Krónan, eða innganga í ESB og evran? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar 2. október 2023 14:30 Umræða um upptöku evrunnar hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarið í kjölfar hækkunar stýrivaxta Seðlabanka Íslands. Seðlabankinn er að bregðast við verðbólgu sem nú mælist langt yfir verbólgumarkmiði sem er 2,5%, en verðbólgan nú mælist 8,0%. Stýrivextir Seðlabanka Íslands eru komnir í 9,25%. Verðbólga á Evrusvæðinu í ágúst sl. mældist 5,2% en hjá Evrópusambandinu (ESB) í heild 5,9%. Verðbólgumarkmið Seðlabanka Evrópu er 2,0%. Stýrivextir Seðlabanka Evrópu (e. refinancing rate) eru nú 4,5%. Hafa verðu í huga að við verbólgumælingu styðst Seðlabanki Íslands við vísitölu neysluverðs (e. consumer price index) á meðan Seðlabanki Evrópu styðst við samræmda vísitölu neysluverðs (e. harmonized index of consumer prices). Vísitala neysluverðs inniheldur m.a svokallaðan húsnæðislið sem a.m.k. fyrir suma mánuði hefur ýkt verðbólgu hér á landi í samanburði við Evrusvæðið. Að taka upp evru sem gjaldmiðil Vegna hærri vaxta á Íslandi en á Evrusvæðinu tala ýmsir sem taka til máls á opinberum vettvangi um taka upp evruna til að bæta vaxtakjör einstaklinga og fyrirtækja hér á landi. Samt er ljóst að slíkt er ekki í boði á næstunni. Til þess að taka upp evruna sem gjaldmiðil þarf Ísland fyrst að ganga í Evrópusambandið. Einhliða upptaka Evrunnar á Íslandi er möguleg fræðilega en væri í óþökk ESB og yrði að teljast hæpin lausn. Með þeirri aðferð hefði Ísland enga aðkomu að peningamálastjórn innan Evrusvæðisins. Einhliða upptaka Evrunnar gæti haft neikvæði áhrif á samstarf Íslands og ESB t.d. aðgang Íslands að sameiginlegum markaði í gegnum samninginn um Evrópska Efnahagssvæðið. Engin samstaða er heldur í núverandi ríkistjórn að gagna í ESB og taka síðan upp evruna upp sem gjaldmiðil. Eftir næstu alþingiskosningar, hvenær sem þær verða, er óvissa. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Samfylkingin, setur ekki lengur sem skilyrði fyrir stjórnarþátttöku að sótt verði um aðild að ESB. Enginn flokkanna sem nú mynda ríkisstjórn á Íslandi vill ganga í ESB. Jafnvel þó að næsta ríkisstjórn næði samstöðu um að sækja aðild að ESB þyrfti að leggja fram umsókn og ljúka aðildarviðræðum við ESB til að fá aðild. Þar yrðu ýmis erfið mál á dagskrá sérstaklega samningar um sjávarútvegskafla og landbúnaðarkafla ESB sem því miður voru ekki ræddir þegar Ísland sótti um aðild að ESB 2009. Umsóknin um ESB aðild var dregin til baka áður en til þess kom. Því er alger óvissa um hvort hægt væri að ná samningum við ESB um mikilvæg mál ef Ísland yrði aftur umsóknarríki. Fleiri mál gætu orðið erfið þó sjávarútvegs og landbúnaðarmál yrðu kannski erfiðust. En þó samningar tækjust og Ísland fengi aðild að ESB þyrfti landið að vera í ESB að minnsta kosti í tvö ár áður en upptaka evrunnar væri möguleg. Ísland þyrfti þá að uppfylla ýmis efnahagsskilyrði sem gæti tafið upptöku evrunnar enn frekar. Upptaka evrunnar sem gjaldmiðils tæki því að minnsta kosti nokkur ár. Þrátt fyrir þetta er fullkomlega eðlilegt að hér á landi fram fari umræða um aðildarumsókn Íslands að ESB og sameiginlegan gjaldmiðil. Aðstæður í heiminum breytast stöðugt og Ísland þarf að vera tilbúið að bregðast við. Ef t.d. Noregur myndi sækja um aðild að ESB og skuldbinda sig að taka upp evruna væri komin um flókin staða fyrir Ísland sem ásamt Liechtenstein gæti varla haldið uppi þeim stofnunum sem tengjast samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og tryggja Íslandi aðgang að sameiginlegum markaði ESB. Kostir og gallar sameiginlegs gjaldmiðils Það fylgja því ákveðnir kostir í að taka upp sameiginlegan gjaldmiðil eins og evruna. Til dæmis sparast kostnaðurinn við að skipta einni mynt yfir í aðra. Ef allir nota sömu mynt verður líka erfiðara að breiða yfir verðmun á milli landa því sama mynt (mælieining) til dæmis í Helsinki, Tallinn, Bratislava og Lissabon auðveldar verðsamanburð. Sameiginlegt mynt getur þannig stuðlað að aukinni samkeppni og hagkvæmni. En það eru líka gallar sem fylgja sameiginlegri mynt. Land, sem gengur í myntbandalag, fórnar sjálfstæði sínu í peningamálum og þar með getunni til að bregðast við áföllum með því að breyta gengi eigin gjaldmiðils. Land sem gengur í myntbandalag getur ekki lengur ákvarðað stýrivexti sem eru ákveðnir af sameiginlegum seðlabanka fyrir allt myntsvæðið í einu án tillits til mismunandi verðbólgu, hagvaxtar og atvinnustigs í hverju aðildarríki myntbandalagsins. Myntbandalaginu fylgja líka ströng skilyrði í ríkisfjármálum. Maastricht samkomulagið gerir ráð fyrir að á evrusvæðinu megi halli á ríkissjóði ekki vera umfram 3% af vergri landsframleiðslu og opinberar skuldir ekki hærri en 60% af vergri landsframleiðslu. Þessar reglur voru illa rökstuddar. Joseph Stiglitz nóbelsverðlaunahafi í hagfræði hefur haldið því fram að þessar reglur hafi verið úr lausu lofti gripnar (e. „out of thin air”). Frá hagfræðilegu sjónarmiði hefur Stiglitz án efa rétt fyrir sér en þessar reglur voru settar af öðrum ástæðum. Þær áttu meðal annars að koma í veg fyrir að fátækari ríki á evrusvæðinu gætu lagt kostnað á ríkari lönd í myntbandalaginu. Koma í veg fyrir að „óábyrg“ stjórn ríkisfjármála og skuldasöfnun í einu landi bitnaði á öðrum löndum í evrusvæðinu. Samt hefur þurft að koma evrulöndum til hjálpar og er Grikkland kannski besta dæmið. Lönd í myntabandalagi þurfa að vera undir það búin að aðstoða önnur lönd og spyrja má hvort Íslendingar sætti sig við það. Umræða um það mál hefur verið fyrirferðalítil hér á landi. Evran, efnahagsmálin og lýðræðið Evrópusambandinu og sérstaklega evrusvæðinu er fyrst of fremst stjórnað af sérfræðingum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur frumkvæði að lagasetningu innan ESB. Í lýðræðisríkjum er slíkt frumkvæði er venjulega í höndum lýðræðiskjörinna fulltrúa. Þetta er ein ástæða þess að Bretland sagði sig úr ESB með Brexit og hafði áður hafnað evrunni. Seðlabanka Evrópu er stjórnað af sérfræðingum sem leggja fyrst og fremst áherslu á að hafa hemil á verðbólgu á myntsvæðinu en minni áhersla er á aðgerðir sem stuðla að hagvexti eða háu atvinnustigi. Takmarkað svigrúm er til að beita ríkisfjármálum sem hagstjórnartæki á Evrusvæðinu og takmarkað pláss er fyrir svokallaða sjálfvirka höggdeyfa (e. automatic stabilizers), en með þeim er átt við breytingar á stefnunni í ríkisfjármálum sem örva efnahagslífið sjálfkrafa í niðursveiflum og draga úr uppsveiflum án þess að stjórnvöld þurfi grípa til sérstakra aðgerða t.d. með lagasetningu. Dæmi um slíka höggdeyfa er skattkerfið og sumar tegundir ríkisútgjalda eins og bætur sem tengjast atvinnumissi í niðursveiflum. Það er líka takmarkað svigrúm til að beita ríkissjóði til að örva hagkerfið tímabundið með auknum ríkisútgjöldum í niðursveiflu. Við þessar aðstæður getur efnahagsstjórn varla farið fram á lýðræðislegan hátt. Gengi sameiginlegs gjaldmiðils er fast og hallarekstri á ríkissjóði eru þröngar skorður settar. Hagvöxtur, atvinnuleysi og verðbólga á Íslandi og Evrusvæðinu Evran varð til sem gjaldmiðill 1999 þó seðlar og mynt kæmu ekki út fyrr en 2002. Séu gögn um Ísland sem koma úr gagnagrunni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins skoðuð frá 1999 til 2023 (árið 2023 að sjálfsögðu spá) kemur í ljós að meðal hagvöxtur á ofnagreindu tímabili á Íslandi var 2,9% en 1,4% á evrusvæðinu. Verðbólga að meðaltali var 4,8 % á Íslandi en 2,1 % á Evrusvæðinu. Atvinnuleysi var að meðaltali 4,4 % á Íslandi en 9,1 % á Evrusvæðinu, sjá töflu 1. Mynd 1 sýnir að hagvöxtur var að jafnaði mun meiri á Íslandi en á Evrusvæðinu að undanskildu árinu 2002, árunum 2008 til 2011 þegar ísland varð illa úti í alþjóðlegu fjármálakreppunni sem þá varð og vegna Covid-19 en þá varð samdráttur svipaður og á Evrusvæðinu að meðaltali. Mynd 2 sýnir að verðbólga var mun meiri á Íslandi á tímabilinu nema árið 2003, 2017 og 2022. Mynd 3 sýnir að atvinnuleysi var mun minna á Íslandi en Evrusvæðinu fyrir allt tímabilið 1999 til 2023 (árið 2023 er að sjálfsögðu spá). Nú verður hagvöxtur, verðbólga og atvinnustig alls ekki eingöngu skýrt út með því hvort land hefur eigin gjaldmiðið og fljótandi gengi eða í myntbandalagi með sameiginlegan gjaldmiðil og fast gengi. Það er hinsvegar ljóst að land sem er í myntbandalagi eins og Evrusvæðinu hafa mun minni möguleika á að bregðast við ytri áföllum en land sem hefur eigin gjaldmiðil. Það getur hinsvegar leitt til hærri verðbólgu og hærri vaxta eins og hér á landi. Verðbólga á Evrusvæðinu hefur verið mjög mismunandi eftir löndum sem torveldar hagstjórn á svæðinu þar sem stýrivextir eru ákvarðaðir fyrir öll aðildaríki án tillit til aðstæðna í einstökum ríkjum. Ríkisfjármálum eru líka þröngar skorður settar þar sem ríkishallinn má að jafnaði ekki fara yfir 3% af vergri landsframleiðslu. Land eins og Ísland hefur frjálsari hendur í ríkisfjármálum og þarf ekki að fylgja formúlunni frá Brussel. Fastgengi og mikið aðahald í ríkisfjármálum á tímum kreppu geta reynst löndum erfið. Eystrasaltsríkin eru dæmi um það. Þegar alþjóðlega fjármálakreppan skall á haustið 2008 voru öll löndin, Eistland, Lettland og Litáen með eigin gjaldmiðil en höfðu skuldbundið sig að halda föstu gengi til að geta síðan tekið upp evruna. Þetta reyndist þeim mjög erfitt því að við bættist að þau höfðu lítið svigrúm til að örva hagkerfi sín með auknum ríkisútgjöldum. Afleiðingin var m.a. mikill samdráttur vergrar landsframleiðslu, hátt atvinnuleysi og svo mikill fólksflótti. Þetta rakti ég í bók sem kom út árið 2018 sem ber titilinn: The Economic Crisis and its Aftermath in the Nordic and Baltic Countries: Do As We Say and Not As We Do. Evran og alþjóðlegar kreppur En myntbandalög eiga við fleiri vandamál að stríða. Við vitum ekki nákvæmlega hvenær eða hvers konar kreppur skella á okkur en við vitum að þær koma öðru hverju samanber efnahags- og fjármálakreppuna sem skall á haustið 2008, COVID-19 kreppuna sem skall á af fullum þunga árið 2020, stríðið í Úkraínu sem byrjaði í upphafi í árs 2022. Enginn veit hverskonar kreppa kemur næst né hvenær, en eitt er víst, ríkisfjármálin fara úr böndunum í mörgum löndum við breyttar aðstæður og upp safnast opinberar skuldir sem eru nú orðnar mjög háar hjá mörgum aðildarríkjum evrusvæðisins og ógna stöðugleika. Skuldastaða margra evru landa sem er komin langt umfram 60% af vergri landsframleiðslu, ekki aðeins hjá smærri evru ríkjum eins og Grikklandi þar sem opinberar skuldir sem hlutfall af vergri landsframleiðslu voru komnar í 177% árið 2022, heldur eru stór hagkerfi eins og Ítalía komin í 155% og Frakkland í 111% og stærsta hagkerfið Þýskaland komið í 66%. Þess má svo geta að skuldahlutfall Íslands var rúmlega 68% árið 2022. Auðvitað lækkar skuldahlutfallið (hlutfall opinberra skulda og vergrar landsframleiðslu) ef hagvöxtur eykst en hagvaxtarhorfur á Evrusvæðinu eru ekki góðar og vaxandi útgjöld vegna vaxandi hernaðaruppbyggingar í kjölfar Úkraínustríðsins setur mikla pressu á ríkisfjármálin í mörgum ESB og Evrulöndum sem mun gera þeim erfitt fyrir að vera innan 3% hámarksins á hlutfalli ríkissjóðs halla af vergri landsframleiðslu. Það er ljóst að reglurnar um bæði hámarks halla á ríkissjóði og hámarks skuldir hins opinbera þarf að endurhugsa með meiri sveigjanleika í huga en það breytir því ekki að evrusvæðið er í alvarlegri skuldakreppu sem ekki lengur takmarkast við Grikkland heldur eru stór lönd eins og Ítalía og Frakkland í miklum vanda og Þýskaland er ekki lengur aflögufært. Staða evrusvæðisins hefur ekki fengið mikla umræðu undanfarið. Covid-19 fékk fyrst mikla umræðu svo tók stríðið í Úkraínu við. Núverandi umsóknarríki (e. candidate countries) ESB eru Albanía, Bosnía og Hersegóvína, Moldóva, Svartfjallaland, Norður Makedónía, Serbía, Türkiye og Úkraína, eru öll frekar fátæk lönd mæld í vergri landsfarmleiðslu á mann og þurfa mikla aðstoð frá ESB við uppbyggingu innviða og stofnana. Ef þau fá ESB aðild myndu þau fyrr eða síðar þurfa að taka upp evruna. Evran, krónan og vextirnir Það er ljóst að við núverandi aðstæður eru stýrivextir mun lægri á Evrusvæðinu en hjá Seðlabanka Íslands. Verðbólga er líka lægri bæði hjá ESB og á Evrusvæðinu en á Íslandi. Það eru áleitnar spurningar um mælingu á verðbólgu á Íslandi, hvort rétt sé að nota vísitölu neysluverðs sem mæld er að Hagstofu Íslands mælir, og Seðlabanki Íslands styðst við ákvörðun stýrivaxta, eða samræmda vísitölu neysluverðs sem Seðlabanki Evrópu styðst við. Svo er líka spurning hversu mikið bankavextir myndu lækka á Íslandi þrátt fyrir evruna miðað við þá fákeppni sem hér ríkir á bankamarkaði. Væri hægt að koma á samkeppni milli bankanna sem stuðlaði að vaxtalækkun og lægri þjónustugjöldum? Myndu erlendir banka sýna svo litlum markaði sem Ísland er áhuga? Myndi hugsanleg vaxtalækkun vega upp kostina að vera með sveigjanlegra stjórn á peningamálum og ríkisfjármálum sem eigin gjaldmiðill býður uppá? Væru Íslendingar tilbúnir að leggja sitt að mörkum til að aðstoða Evruríki sem lenda í vandræðum m.a. vegna þungrar skuldabyrgði sem þau geta sjálf ekki lengur staðið undir? Erum við tilbúin að koma að uppbyggingu núverandi umsóknarlanda með auknum fjárframlögum ef þau fá inngöngu í ESB? Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Evrópusambandið Utanríkismál Hilmar Þór Hilmarsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Heimskasta þjóð í heimi. Sverrir Björnsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um upptöku evrunnar hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarið í kjölfar hækkunar stýrivaxta Seðlabanka Íslands. Seðlabankinn er að bregðast við verðbólgu sem nú mælist langt yfir verbólgumarkmiði sem er 2,5%, en verðbólgan nú mælist 8,0%. Stýrivextir Seðlabanka Íslands eru komnir í 9,25%. Verðbólga á Evrusvæðinu í ágúst sl. mældist 5,2% en hjá Evrópusambandinu (ESB) í heild 5,9%. Verðbólgumarkmið Seðlabanka Evrópu er 2,0%. Stýrivextir Seðlabanka Evrópu (e. refinancing rate) eru nú 4,5%. Hafa verðu í huga að við verbólgumælingu styðst Seðlabanki Íslands við vísitölu neysluverðs (e. consumer price index) á meðan Seðlabanki Evrópu styðst við samræmda vísitölu neysluverðs (e. harmonized index of consumer prices). Vísitala neysluverðs inniheldur m.a svokallaðan húsnæðislið sem a.m.k. fyrir suma mánuði hefur ýkt verðbólgu hér á landi í samanburði við Evrusvæðið. Að taka upp evru sem gjaldmiðil Vegna hærri vaxta á Íslandi en á Evrusvæðinu tala ýmsir sem taka til máls á opinberum vettvangi um taka upp evruna til að bæta vaxtakjör einstaklinga og fyrirtækja hér á landi. Samt er ljóst að slíkt er ekki í boði á næstunni. Til þess að taka upp evruna sem gjaldmiðil þarf Ísland fyrst að ganga í Evrópusambandið. Einhliða upptaka Evrunnar á Íslandi er möguleg fræðilega en væri í óþökk ESB og yrði að teljast hæpin lausn. Með þeirri aðferð hefði Ísland enga aðkomu að peningamálastjórn innan Evrusvæðisins. Einhliða upptaka Evrunnar gæti haft neikvæði áhrif á samstarf Íslands og ESB t.d. aðgang Íslands að sameiginlegum markaði í gegnum samninginn um Evrópska Efnahagssvæðið. Engin samstaða er heldur í núverandi ríkistjórn að gagna í ESB og taka síðan upp evruna upp sem gjaldmiðil. Eftir næstu alþingiskosningar, hvenær sem þær verða, er óvissa. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Samfylkingin, setur ekki lengur sem skilyrði fyrir stjórnarþátttöku að sótt verði um aðild að ESB. Enginn flokkanna sem nú mynda ríkisstjórn á Íslandi vill ganga í ESB. Jafnvel þó að næsta ríkisstjórn næði samstöðu um að sækja aðild að ESB þyrfti að leggja fram umsókn og ljúka aðildarviðræðum við ESB til að fá aðild. Þar yrðu ýmis erfið mál á dagskrá sérstaklega samningar um sjávarútvegskafla og landbúnaðarkafla ESB sem því miður voru ekki ræddir þegar Ísland sótti um aðild að ESB 2009. Umsóknin um ESB aðild var dregin til baka áður en til þess kom. Því er alger óvissa um hvort hægt væri að ná samningum við ESB um mikilvæg mál ef Ísland yrði aftur umsóknarríki. Fleiri mál gætu orðið erfið þó sjávarútvegs og landbúnaðarmál yrðu kannski erfiðust. En þó samningar tækjust og Ísland fengi aðild að ESB þyrfti landið að vera í ESB að minnsta kosti í tvö ár áður en upptaka evrunnar væri möguleg. Ísland þyrfti þá að uppfylla ýmis efnahagsskilyrði sem gæti tafið upptöku evrunnar enn frekar. Upptaka evrunnar sem gjaldmiðils tæki því að minnsta kosti nokkur ár. Þrátt fyrir þetta er fullkomlega eðlilegt að hér á landi fram fari umræða um aðildarumsókn Íslands að ESB og sameiginlegan gjaldmiðil. Aðstæður í heiminum breytast stöðugt og Ísland þarf að vera tilbúið að bregðast við. Ef t.d. Noregur myndi sækja um aðild að ESB og skuldbinda sig að taka upp evruna væri komin um flókin staða fyrir Ísland sem ásamt Liechtenstein gæti varla haldið uppi þeim stofnunum sem tengjast samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og tryggja Íslandi aðgang að sameiginlegum markaði ESB. Kostir og gallar sameiginlegs gjaldmiðils Það fylgja því ákveðnir kostir í að taka upp sameiginlegan gjaldmiðil eins og evruna. Til dæmis sparast kostnaðurinn við að skipta einni mynt yfir í aðra. Ef allir nota sömu mynt verður líka erfiðara að breiða yfir verðmun á milli landa því sama mynt (mælieining) til dæmis í Helsinki, Tallinn, Bratislava og Lissabon auðveldar verðsamanburð. Sameiginlegt mynt getur þannig stuðlað að aukinni samkeppni og hagkvæmni. En það eru líka gallar sem fylgja sameiginlegri mynt. Land, sem gengur í myntbandalag, fórnar sjálfstæði sínu í peningamálum og þar með getunni til að bregðast við áföllum með því að breyta gengi eigin gjaldmiðils. Land sem gengur í myntbandalag getur ekki lengur ákvarðað stýrivexti sem eru ákveðnir af sameiginlegum seðlabanka fyrir allt myntsvæðið í einu án tillits til mismunandi verðbólgu, hagvaxtar og atvinnustigs í hverju aðildarríki myntbandalagsins. Myntbandalaginu fylgja líka ströng skilyrði í ríkisfjármálum. Maastricht samkomulagið gerir ráð fyrir að á evrusvæðinu megi halli á ríkissjóði ekki vera umfram 3% af vergri landsframleiðslu og opinberar skuldir ekki hærri en 60% af vergri landsframleiðslu. Þessar reglur voru illa rökstuddar. Joseph Stiglitz nóbelsverðlaunahafi í hagfræði hefur haldið því fram að þessar reglur hafi verið úr lausu lofti gripnar (e. „out of thin air”). Frá hagfræðilegu sjónarmiði hefur Stiglitz án efa rétt fyrir sér en þessar reglur voru settar af öðrum ástæðum. Þær áttu meðal annars að koma í veg fyrir að fátækari ríki á evrusvæðinu gætu lagt kostnað á ríkari lönd í myntbandalaginu. Koma í veg fyrir að „óábyrg“ stjórn ríkisfjármála og skuldasöfnun í einu landi bitnaði á öðrum löndum í evrusvæðinu. Samt hefur þurft að koma evrulöndum til hjálpar og er Grikkland kannski besta dæmið. Lönd í myntabandalagi þurfa að vera undir það búin að aðstoða önnur lönd og spyrja má hvort Íslendingar sætti sig við það. Umræða um það mál hefur verið fyrirferðalítil hér á landi. Evran, efnahagsmálin og lýðræðið Evrópusambandinu og sérstaklega evrusvæðinu er fyrst of fremst stjórnað af sérfræðingum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur frumkvæði að lagasetningu innan ESB. Í lýðræðisríkjum er slíkt frumkvæði er venjulega í höndum lýðræðiskjörinna fulltrúa. Þetta er ein ástæða þess að Bretland sagði sig úr ESB með Brexit og hafði áður hafnað evrunni. Seðlabanka Evrópu er stjórnað af sérfræðingum sem leggja fyrst og fremst áherslu á að hafa hemil á verðbólgu á myntsvæðinu en minni áhersla er á aðgerðir sem stuðla að hagvexti eða háu atvinnustigi. Takmarkað svigrúm er til að beita ríkisfjármálum sem hagstjórnartæki á Evrusvæðinu og takmarkað pláss er fyrir svokallaða sjálfvirka höggdeyfa (e. automatic stabilizers), en með þeim er átt við breytingar á stefnunni í ríkisfjármálum sem örva efnahagslífið sjálfkrafa í niðursveiflum og draga úr uppsveiflum án þess að stjórnvöld þurfi grípa til sérstakra aðgerða t.d. með lagasetningu. Dæmi um slíka höggdeyfa er skattkerfið og sumar tegundir ríkisútgjalda eins og bætur sem tengjast atvinnumissi í niðursveiflum. Það er líka takmarkað svigrúm til að beita ríkissjóði til að örva hagkerfið tímabundið með auknum ríkisútgjöldum í niðursveiflu. Við þessar aðstæður getur efnahagsstjórn varla farið fram á lýðræðislegan hátt. Gengi sameiginlegs gjaldmiðils er fast og hallarekstri á ríkissjóði eru þröngar skorður settar. Hagvöxtur, atvinnuleysi og verðbólga á Íslandi og Evrusvæðinu Evran varð til sem gjaldmiðill 1999 þó seðlar og mynt kæmu ekki út fyrr en 2002. Séu gögn um Ísland sem koma úr gagnagrunni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins skoðuð frá 1999 til 2023 (árið 2023 að sjálfsögðu spá) kemur í ljós að meðal hagvöxtur á ofnagreindu tímabili á Íslandi var 2,9% en 1,4% á evrusvæðinu. Verðbólga að meðaltali var 4,8 % á Íslandi en 2,1 % á Evrusvæðinu. Atvinnuleysi var að meðaltali 4,4 % á Íslandi en 9,1 % á Evrusvæðinu, sjá töflu 1. Mynd 1 sýnir að hagvöxtur var að jafnaði mun meiri á Íslandi en á Evrusvæðinu að undanskildu árinu 2002, árunum 2008 til 2011 þegar ísland varð illa úti í alþjóðlegu fjármálakreppunni sem þá varð og vegna Covid-19 en þá varð samdráttur svipaður og á Evrusvæðinu að meðaltali. Mynd 2 sýnir að verðbólga var mun meiri á Íslandi á tímabilinu nema árið 2003, 2017 og 2022. Mynd 3 sýnir að atvinnuleysi var mun minna á Íslandi en Evrusvæðinu fyrir allt tímabilið 1999 til 2023 (árið 2023 er að sjálfsögðu spá). Nú verður hagvöxtur, verðbólga og atvinnustig alls ekki eingöngu skýrt út með því hvort land hefur eigin gjaldmiðið og fljótandi gengi eða í myntbandalagi með sameiginlegan gjaldmiðil og fast gengi. Það er hinsvegar ljóst að land sem er í myntbandalagi eins og Evrusvæðinu hafa mun minni möguleika á að bregðast við ytri áföllum en land sem hefur eigin gjaldmiðil. Það getur hinsvegar leitt til hærri verðbólgu og hærri vaxta eins og hér á landi. Verðbólga á Evrusvæðinu hefur verið mjög mismunandi eftir löndum sem torveldar hagstjórn á svæðinu þar sem stýrivextir eru ákvarðaðir fyrir öll aðildaríki án tillit til aðstæðna í einstökum ríkjum. Ríkisfjármálum eru líka þröngar skorður settar þar sem ríkishallinn má að jafnaði ekki fara yfir 3% af vergri landsframleiðslu. Land eins og Ísland hefur frjálsari hendur í ríkisfjármálum og þarf ekki að fylgja formúlunni frá Brussel. Fastgengi og mikið aðahald í ríkisfjármálum á tímum kreppu geta reynst löndum erfið. Eystrasaltsríkin eru dæmi um það. Þegar alþjóðlega fjármálakreppan skall á haustið 2008 voru öll löndin, Eistland, Lettland og Litáen með eigin gjaldmiðil en höfðu skuldbundið sig að halda föstu gengi til að geta síðan tekið upp evruna. Þetta reyndist þeim mjög erfitt því að við bættist að þau höfðu lítið svigrúm til að örva hagkerfi sín með auknum ríkisútgjöldum. Afleiðingin var m.a. mikill samdráttur vergrar landsframleiðslu, hátt atvinnuleysi og svo mikill fólksflótti. Þetta rakti ég í bók sem kom út árið 2018 sem ber titilinn: The Economic Crisis and its Aftermath in the Nordic and Baltic Countries: Do As We Say and Not As We Do. Evran og alþjóðlegar kreppur En myntbandalög eiga við fleiri vandamál að stríða. Við vitum ekki nákvæmlega hvenær eða hvers konar kreppur skella á okkur en við vitum að þær koma öðru hverju samanber efnahags- og fjármálakreppuna sem skall á haustið 2008, COVID-19 kreppuna sem skall á af fullum þunga árið 2020, stríðið í Úkraínu sem byrjaði í upphafi í árs 2022. Enginn veit hverskonar kreppa kemur næst né hvenær, en eitt er víst, ríkisfjármálin fara úr böndunum í mörgum löndum við breyttar aðstæður og upp safnast opinberar skuldir sem eru nú orðnar mjög háar hjá mörgum aðildarríkjum evrusvæðisins og ógna stöðugleika. Skuldastaða margra evru landa sem er komin langt umfram 60% af vergri landsframleiðslu, ekki aðeins hjá smærri evru ríkjum eins og Grikklandi þar sem opinberar skuldir sem hlutfall af vergri landsframleiðslu voru komnar í 177% árið 2022, heldur eru stór hagkerfi eins og Ítalía komin í 155% og Frakkland í 111% og stærsta hagkerfið Þýskaland komið í 66%. Þess má svo geta að skuldahlutfall Íslands var rúmlega 68% árið 2022. Auðvitað lækkar skuldahlutfallið (hlutfall opinberra skulda og vergrar landsframleiðslu) ef hagvöxtur eykst en hagvaxtarhorfur á Evrusvæðinu eru ekki góðar og vaxandi útgjöld vegna vaxandi hernaðaruppbyggingar í kjölfar Úkraínustríðsins setur mikla pressu á ríkisfjármálin í mörgum ESB og Evrulöndum sem mun gera þeim erfitt fyrir að vera innan 3% hámarksins á hlutfalli ríkissjóðs halla af vergri landsframleiðslu. Það er ljóst að reglurnar um bæði hámarks halla á ríkissjóði og hámarks skuldir hins opinbera þarf að endurhugsa með meiri sveigjanleika í huga en það breytir því ekki að evrusvæðið er í alvarlegri skuldakreppu sem ekki lengur takmarkast við Grikkland heldur eru stór lönd eins og Ítalía og Frakkland í miklum vanda og Þýskaland er ekki lengur aflögufært. Staða evrusvæðisins hefur ekki fengið mikla umræðu undanfarið. Covid-19 fékk fyrst mikla umræðu svo tók stríðið í Úkraínu við. Núverandi umsóknarríki (e. candidate countries) ESB eru Albanía, Bosnía og Hersegóvína, Moldóva, Svartfjallaland, Norður Makedónía, Serbía, Türkiye og Úkraína, eru öll frekar fátæk lönd mæld í vergri landsfarmleiðslu á mann og þurfa mikla aðstoð frá ESB við uppbyggingu innviða og stofnana. Ef þau fá ESB aðild myndu þau fyrr eða síðar þurfa að taka upp evruna. Evran, krónan og vextirnir Það er ljóst að við núverandi aðstæður eru stýrivextir mun lægri á Evrusvæðinu en hjá Seðlabanka Íslands. Verðbólga er líka lægri bæði hjá ESB og á Evrusvæðinu en á Íslandi. Það eru áleitnar spurningar um mælingu á verðbólgu á Íslandi, hvort rétt sé að nota vísitölu neysluverðs sem mæld er að Hagstofu Íslands mælir, og Seðlabanki Íslands styðst við ákvörðun stýrivaxta, eða samræmda vísitölu neysluverðs sem Seðlabanki Evrópu styðst við. Svo er líka spurning hversu mikið bankavextir myndu lækka á Íslandi þrátt fyrir evruna miðað við þá fákeppni sem hér ríkir á bankamarkaði. Væri hægt að koma á samkeppni milli bankanna sem stuðlaði að vaxtalækkun og lægri þjónustugjöldum? Myndu erlendir banka sýna svo litlum markaði sem Ísland er áhuga? Myndi hugsanleg vaxtalækkun vega upp kostina að vera með sveigjanlegra stjórn á peningamálum og ríkisfjármálum sem eigin gjaldmiðill býður uppá? Væru Íslendingar tilbúnir að leggja sitt að mörkum til að aðstoða Evruríki sem lenda í vandræðum m.a. vegna þungrar skuldabyrgði sem þau geta sjálf ekki lengur staðið undir? Erum við tilbúin að koma að uppbyggingu núverandi umsóknarlanda með auknum fjárframlögum ef þau fá inngöngu í ESB? Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun