Ánægð með að stjórnvöld viðurkenni mönnunarvandann Bjarki Sigurðsson skrifar 3. október 2024 11:50 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. vísir Efling undirritaði í nótt kjarasamning við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu sem nær til félagsmanna á hjúkrunarheimilum og sambærilegum stofnunum. Formaður Eflingar fagnar því að stjórnvöld viðurkenni loks mönnunarvanda hjúkrunarheimilanna. Samningurinn gildir í fjögur ár og nær til starfsmanna á höfuðborgarsvæðinu og Hveragerði. Þetta er í fyrsta sinn sem samninganefnd Eflingar semur við SFV utan almennra kjarasamninga. Stjórnvöld taka á vandanum Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það hafa verið gert vegna alvarlegs mönnunarvanda hjúkrunarheimila síðustu ár. „Þessi mönnunarvandi hefur auðvitað verið þekktur núna mjög lengi. Í það minnsta þrjár ítarlegar skýrslur hafa verið unnar um hann, nú síðast skýrsla Gylfa Magnússonar árið 2021 og mikið var rætt um. En það þurfti samninganefnd Eflingar, fólkið sjálft sem starfar á hjúkrunarheimilunum, til að fá stjórnvöld til að viðurkenna að það þurfi að takast á við þennan vanda. Og það ætla þau að gera,“ segir Sólveig. Í samningnum er samkomulag við stjórnvöld um að taka skuli á mönnunarvandanum. Heilbrigðis- og fjármálaráðuneytin skuli vera búin að leggja fram fjármagnaðar og tímasettar lausnir á vandanum fyrir apríl á næsta ári. Gangi það ekki eftir er Eflingu heimilt að segja upp samningnum. Félagsfólkið skili frábærum árangri „Við fylgjum launastefnunni sem mótuð var í kjarasamningum okkar á almennum markaði sem hefur fylgt í öllum öðrum samningum. En það voru fjölmörg önnur atriði sem við náðum miklum árangri í í þessum samningum. En þetta var grundvallarkrafan og það hefði aldrei verið hægt að ganga frá samningum nema að þessi niðurstaða hafi komið.“ „Eins og við vorum búin að lýsa yfir, þá vorum við tilbúin til að slíta viðræðum og undirbúa aðgerðir ef ekki næðist fullnægjandi árangur í viðræðunum. Og ég tel að sú staðfesta afstaða okkar í samninganefndinni, og sú mikla vitneskja sem er til staðar um það að þegar við í Eflingu förum í kjarasamninga erum við með félagsfólk á bak við okkur, hafi skilað þessum frábæra árangri,“ segir Sólveig. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Hveragerði Hjúkrunarheimili Reykjavík Kópavogur Seltjarnarnes Hafnarfjörður Mosfellsbær Garðabær Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Sjá meira
Samningurinn gildir í fjögur ár og nær til starfsmanna á höfuðborgarsvæðinu og Hveragerði. Þetta er í fyrsta sinn sem samninganefnd Eflingar semur við SFV utan almennra kjarasamninga. Stjórnvöld taka á vandanum Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það hafa verið gert vegna alvarlegs mönnunarvanda hjúkrunarheimila síðustu ár. „Þessi mönnunarvandi hefur auðvitað verið þekktur núna mjög lengi. Í það minnsta þrjár ítarlegar skýrslur hafa verið unnar um hann, nú síðast skýrsla Gylfa Magnússonar árið 2021 og mikið var rætt um. En það þurfti samninganefnd Eflingar, fólkið sjálft sem starfar á hjúkrunarheimilunum, til að fá stjórnvöld til að viðurkenna að það þurfi að takast á við þennan vanda. Og það ætla þau að gera,“ segir Sólveig. Í samningnum er samkomulag við stjórnvöld um að taka skuli á mönnunarvandanum. Heilbrigðis- og fjármálaráðuneytin skuli vera búin að leggja fram fjármagnaðar og tímasettar lausnir á vandanum fyrir apríl á næsta ári. Gangi það ekki eftir er Eflingu heimilt að segja upp samningnum. Félagsfólkið skili frábærum árangri „Við fylgjum launastefnunni sem mótuð var í kjarasamningum okkar á almennum markaði sem hefur fylgt í öllum öðrum samningum. En það voru fjölmörg önnur atriði sem við náðum miklum árangri í í þessum samningum. En þetta var grundvallarkrafan og það hefði aldrei verið hægt að ganga frá samningum nema að þessi niðurstaða hafi komið.“ „Eins og við vorum búin að lýsa yfir, þá vorum við tilbúin til að slíta viðræðum og undirbúa aðgerðir ef ekki næðist fullnægjandi árangur í viðræðunum. Og ég tel að sú staðfesta afstaða okkar í samninganefndinni, og sú mikla vitneskja sem er til staðar um það að þegar við í Eflingu förum í kjarasamninga erum við með félagsfólk á bak við okkur, hafi skilað þessum frábæra árangri,“ segir Sólveig.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Hveragerði Hjúkrunarheimili Reykjavík Kópavogur Seltjarnarnes Hafnarfjörður Mosfellsbær Garðabær Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Sjá meira