Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Manchester City og PSG í dauðariðli Meistaradeildarinnar

    Nú rétt í þessu var dregið í riðla Meistaradeildar Evrópu. Manchester City mætir PSG og RB Leipzig í A-riðli, Liverpool er einnig í erfiðum B-riðli með Atletico Madrid, Porto og AC Milan, og Manchester United mætir Villareal, Atalanta og Young Boys í F-riðli.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Blikakonur nær tugum milljóna og desemberleikjum

    Íslandsmeistarar Breiðabliks í fótbolta kvenna eiga ágæta möguleika á því að verða í hópi 16 bestu liða Evrópu sem leika í nýrri riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu frá október fram í desember. Það myndi skila félaginu tugmilljónum króna í kassann.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    María út af í hálfleik í Meistaradeildartapi

    María Catharina Ólafsdóttir Gros spilaði fyrri hálfleik fyrir Celtic sem tapaði 2-1 fyrir spænska liðinu Levante í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Celtic er því úr keppni en spilar um þriðja sæti í sínum undanriðli.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Blikakonur skutu færeysku meistarana á bólakaf

    Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnar einu skrefi nær annarri umferð Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu eftir 7-0 stórsigur í dag á færeysku meisturunum í KÍ frá Klaksvík í undanúrslitum riðils Blika sem fer fram í Litháen.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Grealish og Messi „peð“ í pólitískri pissukeppni

    Nýleg kaup stórliðanna Manchester City og Paris Saint-Germain á Jack Grealish og Lionel Messi hafa vakið mikla athygli. Merkilegt þykir að félögin geti eytt eins miklum peningum og raun ber vitni á meðan önnur félög berjast í bökkum eftir fjárhagsleg áhrif kórónuveirufaraldursins.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Kepa kom inn fyrir vítakeppnina og tryggði Chelsea Ofurbikarinn

    Chelsea vann Villarreal 6-5 í vítaspyrnukeppni til að tryggja sér Ofurbikar Evrópu í fótbolta á Windsor Park í Belfast í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli eftir venjulegan leiktíma og framlengingu en Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, gerði skiptingu undir lok framlengingar sem hafði mikið að segja um úrslitin.

    Fótbolti