Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Árni Sæberg skrifar 2. júlí 2025 14:49 Samfylking Kristrúnar Frostadóttur sækir fram á landsbyggðinni. Vísir/Vilhelm Samfylkingin mælist nú með mest fylgi allra flokka í öllum kjördæmum, öllum aldursflokkum, öllum menntunarhópum og öllum tekjuhópum. Athygli vekur að flokkurinn bætir mestu fylgi við sig á landsbyggðinni, sér í lagi í Norðausturkjördæmi þar sem hann bætir við sig 5,6 prósentum. Í gær var greint frá því að samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup mælist Samfylkingin með mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með síðan árið 2009 eða í sextán ár. Aðrir stjórnarflokkar tapi fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina dali lítillega. Milli mánaða bætir Samfylkingin við sig einu prósentustigi og mælist með 31,8 prósenta fylgi. Fylgi Viðreisnar og Flokks fólksins minnkar á milli mánaða. Viðreisn mælist með 13,7 prósent og Flokkur fólksins mælist nú með 6,5 prósent og missir prósentustig. Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar á milli mánaða um tæpt prósentustig en hann mælist nú með 20,6 prósenta fylgi. Framsókn mælist með 5,6 prósent en Miðflokkurinn bætir við sig og mælist nú með 10,7 prósenta fylgi. Píratar mælast með 4,1 prósenta fylgi og Sósíalistar með 3,3 prósent. Vinstri græn mælast með 3,2 prósent. Þá minnkar stuðningur við ríkisstjórnina um fjögur prósentustig á milli mánaða og er nú í 63 prósentum. Ætlað málþóf virðist henta Það sem ekki kom fram í fréttaflutningi gærdagsins af þjóðarpúlsinum var sundurliðun fylgis eftir lýðfræðilegum flokkum. Vísir hefur lýðfræðigreiningu Gallup nú undir höndum og þar má sjá ýmislegt athyglisvert. Það sem helst vekur athygli er mikil sókn Samfylkingarinnar í öllum landsbyggðarkjördæmunum þremur, enda hefur fátt annað verið til umræðu undanfarið en frumvarp atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda. Frumvarpið hefur mætt talsverðri mótstöðu, bæði í þinginu og víðar. Stjórnarandstaðan gerði málið að því mest rædda í fyrstu umræðu og hefur nú rætt málið í vel rúmlega hundrað klukkustundir í annarri umræðu. Aðeins tvö mál hafa verið rædd lengur í annarri umræðu og styttist óðfluga í að fleiri met falli. Vill landsbyggðin landsbyggðarskatta? Meðal þess þess sem sagt hefur verið um frumvarpið er að það feli í sér landsbyggðarskatta, enda starfar mikill meirihluti sjávarútvegsfélaga utan höfuðborgarsvæðisins. Til að mynda sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og þingmaður Suðurkjördæmis, í fyrstu umræðu um málið að það væri „andlandsbyggðarleg salami-aðferð“ til að sækja tekjur af sjávarútveginum. Hann sagði augljóst að breytingarnar myndu falla hlutfallslega mest á landsbyggðina, eða ríflega 80 prósent, og þá kvaðst hann meðvitaður um að áform ríkisstjórnarinnar væru þegar farin að hafa áhrif á fyrirtæki á landsbyggðinni. „Þegar hafa minni fyrirtæki frestað ákvörðunum um uppbyggingu, framkvæmdir og fjárfestingar nú þegar í sumar. Á grundvelli ófyrirsjáanleika og hræðslu um hvað svo gerist,“ sagði Sigurður Ingi. Eitt þeirra fyrirtækja sem ákveðið hafa að draga saman seglin í heimabyggð er Síldarvinnslan í Neskaupstað, svo dæmi sé tekið. Þá steig frumkvöðullinn Guðmundur Fertram Sigurjónsson frá Ísafirði fram á ritvöllinn á dögunum og líkti áformum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur við sóvéska eignaupptöku og sagði þau ógna vestfirska efnahagsundrinu. „Þennan árangur efnahagslegs vaxtar sjávarþorpanna ætlar ríkisstjórnin nú að ofurskatta og leggja sína visnu hönd yfir með íþyngjandi álögum sem á næstu árum munu minnka skattaframlag Vestfjarða frá sjávarútvegi sem og veikja byggðirnar. Þessu hlýtur allt réttsýnt fólk, bæði það sem ann landsbyggðinni og þeim sem er annt um auknar tekjur til ríkissjóðs, að mótmæla kröftuglega,“ sagði hann. Mesta sóknin í kjördæmi Samherja, Síldarvinnslunnar og Eskju Svo virðist sem kjósendur á landsbyggðinni hafi minni áhyggjur af frumvarpi um hækkun veiðigjalda en stjórnarandstaðan. Fylgi Samfylkingarinnar, sem leiðir ríkisstjórnina, jókst milli mánaða um þrjú prósent í Norðvesturkjördæmi, 4,4 prósent í Suðurkjördæmi og 5,6 prósent í Norðausturkjördæmi. Flokkurinn mælist nú með 36,3 prósenta fylgi í því síðastnefnda, meira en í nokkru öðru kjördæmi og er langstærsti flokkurinn í kjördæminu. Þó vekur einnig athygli að annar flokkur fylgir Samfylkingunni fast á hæla hvað varðar fylgisaukningu í Norðausturkjördæmi. Það er Miðflokkurinn með aukningu upp á 5,5 prósent milli mánaða. Óhætt er að segja að Miðflokksmenn hafa verið meðal háværustu gagnrýnenda veiðigjaldafrumvarpsins. Samfylkingin Alþingi Skoðanakannanir Tengdar fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Formaður Framsóknarflokksins vill frekar að þrepaskiptur tekjuskattur verði lagður á sjávarútvegsfyrirtæki heldur en að sjá frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld verða að veruleika. Slíkt kerfi vill hann meina að sé líklegra til að tryggja að stærri og efnameiri fyrirtæki sem hagnast mest greiði meira af auðlindinni til samfélagsins en lítil og meðalstór fyrirtæki. Hann telur áform ríkisstjórnarinnar „andlandsbyggðarlega“ „salami-aðferð“ til að sækja tekjur af greininni. 6. maí 2025 08:29 Stuðningur við veiðigjaldafrumvarpið dregst saman Samkvæmt nýrri könnun um stuðning við frumvarp atvinnuvegaráðherra, um hækkun veiðigjalda, hefur dregið úr stuðningi almennings við málið milli mánaða. Stuðningurinn er eftir sem áður mikill. 24. júní 2025 14:41 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Í gær var greint frá því að samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup mælist Samfylkingin með mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með síðan árið 2009 eða í sextán ár. Aðrir stjórnarflokkar tapi fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina dali lítillega. Milli mánaða bætir Samfylkingin við sig einu prósentustigi og mælist með 31,8 prósenta fylgi. Fylgi Viðreisnar og Flokks fólksins minnkar á milli mánaða. Viðreisn mælist með 13,7 prósent og Flokkur fólksins mælist nú með 6,5 prósent og missir prósentustig. Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar á milli mánaða um tæpt prósentustig en hann mælist nú með 20,6 prósenta fylgi. Framsókn mælist með 5,6 prósent en Miðflokkurinn bætir við sig og mælist nú með 10,7 prósenta fylgi. Píratar mælast með 4,1 prósenta fylgi og Sósíalistar með 3,3 prósent. Vinstri græn mælast með 3,2 prósent. Þá minnkar stuðningur við ríkisstjórnina um fjögur prósentustig á milli mánaða og er nú í 63 prósentum. Ætlað málþóf virðist henta Það sem ekki kom fram í fréttaflutningi gærdagsins af þjóðarpúlsinum var sundurliðun fylgis eftir lýðfræðilegum flokkum. Vísir hefur lýðfræðigreiningu Gallup nú undir höndum og þar má sjá ýmislegt athyglisvert. Það sem helst vekur athygli er mikil sókn Samfylkingarinnar í öllum landsbyggðarkjördæmunum þremur, enda hefur fátt annað verið til umræðu undanfarið en frumvarp atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda. Frumvarpið hefur mætt talsverðri mótstöðu, bæði í þinginu og víðar. Stjórnarandstaðan gerði málið að því mest rædda í fyrstu umræðu og hefur nú rætt málið í vel rúmlega hundrað klukkustundir í annarri umræðu. Aðeins tvö mál hafa verið rædd lengur í annarri umræðu og styttist óðfluga í að fleiri met falli. Vill landsbyggðin landsbyggðarskatta? Meðal þess þess sem sagt hefur verið um frumvarpið er að það feli í sér landsbyggðarskatta, enda starfar mikill meirihluti sjávarútvegsfélaga utan höfuðborgarsvæðisins. Til að mynda sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og þingmaður Suðurkjördæmis, í fyrstu umræðu um málið að það væri „andlandsbyggðarleg salami-aðferð“ til að sækja tekjur af sjávarútveginum. Hann sagði augljóst að breytingarnar myndu falla hlutfallslega mest á landsbyggðina, eða ríflega 80 prósent, og þá kvaðst hann meðvitaður um að áform ríkisstjórnarinnar væru þegar farin að hafa áhrif á fyrirtæki á landsbyggðinni. „Þegar hafa minni fyrirtæki frestað ákvörðunum um uppbyggingu, framkvæmdir og fjárfestingar nú þegar í sumar. Á grundvelli ófyrirsjáanleika og hræðslu um hvað svo gerist,“ sagði Sigurður Ingi. Eitt þeirra fyrirtækja sem ákveðið hafa að draga saman seglin í heimabyggð er Síldarvinnslan í Neskaupstað, svo dæmi sé tekið. Þá steig frumkvöðullinn Guðmundur Fertram Sigurjónsson frá Ísafirði fram á ritvöllinn á dögunum og líkti áformum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur við sóvéska eignaupptöku og sagði þau ógna vestfirska efnahagsundrinu. „Þennan árangur efnahagslegs vaxtar sjávarþorpanna ætlar ríkisstjórnin nú að ofurskatta og leggja sína visnu hönd yfir með íþyngjandi álögum sem á næstu árum munu minnka skattaframlag Vestfjarða frá sjávarútvegi sem og veikja byggðirnar. Þessu hlýtur allt réttsýnt fólk, bæði það sem ann landsbyggðinni og þeim sem er annt um auknar tekjur til ríkissjóðs, að mótmæla kröftuglega,“ sagði hann. Mesta sóknin í kjördæmi Samherja, Síldarvinnslunnar og Eskju Svo virðist sem kjósendur á landsbyggðinni hafi minni áhyggjur af frumvarpi um hækkun veiðigjalda en stjórnarandstaðan. Fylgi Samfylkingarinnar, sem leiðir ríkisstjórnina, jókst milli mánaða um þrjú prósent í Norðvesturkjördæmi, 4,4 prósent í Suðurkjördæmi og 5,6 prósent í Norðausturkjördæmi. Flokkurinn mælist nú með 36,3 prósenta fylgi í því síðastnefnda, meira en í nokkru öðru kjördæmi og er langstærsti flokkurinn í kjördæminu. Þó vekur einnig athygli að annar flokkur fylgir Samfylkingunni fast á hæla hvað varðar fylgisaukningu í Norðausturkjördæmi. Það er Miðflokkurinn með aukningu upp á 5,5 prósent milli mánaða. Óhætt er að segja að Miðflokksmenn hafa verið meðal háværustu gagnrýnenda veiðigjaldafrumvarpsins.
Samfylkingin Alþingi Skoðanakannanir Tengdar fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Formaður Framsóknarflokksins vill frekar að þrepaskiptur tekjuskattur verði lagður á sjávarútvegsfyrirtæki heldur en að sjá frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld verða að veruleika. Slíkt kerfi vill hann meina að sé líklegra til að tryggja að stærri og efnameiri fyrirtæki sem hagnast mest greiði meira af auðlindinni til samfélagsins en lítil og meðalstór fyrirtæki. Hann telur áform ríkisstjórnarinnar „andlandsbyggðarlega“ „salami-aðferð“ til að sækja tekjur af greininni. 6. maí 2025 08:29 Stuðningur við veiðigjaldafrumvarpið dregst saman Samkvæmt nýrri könnun um stuðning við frumvarp atvinnuvegaráðherra, um hækkun veiðigjalda, hefur dregið úr stuðningi almennings við málið milli mánaða. Stuðningurinn er eftir sem áður mikill. 24. júní 2025 14:41 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
„Þetta er salami-leiðin“ Formaður Framsóknarflokksins vill frekar að þrepaskiptur tekjuskattur verði lagður á sjávarútvegsfyrirtæki heldur en að sjá frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld verða að veruleika. Slíkt kerfi vill hann meina að sé líklegra til að tryggja að stærri og efnameiri fyrirtæki sem hagnast mest greiði meira af auðlindinni til samfélagsins en lítil og meðalstór fyrirtæki. Hann telur áform ríkisstjórnarinnar „andlandsbyggðarlega“ „salami-aðferð“ til að sækja tekjur af greininni. 6. maí 2025 08:29
Stuðningur við veiðigjaldafrumvarpið dregst saman Samkvæmt nýrri könnun um stuðning við frumvarp atvinnuvegaráðherra, um hækkun veiðigjalda, hefur dregið úr stuðningi almennings við málið milli mánaða. Stuðningurinn er eftir sem áður mikill. 24. júní 2025 14:41