Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Árni Sæberg skrifar 10. desember 2024 16:31 Sigurður Ingi Jóhannsson er fjármála- og efnahagsráðherra, allavega enn sem komið er. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðuneytið reiknar með því að heildarafkoma ríkissjóðs verði neikvæð um 1,2 prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári. Í samanburði við síðustu birtu afkomuhorfur, frá því fjármálaáætlun var samþykkt í júní, eru afkomuhorfur ríkissjóðs fram á við nú lakari. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að vegna stjórnarslita og alþingiskosninga í lok nóvember hafi afgreiðslu fjárlaga verið flýtt frá því sem áður hafði verið gert ráð fyrir. Í ljósi þrengri tímaramma hafi fjármála- og efnahagsráðuneytið lagt áherslu á að endurmeta afkomuhorfur áranna 2024 og 2025. Ekki hafi gefist ráðrúm fyrir frekari framreikning fyrir tímabil fjármálaáætlunar til ársins 2029 sem lögð var fram síðastliðið vor. Eftir samþykkt fjárlaganna hafi ráðuneytið unnið að fyrstu drögum að endurmati á afkomuhorfum fyrir árin 2026 til 2029. Sá framreikningur byggist á forsendum gildandi fjármálaáætlunar, endurskoðaðri þjóðhagsspá fyrir tímabilið, sem Hagstofan birti í byrjun nóvember síðastliðins og þeim breytingum og nýjum ákvörðunum sem fólust í afgreiðslu Alþingis í fjárlögum ársins 2025. Rétt sé að vekja athygli á því að um er að ræða frummat á horfum áranna 2026 til 2029 og að ný spá efnahagsforsendur fyrir framreikningnum verði birt snemma á næsta ári. Meirihluta breytinga megi rekja til lægri tekna „Í samanburði við síðustu birtu afkomuhorfur, frá því fjármálaáætlun var samþykkt í júní, eru afkomuhorfur ríkissjóðs fram á við nú lakari. Mismunurinn stafar fyrst og fremst af breyttri afkomu ríkissjóðs árið 2025 og helst sú afkomulækkun, í samanburði við fyrri áætlanir, út tímabilið. Afkoma batnar aftur á móti áfram í svipuðum takti og áður var ráðgert, miðað við forsendur fjármálaáætlunar,“ segir í tilkynningu. Heildarafkoma A1-hluta ríkissjóðs árið 2025 sé nú áætluð neikvæð um 1,2 prósent af vergri landsframleiðslu, VLF. Það sé lakari afkoma en áætlað var við framlagningu frumvarpsins í september. Þá hafi verið gert ráð fyrir halla upp á 0,8 prósent af VLF. Það sé jafnframt lakari afkoma en áætlað hafi verið við framlagningu fjármálaáætlunar 2025 til 2029 í apríl, -0,5 prósent af VLF. Um tvo þriðju hluta af þessari afkomubreytingu megi rekja til lægri tekna, en um einn þriðji stafi af auknum vaxtagjöldum. Lakari tekjuhorfur stafi að mestu leyti af því að spennan í þjóðarbúinu undanfarin misseri virðist nú hafa verið meiri en áður var talið. Því hafi þurft meiri kólnun efnahagsumsvifa en áður var talið til að ná fram þeirri markvissu lækkun verðbólgu sem nú birtist. Hagkerfið sé nú nálægt jafnvægi, sem birtist meðal annars í því að svipað mörg fyrirtæki vilja fjölga og fækka starfsfólki samkvæmt nýjustu könnun Seðlabankans. Lækkun verðbólgu og vaxta virðist þegar hafa stutt við neyslu heimila á ný og vísbendingar séu um að hún sé byrjuð að vaxa hóflega nú á seinni helmingi 2024. Aðhaldsstigið áfram svipað Í tilkynningu segir að þar sem lakari afkomuhorfur 2024 og 2025 leiði ekki beint af ákvörðunum stjórnvalda þá hafi mat á aðhaldsstigi ríkisfjármála lítið breyst. Aðhaldsstigið sé áfram metið í námunda við eitt prósent af landsframleiðslu bæði árin. Það sé áfram nægur bati til að styðja við hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Batinn í undirliggjandi afkomu 2024 og 2025 leiði af ákvörðunum á bæði gjalda- og tekjuhlið. Útgjöld ríkissjóðs (án vaxtagjalda) vaxi minna en áætlað jafnvægisstig landsframleiðslunnar bæði árin. Skattkerfisbreytingar auki tekjur ríkissjóðs um 15 til 20 milljarða króna í ár og annað eins á því næsta. Gagnvart heildarafkomu vegi það þó þyngra, á þessu ári, hvað þenslan í hagkerfinu hefur minnkað hratt, samanborið við 2023. Frumtekjur ríkissjóðs vaxi því heilt á litið minna en útgjöld í ár þrátt fyrir skattkerfisbreytingar. Afkomuhorfur verði uppfærðar með nýrri þjóðhagsspá í fjármálaáætlun 2026 til 2030, sem lögð verði fram næsta vor. Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Alþingi Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að vegna stjórnarslita og alþingiskosninga í lok nóvember hafi afgreiðslu fjárlaga verið flýtt frá því sem áður hafði verið gert ráð fyrir. Í ljósi þrengri tímaramma hafi fjármála- og efnahagsráðuneytið lagt áherslu á að endurmeta afkomuhorfur áranna 2024 og 2025. Ekki hafi gefist ráðrúm fyrir frekari framreikning fyrir tímabil fjármálaáætlunar til ársins 2029 sem lögð var fram síðastliðið vor. Eftir samþykkt fjárlaganna hafi ráðuneytið unnið að fyrstu drögum að endurmati á afkomuhorfum fyrir árin 2026 til 2029. Sá framreikningur byggist á forsendum gildandi fjármálaáætlunar, endurskoðaðri þjóðhagsspá fyrir tímabilið, sem Hagstofan birti í byrjun nóvember síðastliðins og þeim breytingum og nýjum ákvörðunum sem fólust í afgreiðslu Alþingis í fjárlögum ársins 2025. Rétt sé að vekja athygli á því að um er að ræða frummat á horfum áranna 2026 til 2029 og að ný spá efnahagsforsendur fyrir framreikningnum verði birt snemma á næsta ári. Meirihluta breytinga megi rekja til lægri tekna „Í samanburði við síðustu birtu afkomuhorfur, frá því fjármálaáætlun var samþykkt í júní, eru afkomuhorfur ríkissjóðs fram á við nú lakari. Mismunurinn stafar fyrst og fremst af breyttri afkomu ríkissjóðs árið 2025 og helst sú afkomulækkun, í samanburði við fyrri áætlanir, út tímabilið. Afkoma batnar aftur á móti áfram í svipuðum takti og áður var ráðgert, miðað við forsendur fjármálaáætlunar,“ segir í tilkynningu. Heildarafkoma A1-hluta ríkissjóðs árið 2025 sé nú áætluð neikvæð um 1,2 prósent af vergri landsframleiðslu, VLF. Það sé lakari afkoma en áætlað var við framlagningu frumvarpsins í september. Þá hafi verið gert ráð fyrir halla upp á 0,8 prósent af VLF. Það sé jafnframt lakari afkoma en áætlað hafi verið við framlagningu fjármálaáætlunar 2025 til 2029 í apríl, -0,5 prósent af VLF. Um tvo þriðju hluta af þessari afkomubreytingu megi rekja til lægri tekna, en um einn þriðji stafi af auknum vaxtagjöldum. Lakari tekjuhorfur stafi að mestu leyti af því að spennan í þjóðarbúinu undanfarin misseri virðist nú hafa verið meiri en áður var talið. Því hafi þurft meiri kólnun efnahagsumsvifa en áður var talið til að ná fram þeirri markvissu lækkun verðbólgu sem nú birtist. Hagkerfið sé nú nálægt jafnvægi, sem birtist meðal annars í því að svipað mörg fyrirtæki vilja fjölga og fækka starfsfólki samkvæmt nýjustu könnun Seðlabankans. Lækkun verðbólgu og vaxta virðist þegar hafa stutt við neyslu heimila á ný og vísbendingar séu um að hún sé byrjuð að vaxa hóflega nú á seinni helmingi 2024. Aðhaldsstigið áfram svipað Í tilkynningu segir að þar sem lakari afkomuhorfur 2024 og 2025 leiði ekki beint af ákvörðunum stjórnvalda þá hafi mat á aðhaldsstigi ríkisfjármála lítið breyst. Aðhaldsstigið sé áfram metið í námunda við eitt prósent af landsframleiðslu bæði árin. Það sé áfram nægur bati til að styðja við hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Batinn í undirliggjandi afkomu 2024 og 2025 leiði af ákvörðunum á bæði gjalda- og tekjuhlið. Útgjöld ríkissjóðs (án vaxtagjalda) vaxi minna en áætlað jafnvægisstig landsframleiðslunnar bæði árin. Skattkerfisbreytingar auki tekjur ríkissjóðs um 15 til 20 milljarða króna í ár og annað eins á því næsta. Gagnvart heildarafkomu vegi það þó þyngra, á þessu ári, hvað þenslan í hagkerfinu hefur minnkað hratt, samanborið við 2023. Frumtekjur ríkissjóðs vaxi því heilt á litið minna en útgjöld í ár þrátt fyrir skattkerfisbreytingar. Afkomuhorfur verði uppfærðar með nýrri þjóðhagsspá í fjármálaáætlun 2026 til 2030, sem lögð verði fram næsta vor.
Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Alþingi Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira