Evrópa og myrkrið framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar 4. júlí 2024 10:00 Úkraínustríðið hefur nú staðið yfir í hér um bil tvö og hálft ár ef miðað er við innrás Rússneska hersins í Úkraínu 24. febrúar 2022, en í rúm 10 ár sé miðað við yfirtöku Rússlands á Krímskaganum árið 2014. Margir vestrænir leiðtogar telja innrás Rússlands sem fyrsta skrefið til að endurreisa Sovétríkin eða að minnsta kosti stækka Rússland. Dómínókenningin lifir enn góðu lífi. Þó er ljóst að Evrópusambandið (ESB) og NATO hafa verið að stækka undanfarana áratugi miklu fremur en Rússland. Þegar Sovétríkin féllu var Varsjárbandalagið lagt niður. Eftir fall Sovétríkjanna 1991 hefur ESB ríkjum fjölgað um 13 ríki og eru þau nú 27. NATO ríkjum hefur fjölgað um 16 ríki og eru þau nú 32. Skylt að hafa í huga að löndin sem gengu í ESB og NATO gerðu það að eigin ósk meðal annars vegna þess að þau töldu það styrkja efnahag sinn og auka öryggi sitt. Við þessar stækkanir verður öll ákvarðanataka hægari innan þessara stofnana meðal annars vegna ólíkra hagsmuna aðildarríkjanna. Austur og Mið Evrópuríkin eru enn mun fátækari en Vestur Evrópuríkin og treysta áfram fjárhagsaðstoð frá ESB. Þau eru líka nær Rússlandi sem þau flest óttast og vilja vernd NATO, eru herskárri í tali, og hafa minni trú á samningum, en lönd Vestur Evrópu, sem eru flest fjær Rússlandi. Þetta er líklegt að leiða til vaxandi átaka í Evrópu líka vegna landa sem eru ekki í ESB eða NATO, en vilja þangað. Þetta mun líka leiða til aukins kostnaðar fyrir ESB og NATO ríki, og hugsanlega til styrjalda, eins og reynslan í Úkraínu sýnir. Aukin útgjöld vegna hernaðaruppbyggingar munu þýða minna fé til velferðarmála í Evrópu, minna fé til uppbyggingu innviða og auknar líkur á stjórnmálaátökum og upplausn. Það eru fleiri hættusvæði í Evrópu en Úkraína. Stækkun NATO og hernaðaruppbygging í Evrópu Stjórnvöld í Rússland hafa oft látið það koma fram að þau vilja ekki NATO við landamæri sín, ekki bara vegna svokallaðs „Article 5 guarantee“ (þ.e. að árás á eitt NATO ríki sé árás á þau öll) heldur vegna þeirrar hernaðaruppbyggingar sem oft fylgir NATO aðild. Margir vestrænir leiðtogar bregðast þannig við Rússlandi komi málið ekkert við og ljóst er að fyrstu stækkanir NATO leiddu ekki til stríðsátaka í Evrópu. Stofnun Evrópusambandsins og svo NATO áttu a tryggja frið í Evrópu, en það hefur ekki gengið eftir. Efnahagsstaða ESB og Evrusvæðisins er heldur ekki góð með lágum hagvexti og slæmri skuldastöðu. Atvinnuleysi og fólksflótti hefur verið vandamál í mörgum Austur og Mið Evrópu ríkjum. Engin friðarsamningar eru í sjónmáli í Úkraínu og alls ekki er útilokað að fleiri styrjaldir brjótist út í álfunni á næstunni. Þar munu stjórnvöld í Evrópu áfram, eins og nú, verða í aukahlutverki. Stórveldi í austri og vestri munu, eins og nú, ráða mestu um þá för. Vesturlönd eru svo djúpt sokkin í Úkraínustríðið engin undankomuleið virðist möguleg. Sumir vestrænir leiðtogar virðast telja raunhæft að sigra kjarnorkuveldi á vígvellinum. Kjarnorkustyrjöld er ekki líkleg, en alls ekki útilokuð, fyrir slysni eða af ásetningi. Leiðtogar landa eins og t.d. Frakklands og Eystrasaltsríkjanna tala um að senda hermenn inní Úkraínu. Þetta eru allt NATO ríki og stórveldastríð myndi fljótalega fylgja í kjölfarið. Sumir leiðtogar NATO ríkja, til dæmis Eystrasaltsríkjanna, tala um að taka beri upp herskyldu í öllum NATO ríkjum. Það á sem sagt að hætta á stórveldastríð og hugsanlega heimsstyrjöld vegna stríðs í Úkraínu, sem ekki er aðildarríki að NATO og er ekki í ESB, vegna þess að hvorug stofnunin hefur viljað hleypa landinu inn, ekki einu sinni leggja fram hugsanlega tímatöflu um aðild. Vegna slæmrar stöðu á vígvellinum hafa nú stjórnvöld í Úkraínu hvata til að reyna að draga NATO og þá um leið Bandaríkin í bein átök við Rússland. Árin 2022 og 2023 vörðu Íslensk stjórnvöld 5,5 milljörðum íslenskra króna til aðstoðar Úkraínu. Á tímabilinu 2024 til 2028 hafa Íslensk stjórnvöld skuldbundið sig að verja 20 milljörðum íslenskra króna til aðstoðar Úkraínu til viðbótar, þar á meðal til vopnakaupa. Samtals 25,5 milljarðar íslenskra króna fyrir tímabilið 2022 til 2028. Vegna vopnaskorts í heiminum eru þessi vopn nú keypt dýru verði í gegnum þriðja aðila, Tékkland. Hugsanleg átakasvæði Fleiri styrjaldir gætu brotist út í Evrópu á næstu árum, sumar innan landamæra NATO, en einnig utan. Hvað gerir Ísland þá? Fjúka þá tugir milljarða króna að Íslensku skattfé hugsanlega til landa eins og Georgíu, Moldóvu, Hvíta Rússlands, o.s.frv. Svo geta líka brotist út átök á NATO svæðum eins og í Eystrasaltsríkjunum, á Eystrasaltinu, við Svartahafið (Búlgaría, Rúmenía og Türkiye, allt NATO ríki liggja að Svartahafinu), á Norðurslóðum o.s.frv. Á sama tíma er varla hægt að tala um sýnilegar varnir á Keflavíkurflugvelli verði ráðist á Ísland. Ísland hefur til dæmis engar fastar loftvarnir. Lítið hefur heyrst frá Íslenskum stjórnvöldum um það mál, aðal áhyggjurnar hafa snúist um framtíð og öryggi Úkraínu. Georgía Á leiðtogafundi NATO í Búkarest í apríl 2008 var ekki aðeins ályktað um NATO aðild Úkraínu heldur líka Georgíu. Þó er Georgía á mörkum Austur Evrópu og Vestur Asíu. Hernaðarátök urðu síðan milli Rússlands og Georgíu í ágúst 2008 með innráðs Rússneska hersins. Þetta gerðist 4 mánuðum eftir að ályktað var að Georgía færi í NATO. Utanríkisráðherra Georgíu tók þátt í leiðtogafundi NATO í Vilníus í júlí 2023. Með aðild Georgíu væri NATO farið að teygja anga sína frekar inní Asíu. NATO opnar nú skrifstofu í Tókýó. Leiðtogar Japan og Suður Kórea, auk Ástralíu, hafa sótt leiðtogafundi NATO. Auk Moldóvu og Úkraínu er Georgía líka ESB umsóknarríki (e. EU candidate countries). Georgía eins og Úkraína liggur að Svartahafinu. Skemmst er að minnast ferðar utanríkisráðherra Íslands og Eystrasaltsríkjanna til Georgíu að sögn vegna umdeildara laga um félagasamtök og fjölmiðla þar í landi. Þetta er viðkvæmt svæði þar sem átök gætu orðið á næstu árum. Munum Íslensk stjórnvöld þá skerast í leikinn, senda peninga og kaupa vopn? Moldóva Moldóva er ásamt Georgíu og Úkraínu umsóknarland að Evrópusambandinu. Stjórnvöld halda áfram að styrkja samstarf sitt við NATO þó landið sé ekki aðildarríki og var utanríkisráðherra Moldóvu boðið á leiðtogafund NATO í Vilníus í júlí 2023. Nái Rússar hafnarborinni Odessa í Úkraínu mun Moldóva verða í viðkvæmri stöðu. Eftir hrun Sovétríkjanna lýsti Transnistría, sem er í austurhluta Moldóvu, yfir sjálfstæði, en alþjóðlega er Transnistría viðurkennd sem hluti af Moldóvu. Ljóst er að Rússland, sem hefur herlið í Transnistríu, mun ekki fagna ESB aðild Moldóvu verði af henni, enn síður NATO aðild. Rúmenía á austurlandamæri við Moldóvu og Úkraína vesturlandamæri. Mjög er stutt er frá hafnarborginni Odessa í Úkraínu til Moldóvu. Þetta er því viðkvæmt svæði í Evrópu og þarna gætu orðið átök á næstu árum. Hvíta-Rússland Hvíta-Rússland hefur verið bandamaður Rússa í Úkraínustríðinu. Náin samvinna hefur verið með Aleksandr Lukashenko forseta Hvíta-Rússlands og Vladimir Pútin forseta Rússalands. Verði pólitískur óstöðugleiki innan Hvíta-Rússlands skapast óvissa innan Evrópu sem getur leitt til átaka. Pólland, Litáen og Lettland, allt NATO ríki eiga, austurlandamæri við Hvíta-Rússland og Úkraína á norðurlandamæri við landið. Samskipti ESB og NATO við Hvíta-Rússland, sem lengi hafa verið mjög stirð, eru nú nánast engin eftir að Úkraínustríðið hófst. Hvíta-Rússland er í viðskiptabanni hjá vesturlöndum og landið á engan valkost annan en auka og styrkja tengsl sín við Rússland. Þetta styrkir stöðu Rússlands í Evrópu. Eystrasalt og Eystrasaltsríkin Danmörk, Finnland, Svíþjóð, Eistland, Lettland, Litáen, Pólland, Þýskaland og loks Rússland liggja að Eystrasaltinu. Af þessum níu löndum eru öll NATO ríki nema Rússland. Rússland hefur aðgang að Eystrasalti við St. Pétursborg, milli Finnlands og Eistlands og svo við Kaliningrad, sem er hluti af Rússlandi á milli Litáen og Póllands. Um 24 prósent íbúa í Eistlandi og Lettlandi eru að Rússnesku bergi brotnir (e. ethnic Russians) en aðeins tæplega 5 prósent Litáa. Nái Rússland að loka svokölluðu Suwałki Gap, milli Kaliningrad (sem er hluti af Rússlandi) og Póllands yrðu Eystrasaltsríkin einangruð á landi frá öðrum NATO ríkjum. Þetta er eitt viðkvæmasta svæðið í Evrópu fyrir varnir NATO ríkja. Eistaland og Lettland hafa löng austurlandamæri við Rússland en Litáen suðurlandamæri við Kaliningrad. Lettland og Litáen hafa svo austurlandamæri við Hvíta-Rússland. Stór hluti íbúa í austurhluta Eistlands og Lettlands eru að Rússnesku bergi brotnir og tala Rússnesku. Borgin Narva stendur við landamæri Eistlands og Rússlands, og tilheyrir Eistlandi. Mikill meirihluti íbúa Narva eru Rússar. Í borgum eins Daugavpils í austurhluta Lettlands eru Rússar líka fjölmennir og þar er rússneska mest töluð. Vilji Rússland láta reyna á svokallað „Article 5 Guarantee“ NATO eru Eistaland og Lettland í viðkvæmri stöðu vegna smæðar sinnar og legu auk þess sem viðvera NATO hermanna er ekki mikil og margir íbúar landanna eru Rússar. Svartahafið Úkraínustríðið snýst að verulegu leyti um yfirráð yfir Svaratahafinu. Að Svartahafinu liggja Búlgaría, Georgía, Rúmenía, Rússland, Türkiye og Úkraína. Búlgaría, Rúmenía og Türkiye eru aðilar að NATO og á NATO fundinum fræga í Búkarest í apríl 2008 var talað um að Georgía og Úkraínu færu í NATO. Þá hefði Rússland orðið eina landið við Svartahafið sem ekki er í NATO. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að átta sig á því að Rússlandi, sem ekki lítur á NATO sem varnarbandalag, teldi þetta ógn við síða stöðu við Svartahafið, og sitt þjóðaröryggi. Siglingaleiðir um Svartahafið eru líka mikilvægar fyrir Rússland. Viðbrögð Rússneskara stjórnvalda urðu því hörð. Innrás í Georgíu í ágúst 2008 og svo stríðið í Úkraínu sem enn stendur yfir. Svartahafið getur orðið vettvangur átaka áfram jafnvel þó stríðinu í Úkraínu ljúki með „frozen conflict“ á landi. Norðurslóðir Mikilvægi Norðurslóða fer vaxandi meðal annars vegna loftslagsbreytinga. Siglingaleiðir eru að opnast og miklar auðlindir sem áður voru óaðgengilegar verða nú nýtanlegar. Í Norðurskautsráðinu eru átta ríki: Bandaríkin, Finnland, Ísland, Kanada, Danmörk, Noregur, Rússland og Svíþjóð. Öll ríkin eru nú NATO ríki nema Rússland. Þetta er ein ástæða þess að samvinna Rússlands og Kína er orðin náin á þessu svæði og Kína skilgreinir sig nú sem “Near-Arctic State.” Það má ímynda sér að best væri fyrir Rússland að sitja sem mest eitt að auðlindum sínum á þessum slóðum en þegar þarna eru sjö NATO ríki kemur varla á óvart að Rússland leiti bandamanna á þessu svæði. Kína sem er útflutningsdrifið hagkerfi þarf siglingleiðir og hefur augljósa hagsmuni að vinna með Rússlandi á norðurslóðum. Vegna Úkraínustríðsins hafa utanríkisviðskipti milli Rússlands og Kína vaxið mikið og Kína þarf á auðlindum Rússlands að halda, og siglingaleiðum. Samvinna Kína og Rússlands hefur styrkt stöðu Kína mikið í stórveldasamkeppninni við Bandaríkin. Mikil viðskipti eru nú líka milli Indlands og Rússlands. Veik staða Evrópu, og Íslands Það er ljóst að Evrópa á nú við alvarlegan vanda að stríða og er nánast leiðtogalaus. Forsetakosningar eru í Bandaríkjunum í nóvember á þessu ári og nýr forseti tekur svo við í upphafi árs 2025. Eftir nýlegar kappræður hefur Donald Trump, sem litlar mætur hefur á NATO, styrkt stöðu sína gagnvart Joe Biden núverandi forseta Bandaríkjanna. Evrópa er eina efnahagslega stórveldið sem er háð öðru stórveldi, Bandaríkjunum, í öryggismálum, og Bandaríkin þurfa nú í auknum mæli að huga af öðrum heimshlutum, sérstaklega Austur Asíu þar sem spennan vex stöðugt. Átök geta brotist út hvenær sem er á Austur Kínahafi, á Suður Kínahafi, vegna Taívan og á Kóreuskaganum. Á öllum þessum stöðum er vaxandi spenna. Svo logar allt í ófriði í Mið Austurlöndum vegna átakanna á Gaza svæðinu. Í svona heimi þurfa vopnlaus smáríki að fara varlega. Brjótist út átök til dæmis í Georgíu eða Moldóvu, sem ekki eru í NATO, mun Ísland þá senda tugi milljarða króna þangað, eins og til Úkraínu, og ráðast í frekari vopnakaup? Það er þegar búið að skapa fordæmi í þessu máli. Mun einhver umræða fara fram um þetta á Alþingi? Hvers vegna útiloka stjórnvöld vopnlausrar þjóðar möguleika á samningum, loka sendiráði, og tala eins og Ísland sé stórveldi sem getur útkljáð ágreiningsmál á vígvellinum með hervaldi? Þjónar það öryggishagsmunum Íslands? Er það farmtíð okkar að taka þátt í fjármögnum styrjalda í Evrópu vegna ríkja sem eru ekki í NATO? Hvað með Austur Asíu ef NATO telur sínum hagsmunum þar ógnað? Eru nægilegur viðbúnaður á Keflavík til að verja Ísland og Íslendinga verði á okkur ráðist? Er ásættanlegt að engar fastar loftvarnir séu á Keflavíkurflugvelli eins og áður var? Hver er afstaða Íslenskra stjórnvalda til þessara mála? Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri og starfaði um 12 ára skeið hjá Alþjóðabankanum í Washington, Ríga og Hanoí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland NATO Evrópusambandið Öryggis- og varnarmál Hilmar Þór Hilmarsson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Úkraínustríðið hefur nú staðið yfir í hér um bil tvö og hálft ár ef miðað er við innrás Rússneska hersins í Úkraínu 24. febrúar 2022, en í rúm 10 ár sé miðað við yfirtöku Rússlands á Krímskaganum árið 2014. Margir vestrænir leiðtogar telja innrás Rússlands sem fyrsta skrefið til að endurreisa Sovétríkin eða að minnsta kosti stækka Rússland. Dómínókenningin lifir enn góðu lífi. Þó er ljóst að Evrópusambandið (ESB) og NATO hafa verið að stækka undanfarana áratugi miklu fremur en Rússland. Þegar Sovétríkin féllu var Varsjárbandalagið lagt niður. Eftir fall Sovétríkjanna 1991 hefur ESB ríkjum fjölgað um 13 ríki og eru þau nú 27. NATO ríkjum hefur fjölgað um 16 ríki og eru þau nú 32. Skylt að hafa í huga að löndin sem gengu í ESB og NATO gerðu það að eigin ósk meðal annars vegna þess að þau töldu það styrkja efnahag sinn og auka öryggi sitt. Við þessar stækkanir verður öll ákvarðanataka hægari innan þessara stofnana meðal annars vegna ólíkra hagsmuna aðildarríkjanna. Austur og Mið Evrópuríkin eru enn mun fátækari en Vestur Evrópuríkin og treysta áfram fjárhagsaðstoð frá ESB. Þau eru líka nær Rússlandi sem þau flest óttast og vilja vernd NATO, eru herskárri í tali, og hafa minni trú á samningum, en lönd Vestur Evrópu, sem eru flest fjær Rússlandi. Þetta er líklegt að leiða til vaxandi átaka í Evrópu líka vegna landa sem eru ekki í ESB eða NATO, en vilja þangað. Þetta mun líka leiða til aukins kostnaðar fyrir ESB og NATO ríki, og hugsanlega til styrjalda, eins og reynslan í Úkraínu sýnir. Aukin útgjöld vegna hernaðaruppbyggingar munu þýða minna fé til velferðarmála í Evrópu, minna fé til uppbyggingu innviða og auknar líkur á stjórnmálaátökum og upplausn. Það eru fleiri hættusvæði í Evrópu en Úkraína. Stækkun NATO og hernaðaruppbygging í Evrópu Stjórnvöld í Rússland hafa oft látið það koma fram að þau vilja ekki NATO við landamæri sín, ekki bara vegna svokallaðs „Article 5 guarantee“ (þ.e. að árás á eitt NATO ríki sé árás á þau öll) heldur vegna þeirrar hernaðaruppbyggingar sem oft fylgir NATO aðild. Margir vestrænir leiðtogar bregðast þannig við Rússlandi komi málið ekkert við og ljóst er að fyrstu stækkanir NATO leiddu ekki til stríðsátaka í Evrópu. Stofnun Evrópusambandsins og svo NATO áttu a tryggja frið í Evrópu, en það hefur ekki gengið eftir. Efnahagsstaða ESB og Evrusvæðisins er heldur ekki góð með lágum hagvexti og slæmri skuldastöðu. Atvinnuleysi og fólksflótti hefur verið vandamál í mörgum Austur og Mið Evrópu ríkjum. Engin friðarsamningar eru í sjónmáli í Úkraínu og alls ekki er útilokað að fleiri styrjaldir brjótist út í álfunni á næstunni. Þar munu stjórnvöld í Evrópu áfram, eins og nú, verða í aukahlutverki. Stórveldi í austri og vestri munu, eins og nú, ráða mestu um þá för. Vesturlönd eru svo djúpt sokkin í Úkraínustríðið engin undankomuleið virðist möguleg. Sumir vestrænir leiðtogar virðast telja raunhæft að sigra kjarnorkuveldi á vígvellinum. Kjarnorkustyrjöld er ekki líkleg, en alls ekki útilokuð, fyrir slysni eða af ásetningi. Leiðtogar landa eins og t.d. Frakklands og Eystrasaltsríkjanna tala um að senda hermenn inní Úkraínu. Þetta eru allt NATO ríki og stórveldastríð myndi fljótalega fylgja í kjölfarið. Sumir leiðtogar NATO ríkja, til dæmis Eystrasaltsríkjanna, tala um að taka beri upp herskyldu í öllum NATO ríkjum. Það á sem sagt að hætta á stórveldastríð og hugsanlega heimsstyrjöld vegna stríðs í Úkraínu, sem ekki er aðildarríki að NATO og er ekki í ESB, vegna þess að hvorug stofnunin hefur viljað hleypa landinu inn, ekki einu sinni leggja fram hugsanlega tímatöflu um aðild. Vegna slæmrar stöðu á vígvellinum hafa nú stjórnvöld í Úkraínu hvata til að reyna að draga NATO og þá um leið Bandaríkin í bein átök við Rússland. Árin 2022 og 2023 vörðu Íslensk stjórnvöld 5,5 milljörðum íslenskra króna til aðstoðar Úkraínu. Á tímabilinu 2024 til 2028 hafa Íslensk stjórnvöld skuldbundið sig að verja 20 milljörðum íslenskra króna til aðstoðar Úkraínu til viðbótar, þar á meðal til vopnakaupa. Samtals 25,5 milljarðar íslenskra króna fyrir tímabilið 2022 til 2028. Vegna vopnaskorts í heiminum eru þessi vopn nú keypt dýru verði í gegnum þriðja aðila, Tékkland. Hugsanleg átakasvæði Fleiri styrjaldir gætu brotist út í Evrópu á næstu árum, sumar innan landamæra NATO, en einnig utan. Hvað gerir Ísland þá? Fjúka þá tugir milljarða króna að Íslensku skattfé hugsanlega til landa eins og Georgíu, Moldóvu, Hvíta Rússlands, o.s.frv. Svo geta líka brotist út átök á NATO svæðum eins og í Eystrasaltsríkjunum, á Eystrasaltinu, við Svartahafið (Búlgaría, Rúmenía og Türkiye, allt NATO ríki liggja að Svartahafinu), á Norðurslóðum o.s.frv. Á sama tíma er varla hægt að tala um sýnilegar varnir á Keflavíkurflugvelli verði ráðist á Ísland. Ísland hefur til dæmis engar fastar loftvarnir. Lítið hefur heyrst frá Íslenskum stjórnvöldum um það mál, aðal áhyggjurnar hafa snúist um framtíð og öryggi Úkraínu. Georgía Á leiðtogafundi NATO í Búkarest í apríl 2008 var ekki aðeins ályktað um NATO aðild Úkraínu heldur líka Georgíu. Þó er Georgía á mörkum Austur Evrópu og Vestur Asíu. Hernaðarátök urðu síðan milli Rússlands og Georgíu í ágúst 2008 með innráðs Rússneska hersins. Þetta gerðist 4 mánuðum eftir að ályktað var að Georgía færi í NATO. Utanríkisráðherra Georgíu tók þátt í leiðtogafundi NATO í Vilníus í júlí 2023. Með aðild Georgíu væri NATO farið að teygja anga sína frekar inní Asíu. NATO opnar nú skrifstofu í Tókýó. Leiðtogar Japan og Suður Kórea, auk Ástralíu, hafa sótt leiðtogafundi NATO. Auk Moldóvu og Úkraínu er Georgía líka ESB umsóknarríki (e. EU candidate countries). Georgía eins og Úkraína liggur að Svartahafinu. Skemmst er að minnast ferðar utanríkisráðherra Íslands og Eystrasaltsríkjanna til Georgíu að sögn vegna umdeildara laga um félagasamtök og fjölmiðla þar í landi. Þetta er viðkvæmt svæði þar sem átök gætu orðið á næstu árum. Munum Íslensk stjórnvöld þá skerast í leikinn, senda peninga og kaupa vopn? Moldóva Moldóva er ásamt Georgíu og Úkraínu umsóknarland að Evrópusambandinu. Stjórnvöld halda áfram að styrkja samstarf sitt við NATO þó landið sé ekki aðildarríki og var utanríkisráðherra Moldóvu boðið á leiðtogafund NATO í Vilníus í júlí 2023. Nái Rússar hafnarborinni Odessa í Úkraínu mun Moldóva verða í viðkvæmri stöðu. Eftir hrun Sovétríkjanna lýsti Transnistría, sem er í austurhluta Moldóvu, yfir sjálfstæði, en alþjóðlega er Transnistría viðurkennd sem hluti af Moldóvu. Ljóst er að Rússland, sem hefur herlið í Transnistríu, mun ekki fagna ESB aðild Moldóvu verði af henni, enn síður NATO aðild. Rúmenía á austurlandamæri við Moldóvu og Úkraína vesturlandamæri. Mjög er stutt er frá hafnarborginni Odessa í Úkraínu til Moldóvu. Þetta er því viðkvæmt svæði í Evrópu og þarna gætu orðið átök á næstu árum. Hvíta-Rússland Hvíta-Rússland hefur verið bandamaður Rússa í Úkraínustríðinu. Náin samvinna hefur verið með Aleksandr Lukashenko forseta Hvíta-Rússlands og Vladimir Pútin forseta Rússalands. Verði pólitískur óstöðugleiki innan Hvíta-Rússlands skapast óvissa innan Evrópu sem getur leitt til átaka. Pólland, Litáen og Lettland, allt NATO ríki eiga, austurlandamæri við Hvíta-Rússland og Úkraína á norðurlandamæri við landið. Samskipti ESB og NATO við Hvíta-Rússland, sem lengi hafa verið mjög stirð, eru nú nánast engin eftir að Úkraínustríðið hófst. Hvíta-Rússland er í viðskiptabanni hjá vesturlöndum og landið á engan valkost annan en auka og styrkja tengsl sín við Rússland. Þetta styrkir stöðu Rússlands í Evrópu. Eystrasalt og Eystrasaltsríkin Danmörk, Finnland, Svíþjóð, Eistland, Lettland, Litáen, Pólland, Þýskaland og loks Rússland liggja að Eystrasaltinu. Af þessum níu löndum eru öll NATO ríki nema Rússland. Rússland hefur aðgang að Eystrasalti við St. Pétursborg, milli Finnlands og Eistlands og svo við Kaliningrad, sem er hluti af Rússlandi á milli Litáen og Póllands. Um 24 prósent íbúa í Eistlandi og Lettlandi eru að Rússnesku bergi brotnir (e. ethnic Russians) en aðeins tæplega 5 prósent Litáa. Nái Rússland að loka svokölluðu Suwałki Gap, milli Kaliningrad (sem er hluti af Rússlandi) og Póllands yrðu Eystrasaltsríkin einangruð á landi frá öðrum NATO ríkjum. Þetta er eitt viðkvæmasta svæðið í Evrópu fyrir varnir NATO ríkja. Eistaland og Lettland hafa löng austurlandamæri við Rússland en Litáen suðurlandamæri við Kaliningrad. Lettland og Litáen hafa svo austurlandamæri við Hvíta-Rússland. Stór hluti íbúa í austurhluta Eistlands og Lettlands eru að Rússnesku bergi brotnir og tala Rússnesku. Borgin Narva stendur við landamæri Eistlands og Rússlands, og tilheyrir Eistlandi. Mikill meirihluti íbúa Narva eru Rússar. Í borgum eins Daugavpils í austurhluta Lettlands eru Rússar líka fjölmennir og þar er rússneska mest töluð. Vilji Rússland láta reyna á svokallað „Article 5 Guarantee“ NATO eru Eistaland og Lettland í viðkvæmri stöðu vegna smæðar sinnar og legu auk þess sem viðvera NATO hermanna er ekki mikil og margir íbúar landanna eru Rússar. Svartahafið Úkraínustríðið snýst að verulegu leyti um yfirráð yfir Svaratahafinu. Að Svartahafinu liggja Búlgaría, Georgía, Rúmenía, Rússland, Türkiye og Úkraína. Búlgaría, Rúmenía og Türkiye eru aðilar að NATO og á NATO fundinum fræga í Búkarest í apríl 2008 var talað um að Georgía og Úkraínu færu í NATO. Þá hefði Rússland orðið eina landið við Svartahafið sem ekki er í NATO. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að átta sig á því að Rússlandi, sem ekki lítur á NATO sem varnarbandalag, teldi þetta ógn við síða stöðu við Svartahafið, og sitt þjóðaröryggi. Siglingaleiðir um Svartahafið eru líka mikilvægar fyrir Rússland. Viðbrögð Rússneskara stjórnvalda urðu því hörð. Innrás í Georgíu í ágúst 2008 og svo stríðið í Úkraínu sem enn stendur yfir. Svartahafið getur orðið vettvangur átaka áfram jafnvel þó stríðinu í Úkraínu ljúki með „frozen conflict“ á landi. Norðurslóðir Mikilvægi Norðurslóða fer vaxandi meðal annars vegna loftslagsbreytinga. Siglingaleiðir eru að opnast og miklar auðlindir sem áður voru óaðgengilegar verða nú nýtanlegar. Í Norðurskautsráðinu eru átta ríki: Bandaríkin, Finnland, Ísland, Kanada, Danmörk, Noregur, Rússland og Svíþjóð. Öll ríkin eru nú NATO ríki nema Rússland. Þetta er ein ástæða þess að samvinna Rússlands og Kína er orðin náin á þessu svæði og Kína skilgreinir sig nú sem “Near-Arctic State.” Það má ímynda sér að best væri fyrir Rússland að sitja sem mest eitt að auðlindum sínum á þessum slóðum en þegar þarna eru sjö NATO ríki kemur varla á óvart að Rússland leiti bandamanna á þessu svæði. Kína sem er útflutningsdrifið hagkerfi þarf siglingleiðir og hefur augljósa hagsmuni að vinna með Rússlandi á norðurslóðum. Vegna Úkraínustríðsins hafa utanríkisviðskipti milli Rússlands og Kína vaxið mikið og Kína þarf á auðlindum Rússlands að halda, og siglingaleiðum. Samvinna Kína og Rússlands hefur styrkt stöðu Kína mikið í stórveldasamkeppninni við Bandaríkin. Mikil viðskipti eru nú líka milli Indlands og Rússlands. Veik staða Evrópu, og Íslands Það er ljóst að Evrópa á nú við alvarlegan vanda að stríða og er nánast leiðtogalaus. Forsetakosningar eru í Bandaríkjunum í nóvember á þessu ári og nýr forseti tekur svo við í upphafi árs 2025. Eftir nýlegar kappræður hefur Donald Trump, sem litlar mætur hefur á NATO, styrkt stöðu sína gagnvart Joe Biden núverandi forseta Bandaríkjanna. Evrópa er eina efnahagslega stórveldið sem er háð öðru stórveldi, Bandaríkjunum, í öryggismálum, og Bandaríkin þurfa nú í auknum mæli að huga af öðrum heimshlutum, sérstaklega Austur Asíu þar sem spennan vex stöðugt. Átök geta brotist út hvenær sem er á Austur Kínahafi, á Suður Kínahafi, vegna Taívan og á Kóreuskaganum. Á öllum þessum stöðum er vaxandi spenna. Svo logar allt í ófriði í Mið Austurlöndum vegna átakanna á Gaza svæðinu. Í svona heimi þurfa vopnlaus smáríki að fara varlega. Brjótist út átök til dæmis í Georgíu eða Moldóvu, sem ekki eru í NATO, mun Ísland þá senda tugi milljarða króna þangað, eins og til Úkraínu, og ráðast í frekari vopnakaup? Það er þegar búið að skapa fordæmi í þessu máli. Mun einhver umræða fara fram um þetta á Alþingi? Hvers vegna útiloka stjórnvöld vopnlausrar þjóðar möguleika á samningum, loka sendiráði, og tala eins og Ísland sé stórveldi sem getur útkljáð ágreiningsmál á vígvellinum með hervaldi? Þjónar það öryggishagsmunum Íslands? Er það farmtíð okkar að taka þátt í fjármögnum styrjalda í Evrópu vegna ríkja sem eru ekki í NATO? Hvað með Austur Asíu ef NATO telur sínum hagsmunum þar ógnað? Eru nægilegur viðbúnaður á Keflavík til að verja Ísland og Íslendinga verði á okkur ráðist? Er ásættanlegt að engar fastar loftvarnir séu á Keflavíkurflugvelli eins og áður var? Hver er afstaða Íslenskra stjórnvalda til þessara mála? Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri og starfaði um 12 ára skeið hjá Alþjóðabankanum í Washington, Ríga og Hanoí.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar