Óttast að deila Manés og Sanés muni hjálpa Bayern Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, óttast að deila þeirra Sadios Mané og Leroys Sané muni hjálpa Bayern München fyrir seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 17. apríl 2023 14:00
Mané fékk bann og sekt fyrir kjaftshöggið Forráðamenn Bayern München hafa ákveðið að setja Sadio Mané í bann og sekta hann fyrir að slá liðsfélaga sinn, Leroy Sané, eftir tapið gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld. Fótbolti 13. apríl 2023 15:00
Sáttafundur í morgun en Mané gæti fengið þunga refsingu Leroy Sané og Sadio Mané voru báðir mættir á æfingu Bayern München í morgun eftir að upp úr sauð þeirra á milli í Manchester í fyrrakvöld, eftir 3-0 tapið gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Fótbolti 13. apríl 2023 11:30
Segir leikmenn skorta trú en allt geti gerst á Brúnni Frank Lampard, tímabundinn stjóri Chelsea, hafði ekki gefið upp alla von þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir 2-0 tap sinna manna á Santiago Bernabéu í fyrri leik Chelsea og Real Madríd í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 13. apríl 2023 10:30
Sjáðu mörk Real gegn Chelsea og rauða spjaldið Evrópumeistarar Real Madrid eru í góðum málum í einvígi sínu við Chelsea í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta, eftir 2-0 heimasigur í gær. Mikil spenna er í einvígi AC Milan og Napoli eftir 1-0 heimasigur Milan. Fótbolti 13. apríl 2023 10:04
Eins ítalskt og það verður hjá AC Milan AC Milan, liðið sem situr í 4. sæti Serie A með 52 stig, vann 1-0 sigur á Napoli, liðinu í 1. sæti Serie A með 74 stig, í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 12. apríl 2023 21:25
Evrópumeistararnir í góðri stöðu Evrópumeistarar Real Madríd lögðu Chelsea 2-0 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeild Evrópu er liðin mættust á Santiago Bernabéu í Madríd. Fótbolti 12. apríl 2023 21:05
Sjáðu hamarinn hjá Rodri og öll hin mörkin úr Meistaradeildinni Manchester City vann öruggan 3-0 heimasigur á Bayern München í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld og Inter lagði Benfica í Lissabon 2-0. Mark Rodri, miðjumanns City, bar af. Fótbolti 12. apríl 2023 16:00
„Ég er leiður því ég á frábærar minningar þaðan“ Knattspyrnustjóri Real Madrid, Carlo Ancelotti, var spurður hvort hann væri leiður að sjá Chelsea í þeirri stöðu sem liðið er í og hvort hann myndi íhuga að taka aftur við liðinu. Fótbolti 12. apríl 2023 14:30
Inter komið hálfa leið í undanúrslit Inter Milan vann mikilvægan 2-0 útisigur er liðið heimsótti Benfica í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 11. apríl 2023 20:56
Englandsmeistararnir fara með örugga forystu til München Englandsmeistarar Manchester City unnu öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti Þýskalandsmeisturum Bayern München í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 11. apríl 2023 20:50
Segir Bayern álitið minni máttar í kvöld Þrátt fyrir alla velgengni Þýskalandsmeistara Bayern München í gegnum árin telur nýi knattspyrnustjórinn hjá félaginu, Thomas Tuchel, að Manchester City sé álitið sigurstranglegra fyrir stórleik liðanna í kvöld. Fótbolti 11. apríl 2023 08:01
Blikar fá að vera gestgjafar í forkeppninni Íslandsmeistarar Breiðabliks verða á heimavelli í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta karla í sumar, rétt eins og Víkingar voru á síðustu leiktíð. Fótbolti 29. mars 2023 15:29
Ederson: Miklir möguleikar á því að Ancelotti þjálfi Brasilíu Markvörður Manchester City vill að Real Madrid detti sem fyrst út úr Meistaradeildinni en ástæðan er þó ekki að hann vilji ekki mæta Real Madrid í keppninni. Fótbolti 22. mars 2023 11:00
City og Bayern mætast í Meistaradeildinni Manchester City mætir Bayern München í stórleik átta liða úrslita Meistaradeildar Evrópu. Dregið var í dag. Fótbolti 17. mars 2023 11:20
Spiluðu kunnuglegt stef eftir að hafa slegið Liverpool út Real Madríd sló Liverpool út úr Meistaradeild Evrópu á heimavelli sínum, Santiago Bernabéu, í gærkvöld. Í kjölfarið spilaði plötusnúður heimaliðsins „You´ll never walk alone.“ Lagið sem er spilað fyrir hvern einasta heimaleik Liverpool. Fótbolti 16. mars 2023 12:30
Líkt og það séu álög á Klopp þegar mótherjinn kemur frá Spáni Jürgen Klopp, þjálfara Liverpool, hefur gengið bölvanlega að sigrast á spænskum liðum síðan hann tók við stjórnartaumunum í Bítlaborginni. Fótbolti 16. mars 2023 08:30
„Ekki það sem við vildum en það sem við fengum“ Það var ekki bjart yfir Jürgen Klopp, þjálfara Liverpool, þegar hann mætti í viðtal eftir 1-0 tap sinna manna á Santiago Bernabéu-vellinum í Madríd. Eftir að hafa tapað 5-2 á heimavelli í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu var brekkan brött fyrir drengina frá Bítlaborginni. Fótbolti 15. mars 2023 23:31
Óeirðir fyrir leik en Napoli hafði öll völd í leiknum sjálfum Napoli lagði Eintracht Frankfurt 3-0 í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Ítalska liðið vann einvígið þar með 5-0 og fór örugglega áfram. Fótbolti 15. mars 2023 22:10
Benzema skoraði og Real fór örugglega í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu Evrópumeistarar Real Madríd unnu 1-0 sigur á Liverpool í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Real vann fyrri leik liðanna á Anfield 5-2 og var því í góðum málum fyrir leik kvöldsins. Fótbolti 15. mars 2023 22:00
Hefur sýnt og sannað að enn er hægt að koma á óvart á gervihnattaöld Georgímaðurinn Khvicha Kvaratskhelia, mögulega betur þekktur sem Kvaradona, hefur undanfarna mánuði heillað knattspyrnuaðdáendur á Ítalíu sem og um gervalla Evrópu með ótrúlegum hæfileikum sínum. Reikna má með að hann spæni upp vænginn þegar Napoli tekur á móti Eintracht Frankfurt í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 15. mars 2023 10:31
Sjáðu mörkin: Bæði fljótastur og yngstur til að skora þrjátíu í Meistaradeild Evrópu Erling Braut Håland er svo sannarlega engum líkur. Norski framherjinn hefur nú skorað 30 mörk í Meistaradeild Evrópu, í aðeins 25 leikjum. Það gerir hann fljótasta leikmann sögunnar til að ná þeim áfanga sem og þann yngsta. Mörkin fimm sem Håland skoraði í gær, þriðjudag, má sjá neðst í fréttinni. Fótbolti 15. mars 2023 09:00
Henderson ekki með á Bernabéu Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, verður ekki með sínum mönnum í kvöld þegar liðið mætir á Santiago Bernabéu í Madríd og reynir að snúa einvíginu gegn Real Madríd sér í vil. Stefan Bajcetic verður einnig fjarverandi í kvöld. Fótbolti 15. mars 2023 07:30
„Ofurkraftur minn er að skora mörk“ „Þetta er stórt kvöld. Í fyrsta lagi er ég stoltur af því að spila í þessari keppni, ég elska það. Fimm mörk! Að vinna 7-0 er ótrúlegt,“ sagði norski markahrókurinn Erling Braut Håland eftir ótrúlegan sigur Manchester City á RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 14. mars 2023 23:31
Inter naumlega áfram eftir að leggja rútunni í Portúgal Inter Milan er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir markalaust jafntefli við Porto í Portúgal. Inter vann fyrri leikinn 1-0 og er því komið áfram. Fótbolti 14. mars 2023 22:15
Fimm frá Håland og Man City flaug áfram Erling Braut Håland gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk í ótrúlegum 6-0 sigri Manchester City á RB Leipzig í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Staðan í einvíginu var 1-1 eftir fyrri leikinn. Fótbolti 14. mars 2023 21:55
Segir að tími sinn sem stjóri City verði dæmdur út frá Meistaradeildinni Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, segir að tími sinn sem þjálfari liðsins verði dæmdur út frá því hvort liðinu takist að vinna Meistaradeild Evrópu undir hans stjórn. Fótbolti 13. mars 2023 17:30
Ótrúleg hæfileikaverksmiðja Benfica Benfica frá Portúgal er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Það eitt og sér er ef til vill ekki það merkilegt, ótrúlegustu lið slysast langt í Meistaradeildinni ár frá ári. Að Benfica geti það þrátt fyrir að selja hverja stórstjörnuna á fætur annarri, ár eftir ár, er hins vegar ótrúlegt. Fótbolti 11. mars 2023 09:01
Segir Messi ekkert hafa gert fyrir PSG Lionel Messi hefur ekki gert neitt fyrir Paris Saint-Germain og leggur sig ekki nóg fram fyrir félagið. Þetta segir Jérome Rothen, fyrrverandi leikmaður PSG. Fótbolti 10. mars 2023 11:30
Milan hélt hreinu í Lundúnum og skildi Tottenham eftir í sárum Ítalíumeistarar AC Milan eru komnir áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 0-0 jafntefli gegn Tottenham í kvöld. Milan vann fyrri leikinn og skilur Tottenham eftir með sárt ennið. Fótbolti 8. mars 2023 22:15