Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Fyrr­verandi hirti fernu-boltann

Rússneski knattspyrnumaðurinn Andrey Arshavin átti eitt flottasta kvöldið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann skoraði fjögur mörk fyrir Arsenal á móti Liverpool fyrir fimmtán árum síðan. Menn hafa furðað sig á því hvar leikboltinn endaði.

Enski boltinn
Fréttamynd

Håland tæpur fyrir stór­leikinn gegn Chelsea

Erling Braut Håland er tæpur fyrir leik bikarmeistara Manchester City og Chelsea. Þetta staðfesti Pep Guardiola, þjálfari Man City, á blaðamannafundi fyrir leikinn sem fram fer síðar í dag. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.

Enski boltinn
Fréttamynd

Albert komst ekki á blað gegn Lazio

Albert Guðmundsson spilaði allar 90 mínúturnar þegar Genoa tapaði 0-1 gegn Lazio á heimavelli sínum, Stadio Luigi Ferraris-vellinum. Eina mark leiksins skoraði Luis Alberto á 67. mínútu.

Fótbolti
Fréttamynd

Hafi ekki séð styrk­­leika sína nægi­­lega vel

Eftir löng sam­töl er ís­­lenski lands­liðs­­maðurinn í fót­­bolta, Andri Lucas Guð­john­­sen loksins orðinn leik­­maður Lyng­by að fullu. Hann segir vanga­veltur um fram­­tíð sína ekki hafa truflað sig innan vallar og þá horfir hann björtum augum fram á komandi tíma hjá Lyng­by sem stendur í ströngu um þessar mundir í efstu deild Dan­­merkur. Hann kveður því sænska fé­lagið IFK Norr­köping að fullu og finnst sínir styrk­leikar ekki hafa fengið að skína í gegn þar.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þurfum á öllum að halda fyrir loka á­hlaup í deildinni“

„Fyrst af öllu vil ég hrósa Atalanta. Við vorum slakir í síðustu viku og þeir spiluðu vel. Atalanta átti skilið að fara áfram því við gerðum hlutina alltof erfiða fyrir okkur,“ sagði Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, eftir að liðið féll úr leik í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

Fótbolti