Framsókn og VG einkavæða heilbrigðiskerfið Gunnar Smári Egilsson skrifar 20. maí 2022 13:30 Undir forystu Framsóknarflokksins og með blessun VG stendur til að einkavæða eina af stærri deildum Landspítalans, öldrunardeildina á Vífilsstöðum þar sem um 45 sjúklingar njóta aðhlynningar. Forstjóri spítalans réttlætti þetta með því að þessi deild væri nú ekki flokkuð sem kjarnastarfsemi og að spítalinn ætti erfitt með að manna aðrar deildir. Þetta eru skrítin rök. Það er eins og maðurinn trúi að einkavæðing skapi fólk. Eða að einkafyrirtæki finni leið til að láta sjúklingana 45 sjá um sig sjálfa. Einkavæðing er engin lausn Einkavæðing opinberrar þjónustu hefur hvergi leitt til sparnaðar fyrir almenning né betri þjónustu. Það eina sem gerist við einkavæðingu er að einkafyrirtæki fá tækifæri til að sjúga arð upp úr heilbrigðisþjónustu eða öðrum opinberum rekstri. Hluti skattgreiðslna almennings rennur þá til einkafyrirtækja. Þetta er drifkrafturinn að baki einkavæðingar; að færa skattfé almennings til hinna ríku. Sitjandi ríkisstjórn stefnir í að verða mesta einkavæðingarstjórn sögunnar. Hún hefur einkavædd Íslandsbanka þvert á vilja almennings. Sigurður Ingi innviðaráðherra er með stórkostleg áform um einkavæðingu vegakerfisins. Og nú er Willum Þór heilbrigðisráðherra að stíga stórt skref í átt að einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Krísan er verk ráðherra Í stað þess að taka á vanda heilbrigðiskerfisins, sem er afleiðing langvarandi vanrækslu stjórnvalda, hafa ráðherrarnir afvegaleitt umræðuna og haldið fram að staðan sé afleiðing af rekstrarformi eða slælegri stjórnun. Ráðherrarnir hafa sakað heilbrigðisstarfsfólk um að hafa valdið skaðanum sem ráðherrarnir sjálfir bera alla ábyrgð á. Því miður hafa fjölmiðlar leyft ráðherrunum að komast upp með þessa svívirðu. Og þegar heilbrigðisstarfsfólk hefur stigið fram og lýst raunverulegri stöðu heilbrigðiskerfisins hefur það orðið fyrir ákúrum frá starfsfólki ráðuneyta. Það á að halda sannleikanum frá almenningi. En hver er tilgangurinn? Hann er sá að nota krísu heilbrigðiskerfisins, sem ráðherrarnir sjálfir hafa skapað, til að flytja hluta þjónustunnar frá hinu opinbera yfir til einkaaðila. Markmiðið er að markaðsvæða, einkavæða og síðan arðgreiðsluvæða heilbrigðiskerfið svo hin fáu ríku geti auðgast enn frekar. Í fyrstu eru einstakar deildir flutta til auðvaldsins og síðan kerfið allt. Gagnbylting hinna ríku Það er sorglegt að Framsóknarflokkurinn, sem á uppruna sinn að rekja til samvinnuhreyfingarinnar, skuli nú vera í forystu einkavæðingar opinberrar þjónustu. Og það er grátlegt að VG, sem á rætur að rekja til verkalýðshreyfingarinnar, skuli blessa þetta. Þetta eru þær hreyfingar sem byggðu upp réttindi almennings, velferðarkerfið sem varði fólk gegn ógnarvaldi auðsins. Það er ekkert skrítið við að Sjálfstæðisflokkurinn vilji brjóta niður opinbera þjónustu, sterk öfl í þeim flokki voru ætíð á móti samtryggingarkerfi ríkisvaldsins, andsnúinn almannatryggingum, opinberu heilbrigðiskerfi og velferðarkerfinu almennt. Spurning dagsins er: Hvers vegna er Framsókn og VG að framfylgja stefnu klíkunnar sem stýrir Sjálfstæðisflokknum um niðurbrot opinberar þjónustu og velferðarkerfisins? Hvers vegna eru flokkar stærstu almannahreyfinga síðustu aldar nú að reka gagnbyltingu hinna ríku, að brjóta aftur sigra almennings og færa öll yfirráð í samfélaginu til hinna fáu ríku og valdamiklu? Getur þú svarað því? Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Heilbrigðismál Sósíalistaflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Garðabær Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Undir forystu Framsóknarflokksins og með blessun VG stendur til að einkavæða eina af stærri deildum Landspítalans, öldrunardeildina á Vífilsstöðum þar sem um 45 sjúklingar njóta aðhlynningar. Forstjóri spítalans réttlætti þetta með því að þessi deild væri nú ekki flokkuð sem kjarnastarfsemi og að spítalinn ætti erfitt með að manna aðrar deildir. Þetta eru skrítin rök. Það er eins og maðurinn trúi að einkavæðing skapi fólk. Eða að einkafyrirtæki finni leið til að láta sjúklingana 45 sjá um sig sjálfa. Einkavæðing er engin lausn Einkavæðing opinberrar þjónustu hefur hvergi leitt til sparnaðar fyrir almenning né betri þjónustu. Það eina sem gerist við einkavæðingu er að einkafyrirtæki fá tækifæri til að sjúga arð upp úr heilbrigðisþjónustu eða öðrum opinberum rekstri. Hluti skattgreiðslna almennings rennur þá til einkafyrirtækja. Þetta er drifkrafturinn að baki einkavæðingar; að færa skattfé almennings til hinna ríku. Sitjandi ríkisstjórn stefnir í að verða mesta einkavæðingarstjórn sögunnar. Hún hefur einkavædd Íslandsbanka þvert á vilja almennings. Sigurður Ingi innviðaráðherra er með stórkostleg áform um einkavæðingu vegakerfisins. Og nú er Willum Þór heilbrigðisráðherra að stíga stórt skref í átt að einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Krísan er verk ráðherra Í stað þess að taka á vanda heilbrigðiskerfisins, sem er afleiðing langvarandi vanrækslu stjórnvalda, hafa ráðherrarnir afvegaleitt umræðuna og haldið fram að staðan sé afleiðing af rekstrarformi eða slælegri stjórnun. Ráðherrarnir hafa sakað heilbrigðisstarfsfólk um að hafa valdið skaðanum sem ráðherrarnir sjálfir bera alla ábyrgð á. Því miður hafa fjölmiðlar leyft ráðherrunum að komast upp með þessa svívirðu. Og þegar heilbrigðisstarfsfólk hefur stigið fram og lýst raunverulegri stöðu heilbrigðiskerfisins hefur það orðið fyrir ákúrum frá starfsfólki ráðuneyta. Það á að halda sannleikanum frá almenningi. En hver er tilgangurinn? Hann er sá að nota krísu heilbrigðiskerfisins, sem ráðherrarnir sjálfir hafa skapað, til að flytja hluta þjónustunnar frá hinu opinbera yfir til einkaaðila. Markmiðið er að markaðsvæða, einkavæða og síðan arðgreiðsluvæða heilbrigðiskerfið svo hin fáu ríku geti auðgast enn frekar. Í fyrstu eru einstakar deildir flutta til auðvaldsins og síðan kerfið allt. Gagnbylting hinna ríku Það er sorglegt að Framsóknarflokkurinn, sem á uppruna sinn að rekja til samvinnuhreyfingarinnar, skuli nú vera í forystu einkavæðingar opinberrar þjónustu. Og það er grátlegt að VG, sem á rætur að rekja til verkalýðshreyfingarinnar, skuli blessa þetta. Þetta eru þær hreyfingar sem byggðu upp réttindi almennings, velferðarkerfið sem varði fólk gegn ógnarvaldi auðsins. Það er ekkert skrítið við að Sjálfstæðisflokkurinn vilji brjóta niður opinbera þjónustu, sterk öfl í þeim flokki voru ætíð á móti samtryggingarkerfi ríkisvaldsins, andsnúinn almannatryggingum, opinberu heilbrigðiskerfi og velferðarkerfinu almennt. Spurning dagsins er: Hvers vegna er Framsókn og VG að framfylgja stefnu klíkunnar sem stýrir Sjálfstæðisflokknum um niðurbrot opinberar þjónustu og velferðarkerfisins? Hvers vegna eru flokkar stærstu almannahreyfinga síðustu aldar nú að reka gagnbyltingu hinna ríku, að brjóta aftur sigra almennings og færa öll yfirráð í samfélaginu til hinna fáu ríku og valdamiklu? Getur þú svarað því? Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar