Svar og opið bréf til Þórdísar Kolbrúnar varðandi vopnakaup íslensku þjóðarinnar Guðlaugur Bragason skrifar 7. júní 2024 10:30 Mig langaði að varpa nokkrum spurningum til þín Þórdís með tilvitnunum í grein þína „Hví styður Ísland vopnakaup fyrir Úkraínu“[1] 1) „En þegar kemur að fjármagni þá viljum við nýta það til brýnustu þarfa Úkraínu, samkvæmt þeirra eigin mati." - Hvað þýðir þessi setning nákvæmlega? Að skattpeningum Íslendinga sé ráðstafað að mati einhvers fólks í Úkraínu? Hver sér um að álykta réttmæti þessa mats hér á landi og þá sérstaklega í því ljósi að Úkraína er eitt spilltasta ríki Evrópu?[2] - Önnur spurning varðandi þessa tilvitnun. Þetta mat Úkraínu á því hvert skattpeningar Íslands fara, hversu langt ætlum við að ganga? Mun Ísland t.d. fjármagna morðtilræði á rússneskum embættismönnum ef Úkraína metur sem svo að það sé samkvæmt þeirra brýnustu þörfum? 2) Þú segir að varnir séu ekki andstaða við frið heldur til að verja friðinn. Hefur þú eitthvað kynnt þér eða tjáð þig um viðtalið við Naftali Bennet fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels sem hann birti á youtube-rás sinni 4. febrúar 2023, 7 mánuðum eftir að hann hætti sem forsætisráðherra?[3] Bennet segir þar meðal annars frá því hvernig Zelenskyy forseti Úkraínu hafi beðið hann um að vera milliliður í viðræðum við Rússa fljótlega eftir upphaf innrásarinnar. Viðræðurnar þróuðust síðan þannig með milligöngu Bennet að Putin samþykkti að Zelensky yrði ekki fjarlægður af stóli og að Úkraína yrði ekki afvopnuð. Zelensky samþykkti að sama skapi að Úkraína myndi ekki ganga í NATO. Bennet segir að þarna hafi verið augljóst fyrir sér að báðir aðilar vildu vopnahlé og það sæi fyrir endan á átökunum. Bennet lýsir því svo hvernig Boris Johnson fyrrverandi forsætisráðherra Breta hafi þrýst á Zelensky að semja ekki og stríðið hafi því haldið áfram.[4] Utanríkisráðherra Tyrklands tók í sama streng um aðkomu NATO að því að slíta friðarviðræðum í öðru viðtali.[5] Hefur þú kynnt þér þetta friðarsamkomulag eða viltu meina að fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels og utanríkisráðherra Tyrklands séu að búa þetta til? Er ekki fyrsta leiðin til að „verja friðinn" sú að hvetja og beita sér fyrir því að samþykktir friðarsáttmálar séu undirritaðir? 3) Þú nefnir þann „langsótta" möguleika að Ísland gæti verið hertekið vegna hernaðarlegs mikilvægis. Ef styrjöld brýst út þá sé ég ekki hvernig aðild að NATO sé að fara bjarga Íslandi eitthvað sérstaklega. Keflavíkurflugvöllur yrði líklega eitt fyrsta skotmarkið í slíku stríði og til að sprengja hann upp þyrfti engan landhernað. Maður spyr sig í þessu ljósi hvort það sé ekki óþarfi að styggja stærsta kjarnorkuveldi sögunnar að óþörfu ef ske kynni að flugvöllurinn yrði gerður að skotmarki? 4) „Það hefur hefur því verið áhersla mín, í góðu samráði við utanríkismálanefnd Alþingis og ríkisstjórn að Ísland leiti allra leiða til þess að sýna vina- og bandalagsþjóðum okkar fram á að við séum verðugir bandamenn" En Úkraína er ekki í NATO? Ef áherslur hernaðarbandalagsins snúast um að aðstoða vinaþjóðir sem eru ekki meðlimir bandalagsins, hvers vegna að stoppa við Úkraínu? Ætti bandalagið þá ekki að setja fótinn niður milli Ísraels og Palestínu, eða eru „vinaþjóðir" aðeins þær sem forsvarsmenn NATO ákveða að uppfylli þau skilyrði hverju sinni? 5) „Höfum líka í huga að öll helstu vina- og bandalagsríki ganga mun lengra í stuðningi við Úkraínu og ekkert þessara ríkja lætur beinar hótanir og ógnandi talsmáta Rússa slá sig út af laginu". - Af hverju eigum við að bera okkar stuðning saman við aðrar þjóðir? Við erum lítið herlaust land. Er ekki nóg framlag að okkar hálfu að NATO sé með greiðan aðgang að þessu hernaðarlega mikilvæga svæði sem Ísland er? - Er einhver lína þar sem háttvirtur utanríkisráðherra er tilbúinn að láta „beinar hótanir Rússa“ slá sig útaf laginu, eða er Ísland í þessu stríði til endaloka hvað sem gerist? 6) „Ef við ætlum að þiggja þá vernd þá þurfum við að geta staðið kinnroðalaust með bandalagsríkjum okkar og reyna ekki að sleppa ódýrt frá þeim sameiginlegu verkefnum til að verja frið okkar og frelsi." Ég endurtek , ef hernaðarlegt mikilvægi Íslands er svona dýrmætt fyrir NATO, er það þá ekki einmitt skylda þín sem ráðherra að vinna í því að við sleppum ódýrt frá þessu samstarfi? Af hverju ekki að setja hagsmuni Íslands í fyrsta sæti og einmitt að tryggja við við getum komist eins ódýrt og óhætt frá svona samstarfi og hægt er? ------------------------------------------------------------- Ég spyr því að lokum Þórdís. Ef um er að ræða sameiginleg verkefni með bandamönnum okkar þar sem þú telur að framlag Íslands þurfi að vera í takt við önnur aðildaríki NATO. Hvernig stendur þá á því að við erum eina þjóðin sem hefur látið loka sendiráði okkar í Rússlandi? [6] Sendiráð eru hlutlausir fundarstaðir þar sem m.a. er hægt að eiga viðræður um frið, en með lokun sendiráðsins í Mosvku þá höfum við lokað á þann möguleika. Átti friður ekki að vera takmarkið? Höfundur er heimspekingur [1] https://www.visir.is/g/20242581243d/hvi-stydur-island-vopnakaup-fyrir-ukrainu- [2] https://www.theguardian.com/news/2015/feb/04/welcome-to-the-most-corrupt-nation-in-europe-ukraine [3] https://www.youtube.com/watch?v=qK9tLDeWBzs [4] https://dailysceptic.org/2023/02/05/west-blocked-ukraine-peace-deal-says-former-israeli-pm/ [5] https://dailysceptic.org/2023/02/14/media-ignores-evidence-that-west-opposed-ukraine-peace-deal/?highlight=putin%20peace [6] https://www.visir.is/g/20232425832d/loka-sendi-radinu-i-moskvu-og-tak-marka-um-svif-russa-her-lendis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Mig langaði að varpa nokkrum spurningum til þín Þórdís með tilvitnunum í grein þína „Hví styður Ísland vopnakaup fyrir Úkraínu“[1] 1) „En þegar kemur að fjármagni þá viljum við nýta það til brýnustu þarfa Úkraínu, samkvæmt þeirra eigin mati." - Hvað þýðir þessi setning nákvæmlega? Að skattpeningum Íslendinga sé ráðstafað að mati einhvers fólks í Úkraínu? Hver sér um að álykta réttmæti þessa mats hér á landi og þá sérstaklega í því ljósi að Úkraína er eitt spilltasta ríki Evrópu?[2] - Önnur spurning varðandi þessa tilvitnun. Þetta mat Úkraínu á því hvert skattpeningar Íslands fara, hversu langt ætlum við að ganga? Mun Ísland t.d. fjármagna morðtilræði á rússneskum embættismönnum ef Úkraína metur sem svo að það sé samkvæmt þeirra brýnustu þörfum? 2) Þú segir að varnir séu ekki andstaða við frið heldur til að verja friðinn. Hefur þú eitthvað kynnt þér eða tjáð þig um viðtalið við Naftali Bennet fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels sem hann birti á youtube-rás sinni 4. febrúar 2023, 7 mánuðum eftir að hann hætti sem forsætisráðherra?[3] Bennet segir þar meðal annars frá því hvernig Zelenskyy forseti Úkraínu hafi beðið hann um að vera milliliður í viðræðum við Rússa fljótlega eftir upphaf innrásarinnar. Viðræðurnar þróuðust síðan þannig með milligöngu Bennet að Putin samþykkti að Zelensky yrði ekki fjarlægður af stóli og að Úkraína yrði ekki afvopnuð. Zelensky samþykkti að sama skapi að Úkraína myndi ekki ganga í NATO. Bennet segir að þarna hafi verið augljóst fyrir sér að báðir aðilar vildu vopnahlé og það sæi fyrir endan á átökunum. Bennet lýsir því svo hvernig Boris Johnson fyrrverandi forsætisráðherra Breta hafi þrýst á Zelensky að semja ekki og stríðið hafi því haldið áfram.[4] Utanríkisráðherra Tyrklands tók í sama streng um aðkomu NATO að því að slíta friðarviðræðum í öðru viðtali.[5] Hefur þú kynnt þér þetta friðarsamkomulag eða viltu meina að fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels og utanríkisráðherra Tyrklands séu að búa þetta til? Er ekki fyrsta leiðin til að „verja friðinn" sú að hvetja og beita sér fyrir því að samþykktir friðarsáttmálar séu undirritaðir? 3) Þú nefnir þann „langsótta" möguleika að Ísland gæti verið hertekið vegna hernaðarlegs mikilvægis. Ef styrjöld brýst út þá sé ég ekki hvernig aðild að NATO sé að fara bjarga Íslandi eitthvað sérstaklega. Keflavíkurflugvöllur yrði líklega eitt fyrsta skotmarkið í slíku stríði og til að sprengja hann upp þyrfti engan landhernað. Maður spyr sig í þessu ljósi hvort það sé ekki óþarfi að styggja stærsta kjarnorkuveldi sögunnar að óþörfu ef ske kynni að flugvöllurinn yrði gerður að skotmarki? 4) „Það hefur hefur því verið áhersla mín, í góðu samráði við utanríkismálanefnd Alþingis og ríkisstjórn að Ísland leiti allra leiða til þess að sýna vina- og bandalagsþjóðum okkar fram á að við séum verðugir bandamenn" En Úkraína er ekki í NATO? Ef áherslur hernaðarbandalagsins snúast um að aðstoða vinaþjóðir sem eru ekki meðlimir bandalagsins, hvers vegna að stoppa við Úkraínu? Ætti bandalagið þá ekki að setja fótinn niður milli Ísraels og Palestínu, eða eru „vinaþjóðir" aðeins þær sem forsvarsmenn NATO ákveða að uppfylli þau skilyrði hverju sinni? 5) „Höfum líka í huga að öll helstu vina- og bandalagsríki ganga mun lengra í stuðningi við Úkraínu og ekkert þessara ríkja lætur beinar hótanir og ógnandi talsmáta Rússa slá sig út af laginu". - Af hverju eigum við að bera okkar stuðning saman við aðrar þjóðir? Við erum lítið herlaust land. Er ekki nóg framlag að okkar hálfu að NATO sé með greiðan aðgang að þessu hernaðarlega mikilvæga svæði sem Ísland er? - Er einhver lína þar sem háttvirtur utanríkisráðherra er tilbúinn að láta „beinar hótanir Rússa“ slá sig útaf laginu, eða er Ísland í þessu stríði til endaloka hvað sem gerist? 6) „Ef við ætlum að þiggja þá vernd þá þurfum við að geta staðið kinnroðalaust með bandalagsríkjum okkar og reyna ekki að sleppa ódýrt frá þeim sameiginlegu verkefnum til að verja frið okkar og frelsi." Ég endurtek , ef hernaðarlegt mikilvægi Íslands er svona dýrmætt fyrir NATO, er það þá ekki einmitt skylda þín sem ráðherra að vinna í því að við sleppum ódýrt frá þessu samstarfi? Af hverju ekki að setja hagsmuni Íslands í fyrsta sæti og einmitt að tryggja við við getum komist eins ódýrt og óhætt frá svona samstarfi og hægt er? ------------------------------------------------------------- Ég spyr því að lokum Þórdís. Ef um er að ræða sameiginleg verkefni með bandamönnum okkar þar sem þú telur að framlag Íslands þurfi að vera í takt við önnur aðildaríki NATO. Hvernig stendur þá á því að við erum eina þjóðin sem hefur látið loka sendiráði okkar í Rússlandi? [6] Sendiráð eru hlutlausir fundarstaðir þar sem m.a. er hægt að eiga viðræður um frið, en með lokun sendiráðsins í Mosvku þá höfum við lokað á þann möguleika. Átti friður ekki að vera takmarkið? Höfundur er heimspekingur [1] https://www.visir.is/g/20242581243d/hvi-stydur-island-vopnakaup-fyrir-ukrainu- [2] https://www.theguardian.com/news/2015/feb/04/welcome-to-the-most-corrupt-nation-in-europe-ukraine [3] https://www.youtube.com/watch?v=qK9tLDeWBzs [4] https://dailysceptic.org/2023/02/05/west-blocked-ukraine-peace-deal-says-former-israeli-pm/ [5] https://dailysceptic.org/2023/02/14/media-ignores-evidence-that-west-opposed-ukraine-peace-deal/?highlight=putin%20peace [6] https://www.visir.is/g/20232425832d/loka-sendi-radinu-i-moskvu-og-tak-marka-um-svif-russa-her-lendis
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar