Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar 16. apríl 2025 11:46 Alþingishús Íslendinga var reist á methraða á árunum 1880-81. Það var gert af samhentum landsmönnum. Grjót hafði verið sprengt úr Þingholtunum þegar fangahús var byggt á Skólavörðustíg árið 1872. Þar lærðu verka og iðnaðarmenn hérlendir að hantera stein. Því var verklagið endurtekið ellefu árum síðar, höggvið var í holtin grágrýti og byggt úr því þetta sameiningartákn okkar Íslendinga. Sameining og sjálfstæði eru systrahugtök og hafa sjaldan haft meira vægi en einmitt nú um mundir. Okkur berast daglega ógnarfréttir utan úr hinum stóra heimi, þar sem uppivöðulsamir einræðisherrar gera freklegar kröfur í helgi frjálsra þjóða. Þessir glæpamenn eru táknmyndir þess að lönd þeirra hafa þanist helst til mikið út og étið undir sig gamlalt minni sjálfstæðra þjóða. Þeir eru orðnir allt of valdamiklir og valdafíkn er eins og spilafíkn eða bara öll fíkn; óseðjandi. Jón Sigurðsson er án vafa okkar mesta þjóðhetja af því að hann þorði að mótmæla dönskum yfirvöldum sem vildu afmá Alþingi og innlima Íslendinga undir dönsku krúnunna árið 1851. Aldagömul dönsk undirlæga hefur samt alltaf læðst hér með veggjum og blætt yfir um í kynslóðirnar. Íslendingar hafa alltaf verið undirokaðir og kúgaðir. Fyrstu oligarkarnir (oligarch) komu fram á tólftu öld og voru ættarveldin (hljómar kunnuglega.) Þetta voru Sturlungar, Haukdælir, Oddverjar, Ásbirningar og fleiri. Þessar ættir fóru um með stanslausum ófriði og neyddu bændur og búalið í fremstu víglínu með tilheyrandi mannfalli. Stéttalaus þjóð sem er þjökuð af minnimáttarkennd Þetta er að gerast í Rússlandi núna. Þessi óöld stóð hérlendis um aldir. Sturlungu tíminn er samt talinn til gullaldatíma hér í sögulegu samhengi. Það var ekki eins og lífsbaráttan í þessu harða fagra landi, með tíðum mannfelli til sjós, aflabresti og uppskeruþurrð, væri ekki nóg. Nei, þá komu enskir kaupmenn og norður þýskir hansakaupmenn -og svo danskir. Allir byggðu þeir viðskiptamódel sín á því að okra á sístritandi Íslendingum. Þetta viðskiptamódel er í dag lofað sem flottur „bissness” og góð kaupsýsla. Einu skiptin sem við leyfum okkur að varpa af okkur álagaham félagslegs vanmáttar gerist á fylleríum, og þegar vel gengur í kappleikjum á veraldarvísu. Þá látum við þessa stóru í útlöndum finna til tevatnsins; kennum þeim að það eru engir helvítis aumingjar sem sækja hér sjóinn eða bera grjót úr túnum við ystu myrkur. Handboltalandslið landans hefur oft gert hlut sinn glæsilegan um heim allan. Það má segja að liðið endurspegli þjóðina og sýni í rauninni hvað við erum ótrúleg þegar við erum sameinuð um málefnin. En heilt yfir erum við sundurlaus, stéttskipt, óréttlát og full af minnimáttakennd og hégóma. Yfir andyri húsi frelsis, mannréttinda og sjálfstæðis trjónir kórónaKristjáns níunda Danakonungs og í hornsteini hússins, sem byggt var af íslensku grjóti úr holtunum með svita og blóði hérlendra, eru faldar allar hinar dönsku myntir. Það er vont karma að hafa kórónu erlends konungs á Alþingishúsinu en því miður hefur enginn hefur haft hugrekki til að fjarlægja í kórónuna af þakinu. Setjum prófíl afsteypu af Jóni Sigurðsyni í staðin og verðum frjáls í alvöru. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingishús Íslendinga var reist á methraða á árunum 1880-81. Það var gert af samhentum landsmönnum. Grjót hafði verið sprengt úr Þingholtunum þegar fangahús var byggt á Skólavörðustíg árið 1872. Þar lærðu verka og iðnaðarmenn hérlendir að hantera stein. Því var verklagið endurtekið ellefu árum síðar, höggvið var í holtin grágrýti og byggt úr því þetta sameiningartákn okkar Íslendinga. Sameining og sjálfstæði eru systrahugtök og hafa sjaldan haft meira vægi en einmitt nú um mundir. Okkur berast daglega ógnarfréttir utan úr hinum stóra heimi, þar sem uppivöðulsamir einræðisherrar gera freklegar kröfur í helgi frjálsra þjóða. Þessir glæpamenn eru táknmyndir þess að lönd þeirra hafa þanist helst til mikið út og étið undir sig gamlalt minni sjálfstæðra þjóða. Þeir eru orðnir allt of valdamiklir og valdafíkn er eins og spilafíkn eða bara öll fíkn; óseðjandi. Jón Sigurðsson er án vafa okkar mesta þjóðhetja af því að hann þorði að mótmæla dönskum yfirvöldum sem vildu afmá Alþingi og innlima Íslendinga undir dönsku krúnunna árið 1851. Aldagömul dönsk undirlæga hefur samt alltaf læðst hér með veggjum og blætt yfir um í kynslóðirnar. Íslendingar hafa alltaf verið undirokaðir og kúgaðir. Fyrstu oligarkarnir (oligarch) komu fram á tólftu öld og voru ættarveldin (hljómar kunnuglega.) Þetta voru Sturlungar, Haukdælir, Oddverjar, Ásbirningar og fleiri. Þessar ættir fóru um með stanslausum ófriði og neyddu bændur og búalið í fremstu víglínu með tilheyrandi mannfalli. Stéttalaus þjóð sem er þjökuð af minnimáttarkennd Þetta er að gerast í Rússlandi núna. Þessi óöld stóð hérlendis um aldir. Sturlungu tíminn er samt talinn til gullaldatíma hér í sögulegu samhengi. Það var ekki eins og lífsbaráttan í þessu harða fagra landi, með tíðum mannfelli til sjós, aflabresti og uppskeruþurrð, væri ekki nóg. Nei, þá komu enskir kaupmenn og norður þýskir hansakaupmenn -og svo danskir. Allir byggðu þeir viðskiptamódel sín á því að okra á sístritandi Íslendingum. Þetta viðskiptamódel er í dag lofað sem flottur „bissness” og góð kaupsýsla. Einu skiptin sem við leyfum okkur að varpa af okkur álagaham félagslegs vanmáttar gerist á fylleríum, og þegar vel gengur í kappleikjum á veraldarvísu. Þá látum við þessa stóru í útlöndum finna til tevatnsins; kennum þeim að það eru engir helvítis aumingjar sem sækja hér sjóinn eða bera grjót úr túnum við ystu myrkur. Handboltalandslið landans hefur oft gert hlut sinn glæsilegan um heim allan. Það má segja að liðið endurspegli þjóðina og sýni í rauninni hvað við erum ótrúleg þegar við erum sameinuð um málefnin. En heilt yfir erum við sundurlaus, stéttskipt, óréttlát og full af minnimáttakennd og hégóma. Yfir andyri húsi frelsis, mannréttinda og sjálfstæðis trjónir kórónaKristjáns níunda Danakonungs og í hornsteini hússins, sem byggt var af íslensku grjóti úr holtunum með svita og blóði hérlendra, eru faldar allar hinar dönsku myntir. Það er vont karma að hafa kórónu erlends konungs á Alþingishúsinu en því miður hefur enginn hefur haft hugrekki til að fjarlægja í kórónuna af þakinu. Setjum prófíl afsteypu af Jóni Sigurðsyni í staðin og verðum frjáls í alvöru. Höfundur er tónlistarmaður.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun