Fréttir

Fréttamynd

Hneyksli skekur Ericsson

Hlutabréf í sænska símafyrirtækinu Ericsson hefur fallið um 5,13 prósent kauphöllinni í Stokkhólmi í dag í kjölfar afkomuviðvörunar og hneykslismáls sem fjallað er um í sænskum fjölmiðlum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Rauð opnun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Existu féll um 2,57 prósent skömmu eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Gengi bréfa í félaginu stendur í 26,55 krónum á hlut og hefur ekki verið lægra síðan snemma í febrúar á þessu ári. Gengi annarra félaga hefur lækkað sömuleiðis, helst í fjármálafyrirtækjum, en ekkert hækkað á sama tíma.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Spalar eykst milli ára

Spölur, sem rekur Hvalfjarðargöng, hagnaðist um 112 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi, sem er síðasti fjórðungur ársins í bókum félagsins. Til samanburðar var hagnaður inn 153 milljónir króna á sama tíma í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Snörp lækkun á hlutabréfamörkuðum

Snörp lækkun var á helstu hlutabréfamörkuðum í Asíu og Evrópu í dag eftir að oliuverð fór í hæstu hæðir og gengi bandaríkjadals lækkaði frekar gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Allir markaðirnir stóðu á rauðu í dag. Eini fjármálamarkaðurinn þar sem fjárfestar gátu andað léttar var í kauphöllinni í Karachi í Pakistan.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Pirraðir og þreyttir á verkföllum

Athafnalíf í Frakklandi var lamað í dag vegna verkfalla tug þúsunda opinberra starfsmanna. Almenningssamgöngur hafa verið skertar til muna síðustu vikuna. Sjúkrahús veita lágmarks umönnun og skólar eru lokaðir. Íslendingur sem býr í París segir borgarbúa þreytta og pirraða á ástandinu. Ástæða þessara umfangsmiklu aðgerða og mótmæla í dag eru áform Nicolas Sarkozys, Frakklandsforseta, að skerða lífeyrisrétt opinberra starfsmanna og fækka þeim um rúmlega 20 þúsund með því að ráða ekki í þær stöður sem losna. Almenningssamgöngur hafa að mestu legið niðri í viku. Nú bætast heilbrigðisstarfsmenn, kennarar, flugumferðastjórar og aðrir opinberir starfsmenn í hópinn - en þó aðeins í einn sólahring að öllu óbreyttu. Ari Allansson, kvikmyndagerðarmaður býr í París. Hann segir verkfall starfmanna almenningssamgöngufyrirtækja hafa haft tilfinnanleg áhrif. Það hafi tekið óratíma að komast milli staða með lestum og strætisvögnum sem þó hafi gengið síðustu daga. Sjálfur noti hann litla skellinöðru til að komast milli staða og því laus við þann vanda. Það sem valdi honum hins vegar vandræðum sé það að umferðin sé mun þyngri á vegum nú en áður þegar almenningssamgöngur séu ótruflaðar. Verkfall flugumferðastjóra hefur raskað flugumferð til og frá flugvöllunum tveimur í París og á flugvellinum í Marseilles. Ari segir vin sinn hafa verið á leið til Spánar og millilent í París í gær. Hann hafi ekki komist milli flugvalla vegna verkfallsins og misst af tengiflugi á hinum flugvellinum. Kannanir benda til þess að Sarkozy njóti stuðnings meirihluta Frakka en það gæti breyst. Ari segir flesta Parísarbúa og aðra Frakka miklu fremur pirraða og þreytta á ástandinu en að þeir taki afstöðu í deilunni. Það kunni þó að breytast dragist verkföll á langinn og ljóst verði að það þurfi að grípa til aðgerða.

Erlent
Fréttamynd

Mjög dró úr hagnaði Icebank

Hagnaður Icebank nam rúmum 64.8 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við rúma 4,4 milljarða króna á sama tíma í fyrra. Hagnaður bankans á fyrstu níu mánuðum ársins nam hins vegar rúmum 4,2 milljörðum króna samanborið við 6,2 milljarða á fyrstu níu mánuðum síðasta árs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hætta á harðri lendingu íslenska hagkerfisins

Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur breytt horfum á lánshæfismati ríkissjóðs Íslands úr stöðugum í neikvæðar. Matsfyrirtækið segir neikvæðar horfur endurspegla vaxandi hættu á harðri lendingu íslenska hagkerfisins. Gengi krónunnar féll við þetta um tvö prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fyrsti Kmerinn fyrir dóm

Fyrstu réttarhöldin yfir leiðtoga Rauðu Kmerana í Kambódíu hófust í morgun. Þá mætti yfirmaður alræmdustu dýflyssu landsins fyrir sérskipaðan dómstól Sameinuðu þjóðanna til að svara til saka fyrir voðaverk á tímum ógnarstjórnar Kmeranna.

Erlent
Fréttamynd

Viðsnúningur í Kauphöllinni

Talsverður viðsnúningur varð á gengi hlutabréfa eftir sem leið á morguninn og snéru flest fyrirtæki úr lækkanaferli í hækkun, ekki síst fjármálafyrirtækin, sem hafa hækkað lítillega eða staðið í stað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Atlantic Petroleum hefur flugið á ný

Gengi færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum hefur hækkað um rúm átta prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Þetta er annar hækkunardagur félagsins í Kauphöllinni eftir um næstum þriðjungslækkun í síðustu viku. Þá hefur gengið Straums hækkað í Kauphöllinni eftir að viðskipti hófust. Önnur félög hafa ýmist staðið í stað eða lækkað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Annað andlát eftir rafbyssunotkun

Lögreglan í Bandaríkjunum rannsakar dauða karlmanns sem lést þegar lögreglumaður skaut hann með rafbyssu í gærmorgun. Lögregla var að stilla til friðar þar sem komið hafði til slagsmála. Íslenska lögreglan íhugar að taka slíkar byssur í notkun.

Erlent
Fréttamynd

Gift í 60 ár

Elísabet önnur Englandsdrottning og Filipus prins, eiginmaður hennar, fögnuðu 60 ára brúðkaupsafmæli í dag. Hjónin fögnuðu demantsbrúðkaupinu ásamt 2.000 gestum á sama stað og þau gengu í það heila 1947 - í Westminster Abbey.

Erlent
Fréttamynd

Morð skipulögð í Köln og Björgvin

Lögreglan í Þýskalandi telur sig hafa komið í veg fyrir fjöldamorð í menntaskóla í Köln. Ódæðin átti að fremja á morgun. Annar hinna grunuðu svipti sig lífi eftir yfirheyrslur. Lögregla í Björgvin í Noregi handtók síðan ungan mann í dag, sem sett hafði áform um fjöldamorð þar á Internetið.

Erlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan féll undir 7.000 stigin

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 3,63 prósent í Kauphöllinni í dag. Hún stendur í 6.955 stigum og hefur ekki verið jafn lág síðan seint í janúar. Gengi fjármálafyrirtækja hefur hríðfallið það sem af er dags, mest í Straumi og Exista en gengi beggja hefur fallið um rúm fimm prósent. Gengi Straums hefur ekki verið lægra síðan í ágúst á síðasta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fyrsta stórmyndin á ís

Fyrsta Hollywood stórmyndin hefur verið sett á ís vegna verkfalls handritshöfunda. Tökum á framhaldinu af Da Vinci lyklinum hefur verið frestað.

Erlent
Fréttamynd

Komið í veg fyrir fjöldamorð í Köln

Þýska lögreglan kom í veg fyrir fjöldamorð í menntaskóla í Köln. Ódæðin átti að fremja á morgun. Tveir námsmenn voru yfirheyrðir vegna málsins. Annar þeirra svipt sig lífi eftir það en hinn er nú í haldi lögreglu.

Erlent
Fréttamynd

Atlantic Petroleum hækkar eftir fall

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur hækkað um 5,5 prósent eftir að viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag eftir tæplega þriðjungsfall í síðustu viku. Einungis tvö önnur félög hafa hækkað á sama tíma en fimm lækkað, þar af mest í FL Group.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

1.600 týndu lífi hið minnsta

Tæplega 1.600 manns hið minnsta fórust þegar fellbylurinn Sadr fór yfir Bangladess í gær og fyrradag. Óttast er að mörg þúsund manns til viðbótar finnist látnir.

Erlent
Fréttamynd

Útlitið svart

Mannkyn mun þjást og þriðjungur dýrategunda jafnvel deyja út verði ekkert gert til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í lokaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var í dag. Formaður nefndarinnar segir hana leiðbeina leiðtogum í leit að lausnum.

Erlent
Fréttamynd

Misheppnuð heimsmetstilraun

Aðstandendur hollensk sjónvarpsþáttar fóru ansi nálægt því að setja heimsmet í gærkvöldi. Ætlunin var að fella rúmlega fjórar milljónir dómínókubba í röð. Aðeins tókst af fella rúm 80% þeirra rúmlega fjögurra milljóna sem var raðað.

Erlent
Fréttamynd

Rústir þar sem áður stóðu hús

Fjölmargir íbúar í strandhéruðum Bangladess fengu að snúa heim í morgun eftir að fellibylurinn Sidr gekk yfir landið í gær og fyrradag. Rústir húsa og bambuskofa var það sem beið flestra. Þeir sem áttu steinhús enn standandi skjóta nú skjólshúsi yfir þá sem hafa misst allt sitt.

Erlent
Fréttamynd

Kosið í Kósóvó

Íbúar í Kósóvó-héraði ganga að kjörborðinu í dag og kjósa héraðsþing - þrátt fyrir að enn ríki algjör óvissa um framtíð héraðsins.

Erlent
Fréttamynd

Áhirf loftslagsbreytinga eru ótvíræð

Áhrif loftslagsbreytinga eru ótvíræð og 90% líkur á því að útblástur gróðurhúsalofttegunda af mannvöldum sé helsta orsökin. Þetta er niðurstaðan í lokaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna - sem kynnt var í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Vitni segir rafbyssu hafa verið óþarfa

Maður sem tók myndir af því þegar kanadíska lögreglan notaði rafbyssur á annan mann,með þeim afleiðingum að hann lést, segir ekki hafa verið þörf á svo harkalegum viðbrögðum. Lögreglan á Íslandi íhugar að taka slíkar byssur í notkun.

Erlent
Fréttamynd

Undirvagninn vandamálið

Toyota í Evrópu hefur fyrirskipað að sölu á Hilux pallbíl fyrirtækisins á 16 tommu dekkjum verði hætt í allri álfunni. Bíllinn valt næstum í elgsprófi. Ritstjóri sænsks bílablaðs sem gerði prófið segir dekkin ekki vandamálið heldur undirvagninn.

Erlent
Fréttamynd

Haft í hótunum

Bandarískur talsmaður þjóðernishyggju - sem hvetur til ofbeldis gegn minnihlutahópum - segir marga Íslendinga aðhyllast skoðanir sínar. Höfundar íslenskrar vefsíðu sem hann hýsir hafa í hótunum við nafngreint fólk á síðunni. Fréttamanni Stöðvar tvö var hótað þegar óskað var eftir viðtali.

Innlent
Fréttamynd

1.100 manns týnt lífi hið minnsta

Að minnsta kosti 1.100 manns týndu lífi þegar fellibylurinn Sidr skall á suðurhluta Bangladess í gær. Mörg þúsund manns er enn saknað. Óttast er að fleiri séu látnir því mörg svæði hafa einangrast. Bjögrunarmenn reyna nú hvað þeir geta til að ferja mat og lyf til eftirlifenda.

Erlent
Fréttamynd

Tæp þriðjungslækkun í vikunni

Gengi hlutabréfa í Atlantic Petroleum hélt áfram að lækka í dag eftir breytt verðmat á félaginu í byrjun vikunnar en nú fór það niður um níu prósent. Gengið fór hæst í 2.433 stig á mánudag en stendur nú í 1.692 stigum sem jafngildir því að gengið hefur fallið um tæp 30 prósent á þremur dögum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Afkoma Icelandic Group undir væntingum

Icelandic Group tapaði rúmum 2,5 milljónum evra, jafnvirði rúmra 220 milljóna íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi samanborið við 953 þúsunda evra hagnað á sama tíma í fyrra. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandic Group, segir áætlanir um hagræðingu og rekstrarhagnað á árinu ekki hafa gengið eftir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

SPRON opnar skrifstofu í Berlín

SPRON Verðbréf dótturfélag SPRON hf., hefur opnað skrifstofu í Berlín og hefur ásamt íslenskum fjárfestum keypt 430 íbúðir þar í borg fyrir fimm og hálfan milljarð króna. Hlutverk skrifstofunnar er að veita ráðgjöf og annast fjárfestingar í fasteignum og fyrirtækjum í Þýskalandi, sem og á nálægum svæðum og bæta með því enn frekar þjónustu við einka- og fyrirtækjafjárfesta á Íslandi.

Viðskipti innlent