Mega skila notuðum nærfötum Fataiðnaðurinn færist smátt og smátt í umhverfisvænni framleiðslu og sífellt bætast við þeir framleiðendur sem taka á móti flíkum til að endurvinna. Nú hafa notuð nærföt bæst við því bandaríska vörumerkið Big Favorite hefur tilkynnt að viðskiptavinir geti skilað til sín notuðum nærfötum til endurvinnslu. Atvinnulíf 23. desember 2020 07:01
Nýsköpun í bæjarlæknum Þegar við hugsum um nýsköpun koma fyrirtæki á borð við CCP, Össur, Marel og Controlant fyrst upp í hugann. Oft koma líka upp í hugann staðalmyndir frumkvöðulsins. Fáum myndi detta í hug að nefna nafn Eiríks Björnssonar, bónda í Svínadal í Skaftártungu, í sömu andrá og nýsköpun. Skoðun 19. desember 2020 17:26
„Förum varlega nú þegar við erum komin á lokasprettinn“ Samtök iðnaðarins héldu í gær viðburð í tilefni þess að ár nýsköpunar er senn á enda. Guðni Th. Jóhannesson forseti flutti ræðu af þessu tilefni þar sem hann hvatti landsmenn til dáða, bæði í virkjun hugvits og í baráttunni við heimsfaraldurinn. Viðskipti innlent 17. desember 2020 14:00
Sænskur banki semur við Meniga Íslenska fjártæknifyrirtækið Meniga hefur samið við sænsku bankasamsteypuna Swedbank og eru lausnir Meniga nú aðgengilegar öllum viðskiptavinum bankans í Svíþjóð, Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Viðskipti innlent 17. desember 2020 08:37
Tíu starfsmenn Efnagreininga NMÍ flytjast til Hafró Tíu starfsmenn, verkefni og tækjabúnaður Efnagreininga Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands munu flytjast til Hafrannsóknastofnunar. Tengist það því að til stendur að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð um áramótin. Innlent 14. desember 2020 13:14
„Hugmyndin kemur frá mér og Katrínu Tönju“ Alþjóðlega fyrirtækið STRAX var stofnað og er stjórnað af Íslendingum, er skráð hjá Nasdaq í Svíþjóð og hjá fyrirtækinu starfa um tvö hundruð manns. Fyrirtækið sérhæfir sig í dreifingu á aukahlutum fyrir farsíma en er um þessar mundir einnig í vöruþróun heyrnartóla undir vörumerkinu Dóttir. Atvinnulíf 14. desember 2020 07:52
Framfærsluáhyggjur og ótti draga úr nýsköpun Að sögn Huld Magnúsdóttur framkvæmdastjóra Nýsköpunarsjóðs Atvinnulífsins er það samdóma álit flestra sem koma að nýsköpunarmálum að fjöldi og dýpt fyrirspurna um fjárfestingu verður meiri og öflugri fljótlega eftir kreppur. En fólk hefur fjárhagsáhyggjur. Atvinnulíf 11. desember 2020 07:01
Bein útsending: Matvælastefna Íslands kynnt Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra efna til kynningar á Matvælastefnu Íslands til ársins 2030. Þetta kemur fram í tilkynningu. Innlent 10. desember 2020 10:46
„Maður þarf að vera undirbúinn fyrir ansi mörg Nei” Í síðustu viku hófst sala í Bandaríkjunum á íslenskum snjallfatnaði fyrir íþróttafólk. Snjallfatnaðurinn er íþróttabolurinn Tyme Wear sem er með innbyggðum nemum. Þessir nemar mæla öndunarrýmd og hreyfingu. Atvinnulíf 7. desember 2020 07:00
Íslenski tónlistarhraðallinn Firestarter kynntur til leiks Ný viðskiptatækifæri í tónlistargeiranum – Covid og hvað svo? Hvernig verður tónlistargeirinn tilbúinn fyrir nýja framtíð þegar kórónuveirufaraldurinn gengur yfir? Albumm 7. desember 2020 07:00
Atvinnulaus eftir hrun og úr varð framúrskarandi fyrirtæki Þóra Þórsdóttir var ekki bjartsýn eftir bankahrun. Atvinnuleysi blasti við og heilsunnar vegna fór hún að prófa ýmsar tilraunir með íslenskar jurtir. Úr varð fyrirtækið Urta Islandica sem nú telst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins að mati Creditinfo. Atvinnulíf 30. nóvember 2020 07:00
CCP náði í fyrstu atrennu og fleiri íslensk fyrirtæki hafa áhuga Það ferli að fá vottunina Great Place to Work var afar langt og strangt segir Erna Arnadóttir VP of People hjá CCP. Hún segir það samt hafa verið vel þess virði að fara í gegnum það ferli enda er CCP að keppa um mjög eftirsótta starfskrafta. Atvinnulíf 27. nóvember 2020 07:00
Efla atvinnulíf á Flateyri með vinnslu sæbjúgna Iðnaðarmenn standsetja þessa dagana sæbjúgnavinnslu á Flateyri sem ætlað er að verða stærsta fyrirtæki byggðarinnar. Vinnslan á að hefjast um miðjan desember og vonast er til að með henni skapist á þriðja tug nýrra starfa. Viðskipti innlent 26. nóvember 2020 22:46
Innlend sem erlend samkeppni um hlut í Controlant sem fór á tæpa tvo milljarða Frumtak, samlagssjóður í eigu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, lífeyrissjóða og banka, hefur selt 11,33 prósenta hlut sjóðsins í Controlant, upplýsingatæknifyrirtæki sem þróað hefur hugbúnaðarlausnir með sérstaka áherslu á lyfjaiðnaðinn. Kaupendur eru núverandi hluthafar í Controlant. Viðskipti innlent 26. nóvember 2020 19:15
Helga valin viðskiptafræðingur ársins Helga Valfells, framkvæmdastjóri og meðstofnandi Crowberry Capital, hefur verið valin viðskiptafræðingur ársins 2020 af Félagi viðskipta- og hagfræðinga. Verðlaunin hafa verið veitt árlega síðan árið 2000. Viðskipti innlent 26. nóvember 2020 09:03
Slógu til árið 2010 og velta nú á annan milljarð Bjarki Viðar Garðarsson og Pétur Hannes Ólafsson kynntust þegar þeir störfuðu báðir að uppbyggingu íslenskra fyrirtækja í Hong Kong. Með þeim tókst strax góður vinskapur og yfir kaffibolla á Starbucks ákváðu þeir að stofna sitt eigið fyrirtæki. Onanoff veltir nú um 1,3 milljarði og stefnir veltan í tvo milljarða á næsta ári. Atvinnulíf 23. nóvember 2020 07:00
„Ekki bara sitja og hugsa heldur standa upp og fara að gera“ Tengslanetið og fjármögnun eru erfiðasti hjallinn fyrir konur í nýsköpun segja þær Fida Abu Libdeh og Sandra Mjöll Jónsdóttir, en þær eru meðal leiðbeinanda AWE viðskiptahraðalsins sem nú stendur til boða á Íslandi. Atvinnulíf 19. nóvember 2020 07:00
Controlant hlýtur Nýsköpunarverðlaunin Íslenska fyrirtækið Controlant hlaut í dag Nýsköpunarverðlaun Íslands árið 2020 sem veitt voru við hátíðlega athöfn í Hörpu. Viðskipti innlent 18. nóvember 2020 11:25
Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Íslands Nýsköpunarverðlaun Íslands verða veitt í Hörpu klukkan 11. Viðskipti innlent 18. nóvember 2020 10:00
Vélrænt nám mun hafa áhrif á öll fyrirtæki Vélrænt nám mun hafa áhrif á öll fyrirtæki, stór sem smá og það er ekki eftir neinu að bíða með að nýta sér þessa tækni. Sem dæmi má nefna hvernig vélrænt nám getur dregið úr brottfalli viðskiptavina. Atvinnulíf 18. nóvember 2020 07:01
Klikkuð hugmynd sett í framkvæmd og varan seldist upp Umfjöllun um Omnom í þætti Zac Efron síðastliðið sumar hafði mikil og jákvæð áhrif segja þeir Kjartan Gíslason og Óskar Þórðarson hjá Omnom sem nú vinnur að frekari útrás. Atvinnulíf 16. nóvember 2020 07:01
Hægt að tala íslensku við snjallsíma með Emblu Aðstoðar-appið Embla gerir fólki kleift að tala við snjallsíma á íslensku, spyrja og fá svör. Viðskipti innlent 12. nóvember 2020 17:22
Íslensk ferðaþjónusta í heild hlaut ferðaþjónustuverðlaun Íslensk ferðaþjónusta hlýtur Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar árið 2020. Viðskipti innlent 11. nóvember 2020 16:16
Eins og að fleygja sér út úr flugvél og smíða fallhlíf á leiðinni Tveir læknar réðust í nýsköpun fljótlega eftir bankahrun og stofnuðu fyrirtækið Sidekick. Í dag starfa þar fjörtíu starfsmenn og markmiðið er að þrefalda þann fjölda á næstu misserum. Atvinnulíf 9. nóvember 2020 07:00
Samherji vill koma með fiskinn lifandi að landi Samherji er nú að láta breyta uppsjávarskipi á þann hátt að hægt verður að dæla fiski um borð og geyma lifandi í tönkum. Viðskipti innlent 8. nóvember 2020 20:31
Frumkvöðlar skipta með sér 30 milljónum Íslandsbanki afhenti í dag styrki úr frumkvöðlasjóði bankans. Alls voru veittar 30,5 milljónir króna til fjórtán verkefna en 124 umsóknir bárust samkvæmt tilkynningu frá bankanum. Viðskipti innlent 6. nóvember 2020 14:08
Helga og Sveinn til Orkídeu Sveinn Aðalsteinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri nýsköpunarverkefnisins Orkídeu. Viðskipti innlent 30. október 2020 13:52
Norðlenska í samstarfi við sprotafyrirtækið Sprettu Norðlenska hefur sett nýjar vörur á markað í samstarfi við íslenska sprotafyrirtækið Sprettu. Vörurnar eru þær fyrstu af mörgum sem þróaðar hafa verið og fást í Krónunni Samstarf 28. október 2020 11:45
Leyfa erlendum sérfræðingum að dvelja á Íslandi í hálft ár Ráðherrar hafa kynnt aðgerðir til að gera fólki utan EES kleift að vinna fjarvinnu á Íslandi í allt að sex mánuði. Nýsköpunarráðherra vonar að þetta muni örva nýsköpun á Íslandi. Innlent 27. október 2020 18:43
Hægt að spara 13 milljarða á ári með nýjum lausnum Alvican er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa orðið til eftir bankahrun og þróað hefur nýjar lausnir í velferðatækni fyrir eldri borgara. Atvinnulíf 26. október 2020 07:00