín fyrir dóm. Jafnframt eru lántakar hvattir til að bregðast fljótt við og verja rétt sinn og fjárkröfur. Rekin verða þrjú mál fyrir dómi, til að fá niðurstöðu og fordæmi fyrir önnur lán með breytilegum vöxtum. Bönkunum verður stefnt til ógildingar skilmálanna og endurgreiðslu ofgreiddra vaxta til fjölda ára. Ef málin vinnast gæti endurgreiðsla hlaupið á mörg hundruð þúsundum króna fyrir hvern lántaka, jafnvel milljónum. Með þátttöku tryggja lántakar eins og frekast er unnt að þeir glati ekki rétti sínum. En einungis ef þeir bregðast við og gera kröfu á lánastofnanir. Annars er hætta á að öll krafan eða hluti hennar tapist. Einhliða og óskýrar vaxtaákvarðanir varpa ljósi á þann aðstöðumun sem neytendur búa gjarnan við. Fyrirtæki sem búa yfir yfirburðar fjárhagsstöðu og þekkingu gera neytendum að samþykkja ósanngjarna skilmála sem neytendur eru ekki í aðstöðu til véfengja. Það er því mikilvægt að neytendur standi saman og sýni með afgerandi hætti að þeir séu reiðubúnir að sækja rétt sinn og fá afgerandi niðurstöðu. Þó mögulegur ávinningur þátttakenda geti numið umtalsverðum upphæðum, er mikilvægara að breyta lánaumhverfinu þannig að vaxtaákvarðanir verði gegnsæjar og skiljanlegar. Líklega munu vextir hækka á næstunni og því er mikilvægt að fá úr því skorið hvað ræður vaxtabreytingum og að hægt verði að sannreyna þær vaxtabreytingar sem kunna að verða. Það er grundvallaratriði að samtök neytenda hafi styrk til að sækja mál fyrir dómstólum og geti tekið til varna þegar svo ber undir. Sundraðir hagsmunir eru léttvægir, en sameinaðir eru þeir kraftmikið hreyfiafl sem knýr fram jákvæðar breytingar, eins og dæmin sanna. Það er ákaflega mikilvægt að við sýnum samstöðu með því að taka þátt í að sækja rétt okkar og knýja þannig fram breytingar sem gagnast öllum neytendum. Við hvetjum öll til að taka þátt í að breyta lánaumhverfinu. Fáðu allar frekari upplýsingar, taktu þátt og verðu rétt þinn á www.vaxtamalid.is. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun