Skiptir hamingja, gleði og vellíðan máli í vinnunni? Héðinn Sveinbjörnsson skrifar 19. september 2022 08:00 Ef hamingja, gleði og vellíðan í lífinu skiptir máli þá JÁ! Öll, eða flest öll, erum við að gera okkar besta til að fara í gegnum lífið með þessi markmið að leiðarljósi, að upplifa hamingju, gleði og vellíðan. Satt best að segja gætum við eytt öllum okkar tíma í að ná þessum markmiðun, en er það raunhæft? Megum við eiga okkar skítadaga? Eigum við alltaf að brosa framan í heiminn þegar við mögulega viljum það ekki? Hafið þið leitt hugann að því að um það bil 70% af árinu (=260 dagar/ári) erum við á vinnustaðnum okkar (fyrir börn og ungmenni þá er vinnustaðurinn leik- eða grunnskóli). „Já sæll“ gæti einhver sagt núna! Það ætti því að vera nokkuð ljóst að þegar við sjáum þessa tölu, 70%, að við ættum að einbeita okkur að því að vera hamingjusöm og njóta þess sem við erum að gera, líka í vinnunni. Hinsvegar, þá eigum við það til að einbeita okkur að kvarti og kveini frekar en að reyna að laga það sem aflaga er í vinnunni þegar við erum ekki hamingjusöm. Kannist þið við að telja niður dagana þangað til að sumar- eða jólafríið byrjar eða á mánudegi strax farin að bíða eftir næstu helgi? Af mörgum ástæðum þá skiptir hamingja, gleði og vellíðan í vinnu miklu máli. Byrjum á þér lesandi góður, þetta hefur áhrif á þig, svo á allt fólkið í kringum þig og síðan á miklu stærra plani. Ánægt starfsfólk = ánægð teymi = ánægðir viðskiptavinir = ánægðir eigendur = ánægt starfsfólk. Þetta er ekkert annað en hringrás! Rannsóknir skóla eins og Harvard University og The University of Warwick hafa sýnt fram á að ánægt starfsfólk (hamingjusamt/líður vel í vinnu) hefur mikla yfirburði fram yfir það starfsfólk sem er óánægt (óhamingjusamt/líður illa í vinnu). Starfsfólk sem er ánægt/ hamingjusamt/líður vel í vinnu er afkastameira, sveigjanlegra, meira skapandi, gerir viðskiptavini ánægðari og vinnur betur með vinnufélögum sínum. Ennfremur þá hefur hringrásin útbreidd áhrif, við gætum kallað hana „þjónustu-hagnaðar keðjuna“. Það tapar enginn í svona aðstæðum; hamingja, gleði og vellíðan skiptir máli fyrir ÞIG og ÞITT fyrirtæki. Hamingja, gleði og vellíðan starfsfólks helst á jákvæðan hátt í hendur við frammistöðu fyrirtækja. En hver á að sjá um þetta hamingjudót? Byrjum á því að þetta hefst allt hjá einstaklingnum, hamingja, gleði og vellíðan krefst ákvörðunar og innri vinnu til þess að ná árangri. Hamingja er huglæg eins og samkennd, seigla og góð samskipti. Þetta þýðir að það er engin formúla til að auka hamingju, gleði og vellíðan því þetta er mjög einstaklingsbundið. Það sem hentar einum hentar kannski ekki öðrum því sumt hefur meiri áhrif á tilfinningalegt ástand heldur en rökrétt. Öll leitumst við eftir ákveðnum hlutum í lífinu, hvort sem er í persónulegum tilgangi eða í vinnu. Öll höfum við væntingar til þess lífs sem við viljum lifa, hvort sem þær eru félagslegar eða fjárhagslegar. Ef væntingar til lífsins eru á skjön við veruleikann þá strögglum við, við að vera hamingjusöm. Daniel T. Gilbert og Timothy D. Watson frá University of Virgina komu með þessa skilgreiningu á þessari eilífu hamingjuleit: „Flest af því sem við höldum að geri okkur hamingjusöm, gerir okkur ekki eins hamingjusöm og við höldum!“ Vikuna 19. – 25. september 2022 verður alþjóðleg hamingjuvika í vinnu (e. International Week of Happiness at Work). Alþjóðleg hamingjuvika í vinnu beinir athyglinni að umræðuefninu hamingja, gleði og vellíðan í vinnu og er kjörið tækifæri fyrir fyrirtæki til að bjóða upp á fyrirlestra, kynningar og fleira þessu tengdu. Alþjóðleg hamingjuvika í vinnu er ekki í eigu neins og ekki neinar reglur um hvað má og hvað má ekki. Hamingjuvikan er hugsuð sem sjálfbær vika þ.e. fyrirtæki geta tekið þátt af áhuga, eigin frumkvæði og á sinn hátt. Ákvörðun um þátttöku og hvort viðburðir eru opnir eða lokaðir eru algjörlega fyrirtækisins en auðvitað er gaman fyrir okkur hin ef okkur er veitt innsýn í hvað er einstakt við starfsmannastefnu fyrirækisins, ásamt að kynnast því hvað önnur fyrirtæki eru að gera. Hamingja, gleði og vellíðan í vinnu á að vera regla en ekki undantekning. Með þessu er ég ekki að segja að starfsfólk eigi að vera valhoppandi hamingjusamt alla daga í vinnunni eða að ábyrgðin sé öll fyrirtækisins. Hamingja, gleði og vellíðan í vinnu er sameiginleg ábyrgð. Höfundur er „Chief Happiness Officer“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Ef hamingja, gleði og vellíðan í lífinu skiptir máli þá JÁ! Öll, eða flest öll, erum við að gera okkar besta til að fara í gegnum lífið með þessi markmið að leiðarljósi, að upplifa hamingju, gleði og vellíðan. Satt best að segja gætum við eytt öllum okkar tíma í að ná þessum markmiðun, en er það raunhæft? Megum við eiga okkar skítadaga? Eigum við alltaf að brosa framan í heiminn þegar við mögulega viljum það ekki? Hafið þið leitt hugann að því að um það bil 70% af árinu (=260 dagar/ári) erum við á vinnustaðnum okkar (fyrir börn og ungmenni þá er vinnustaðurinn leik- eða grunnskóli). „Já sæll“ gæti einhver sagt núna! Það ætti því að vera nokkuð ljóst að þegar við sjáum þessa tölu, 70%, að við ættum að einbeita okkur að því að vera hamingjusöm og njóta þess sem við erum að gera, líka í vinnunni. Hinsvegar, þá eigum við það til að einbeita okkur að kvarti og kveini frekar en að reyna að laga það sem aflaga er í vinnunni þegar við erum ekki hamingjusöm. Kannist þið við að telja niður dagana þangað til að sumar- eða jólafríið byrjar eða á mánudegi strax farin að bíða eftir næstu helgi? Af mörgum ástæðum þá skiptir hamingja, gleði og vellíðan í vinnu miklu máli. Byrjum á þér lesandi góður, þetta hefur áhrif á þig, svo á allt fólkið í kringum þig og síðan á miklu stærra plani. Ánægt starfsfólk = ánægð teymi = ánægðir viðskiptavinir = ánægðir eigendur = ánægt starfsfólk. Þetta er ekkert annað en hringrás! Rannsóknir skóla eins og Harvard University og The University of Warwick hafa sýnt fram á að ánægt starfsfólk (hamingjusamt/líður vel í vinnu) hefur mikla yfirburði fram yfir það starfsfólk sem er óánægt (óhamingjusamt/líður illa í vinnu). Starfsfólk sem er ánægt/ hamingjusamt/líður vel í vinnu er afkastameira, sveigjanlegra, meira skapandi, gerir viðskiptavini ánægðari og vinnur betur með vinnufélögum sínum. Ennfremur þá hefur hringrásin útbreidd áhrif, við gætum kallað hana „þjónustu-hagnaðar keðjuna“. Það tapar enginn í svona aðstæðum; hamingja, gleði og vellíðan skiptir máli fyrir ÞIG og ÞITT fyrirtæki. Hamingja, gleði og vellíðan starfsfólks helst á jákvæðan hátt í hendur við frammistöðu fyrirtækja. En hver á að sjá um þetta hamingjudót? Byrjum á því að þetta hefst allt hjá einstaklingnum, hamingja, gleði og vellíðan krefst ákvörðunar og innri vinnu til þess að ná árangri. Hamingja er huglæg eins og samkennd, seigla og góð samskipti. Þetta þýðir að það er engin formúla til að auka hamingju, gleði og vellíðan því þetta er mjög einstaklingsbundið. Það sem hentar einum hentar kannski ekki öðrum því sumt hefur meiri áhrif á tilfinningalegt ástand heldur en rökrétt. Öll leitumst við eftir ákveðnum hlutum í lífinu, hvort sem er í persónulegum tilgangi eða í vinnu. Öll höfum við væntingar til þess lífs sem við viljum lifa, hvort sem þær eru félagslegar eða fjárhagslegar. Ef væntingar til lífsins eru á skjön við veruleikann þá strögglum við, við að vera hamingjusöm. Daniel T. Gilbert og Timothy D. Watson frá University of Virgina komu með þessa skilgreiningu á þessari eilífu hamingjuleit: „Flest af því sem við höldum að geri okkur hamingjusöm, gerir okkur ekki eins hamingjusöm og við höldum!“ Vikuna 19. – 25. september 2022 verður alþjóðleg hamingjuvika í vinnu (e. International Week of Happiness at Work). Alþjóðleg hamingjuvika í vinnu beinir athyglinni að umræðuefninu hamingja, gleði og vellíðan í vinnu og er kjörið tækifæri fyrir fyrirtæki til að bjóða upp á fyrirlestra, kynningar og fleira þessu tengdu. Alþjóðleg hamingjuvika í vinnu er ekki í eigu neins og ekki neinar reglur um hvað má og hvað má ekki. Hamingjuvikan er hugsuð sem sjálfbær vika þ.e. fyrirtæki geta tekið þátt af áhuga, eigin frumkvæði og á sinn hátt. Ákvörðun um þátttöku og hvort viðburðir eru opnir eða lokaðir eru algjörlega fyrirtækisins en auðvitað er gaman fyrir okkur hin ef okkur er veitt innsýn í hvað er einstakt við starfsmannastefnu fyrirækisins, ásamt að kynnast því hvað önnur fyrirtæki eru að gera. Hamingja, gleði og vellíðan í vinnu á að vera regla en ekki undantekning. Með þessu er ég ekki að segja að starfsfólk eigi að vera valhoppandi hamingjusamt alla daga í vinnunni eða að ábyrgðin sé öll fyrirtækisins. Hamingja, gleði og vellíðan í vinnu er sameiginleg ábyrgð. Höfundur er „Chief Happiness Officer“.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar