Matur

Matur

Girnilegar uppskriftir úr öllum áttum og fréttir tengdar mat.

Fréttamynd

Mataræði getur skipt sköpum

Þórunn Steinsdóttir og Unnur Guðrún Pálsdóttir, eða Lukka eins og hún er kölluð, gáfu út matreiðslubókina Máttur matarins í síðustu viku en báðar eru þekktar fyrir áhuga sinn á samspili mataræðis og heilsu. Í bókinni er fjallað um mat sem styrkir heilsuna og það hvernig matur getur átt þátt í að halda sjúkdómum frá og í skefjum.

Matur
Fréttamynd

Lax: Nauðsynlegt að nota tilfinninguna

Stangveiðisumarið 2016 er að baki og eflaust eiga margir bleikan fisk í sínum frysti. Jóhann Gunnar Arnarsson er bæði veiðimaður og bryti og flestum betri í að leiðbeina lesendum í matreiðslu á laxi.

Matur
Fréttamynd

Uppskriftir Sigmars í nýrri bók

Sigmar B. Hauksson var þekktur matgæðingur og ástríðukokkur. Hann var með sjónvarpsþætti um mat og ferðalög, skrifaði greinar í blöð og tímarit auk þess að vera öflugur veiðimaður. Ný bók, Úr búri náttúrunnar, kemur út fljótlega.

Matur
Fréttamynd

Var sykurfíkill: Sykurlaus en ljúffeng kaka

Júlía Magnúsdóttir ánetjaðist sykri og varð fyrir heilsutjóni en aðstoðar nú fólk við að losa sig við sykurinn. Hún segir sykur falinn í mörgum fæðutegundum og að mikilvægt sé að byrja hægt og rólega á hreinna mataræði.

Matur
Fréttamynd

Rófan nefnd appelsína norðursins

Gulrófan hefur verið ræktuð í íslenskri mold í rúm 200 ár og snædd í kotum og á hefðarheimilum. Ómissandi í kjötsúpuna og afbragð með saltfisknum. En hún er líka góð af grillinu og í gratínið og hentar vel sem snakk og millimál.

Matur
Fréttamynd

Vegan lífsstíllinn

Veganismi er lífstíll sem hefur verið að ryðja sér til rúms á síðustu árum hér á landi og annarsstaðar.

Matur
Fréttamynd

Nam núðlugerðarlist í Japan

Kungsang Tsering er fæddur í Tíbet og rekur lítinn japanskan veitingastað við Tryggvagötu. Hann hefur tekið þátt í Krás götumatarmarkaði þar sem langar raðir myndast við básinn hans. Hann segir núðlugerðina listform og fór í sumar í sérstakan núðluskóla í Japan.

Matur
Fréttamynd

Listrænar kvikmyndir sýndar í listasafni

Fimm teiknimyndir sem allar fjalla á einhvern hátt um dýra- og plönturíkið verða sýndar í Hafnarhúsinu í kvöld. Sýningin er hluti af dagskrá í tengslum við sýninguna RÍKI – flóra, fána, fabúla. Myndirnar eru allar gerðar af myndlistarfólki.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Sjáðu konung allra ostborgara

Kokkurinn Leandro Diaz kemur frá Dóminíska lýðveldinu og hefur hann náð góðum tökum á því að útbúa einhvern rosalegasta ostborgara sem til er.

Matur
Fréttamynd

Eðalmatur fyrir hlaupara

Matgæðingurinn Albert Eiríksson veit hvað hentar best í magann fyrir hlaup. Hann setti saman girnilegan matseðil sem hentar mjög vel fyrir þá sem stunda íþróttir og líkamsrækt. Matseðillinn er stútfullur af hollustu og góðum næringarefnum.

Lífið
Fréttamynd

Hollar kræsingar í nestispakkann

Hafrastykki með fræjum, eggjamúffur og salthnetuæði. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og höfundur nokkurra matreiðslubóka, er ekki óvön því að útbúa nesti, jafnt fyrir börnin í skóla og íþróttir, í vinnuna eða í lautarferð fjölskyldunnar.

Matur
Fréttamynd

Ljótar pítsur á leið til Bandaríkjana

Pitsustaðurinn Ugly mun síðar á árinu opna sinn fyrsta stað í Portland í Oregon. Stefnan er svo sett á að opna fleiri staði, bæði hér og í Bandaríkjunum auk þess að hefja framleiðslu á blómkálsbotnum.

Lífið
Fréttamynd

Íslenskt lamb á kosningadegi

Það er kosningadagur með viðeigandi kosningasjónvarpi á RÚV og Stöð 2. Einn maður hefur manna oftast komið fram í kosninga­sjón­varpi, það er Ólafur Þ. Harðarson prófessor sem hefur rýnt í kosningatölur í sjónvarpi frá árinu 1986 eða í nákvæmlega 30 ár.

Matur