Er menning stórmál? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar 24. apríl 2024 08:01 Það er mikið ánægjuefni að geta á ársfundi Hörpu í dag horft yfir nýliðið starfsár og séð að enn á ný hafa metnaðarfull framtíðaráform um Hörpu á heimsmælikvarða gengið eftir. Því bera fjöldi magnaðra menningarviðburða og umfangsmiklar ráðstefnur og fundir glöggt vitni svo ekki sé minnst á fjölda opinna viðburða og augnablika sem sannarlega hafa hreyft við gestum og hrifið þá með. En við horfum líka fram á veginn, m.a. í yfirstandandi stefnuvinnu þar sem við skoðum strauma, stefnur og krafta sem kunna að hafa mótandi áhrif á starfsemi og starfsumhverfi Hörpu á komandi misserum. Hvernig þarf Harpa að þróast ef hún ætlar áfram að vera á heimsmælikvarða, hvenær ætlum við að mæta og fylgja gestum okkar og hvenær ætlum við að leiða þá og upplýsa – hvað er það sem skilgreinir Hörpu þegar horft er fram á veginn og hvaða hlutverki ætlum við raunverulega að gegna? Svörin við þessum spurningum eru, líkt og áskoranirnar sjálfar, langt frá því að vera einföld. Viðfangsefni á sviði sjálfbærni og umhverfismála eru fyrirferðarmikil og svo er það stafræni veruleikinn, gervigreindin og tækninýjungar. Ráðstefnur og fundir eru haldnir í streymi eða í sýndarveruleikarými, stórir viðburðir með tilheyrandi miðasölu eru haldnir á vettvangi tölvuleikja í hinum stafræna veruleika. Nú getum við jafnvel farið til London og séð ABBA á sviði, jafnvel þó Benny, Björn, Agneta og Anni séu þar hvergi nærri. Þrátt fyrir allar þessar nýjungar og tækifæri til þróunar og breytinga megum við sem stöndum að og störfum fyrir Hörpu aldrei gleyma þeirri staðreynd að kjarninn í okkar starfsemi snýst um hið sammannlega. Tæknin leysir menninguna ekki af hólmi. Menning er stórmál - en hún er ekki bara stórmál. Menningin er líka samansafn af smámálum, litlum atriðum, blæbirgðum og litaskölum. Hún tengist hughrifum, tíðaranda og samfélagsviðmiðum á hverjum tíma, hún auðgar samfélagið. Í menningu felst að við förum frá hinu almenna, til hins einstaka, frá hinu stóra til hins smáa og frá hinu vélræna til hins mannlega. Þetta á við menningu á vinnustöðum, menningu samfélaga og þetta á ekki síst við þegar við njótum menningar og lista. Galdrarnir liggja í blæbrigðum og töfrum sem oft er erfitt að setja fingur á. Það er mikilvægt að huga að þessu í stefnuvinnu og þróun. Við þurfum að hagnýta tæknina og nýjungar en megum aldrei gefa afslátt af gildi menningar og mennsku, gildi samverunnar, sameiginlegrar upplifunar og mikilvægi þess að við höldum áfram að koma saman hvort heldur sem er til skrafs og ráðagerða eða til að njóta menningarviðburða. Í þessari nálgun felst sjálfbærnin í sinni tærustu mynd; við skilum af okkur til næstu kynslóðar samfélagi sem er auðugra en það var þegar við tókum við því og einmitt þar hefur björt framtíð í Hörpu sannarlega gildi fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er stjórnarformaður Hörpu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Harpa Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mikið ánægjuefni að geta á ársfundi Hörpu í dag horft yfir nýliðið starfsár og séð að enn á ný hafa metnaðarfull framtíðaráform um Hörpu á heimsmælikvarða gengið eftir. Því bera fjöldi magnaðra menningarviðburða og umfangsmiklar ráðstefnur og fundir glöggt vitni svo ekki sé minnst á fjölda opinna viðburða og augnablika sem sannarlega hafa hreyft við gestum og hrifið þá með. En við horfum líka fram á veginn, m.a. í yfirstandandi stefnuvinnu þar sem við skoðum strauma, stefnur og krafta sem kunna að hafa mótandi áhrif á starfsemi og starfsumhverfi Hörpu á komandi misserum. Hvernig þarf Harpa að þróast ef hún ætlar áfram að vera á heimsmælikvarða, hvenær ætlum við að mæta og fylgja gestum okkar og hvenær ætlum við að leiða þá og upplýsa – hvað er það sem skilgreinir Hörpu þegar horft er fram á veginn og hvaða hlutverki ætlum við raunverulega að gegna? Svörin við þessum spurningum eru, líkt og áskoranirnar sjálfar, langt frá því að vera einföld. Viðfangsefni á sviði sjálfbærni og umhverfismála eru fyrirferðarmikil og svo er það stafræni veruleikinn, gervigreindin og tækninýjungar. Ráðstefnur og fundir eru haldnir í streymi eða í sýndarveruleikarými, stórir viðburðir með tilheyrandi miðasölu eru haldnir á vettvangi tölvuleikja í hinum stafræna veruleika. Nú getum við jafnvel farið til London og séð ABBA á sviði, jafnvel þó Benny, Björn, Agneta og Anni séu þar hvergi nærri. Þrátt fyrir allar þessar nýjungar og tækifæri til þróunar og breytinga megum við sem stöndum að og störfum fyrir Hörpu aldrei gleyma þeirri staðreynd að kjarninn í okkar starfsemi snýst um hið sammannlega. Tæknin leysir menninguna ekki af hólmi. Menning er stórmál - en hún er ekki bara stórmál. Menningin er líka samansafn af smámálum, litlum atriðum, blæbirgðum og litaskölum. Hún tengist hughrifum, tíðaranda og samfélagsviðmiðum á hverjum tíma, hún auðgar samfélagið. Í menningu felst að við förum frá hinu almenna, til hins einstaka, frá hinu stóra til hins smáa og frá hinu vélræna til hins mannlega. Þetta á við menningu á vinnustöðum, menningu samfélaga og þetta á ekki síst við þegar við njótum menningar og lista. Galdrarnir liggja í blæbrigðum og töfrum sem oft er erfitt að setja fingur á. Það er mikilvægt að huga að þessu í stefnuvinnu og þróun. Við þurfum að hagnýta tæknina og nýjungar en megum aldrei gefa afslátt af gildi menningar og mennsku, gildi samverunnar, sameiginlegrar upplifunar og mikilvægi þess að við höldum áfram að koma saman hvort heldur sem er til skrafs og ráðagerða eða til að njóta menningarviðburða. Í þessari nálgun felst sjálfbærnin í sinni tærustu mynd; við skilum af okkur til næstu kynslóðar samfélagi sem er auðugra en það var þegar við tókum við því og einmitt þar hefur björt framtíð í Hörpu sannarlega gildi fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er stjórnarformaður Hörpu.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun