Landsbankahúsið Árni Tómas Ragnarsson skrifar 18. september 2023 09:30 Nú er Landsbankinn fluttur úr gamla húsinu sínu við Austurstræti. Það hafa ekki verið miklar opinberar umræður um framtíð þessa glæsilega húss, sem er staðsett bókstaflega í hjarta miðbæjarins. Mér hefur þótt auðsætt að neðsta hæð hússins (afgreiðslusalurinn) væri kjörin og vel til þess fallin að hýsa myndlist. Reyndar eru nú fyrir myndverk (frescur) á veggjum salarins og svo hafa stjórendur bankans verið svo klókir að láta hengja myndir á uppsetta lausa veggi/skilrúm í hluta salarins síðustu árin og hefur farið vel á því. Slík skilrúm hafa mikið verið notuð í öðrum söfnum til upphenginga listaverka. Ég tel það upplagt að salurinn verði notaður fyrir farandssýningar margra listamanna og myndi það lífga mjög upp á miðbæinn. Yfirlitssýning á verkum Sigurðar Guðmundssonar koma í hugann, sýningar á verkum úr safni Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur, Gabríelu, Helga Þorgils, Kristjáns Guðmundssonar, Svövu Björns, Eggerts P. o.fl. o.fl. af afar hæfileikaríkum myndlistarmönnum okkar. Einnig mætti sýna úr safnaeign bankanna, sem er gríðarleg og lítt sýnileg öðrum en starfsfólki. En fyrir stuttu heyrði ég viðtal við Pétur Ármannsson arkitekt þar sem hann var spurður álits um framtíð þessa húss. Honum datt helst í hug að þetta væri upplagt húsnæði fyrir ráðuneyti!! Ég spyr; hvað er grárra og leiðinlegra en ráðuneyti? Hvað hefur það að gera í hjarta bæjarins? Pétur taldi svo sem að það kæmi líka til greina að nota húsið stöku sinnum fyrir myndlist, en almennt taldi hann öll tormerki á því að nota húsið undir myndlist og mátti skilja á honum að það væri erfitt að breyta húsinu til að þjóna þeim tilgangi. Hann rökstuddi það ekki frekar. En þannig eru mál með vexti að tvö af helstu listasöfnum landsins voru sett inn í annars vegar eldgamalt íshús við tjörnina og hins vegar gamalt pakkhús við höfnina. Þau hús virtust fyrirfram mjög óheppileg fyrir myndlistarsýningar, en með útsjónarsemi voru gerðar miklar breytingar á þessum húsum og eru þau nú til sóma og þjóna myndlistinni vel. Það þyrfti ekki að gera nándar eins miklar breytingar á afgreiðslusal Landsbankans, þar eru opin rými, góð birta og húsinu vel við haldið. Þar eru líka túristarnir í hjörðum; þeir hefðu sjálfsagt ekki mikinn áhuga á að heimsækja ráðuneytin frekar en aðrir. Ráðuneytin mætti svo sem geyma á efri hæðum hússins og í útbyggingum ef ráðunautin endilega vilja. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsbankinn Reykjavík Íslenskir bankar Árni Tómas Ragnarsson Tengdar fréttir Davíð og Mogginn Ég hef lesið Moggann daglega frá því ég var 5 ára. Hann er ómissandi í lífi mínu. Ég er alinn upp í íhaldsfjölskyldu og við vorum öll ánægð með Moggann okkar. Svo kom Víetnamstríðið þegar ég var á táningsaldri og síðan beint í kjölfarið létu Kanarnir drepa Allende í Chile og arðrán þeirra í S-Ameríku jókst í sífellu undir herforingjastjórnum, sem létu drepa andstæðinga sína í þúsundatali. 14. september 2023 12:31 Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er Landsbankinn fluttur úr gamla húsinu sínu við Austurstræti. Það hafa ekki verið miklar opinberar umræður um framtíð þessa glæsilega húss, sem er staðsett bókstaflega í hjarta miðbæjarins. Mér hefur þótt auðsætt að neðsta hæð hússins (afgreiðslusalurinn) væri kjörin og vel til þess fallin að hýsa myndlist. Reyndar eru nú fyrir myndverk (frescur) á veggjum salarins og svo hafa stjórendur bankans verið svo klókir að láta hengja myndir á uppsetta lausa veggi/skilrúm í hluta salarins síðustu árin og hefur farið vel á því. Slík skilrúm hafa mikið verið notuð í öðrum söfnum til upphenginga listaverka. Ég tel það upplagt að salurinn verði notaður fyrir farandssýningar margra listamanna og myndi það lífga mjög upp á miðbæinn. Yfirlitssýning á verkum Sigurðar Guðmundssonar koma í hugann, sýningar á verkum úr safni Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur, Gabríelu, Helga Þorgils, Kristjáns Guðmundssonar, Svövu Björns, Eggerts P. o.fl. o.fl. af afar hæfileikaríkum myndlistarmönnum okkar. Einnig mætti sýna úr safnaeign bankanna, sem er gríðarleg og lítt sýnileg öðrum en starfsfólki. En fyrir stuttu heyrði ég viðtal við Pétur Ármannsson arkitekt þar sem hann var spurður álits um framtíð þessa húss. Honum datt helst í hug að þetta væri upplagt húsnæði fyrir ráðuneyti!! Ég spyr; hvað er grárra og leiðinlegra en ráðuneyti? Hvað hefur það að gera í hjarta bæjarins? Pétur taldi svo sem að það kæmi líka til greina að nota húsið stöku sinnum fyrir myndlist, en almennt taldi hann öll tormerki á því að nota húsið undir myndlist og mátti skilja á honum að það væri erfitt að breyta húsinu til að þjóna þeim tilgangi. Hann rökstuddi það ekki frekar. En þannig eru mál með vexti að tvö af helstu listasöfnum landsins voru sett inn í annars vegar eldgamalt íshús við tjörnina og hins vegar gamalt pakkhús við höfnina. Þau hús virtust fyrirfram mjög óheppileg fyrir myndlistarsýningar, en með útsjónarsemi voru gerðar miklar breytingar á þessum húsum og eru þau nú til sóma og þjóna myndlistinni vel. Það þyrfti ekki að gera nándar eins miklar breytingar á afgreiðslusal Landsbankans, þar eru opin rými, góð birta og húsinu vel við haldið. Þar eru líka túristarnir í hjörðum; þeir hefðu sjálfsagt ekki mikinn áhuga á að heimsækja ráðuneytin frekar en aðrir. Ráðuneytin mætti svo sem geyma á efri hæðum hússins og í útbyggingum ef ráðunautin endilega vilja. Höfundur er læknir.
Davíð og Mogginn Ég hef lesið Moggann daglega frá því ég var 5 ára. Hann er ómissandi í lífi mínu. Ég er alinn upp í íhaldsfjölskyldu og við vorum öll ánægð með Moggann okkar. Svo kom Víetnamstríðið þegar ég var á táningsaldri og síðan beint í kjölfarið létu Kanarnir drepa Allende í Chile og arðrán þeirra í S-Ameríku jókst í sífellu undir herforingjastjórnum, sem létu drepa andstæðinga sína í þúsundatali. 14. september 2023 12:31
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar