Segja gloppu í kerfinu Lovísa Arnardóttir skrifar 30. nóvember 2023 13:00 Edda Björk Arnardóttir bíður þess að Landsréttur úrskurði um varðhald hennar að beiðni ríkissaksóknara. Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður Eddu Bjarkar Arnardóttur, skilaði í gærkvöldi greinargerð til Landsréttar en þangað áfrýjaði hann niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald Eddu Bjarkar hér á landi. Staðfesti Landsréttur úrskurðinn verður hún flutt til Noregs innan fimm daga samkvæmt lögum. „Þau fara yfir þetta í dag. Þetta er yfirleitt afgreitt eins skjótt og hægt er,“ segir Jóhannes Karl sem hitti Eddu Björk fyrr í dag. Hún er vistuð í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði. „Hún ber sig vel en það er auðvitað margt sem dynur á henni.“ Gefin var út norsk handtökuskipun í sumar á hendur Eddu Björk en hún hafði þá brotið á forsjárúrskurði í Noregi. Faðir drengjanna fer með forsjá drengjanna. Forsjárdómurinn kveður á um sextán klukkustunda umgengni Eddu við syni sína á hverju ári og á sú umgengni að fara fram undir eftirliti. „Hún hefur viljað meina að það sé ekki nauðsyn að vera með hana í gæsluvarðhaldi. Hún muni mæta til réttarhalda þegar búið er að boða til þeirra og dagsetning liggur fyrir. Hún geti verið í farbanni og með ökklaband og hvað sem er þar til það liggur fyrir. Það sé ómannúðlegt að skerða frelsi hennar þangað til þetta liggur fyrir,“ segir Jóhannes Karl. Ferlið byrjaði þannig að dómstólar tóku fyrir í síðustu viku afhendingarbeiðni norskra yfirvalda sem var samþykkt í bæði héraðsdómi og Landsrétti. Eftir það var lýst eftir Eddu og hún svo handtekin og ríkissaksóknari, sem fer með forræði framsalsmála, fer fram á það að hún sé úrskurðuð í gæsluvarðhald þar til Norðmenn komi að sækja hana. „Svo taka þeir við ef þetta fer svona og þá kemur í ljós hvort hún verði í varðhaldi úti eða í einhverju vægara úrræði þar til réttarhöld verða úti,“ segir Jóhannes. Hann segir enga dagsetningu enn liggja fyrir í réttarhöldum hennar í Noregi. „Það er það sem er svo erfitt að sætta sig við. Að það sé verið að setja fólk í gæsluvarðhald og skerða frelsi þess. Í algerri óvissu og óþarfa því það er ekkert vandamál að handtaka hana og koma henni í tæka tíð út. Við vitum ekkert hvenær þessi réttarhöld verða í Noregi.“ Edda Björk hefur áður verið dæmd fyrir sama brot og fékk þá sex mánaða óskilorðsbundin dóm. Hún hefur afplánað hann í samfélagsþjónustu. Verði hún fundin sek aftur sé því líklegt að hún verði dæmd fyrir annað brot og mögulega harðari viðurlög við því. Samkvæmt norskum lögum geta brot Eddu mest varðað sex ára fangelsisvist. Ekki dæmt föður í vil að ástæðulausu Spurður hvort hann viti hvað taki við í Noregi segir Jóhannes það óljóst. Það sé handtökuskipun og krafa frá norskum yfirvöldum og hann geri ráð fyrir því að hún verði tekin í þeirra vörslu þegar hægt er. Lögmenn hennar í Noregi hafi unnið að því að krefjast vægustu úrræða sem þar eru í boði á meðan hún bíður þess að réttarhöldin fari fram. „En þetta er auðvitað gloppa í kerfinu að það sé hægt að fá framsal þegar ekki er búið að ákveða tíma fyrir réttarhöld.“ Leifur Runólfsson, lögmaður föður drengjanna, sendi í gær frá sér yfirlýsingu fyrir hönd föðurins þar sem kom fram að norsk yfirvöld hafi ávallt dæmt honum í hag og að það væri ekki að ástæðulausu sem norsk yfirvöld hafi gefið út handtökuskipun á hendur henni. Þá biðlaði hann til almennings sem hafa vitneskju um dvalarstað drengjanna að láta lögreglu vita. Hann sagði það varða lög að láta ekki lögreglu vita og að villa fyrir þeim með myllumerkinu #drengirnireruhjamer eins og margir hafa gert frá því að Edda Björk var handtekin. Samkvæmt upplýsingum frá Leifi hafa drengirnir enn ekki verið afhentir föður. Jóhannes Karl segir það til skoðunar að bregðast við þessari yfirlýsingu lögmanns föðurins. Lög frá árinu 2016 Í svari frá embætti ríkissaksóknara varðandi framsal íslensks ríkisborgara kemur fram að þau tjái sig almennt ekki um einstök mál en að um afhendingu manna á milli Íslands og aðildarríkja Evrópusambandsins og milli Íslands og annarra norrænna ríkja gildi lög nr. 51/2016 um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar. Að því er varðar norræna handtökuskipun byggja lögin á samningi Norðurlandanna þar um. Í svarinu segir að samkvæmt fimmtu grein laganna gildi ákvæði þeirra einnig um afhendingu íslenskra ríkisborgara og því séu íslenskir ríkisborgarar afhentir til bæði aðildarríkja Evrópusambandsins og til Norðurlandanna. Þá segir að meginreglan sé sú að á íslenska ríkinu hvíli skylda til að handtaka og afhenda menn, ef lagaskilyrði eru uppfyllt, nema fyrir hendi séu synjunarástæður þær sem tilgreindar eru í lögunum og gildir það sama um íslenska og erlenda ríkisborgara að þessu leyti. Þá er bent á í svari ríkissaksóknara að grundvallarmunur sé á afhendingu íslenskra ríkisborgara á grundvelli laga nr. 51/2016 til aðildarríkja Evrópusambandsins og Norðurlandanna eða þegar um er að ræða framsal til annara en þessara ríkja en samkvæmt lögum sem um það gilda, lögum númer 13/1984, eru íslenskir ríkisborgarar ekki framseldir. Hvað gerist þegar erlent ríki gefur út handtökuskipun? Þá er í svari ríkissaksóknara farið yfir það ferli sem fer í gang þegar erlent ríki gefur út handtökuskipun á hendur íslensks ríkisborgara sem á að framselja til norrænna ríkja eða Evrópusambandsins, eða samkvæmt lögum númer 51/2016. Fyrst fer ríkissaksóknari yfir yfirhandtökuskipanina og ef hún er talin uppfylla skilyrða sjöttu greinar laganna er hún send til lögreglu til meðferðar, samkvæmt 20. grein laganna. Lögreglu ber þá, að beiðni ríkissaksóknara að handtaka þann eftirlýsta og upplýsa um handtökuskipun og taka af viðkomandi skýrslu. Í kjölfarið er óskað eftir farbanni eða gæsluvarðhaldi. Ef lagaskilyrði eru uppfyllt og ekki fyrir hendi synjunarástæður sem tilgreindar eru í lögunum tekur ríkissaksóknari í kjölfarið ákvörðun um afhendingu. Þá er lögreglustjóra falið að kynna ákvörðun fyrir viðkomandi ásamt lögmanni. Ef eftirlýsta manneskjan samþykkir ekki afhendingu getur hún krafist úrskurðar héraðsdóms um hvort skilyrði laga fyrir afhendingu séu fyrir hendi. Krafa um úrskurð á að berast ríkissaksóknara eigi síðar en sólarhring eftir að þeim sem óskast afhentur er tilkynnt um að orðið hafi verið við beiðni um afhendingu. Héraðsdómur á kveða upp úrskurð innan 20 daga frá handtöku hins eftirlýsta. Heimilt er að kæra þennan úrskurð til Landsréttar og skal hann kveða upp úrskurð innan 30 daga frá handtöku hins eftirlýsta. Ef Landsréttur staðfestir ákvörðun um afhendingu er sá úrskurður endanlegur. Þegar endanleg ákvörðun liggur fyrir skal afhenda eftirlýstan mann eins fljótt og unnt er og þegar um norræna handtökuskipun er að ræða er fresturinn fimm sólarhringar frá endanlegri ákvörðun. Ríkissaksóknari gat ekki svarað því í svari sínu hversu margir Íslendingar hafi verið framseldir síðustu tíu árin, hvert vegna og hvert heldur sagði einhverja Íslendinga hafa verið afhenta samkvæmt norrænni handtökuskipun og vísaði til hæstaréttardóms frá árinu 2013. Sá dómur fjallar um mál Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur sem var framseld til Danmerkur árið 2013. Hún var síðar dæmd í eins og hálfs árs fangelsi fyrir að vegna brots á umgengnisrétti yfir börnum sínum þremur og ólöglegs brottnáms til Íslands. Þá segir enn fremur í svari ríkissaksóknara að engum beiðnum um afhendingu íslenskra ríkisborgara hafi verið hafnað á grundvelli norrænnar eða evrópskrar handtökuskipunar síðustu ár. Fjölskyldumál Dómsmál Lögreglumál Noregur Börn og uppeldi Réttindi barna Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Mál Eddu Bjarkar ratar í pontu Alþingis Tómas A. Tómasson Flokki fólksins beindi fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hann vildi fá að vita eitt og annað um handtöku Eddu Bjarkar Arnardóttur, en forræðisdeila hennar hefur verið mjög í fréttum undanfarna daga. 29. nóvember 2023 15:55 Lýsa eftir Eddu Björk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar. 27. nóvember 2023 16:55 Vill ekki vera framseld „í gæsluvarðhald í óskilgreindan tíma“ Edda Björk Arnardóttir segir að hún hafi ekki gefið sig fram til lögreglu svo hægt sé að framselja hana til Noregs vegna þess að ekki sé komin dagsetning á réttarhöld sem þar eiga að fara fram í máli hennar. Handtökuskipun var gefin út í máli hennar og lýst eftir henni í vikunni. Íslenskir dómstólar hafa samþykkt handtökuskipun og fallist á framsal. 28. nóvember 2023 09:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
„Þau fara yfir þetta í dag. Þetta er yfirleitt afgreitt eins skjótt og hægt er,“ segir Jóhannes Karl sem hitti Eddu Björk fyrr í dag. Hún er vistuð í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði. „Hún ber sig vel en það er auðvitað margt sem dynur á henni.“ Gefin var út norsk handtökuskipun í sumar á hendur Eddu Björk en hún hafði þá brotið á forsjárúrskurði í Noregi. Faðir drengjanna fer með forsjá drengjanna. Forsjárdómurinn kveður á um sextán klukkustunda umgengni Eddu við syni sína á hverju ári og á sú umgengni að fara fram undir eftirliti. „Hún hefur viljað meina að það sé ekki nauðsyn að vera með hana í gæsluvarðhaldi. Hún muni mæta til réttarhalda þegar búið er að boða til þeirra og dagsetning liggur fyrir. Hún geti verið í farbanni og með ökklaband og hvað sem er þar til það liggur fyrir. Það sé ómannúðlegt að skerða frelsi hennar þangað til þetta liggur fyrir,“ segir Jóhannes Karl. Ferlið byrjaði þannig að dómstólar tóku fyrir í síðustu viku afhendingarbeiðni norskra yfirvalda sem var samþykkt í bæði héraðsdómi og Landsrétti. Eftir það var lýst eftir Eddu og hún svo handtekin og ríkissaksóknari, sem fer með forræði framsalsmála, fer fram á það að hún sé úrskurðuð í gæsluvarðhald þar til Norðmenn komi að sækja hana. „Svo taka þeir við ef þetta fer svona og þá kemur í ljós hvort hún verði í varðhaldi úti eða í einhverju vægara úrræði þar til réttarhöld verða úti,“ segir Jóhannes. Hann segir enga dagsetningu enn liggja fyrir í réttarhöldum hennar í Noregi. „Það er það sem er svo erfitt að sætta sig við. Að það sé verið að setja fólk í gæsluvarðhald og skerða frelsi þess. Í algerri óvissu og óþarfa því það er ekkert vandamál að handtaka hana og koma henni í tæka tíð út. Við vitum ekkert hvenær þessi réttarhöld verða í Noregi.“ Edda Björk hefur áður verið dæmd fyrir sama brot og fékk þá sex mánaða óskilorðsbundin dóm. Hún hefur afplánað hann í samfélagsþjónustu. Verði hún fundin sek aftur sé því líklegt að hún verði dæmd fyrir annað brot og mögulega harðari viðurlög við því. Samkvæmt norskum lögum geta brot Eddu mest varðað sex ára fangelsisvist. Ekki dæmt föður í vil að ástæðulausu Spurður hvort hann viti hvað taki við í Noregi segir Jóhannes það óljóst. Það sé handtökuskipun og krafa frá norskum yfirvöldum og hann geri ráð fyrir því að hún verði tekin í þeirra vörslu þegar hægt er. Lögmenn hennar í Noregi hafi unnið að því að krefjast vægustu úrræða sem þar eru í boði á meðan hún bíður þess að réttarhöldin fari fram. „En þetta er auðvitað gloppa í kerfinu að það sé hægt að fá framsal þegar ekki er búið að ákveða tíma fyrir réttarhöld.“ Leifur Runólfsson, lögmaður föður drengjanna, sendi í gær frá sér yfirlýsingu fyrir hönd föðurins þar sem kom fram að norsk yfirvöld hafi ávallt dæmt honum í hag og að það væri ekki að ástæðulausu sem norsk yfirvöld hafi gefið út handtökuskipun á hendur henni. Þá biðlaði hann til almennings sem hafa vitneskju um dvalarstað drengjanna að láta lögreglu vita. Hann sagði það varða lög að láta ekki lögreglu vita og að villa fyrir þeim með myllumerkinu #drengirnireruhjamer eins og margir hafa gert frá því að Edda Björk var handtekin. Samkvæmt upplýsingum frá Leifi hafa drengirnir enn ekki verið afhentir föður. Jóhannes Karl segir það til skoðunar að bregðast við þessari yfirlýsingu lögmanns föðurins. Lög frá árinu 2016 Í svari frá embætti ríkissaksóknara varðandi framsal íslensks ríkisborgara kemur fram að þau tjái sig almennt ekki um einstök mál en að um afhendingu manna á milli Íslands og aðildarríkja Evrópusambandsins og milli Íslands og annarra norrænna ríkja gildi lög nr. 51/2016 um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar. Að því er varðar norræna handtökuskipun byggja lögin á samningi Norðurlandanna þar um. Í svarinu segir að samkvæmt fimmtu grein laganna gildi ákvæði þeirra einnig um afhendingu íslenskra ríkisborgara og því séu íslenskir ríkisborgarar afhentir til bæði aðildarríkja Evrópusambandsins og til Norðurlandanna. Þá segir að meginreglan sé sú að á íslenska ríkinu hvíli skylda til að handtaka og afhenda menn, ef lagaskilyrði eru uppfyllt, nema fyrir hendi séu synjunarástæður þær sem tilgreindar eru í lögunum og gildir það sama um íslenska og erlenda ríkisborgara að þessu leyti. Þá er bent á í svari ríkissaksóknara að grundvallarmunur sé á afhendingu íslenskra ríkisborgara á grundvelli laga nr. 51/2016 til aðildarríkja Evrópusambandsins og Norðurlandanna eða þegar um er að ræða framsal til annara en þessara ríkja en samkvæmt lögum sem um það gilda, lögum númer 13/1984, eru íslenskir ríkisborgarar ekki framseldir. Hvað gerist þegar erlent ríki gefur út handtökuskipun? Þá er í svari ríkissaksóknara farið yfir það ferli sem fer í gang þegar erlent ríki gefur út handtökuskipun á hendur íslensks ríkisborgara sem á að framselja til norrænna ríkja eða Evrópusambandsins, eða samkvæmt lögum númer 51/2016. Fyrst fer ríkissaksóknari yfir yfirhandtökuskipanina og ef hún er talin uppfylla skilyrða sjöttu greinar laganna er hún send til lögreglu til meðferðar, samkvæmt 20. grein laganna. Lögreglu ber þá, að beiðni ríkissaksóknara að handtaka þann eftirlýsta og upplýsa um handtökuskipun og taka af viðkomandi skýrslu. Í kjölfarið er óskað eftir farbanni eða gæsluvarðhaldi. Ef lagaskilyrði eru uppfyllt og ekki fyrir hendi synjunarástæður sem tilgreindar eru í lögunum tekur ríkissaksóknari í kjölfarið ákvörðun um afhendingu. Þá er lögreglustjóra falið að kynna ákvörðun fyrir viðkomandi ásamt lögmanni. Ef eftirlýsta manneskjan samþykkir ekki afhendingu getur hún krafist úrskurðar héraðsdóms um hvort skilyrði laga fyrir afhendingu séu fyrir hendi. Krafa um úrskurð á að berast ríkissaksóknara eigi síðar en sólarhring eftir að þeim sem óskast afhentur er tilkynnt um að orðið hafi verið við beiðni um afhendingu. Héraðsdómur á kveða upp úrskurð innan 20 daga frá handtöku hins eftirlýsta. Heimilt er að kæra þennan úrskurð til Landsréttar og skal hann kveða upp úrskurð innan 30 daga frá handtöku hins eftirlýsta. Ef Landsréttur staðfestir ákvörðun um afhendingu er sá úrskurður endanlegur. Þegar endanleg ákvörðun liggur fyrir skal afhenda eftirlýstan mann eins fljótt og unnt er og þegar um norræna handtökuskipun er að ræða er fresturinn fimm sólarhringar frá endanlegri ákvörðun. Ríkissaksóknari gat ekki svarað því í svari sínu hversu margir Íslendingar hafi verið framseldir síðustu tíu árin, hvert vegna og hvert heldur sagði einhverja Íslendinga hafa verið afhenta samkvæmt norrænni handtökuskipun og vísaði til hæstaréttardóms frá árinu 2013. Sá dómur fjallar um mál Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur sem var framseld til Danmerkur árið 2013. Hún var síðar dæmd í eins og hálfs árs fangelsi fyrir að vegna brots á umgengnisrétti yfir börnum sínum þremur og ólöglegs brottnáms til Íslands. Þá segir enn fremur í svari ríkissaksóknara að engum beiðnum um afhendingu íslenskra ríkisborgara hafi verið hafnað á grundvelli norrænnar eða evrópskrar handtökuskipunar síðustu ár.
Fjölskyldumál Dómsmál Lögreglumál Noregur Börn og uppeldi Réttindi barna Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Mál Eddu Bjarkar ratar í pontu Alþingis Tómas A. Tómasson Flokki fólksins beindi fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hann vildi fá að vita eitt og annað um handtöku Eddu Bjarkar Arnardóttur, en forræðisdeila hennar hefur verið mjög í fréttum undanfarna daga. 29. nóvember 2023 15:55 Lýsa eftir Eddu Björk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar. 27. nóvember 2023 16:55 Vill ekki vera framseld „í gæsluvarðhald í óskilgreindan tíma“ Edda Björk Arnardóttir segir að hún hafi ekki gefið sig fram til lögreglu svo hægt sé að framselja hana til Noregs vegna þess að ekki sé komin dagsetning á réttarhöld sem þar eiga að fara fram í máli hennar. Handtökuskipun var gefin út í máli hennar og lýst eftir henni í vikunni. Íslenskir dómstólar hafa samþykkt handtökuskipun og fallist á framsal. 28. nóvember 2023 09:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Mál Eddu Bjarkar ratar í pontu Alþingis Tómas A. Tómasson Flokki fólksins beindi fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hann vildi fá að vita eitt og annað um handtöku Eddu Bjarkar Arnardóttur, en forræðisdeila hennar hefur verið mjög í fréttum undanfarna daga. 29. nóvember 2023 15:55
Lýsa eftir Eddu Björk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar. 27. nóvember 2023 16:55
Vill ekki vera framseld „í gæsluvarðhald í óskilgreindan tíma“ Edda Björk Arnardóttir segir að hún hafi ekki gefið sig fram til lögreglu svo hægt sé að framselja hana til Noregs vegna þess að ekki sé komin dagsetning á réttarhöld sem þar eiga að fara fram í máli hennar. Handtökuskipun var gefin út í máli hennar og lýst eftir henni í vikunni. Íslenskir dómstólar hafa samþykkt handtökuskipun og fallist á framsal. 28. nóvember 2023 09:21