Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Meistara­deildar­mörkin: Stjörnur PSG fengu skell og City hnyklaði vöðvana

Tuttugu og sjö mörk voru skoruð í þeim átta leikjum sem voru á dag­skrá 2. um­ferðar riðla­keppni Meistara­deildar Evrópu í gær­kvöldi. New­cast­le bauð upp á sýningu gegn PSG í fyrsta Meistara­deildar­leiknum á St. James' Park í fleiri fleiri ár. Evrópu­meistararnir gerðu góða ferð til Þýska­lands og Shak­htar átti frá­bæra endur­komu í Belgíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Óskar Hrafn við son sinn: Ekki láta skömmina festast á þér

Það er svo sannarlega nóg að gera hjá feðgunum Óskari Hrafni Þorvaldssyni og Orra Steini Óskarssyni í þessari viku enda báðir á fullu í Evrópukeppnunum með liðum sínum. Óskar Hrafn stýrir Blikum í dag á heimavelli í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar og Orri spilaði á móti Bayern í Meistaradeildinni á þriðjudaginn.

Fótbolti
Fréttamynd

Hojlund sá yngsti síðan Haaland

Það er ekki nóg með að nöfnin þeirra séu lík, þeir komi báðir frá Norðurlöndum og spili sem framherjar hjá Manchester liði, þá eru þeir farnir að elta afrek hvors annars.

Fótbolti
Fréttamynd

Kjóstu leik­mann mánaðarins í Bestu deild karla

Tveir leik­menn frá Val, einn úr KR, einn úr KA og einn úr Stjörnunni eru til­­­nefndir í kjörinu á besta leik­manni ágúst­­mánaðar í Bestu deild karla í fót­­bolta. Til­­kynnt var um til­­­nefningarnar í Stúkunni á Stöð 2 Sport á dögunum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Svona var blaða­manna­fundur Åge: „Leikur sem ég hef eytt úr mínu minni“

Åge Hareide, lands­liðs­þjálfari ís­lenska karla­lands­liðsins í fót­bolta segist hafa eytt minningunni um leik liðsins gegn Lúxem­borg, í síðasta verk­efni liðsins, úr huga sínum. Åge sat fyrir svörum á blaða­manna­fundi í morgun og þar var ljóst að hann bindur miklar vonir við endur­komu Gylfa Þór Sigurðs­sonar og Arons Einars Gunnars­sonar í liðið.

Fótbolti
Fréttamynd

Andri Lucas eigi það skilið að vera í landsliðinu á ný

Åge Hareide, lands­liðs­­þjálfari ís­­lenska karla­lands­liðsins í fót­­bolta, segir Andra Lucas Guð­john­sen, sóknar­mann danska úr­vals­deildar­fé­lagsins Lyng­by eiga það ræki­lega skilið að vera í lands­liðs­hópi Ís­lands fyrir komandi verk­efni í undan­keppni EM 2024. Andri Lucas hefur farið með himin­skautum í Dan­mörku upp á síð­kastið.

Fótbolti