Bryndís Arna á leið til Íslandsmeistara Vals Framherjinn Bryndís Arna Níelsdóttir mun að öllum líkindum spila fyrir Íslandsmeistara Vals næsta sumar. Þetta herma öruggar heimildir Vísis. Íslenski boltinn 3. nóvember 2021 17:16
„Bjartsýni að halda að ég gæti spilað núna“ Elín Metta Jensen hefur misst af byrjun fyrstu undankeppni íslenska landsliðsins í fótbolta undir stjórn Þorsteins Halldórssonar, vegna meiðsla. Hún treystir á liðsfélaga sína í kvöld og segir Ísland með sterkara lið en Tékkland. Fótbolti 22. október 2021 09:31
Ásgerður framlengir við Íslandsmeistarana Ásgerður Stefanía Baldursdóttir framlengdi í dag samningi sínum við Íslandsmeistaralið Vals út næsta tímabil. Íslenski boltinn 12. október 2021 20:00
Ferðuðust til tunglsins til að spila leiki íslenska fótboltasumarsins Á meðan að KA-menn þurftu að ferðast samtals um 8.500 kílómetra til að spila leiki sína í efstu deild karla í fótbolta í sumar þurftu Íslandsmeistarar Víkings aðeins að ferðast 1.000 kílómetra. Liðin á Austfjörðum þurftu þó að ferðast lengst allra þetta fótboltasumar. Íslenski boltinn 11. október 2021 09:32
Síðasti leikur þjálfarans verður sá stærsti Vilhjálmur Kári Haraldsson er í sérstakri stöðu í kvöld. Hann er að stýra Blikaliðinu í síðasta skiptið en um leið er liðið að spila sinn fyrsta leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Fótbolti 6. október 2021 10:30
Sif snýr heim en ekki víst að hún spili fyrir manninn sinn Sif Atladóttir, landsliðsmiðvörður í fótbolta, heldur heim til Íslands í vetur eftir tólf ár í atvinnumennsku. Hún mun búa á Selfossi en segist ekki setja það fyrir sig að ferðast til æfinga á höfuðborgarsvæðinu fari svo að hún semji við félag þar. Fótbolti 6. október 2021 09:00
Frá Kristianstad til Selfoss Björn Sigurbjörnsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Selfoss í fótbolta. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Íslenski boltinn 5. október 2021 14:26
Ásmundur tekur við bikarmeisturum Breiðabliks Bikarmeistarar Breiðabliks gáfu frá sér tilkynningu í dag þess efnis að Ásmundur Arnarsson væri nýr þjálfari liðsins. Er hann ráðinn til þriggja ára. Íslenski boltinn 2. október 2021 18:01
Finnur sársauka í hverjum leik og var sagt að hætta en styrkir Blika í Meistaradeild Belgíska landsliðskonan Alexandra Soree hefur fengið undanþágu til félagaskipta í Breiðablik og verður með liðinu í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta sem hefst í næstu viku. Sérfræðingar sögðu að hún þyrfti að hætta í fótbolta þegar hún var unglingur. Íslenski boltinn 29. september 2021 16:33
Blikar fá tvær nýjar í Meistaradeildina Breiðablik hefur bætt við sig tveimur leikmönnum fyrir komandi stórleiki í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Félagið nýtti undanþáguheimildir til félagaskipta enda félagaskiptaglugginn lokaður á Íslandi. Íslenski boltinn 29. september 2021 14:13
Þór/KA lætur þjálfarateymið fara Stjórn Þórs/KA hefur ákveðið að skipta um þjálfara hjá liðinu og venslaliðinu Hömrunum. Íslenski boltinn 29. september 2021 09:15
Segir lágstemmdan lokafögnuð faraldrinum að kenna Stjórn knattspyrnudeildar Vals ákvað að halda ekki hefðbundið lokahóf að afloknu keppnistímabili um helgina. Óánægja er með þá ákvörðun í röðum Íslandsmeistara félagsins í kvennaflokki. Framkvæmdastjóri Vals þvertekur fyrir að ákvörðunin hafi verið tekin vegna ófullnægjandi árangurs karlaliðsins. Íslenski boltinn 28. september 2021 08:31
Nikolaj Hansen og Agla María valin best í Pepsi Max deildunum Leikmenn, þjálfarar og forráðamenn félaganna sem leika í Pepsi Max deildum karla og kvenna kusu bestu leikmenn deildanna tveggja. Verðlaunin voru afhent í Pepsi Max Stúkunni í gærkvöldi fyrir hönd KSÍ. Íslenski boltinn 26. september 2021 11:15
Liðsfélagarnir hlæja að henni fyrir orðanotkun í klefanum Dóra María Lárusdóttir varð á dögunum Íslandsmeistari í áttunda skiptið á ferlinum en hún er enn í lykilhlutverki hjá Valsliðinu og var einn af bestu leikmönnum deildarinnar í sumar. Íslenski boltinn 16. september 2021 08:01
Guðni hættur með Stólana Guðni Þór Einarsson er hættur sem þjálfari kvennaliðs Tindastóls í fótbolta, eftir fyrsta tímabil liðsins í efstu deild í sögu félagsins. Fótbolti 15. september 2021 16:30
Sjáðu bragðgóða markasúpu sumarsins Snilldarvippur, þrumuskot og snyrtilegar afgreiðslur eru meðal þess sem sjá má í syrpu með mörgum af bestu mörkunum úr Pepsi Max-deild kvenna árið 2021. Íslenski boltinn 14. september 2021 15:31
Byrjaði bara tvo deildarleiki í sumar en bjó samt til tíu Valsmörk Fanndís Friðriksdóttir þurfti ekki margar mínútur í Pepsi Max deildinni í fótbolta í sumar til að brjóta tíu marka múrinn. Íslenski boltinn 14. september 2021 12:31
Völdu Mist Edvards besta leikmann tímabilsins: „Ég er jafnforvitin og þú“ Mist Edvardsdóttir er besti leikmaður Pepsi Max deildar kvenna í fótbolta að mati Helenu Ólafsdóttur og félaga í Pepsi Max mörkunum. Íslenski boltinn 13. september 2021 14:00
Þær eru miklu sterkari en þær sýndu í dag Vilhjálmur Kári, þjálfari Breiðabliks, var að vonum sáttur með 6-1 sinna stelpna á öflugu liði Þróttar R. í lokaumferð Pepsi-Max deild kvenna í dag. Íslenski boltinn 12. september 2021 17:00
Umfjöllun: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Stjarnan sendi Tindastól niður í Lengjudeildina Stjarnan vann 2-1 útisigur á Sauðárkróki í lokaumferð Pepsi Max deildar kvenna í fótbolta. Það þýðir að Tindastóll er fallið og leikur í Lengjudeild kvenna að ári. Íslenski boltinn 12. september 2021 16:00
Umfjöllun: Þór/KA - Keflavík 0-0 | Gestirnir áfram í efstu deild að ári Þór/KA og Keflavík gerðu markalaust jafntefli á Akureyri í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta. Keflavík þurfti stig til að tryggja veru sína í efstu deild og það tókst. Íslenski boltinn 12. september 2021 16:00
Umfjöllun: Breiðablik - Þróttur R. 6-1 | Engin Evrópyþynnka í Blikum Breiðablik valtaði yfir Þrótt Reykjavík í lokaumferð Pepsi Max deildar kvenna í dag, lokatölur 6-1. Gefur þessi leikur ekki góð fyrirheit fyrir Þróttara en þessi lið mætast í úrslitum Mjólkurbikarskvenna þann 1. október næstkomandi. Íslenski boltinn 12. september 2021 15:50
Tindastóll þarf hálfgert kraftaverk Keppni í Pepsi Max-deild kvenna lýkur í dag með þremur leikjum. Valur fékk Íslandsmeistarabikarinn afhentan á föstudaginn og Fylkir fellur en það skýrist í dag hvaða lið fer niður með Fylkiskonum. Íslenski boltinn 12. september 2021 10:30
Eysteinn: Gerum allt til þess spila á Kópavogsvelli Eysteinn Lárusson, framkvæmdastóri Breiðabliks, stendur í ströngu þessa dagana vegna þátttöku kvennaliðs Breiðabliks í riðlakeppni meistaradeildar Evrópu. Guðjón Guðmundsson fréttamaður tók hann tali. Fótbolti 12. september 2021 09:01
Vilhjálmur hættir með Breiðablik Vilhjálmur Kári Haraldsson mun ekki þjálfa kvennalið Breiðabliks á næsta keppnistímabili. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Fótbolti 11. september 2021 12:00
Markadrottning af fótboltaaðalsættum: „Fékk loksins traustið“ Ein óvæntasta stjarna íslenska fótboltasumarsins er hin 21 árs Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir sem var langmarkahæst í Lengjudeild kvenna sem lauk í fyrradag. Íslenski boltinn 11. september 2021 09:30
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Selfoss 5-0 | Meistararnir kláruðu tímabilið með stæl Valskonur, sem þegar höfðu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn, fengu lið Selfoss í heimsókn á Origo-völlinn í kvöld. Ekkert var undir í leiknum en Valsstúlkur vildu svo sannarlega enda tímabilið og byrja fögnuð kvöldsins með stæl. Það gerðu þær líka með auðveldum 5-0 sigri. Íslenski boltinn 10. september 2021 18:30
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fylkir 5-0 | Fimm stjörnu sigur ÍBV gegn botnliði Fylkis ÍBV hafði þegar bjargað sér frá falli á meðan Fylkir mun spila í Lengjudeildinni sumarið 2022. Það var því lítið annað en stoltið undir í leik kvöldsins. Íslenski boltinn 10. september 2021 16:31
Blikar fá að spila 60 milljóna leikinn þrátt fyrir að leikmaður hafi smitast Einn leikmaður Breiðabliks hefur greinst með kórónuveirusmit í aðdraganda seinni leiksins við króatíska liðið Osijek, í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á morgun. Fótbolti 8. september 2021 13:45
Sjáðu þegar að Þór/KA felldi Fylki og öll mörk gærdagsins í Pepsi Max deild kvenna Fjórir leikir fóru fram í Pepsi Max deild kvenna í gær. Tindastóll heldur enn lífi í sinni fallbaráttu eftir 3-1 sigur á Selfossi, en sömu sögu er ekki að segja um Fylki sem er fallið úr deildinni eftir 2-1 tap gegn Þór/KA. Íslenski boltinn 5. september 2021 17:00