Kjarkleysi eða pólitískt afturhald? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 28. mars 2023 08:01 „Leikskólakerfið okkar er sprungið” hljómar orðið æ oftar og frá fleirum en bara starfsfólki leikskóla. Þetta er trúlegast rétt. Leikskólakerfið er sprungið. Á stöku stað er það jafnvel komið í algjört óefni eins og fréttir af skorti á leikskólaplássi og hve illa gengur að manna leikskólana hafa borið með sér undanfarin misseri. Jafnvel ár. Slík staða kom meira að segja upp í Garðabæ um tíma, þar sem hingað til hefur ekki skort plássin heldur hafa börn allt niður í 12 mánaða fengið leikskólapláss og þótt til mikillar fyrirmyndar. En hvað er til fyrirmyndar? Allt of lengi hefur leikskólinn átt undir högg að sækja þegar kemur að því að tryggja lögbundið faghlutfall starfsmanna sem þar starfa. Um langt skeið hafa fleiri leikskólakennarar leitað í störf innan grunnskólanna en grunnskólakennarar í leikskólana. Starfsumhverfi grunnskólans þykir að mörgu leyti vænlegra og eftirsóknarverðara. Á sama tíma er þrýst á um að öll börn frá 12 mánaða aldri skuli tryggð leikskóladvöl. Hér fer ekki saman hljóð og mynd mönnunarvandi leikskólans er æpandi og seint og illa þokast nokkuð til að bregðast við þeim vanda. Afleiðingarnar eru alvarlegar. Gripið er til lokana á deildum, börn eru send heim og álagið eykst á foreldra við að púsla daglegu lífi saman frá degi til dags. Sveitarfélögin bera ábyrgð Starfsaðstæður bæði í grunnskólum og leikskólum eru á hendi sveitarfélaganna. Það er hlutverk þeirra að tryggja gott starfsumhverfi í þessum mikilvægu stofnunum. Leikskólakennarar hafa lengi kallað eftir breytingum á sínu starfsumhverfi. Horft hefur verið til grunnskólans í því samhengi, þar sem dagur grunnskólabarna skiptist í tvennt. Annars vegar tíma þar sem formleg kennsla fer fram og við köllum skóla. Hins vegar frístund sem fer fram eftir skóla og tryggir börnum upp að 9 ára aldri tómstundastarf fram eftir degi. Vinnudagurinn á leikskólanum hvort heldur sem er vinnudagur starfsfólks eða barna er langur og hefur lengst. Höfum kjark til þess að breyta og bæta starfsumhverfi leikskólans Undir lok síðasta kjörtímabils lögðum við í Viðreisn í Garðabæ fram tillögu í bæjarstjórn þess efnis að farið yrði í að endurskoða starfsumhverfi leikskólans í stað þess að plástra úr sér gengið kerfi, með það að markmiði að laga það að starfsumhverfi grunnskólans. Þannig yrði leikskólaumhverfið um leið gert að meira aðlaðandi starfsvettvang kennara. Hafnarfjörður er farinn af stað í þessa vegferð og vonandi elta önnur sveitarfélög. Við viljum öll það besta fyrir börnin okkar. Þess vegna er aldrei meiri þörf en einmitt núna í miðri ringulreiðinni sem ríkir víða í leikskólamálum að grípa til aðgerða og laga til í kerfi sem ekki lengur virkar. Við þurfum að hugsa leikskóladaginn upp á nýtt og aðlaga starfsemina að raunveruleikanum í stað þess að berja hausnum við stein. Byggja upp traust fagstarf með öflugum leikskólakennurum. Öll kerfi þarfnast endurskoðunar og ganga úr sér með tíð og tíma. Líka kerfið sem leikskólinn byggir á. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Garðabær Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
„Leikskólakerfið okkar er sprungið” hljómar orðið æ oftar og frá fleirum en bara starfsfólki leikskóla. Þetta er trúlegast rétt. Leikskólakerfið er sprungið. Á stöku stað er það jafnvel komið í algjört óefni eins og fréttir af skorti á leikskólaplássi og hve illa gengur að manna leikskólana hafa borið með sér undanfarin misseri. Jafnvel ár. Slík staða kom meira að segja upp í Garðabæ um tíma, þar sem hingað til hefur ekki skort plássin heldur hafa börn allt niður í 12 mánaða fengið leikskólapláss og þótt til mikillar fyrirmyndar. En hvað er til fyrirmyndar? Allt of lengi hefur leikskólinn átt undir högg að sækja þegar kemur að því að tryggja lögbundið faghlutfall starfsmanna sem þar starfa. Um langt skeið hafa fleiri leikskólakennarar leitað í störf innan grunnskólanna en grunnskólakennarar í leikskólana. Starfsumhverfi grunnskólans þykir að mörgu leyti vænlegra og eftirsóknarverðara. Á sama tíma er þrýst á um að öll börn frá 12 mánaða aldri skuli tryggð leikskóladvöl. Hér fer ekki saman hljóð og mynd mönnunarvandi leikskólans er æpandi og seint og illa þokast nokkuð til að bregðast við þeim vanda. Afleiðingarnar eru alvarlegar. Gripið er til lokana á deildum, börn eru send heim og álagið eykst á foreldra við að púsla daglegu lífi saman frá degi til dags. Sveitarfélögin bera ábyrgð Starfsaðstæður bæði í grunnskólum og leikskólum eru á hendi sveitarfélaganna. Það er hlutverk þeirra að tryggja gott starfsumhverfi í þessum mikilvægu stofnunum. Leikskólakennarar hafa lengi kallað eftir breytingum á sínu starfsumhverfi. Horft hefur verið til grunnskólans í því samhengi, þar sem dagur grunnskólabarna skiptist í tvennt. Annars vegar tíma þar sem formleg kennsla fer fram og við köllum skóla. Hins vegar frístund sem fer fram eftir skóla og tryggir börnum upp að 9 ára aldri tómstundastarf fram eftir degi. Vinnudagurinn á leikskólanum hvort heldur sem er vinnudagur starfsfólks eða barna er langur og hefur lengst. Höfum kjark til þess að breyta og bæta starfsumhverfi leikskólans Undir lok síðasta kjörtímabils lögðum við í Viðreisn í Garðabæ fram tillögu í bæjarstjórn þess efnis að farið yrði í að endurskoða starfsumhverfi leikskólans í stað þess að plástra úr sér gengið kerfi, með það að markmiði að laga það að starfsumhverfi grunnskólans. Þannig yrði leikskólaumhverfið um leið gert að meira aðlaðandi starfsvettvang kennara. Hafnarfjörður er farinn af stað í þessa vegferð og vonandi elta önnur sveitarfélög. Við viljum öll það besta fyrir börnin okkar. Þess vegna er aldrei meiri þörf en einmitt núna í miðri ringulreiðinni sem ríkir víða í leikskólamálum að grípa til aðgerða og laga til í kerfi sem ekki lengur virkar. Við þurfum að hugsa leikskóladaginn upp á nýtt og aðlaga starfsemina að raunveruleikanum í stað þess að berja hausnum við stein. Byggja upp traust fagstarf með öflugum leikskólakennurum. Öll kerfi þarfnast endurskoðunar og ganga úr sér með tíð og tíma. Líka kerfið sem leikskólinn byggir á. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun