Vilja taka réttindi af íslendingum í ESB og EES Jón Frímann Jónsson skrifar 15. október 2024 10:31 Þegar Bretland gekk úr Evrópusambandinu þann 30. janúar 2020 þá töpuðu ríkisborgarar Bretland öllum réttindum sínum innan Evrópusambandsins. Þetta þýðir meðal annars að Bretar sem vilja flytja til Evrópusambandsins og Íslands þurfa núna að sækja um heimild til þess að búa á Íslandi, sækja um leyfi til þess að vinna á Íslandi eins og allir aðrir þriðja ríkis borgarar sem flytja til Íslands. Þegar Bretland var í Evrópusambandinu, þá þurft Bretar bara að flytja til Íslands, fá kennitölu og finna sér vinnu. Núna er Bretum einnig óheimilt að vera lengur innan Evrópusambandsins en sem nemur 90 dögum á hverjum 180 dögum. Auk allra annara áhrifa sem Breskir ríkisborgarar urðu fyrir sem ég nefni ekki hérna. Listinn er mjög langur. Með skipulögðum lygum, þá voru öll réttindi Breta tekin af þeim. Réttindi sem þeir höfðu fengið síðan árið 1973 og síðan 1993 þegar stofnað var til Evrópusambandsins. Allt saman á grundvelli lyga, rasisma, fasisma og öfga-hægri mennsku sem er mjög skaðleg þjóðfélögum. Núna vilja andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi gera þetta við Íslendinga. Þar er talað núna um að fríverslunarsamningar séu betri en aðild Íslands að EES í gegnum EFTA. Þetta er ekkert nema kjaftæði og ef af þessu yrði. Þá yrðu íslendingar réttinda lausir eins og Bretar í Evrópusambandinu. Það mundi einnig stöðva útflutning á fiski og landbúnaðarvörum frá Íslandi til Evrópusambandsins í einhverja mánuði, þar sem þá væri Ísland ekki land sem er hluti af innri markaði Evrópusambandsins í gegnum EES, heldur yrði Ísland þriðja ríki gagnvart Evrópusambandinu og þá koma aðrar reglur og kröfur til. Þar sem þessar kröfur eru settar núna í lögum með EES samningum. Fríverslunarsamningur mundi ekki ná yfir þessi atriði, vegna þess að fríverslunarsamningur snýr eingöngu að viðskiptum fyrirtækja í Evrópusambandinu. Almenningur mundi ekki græða neitt á þessu, almenningur mundi tapa öllu á svona breytingu. Íslendingar mundu sem dæmi, tapa réttinum til þess að kaupa húsnæði á Spáni og yrði takmarkaðir við viðveru á Spáni í 90 daga á hverjum 180 dögum. Einnig sem að þá getur spænska ríkið gert þá kröfu um að þeir íslendingar sem færu til Spánar sanni að þeir geti séð um sig og hafi fjárráð til að vera á Spáni. Þetta er reglulega gert við ríkisborgara frá ríkjum utan Evrópusambandsins, EES og Sviss. Það er alveg ljóst að Evrópu andstæðingar á Íslandi hata almenning og vilja og stefna að því að gera líf almennings á Íslandi mun erfiðara en hefur verið hingað til. Íslendingar mundu fara aftur til ársins 1992 varðandi réttindi í Evrópu við útgöngu úr EES samningum. Það á að berjast gegn öllum þeim málflutningi og þeim sem vilja skerða réttindi Íslendinga, skerða fullveldi íslendinga niður í ekki neitt og stórskaða efnahag Íslands með því að minnka hann niður í ekki neitt og koma Íslandi þangað sem það var í kringum árið 1990. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu var byggð á lygum og nýjustu kannanir sýna að meira en 60% Breta sjá eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Þó er ekki víst hvenær Bretland sækir aftur um aðild að Evrópusambandinu og verður aftur aðili. Það ferli gæti tekið marga áratugi að eiga sér stað og ljóst að núverandi ríkisstjórn Bretlands mun ekki gera það. Efnahagur Bretlands er núna um 2,5% til 3% minni en ef Bretlandi hefði verið áfram í Evrópusambandinu og þetta gat mun eingöngu aukast með tímanum. Evrópu andstæðingar á Íslandi vilja gera þetta sama við íslensku þjóðina og sjá ekkert að því. Vegna þess að þeir hugsa ekki um íslensku þjóðina, þeir eru að hugsa um einhverja allt aðra hagsmuni sem ég veit ekki hverjir eru. Höfundur er búsettur í Evrópusambandinu og er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Brexit Jón Frímann Jónsson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Þegar Bretland gekk úr Evrópusambandinu þann 30. janúar 2020 þá töpuðu ríkisborgarar Bretland öllum réttindum sínum innan Evrópusambandsins. Þetta þýðir meðal annars að Bretar sem vilja flytja til Evrópusambandsins og Íslands þurfa núna að sækja um heimild til þess að búa á Íslandi, sækja um leyfi til þess að vinna á Íslandi eins og allir aðrir þriðja ríkis borgarar sem flytja til Íslands. Þegar Bretland var í Evrópusambandinu, þá þurft Bretar bara að flytja til Íslands, fá kennitölu og finna sér vinnu. Núna er Bretum einnig óheimilt að vera lengur innan Evrópusambandsins en sem nemur 90 dögum á hverjum 180 dögum. Auk allra annara áhrifa sem Breskir ríkisborgarar urðu fyrir sem ég nefni ekki hérna. Listinn er mjög langur. Með skipulögðum lygum, þá voru öll réttindi Breta tekin af þeim. Réttindi sem þeir höfðu fengið síðan árið 1973 og síðan 1993 þegar stofnað var til Evrópusambandsins. Allt saman á grundvelli lyga, rasisma, fasisma og öfga-hægri mennsku sem er mjög skaðleg þjóðfélögum. Núna vilja andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi gera þetta við Íslendinga. Þar er talað núna um að fríverslunarsamningar séu betri en aðild Íslands að EES í gegnum EFTA. Þetta er ekkert nema kjaftæði og ef af þessu yrði. Þá yrðu íslendingar réttinda lausir eins og Bretar í Evrópusambandinu. Það mundi einnig stöðva útflutning á fiski og landbúnaðarvörum frá Íslandi til Evrópusambandsins í einhverja mánuði, þar sem þá væri Ísland ekki land sem er hluti af innri markaði Evrópusambandsins í gegnum EES, heldur yrði Ísland þriðja ríki gagnvart Evrópusambandinu og þá koma aðrar reglur og kröfur til. Þar sem þessar kröfur eru settar núna í lögum með EES samningum. Fríverslunarsamningur mundi ekki ná yfir þessi atriði, vegna þess að fríverslunarsamningur snýr eingöngu að viðskiptum fyrirtækja í Evrópusambandinu. Almenningur mundi ekki græða neitt á þessu, almenningur mundi tapa öllu á svona breytingu. Íslendingar mundu sem dæmi, tapa réttinum til þess að kaupa húsnæði á Spáni og yrði takmarkaðir við viðveru á Spáni í 90 daga á hverjum 180 dögum. Einnig sem að þá getur spænska ríkið gert þá kröfu um að þeir íslendingar sem færu til Spánar sanni að þeir geti séð um sig og hafi fjárráð til að vera á Spáni. Þetta er reglulega gert við ríkisborgara frá ríkjum utan Evrópusambandsins, EES og Sviss. Það er alveg ljóst að Evrópu andstæðingar á Íslandi hata almenning og vilja og stefna að því að gera líf almennings á Íslandi mun erfiðara en hefur verið hingað til. Íslendingar mundu fara aftur til ársins 1992 varðandi réttindi í Evrópu við útgöngu úr EES samningum. Það á að berjast gegn öllum þeim málflutningi og þeim sem vilja skerða réttindi Íslendinga, skerða fullveldi íslendinga niður í ekki neitt og stórskaða efnahag Íslands með því að minnka hann niður í ekki neitt og koma Íslandi þangað sem það var í kringum árið 1990. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu var byggð á lygum og nýjustu kannanir sýna að meira en 60% Breta sjá eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Þó er ekki víst hvenær Bretland sækir aftur um aðild að Evrópusambandinu og verður aftur aðili. Það ferli gæti tekið marga áratugi að eiga sér stað og ljóst að núverandi ríkisstjórn Bretlands mun ekki gera það. Efnahagur Bretlands er núna um 2,5% til 3% minni en ef Bretlandi hefði verið áfram í Evrópusambandinu og þetta gat mun eingöngu aukast með tímanum. Evrópu andstæðingar á Íslandi vilja gera þetta sama við íslensku þjóðina og sjá ekkert að því. Vegna þess að þeir hugsa ekki um íslensku þjóðina, þeir eru að hugsa um einhverja allt aðra hagsmuni sem ég veit ekki hverjir eru. Höfundur er búsettur í Evrópusambandinu og er rithöfundur.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar