Fréttir Síldin drap þorskinn Þorskeldisfyrirtæki á Grundarfirði missti allan þorsk í kerjum sínum, um 20 tonn, vegna stórgöngu síldar inn í fjörðinn. Leiða menn líkur að því að síldargangan hafi valdið súrefnisskorti í sjónum í firðinum og því hafi þorskurinn drepist. Innlent 11.1.2007 18:22 Engin hætta á ferðum í Lundúnum Pakkinn sem varð til þess að breska lögreglan lokaði fjölfarinni götu í miðborg Lundúna í dag var ekki hættulegur. Lögregla rannsakaði málið og komst að því að ekki var um sprengju eða annað slíkt að ræða og var hann því fjarlægður og er nú verið að opna götuna á ný. Erlent 11.1.2007 17:57 Þriðjungur heyrnarlausra beittur kynferðislegu ofbeldi Í nýrri könnun sem var gerð á meðal heyrnarlausra á Íslandi sagðist þriðjungur svarenda hafa verið beittur kynferðislegu ofbeldi. Eru þetta að minnsta kosti 30 einstaklingar. Félag heyrnarlausra lét gera könnunina með stuðningi félagsmálaráðuneytisins en Ráðgjöf og greining annaðist gerð hennar. Innlent 11.1.2007 17:24 Kaupþing með nýtt verðmat á Össuri Greiningardeild Kaupþings hefur gefið út uppfært verðmat á stoðtækjafyrirtækinu Össuri samhliða birtingu afkomuspár fyrir fjórða ársfjórðung. Deildin spáir því að Össur muni skila þriggja milljóna dala eða 217,6 milljóna króna tapi á fjórða ársfjórðungi með fyrirvörum. Bankinn mælir með því að fjárfestar kaupi bréf í stoðtækjafyrirtækinu. Viðskipti innlent 11.1.2007 16:52 Landsbankinn spáir 0,2 prósenta lægri verðbólgu Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverð hækki um 0,2 prósent á milli mánaða. Gangi spáin eftir lækkar verðbólga úr 7,0 prósentum í 6,8 prósent í þessum mánuði. Hagstofan birtir niðurstöður verðmælinga sinna í fyrramálið. Viðskipti innlent 11.1.2007 16:45 Hagvöxtur í Þýskalandi tekur stökk Hagvöxtur í Þýskalandi jókst um 2,5 prósent í fyrra samanborið við 0,9 prósenta hagvöxt árið 2005. Hagvöxtur í Þýskalandi hefur ekki verið jafn mikill síðastliðin sex ár, samkvæmt upplýsingum þýsku hagstofunnar. Viðskipti erlent 11.1.2007 16:25 Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum á evrusvæðinu. Greinendur leita nú vísbendinga hvort Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri, fylgi fordæmi peningamálanefndar Englandsbanka og hækki stýrivexti í febrúar eða mars. Stýrivextir á evrusvæðinu standa í 3,5 prósentum og hafa aldrei verið hærri Viðskipti erlent 11.1.2007 13:40 Fimm ár frá opnun Guantanamo-búðanna Fimm ár eru liðin frá því að fyrstu fangarnir komu til fangabúða Bandaríkjamanna við Guantanamo-flóa á Kúbu vegna gruns um aðild að hryðjuverkum. Af þessu tilefni efnir Íslandsdeild Amnesty International til útifundar á Lækjartorgi klukkan fimm í dag. Erlent 11.1.2007 12:13 Brak úr vélinni loks fundið Búið er að finna hluta af flaki indónesísku farþegaþotunnar sem leitað hefur verið síðan á nýársdag. Það voru fiskimenn á eynni Sulawesi sem fundu stélhluta með sama verksmiðjunúmeri og vélin hafði. Erlent 11.1.2007 12:11 Vill að skólar banni fjárhættuspil og beiti viðurlögum Formaður Heimilis og skóla segir mikilvægt að skólar setji reglur sem banni fjárhættuspil og hafi viðurlög til að grípa til séu reglurnar brotnar. Innlent 11.1.2007 12:43 Stýrivextir hækka í Bretlandi Englandsbanki ákvað í dag að hækka stýrivexti bankans um 25 punkta og verða stýrivextir í Bretlandi eftirleiðis 5,25 prósent. Ákvörðunin kom greinendum talsvert á óvart enda bjuggust flestir við að stýrivextir yrðu ekki hækkaðir fyrr en í næsta mánuði. Þeir höfðu engu að síður þrýst á um hærri vexti. Viðskipti erlent 11.1.2007 12:34 Fox-Pitt með nýtt verðmat á Kaupþingi Bandaríska fjármálafyrirtækið Fox-Pitt Kelton gaf í gær út greiningu og nýtt verðmat á Kaupþingi. Bankinn metur Kaupþing á 970 krónur á hlut sem er nokkuð undir mati bandaríska bankans Citigroup á Kaupþingi, sem mat hann fyrr í mánuðinum á 1000 krónur á hlut. Viðskipti innlent 11.1.2007 12:21 Umtalsverð fjölgun hermanna í Írak Demókratar á Bandaríkjaþingi segjast ætla að koma í veg fyrir að fleiri hermenn verði sendir til Íraks með því að neita ríkisstjórninni um fjárveitingar. George Bush greindi í gær frá þeirri ákvörðun sinni að tuttugu þúsund manna aukaherlið færi á næstunni til landsins til að binda enda á vargöldina þar. Erlent 11.1.2007 12:08 Eimskip kaupir Daalimpex Eimskip hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Daalimpex beheer B.V. í Hollandi, einu stærsta frystigeymslufyrirtæki í Hollandi. Eimskip átti fyrir 40 prósenta hlut í fyrirtækinu. Kaupverð er ekki gefið upp en kaupin eru fjármögnuð með handbæru fé Eimskips. Viðskipti innlent 11.1.2007 12:04 OR með bestu lánshæfiseinkunnina Orkuveita Reykjavíkur (OR) fékk í dag lánshæfiseinkunnina Aa2 hjá alþjóðlega matsfyrirtækinu Moody’s. Í matinu segir að lítil eða óveruleg áhætta sé í rekstri fyrirtækisins en bent er á að vægi tekna þess af samkeppnisrekstri muni fara vaxandi. Framtíðarhorfur OR eru stöðugar, að mati Moody's. Viðskipti innlent 11.1.2007 11:43 Framkvæmdastjóri HMV hættir í kjölfar tapreksturs Framkvæmdastjóri bresku tónlistar- og bókaverslanakeðjunnar HMV hefur sagt upp störfum frá og með næstu mánaðamótum. Að sögn breska dagblaðsins Telegraph er taprekstur fyrirtækisins á síðasta rekstrarári, sem lauk í október í fyrra, helsta ástæða brotthvarfs framkvæmdastjórans. Viðskipti erlent 11.1.2007 10:02 Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum minnkar Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum minnkaði um eitt prósent í nóvember á síðasta ári, samkvæmt útreikningum sem viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna birti í gær. Þetta er þriðji mánuðurinn í röð sem dregur úr viðskiptahallanum vestanhafs sem hefur verið í methæðum. Viðskipti erlent 11.1.2007 09:43 Flugvélin loks fundin Hernaðaryfirvöld í Indónesíu hafa skýrt frá því að flak flugvélar sem fórst í Indónesíu í síðustu viku sé loks fundið. Svo virðist sem hluti af flakinu liggi á hafsbotni nærri Sulawesi, en vélin var á leið þangað. Lengi hefur verið leitað að vélinni og mikil reiði varð þegar herinn tilkynnti að vélin hefði fundist í fjallendi og tólf komist af en það reyndist síðan rangt. Erlent 10.1.2007 23:42 Bandaríkjamenn neita loftárásum Bandaríkin hafa neitað því að hafa ráðist á skotmörk í Sómalíu í dag og segjast aðeins hafa gert árásir á mánudaginn síðastliðinn. Loftárásir voru þó gerðar og segja bandarísk yfirvöld að þar hafi verið að verki eþíópíski herinn. Erlent 10.1.2007 23:20 Chavez hyggur á frekari þjóðvæðingu Hugo Chavez var í dag settur í embætti forseta Venesúela til næstu sex ára. Hann vann stórsigur í kosningum í fyrra og hefur á þeim grundvelli ákveðið að ýta úr vör umfangsmiklum þjóðvæðingarverkefnum. Chavez hafði þegar sagt að hann ætlaði sér að þjóðvæða fjögur olíuverkefni sem og fjarskiptafyrirtæki en bætti svo við í ræðu eftir athöfnina í dag að hann hygðist þjóðvæða jarðgasverkefni líka. Erlent 10.1.2007 22:54 Bush fjölgar hermönnum um 21.500 Samkvæmt nýjustu fregnum mun George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, fjölga hermönnum í Írak um 21.500 manns. Áður var talið að það myndu verða 20.000. Einnig hefur verið skýrt frá því að Bush ætli sér að biðjast afsökunar á því að hafa ekki haft nógu marga hermenn í Írak eftir innrásina. Erlent 10.1.2007 22:25 Hvalur biðst afsökunar á árekstri Eigandi báts sem hvalir höfðu synt á og gert gat á sagði að hvalurinn sem gerði gatið hefði reynt að segja „Fyrirgefðu“ við sig þar sem hann fann svo góða tilfinningu streyma frá hvalnum. Maðurinn, sem heitir Lindsay Wright, var á siglingu 80 sjómílur vestur af Nýja-Sjálandi þegar þegar áreksturinn átti sér stað. Erlent 10.1.2007 22:15 Rússar skora á USA að samþykkja Kyoto samninginn Rússneska þingið samþykkti ályktun í dag þar sem skorað er á Bandaríkin að samþykkja Kyoto samninginn og um leið að fella úr gildi verslunarhömlur sem hafa verið í gildi í fleiri áratugi. Ályktunin var samþykkt af öllum meðlimum Dúmunnar nema einum, sem sat hjá. Erlent 10.1.2007 22:07 IAEA aðstoðar ríki Afríku Afrískar þjóðir sögðu í dag að þau hefðu ákveðið að herða öryggisgæslu við kjarnorkuver sem og kjarnaofna sem notaðir eru til rannsókna. Oft hefur verið sagt að öryggi í kringum þær sé ábótavant og alþjóðasamfélagið er farið að óttast að erlend öfl reyni að verða sér úti um úraníum í löndum í Afríku. Erlent 10.1.2007 21:49 Leitað að málverki eftir Da Vinci Ein af helstu ráðgátum listaheimsins gæti ráðist á næstu dögum. Miklar getgátur hafa verið um hvort að enn sé eitt mesta meistaraverk Leonardo da Vincis ófundið en listfræðingar segja að hugsanlegt sé að 500 ára gamalt verk meistarans sé falið bak við vegg í ráðhúsinu í Flórens. Erlent 10.1.2007 21:21 11 látnir og 14 slasaðir í árás í Kerbala Vígamenn í borginni Kerbala skutu í dag á tvær rútur fullar af shía múslimum sem voru að koma úr árlegri pílagrímsferð til Mekka með þeim afleiðingum að 11 létust og 14 særðust. Ríkisstjóri Kerbala sagði árásina sennilega vera hefndaraðgerð þar sem fregnir bárust af því í gær að rútu af súnní múslimum hefði verið rænt í nágrenni Anbar héraðsins en þær fréttir reyndust síðar rangar. Erlent 10.1.2007 21:04 100 tonn af hvalkjöti óseld Enn er um 100 tonn af hvalkjöti óseld og bíða nú í frystum útgerðarmanna en þetta staðfesti íslenskur hvalveiðimaður í viðtali við Reuters í dag. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, sagði að tafirnar væru vegna þess enn væri verið að athuga hvort að kjötið stæðist manneldiskröfur sem gerðar eru til hvalkjöts. Innlent 10.1.2007 20:42 Páfi stappar stálinu í Pólverja Benedikt páfi skoraði á pólska kaþólikka til þess að herða sig í ljósi áfalla sem pólska kirkjan hefur orðið fyrir undanfarið. Einn biskup og annar prestur hafa sagt af sér á stuttum tíma í Póllandi vegna þess að upp komst að þeir hefðu verið njósnarar fyrir kommúnistaflokk landsins á tímum Kalda stríðsins. Erlent 10.1.2007 20:17 Japanir vara við vopnasölu til Kína Japanir róa þess nú öllum árum að Evrópusambandið haldi í vopnasölubannið til Kínverja. Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, er á ferðalagi um Evrópu og Bandaríkin um þessar mundir til þess að afla framboði Japans til varanlegrar setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fylgis. Erlent 10.1.2007 19:55 Líf færist í olíuæðar Hvít-Rússa Olía Rússa gæti flætt um leiðslur Hvít-Rússa eins og hún gerði áður fyrr, eftir aðeins nokkrar klukkustundir, eða um leið og Hvít-Rússar skila olíunni sem þeir stálu. Sendiherra Rússa hjá Evrópusambandinu sagði frá þessu eftir fundi með orkumálaráðherra Evrópusambandsins. Erlent 10.1.2007 19:42 « ‹ 256 257 258 259 260 261 262 263 264 … 334 ›
Síldin drap þorskinn Þorskeldisfyrirtæki á Grundarfirði missti allan þorsk í kerjum sínum, um 20 tonn, vegna stórgöngu síldar inn í fjörðinn. Leiða menn líkur að því að síldargangan hafi valdið súrefnisskorti í sjónum í firðinum og því hafi þorskurinn drepist. Innlent 11.1.2007 18:22
Engin hætta á ferðum í Lundúnum Pakkinn sem varð til þess að breska lögreglan lokaði fjölfarinni götu í miðborg Lundúna í dag var ekki hættulegur. Lögregla rannsakaði málið og komst að því að ekki var um sprengju eða annað slíkt að ræða og var hann því fjarlægður og er nú verið að opna götuna á ný. Erlent 11.1.2007 17:57
Þriðjungur heyrnarlausra beittur kynferðislegu ofbeldi Í nýrri könnun sem var gerð á meðal heyrnarlausra á Íslandi sagðist þriðjungur svarenda hafa verið beittur kynferðislegu ofbeldi. Eru þetta að minnsta kosti 30 einstaklingar. Félag heyrnarlausra lét gera könnunina með stuðningi félagsmálaráðuneytisins en Ráðgjöf og greining annaðist gerð hennar. Innlent 11.1.2007 17:24
Kaupþing með nýtt verðmat á Össuri Greiningardeild Kaupþings hefur gefið út uppfært verðmat á stoðtækjafyrirtækinu Össuri samhliða birtingu afkomuspár fyrir fjórða ársfjórðung. Deildin spáir því að Össur muni skila þriggja milljóna dala eða 217,6 milljóna króna tapi á fjórða ársfjórðungi með fyrirvörum. Bankinn mælir með því að fjárfestar kaupi bréf í stoðtækjafyrirtækinu. Viðskipti innlent 11.1.2007 16:52
Landsbankinn spáir 0,2 prósenta lægri verðbólgu Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverð hækki um 0,2 prósent á milli mánaða. Gangi spáin eftir lækkar verðbólga úr 7,0 prósentum í 6,8 prósent í þessum mánuði. Hagstofan birtir niðurstöður verðmælinga sinna í fyrramálið. Viðskipti innlent 11.1.2007 16:45
Hagvöxtur í Þýskalandi tekur stökk Hagvöxtur í Þýskalandi jókst um 2,5 prósent í fyrra samanborið við 0,9 prósenta hagvöxt árið 2005. Hagvöxtur í Þýskalandi hefur ekki verið jafn mikill síðastliðin sex ár, samkvæmt upplýsingum þýsku hagstofunnar. Viðskipti erlent 11.1.2007 16:25
Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum á evrusvæðinu. Greinendur leita nú vísbendinga hvort Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri, fylgi fordæmi peningamálanefndar Englandsbanka og hækki stýrivexti í febrúar eða mars. Stýrivextir á evrusvæðinu standa í 3,5 prósentum og hafa aldrei verið hærri Viðskipti erlent 11.1.2007 13:40
Fimm ár frá opnun Guantanamo-búðanna Fimm ár eru liðin frá því að fyrstu fangarnir komu til fangabúða Bandaríkjamanna við Guantanamo-flóa á Kúbu vegna gruns um aðild að hryðjuverkum. Af þessu tilefni efnir Íslandsdeild Amnesty International til útifundar á Lækjartorgi klukkan fimm í dag. Erlent 11.1.2007 12:13
Brak úr vélinni loks fundið Búið er að finna hluta af flaki indónesísku farþegaþotunnar sem leitað hefur verið síðan á nýársdag. Það voru fiskimenn á eynni Sulawesi sem fundu stélhluta með sama verksmiðjunúmeri og vélin hafði. Erlent 11.1.2007 12:11
Vill að skólar banni fjárhættuspil og beiti viðurlögum Formaður Heimilis og skóla segir mikilvægt að skólar setji reglur sem banni fjárhættuspil og hafi viðurlög til að grípa til séu reglurnar brotnar. Innlent 11.1.2007 12:43
Stýrivextir hækka í Bretlandi Englandsbanki ákvað í dag að hækka stýrivexti bankans um 25 punkta og verða stýrivextir í Bretlandi eftirleiðis 5,25 prósent. Ákvörðunin kom greinendum talsvert á óvart enda bjuggust flestir við að stýrivextir yrðu ekki hækkaðir fyrr en í næsta mánuði. Þeir höfðu engu að síður þrýst á um hærri vexti. Viðskipti erlent 11.1.2007 12:34
Fox-Pitt með nýtt verðmat á Kaupþingi Bandaríska fjármálafyrirtækið Fox-Pitt Kelton gaf í gær út greiningu og nýtt verðmat á Kaupþingi. Bankinn metur Kaupþing á 970 krónur á hlut sem er nokkuð undir mati bandaríska bankans Citigroup á Kaupþingi, sem mat hann fyrr í mánuðinum á 1000 krónur á hlut. Viðskipti innlent 11.1.2007 12:21
Umtalsverð fjölgun hermanna í Írak Demókratar á Bandaríkjaþingi segjast ætla að koma í veg fyrir að fleiri hermenn verði sendir til Íraks með því að neita ríkisstjórninni um fjárveitingar. George Bush greindi í gær frá þeirri ákvörðun sinni að tuttugu þúsund manna aukaherlið færi á næstunni til landsins til að binda enda á vargöldina þar. Erlent 11.1.2007 12:08
Eimskip kaupir Daalimpex Eimskip hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Daalimpex beheer B.V. í Hollandi, einu stærsta frystigeymslufyrirtæki í Hollandi. Eimskip átti fyrir 40 prósenta hlut í fyrirtækinu. Kaupverð er ekki gefið upp en kaupin eru fjármögnuð með handbæru fé Eimskips. Viðskipti innlent 11.1.2007 12:04
OR með bestu lánshæfiseinkunnina Orkuveita Reykjavíkur (OR) fékk í dag lánshæfiseinkunnina Aa2 hjá alþjóðlega matsfyrirtækinu Moody’s. Í matinu segir að lítil eða óveruleg áhætta sé í rekstri fyrirtækisins en bent er á að vægi tekna þess af samkeppnisrekstri muni fara vaxandi. Framtíðarhorfur OR eru stöðugar, að mati Moody's. Viðskipti innlent 11.1.2007 11:43
Framkvæmdastjóri HMV hættir í kjölfar tapreksturs Framkvæmdastjóri bresku tónlistar- og bókaverslanakeðjunnar HMV hefur sagt upp störfum frá og með næstu mánaðamótum. Að sögn breska dagblaðsins Telegraph er taprekstur fyrirtækisins á síðasta rekstrarári, sem lauk í október í fyrra, helsta ástæða brotthvarfs framkvæmdastjórans. Viðskipti erlent 11.1.2007 10:02
Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum minnkar Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum minnkaði um eitt prósent í nóvember á síðasta ári, samkvæmt útreikningum sem viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna birti í gær. Þetta er þriðji mánuðurinn í röð sem dregur úr viðskiptahallanum vestanhafs sem hefur verið í methæðum. Viðskipti erlent 11.1.2007 09:43
Flugvélin loks fundin Hernaðaryfirvöld í Indónesíu hafa skýrt frá því að flak flugvélar sem fórst í Indónesíu í síðustu viku sé loks fundið. Svo virðist sem hluti af flakinu liggi á hafsbotni nærri Sulawesi, en vélin var á leið þangað. Lengi hefur verið leitað að vélinni og mikil reiði varð þegar herinn tilkynnti að vélin hefði fundist í fjallendi og tólf komist af en það reyndist síðan rangt. Erlent 10.1.2007 23:42
Bandaríkjamenn neita loftárásum Bandaríkin hafa neitað því að hafa ráðist á skotmörk í Sómalíu í dag og segjast aðeins hafa gert árásir á mánudaginn síðastliðinn. Loftárásir voru þó gerðar og segja bandarísk yfirvöld að þar hafi verið að verki eþíópíski herinn. Erlent 10.1.2007 23:20
Chavez hyggur á frekari þjóðvæðingu Hugo Chavez var í dag settur í embætti forseta Venesúela til næstu sex ára. Hann vann stórsigur í kosningum í fyrra og hefur á þeim grundvelli ákveðið að ýta úr vör umfangsmiklum þjóðvæðingarverkefnum. Chavez hafði þegar sagt að hann ætlaði sér að þjóðvæða fjögur olíuverkefni sem og fjarskiptafyrirtæki en bætti svo við í ræðu eftir athöfnina í dag að hann hygðist þjóðvæða jarðgasverkefni líka. Erlent 10.1.2007 22:54
Bush fjölgar hermönnum um 21.500 Samkvæmt nýjustu fregnum mun George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, fjölga hermönnum í Írak um 21.500 manns. Áður var talið að það myndu verða 20.000. Einnig hefur verið skýrt frá því að Bush ætli sér að biðjast afsökunar á því að hafa ekki haft nógu marga hermenn í Írak eftir innrásina. Erlent 10.1.2007 22:25
Hvalur biðst afsökunar á árekstri Eigandi báts sem hvalir höfðu synt á og gert gat á sagði að hvalurinn sem gerði gatið hefði reynt að segja „Fyrirgefðu“ við sig þar sem hann fann svo góða tilfinningu streyma frá hvalnum. Maðurinn, sem heitir Lindsay Wright, var á siglingu 80 sjómílur vestur af Nýja-Sjálandi þegar þegar áreksturinn átti sér stað. Erlent 10.1.2007 22:15
Rússar skora á USA að samþykkja Kyoto samninginn Rússneska þingið samþykkti ályktun í dag þar sem skorað er á Bandaríkin að samþykkja Kyoto samninginn og um leið að fella úr gildi verslunarhömlur sem hafa verið í gildi í fleiri áratugi. Ályktunin var samþykkt af öllum meðlimum Dúmunnar nema einum, sem sat hjá. Erlent 10.1.2007 22:07
IAEA aðstoðar ríki Afríku Afrískar þjóðir sögðu í dag að þau hefðu ákveðið að herða öryggisgæslu við kjarnorkuver sem og kjarnaofna sem notaðir eru til rannsókna. Oft hefur verið sagt að öryggi í kringum þær sé ábótavant og alþjóðasamfélagið er farið að óttast að erlend öfl reyni að verða sér úti um úraníum í löndum í Afríku. Erlent 10.1.2007 21:49
Leitað að málverki eftir Da Vinci Ein af helstu ráðgátum listaheimsins gæti ráðist á næstu dögum. Miklar getgátur hafa verið um hvort að enn sé eitt mesta meistaraverk Leonardo da Vincis ófundið en listfræðingar segja að hugsanlegt sé að 500 ára gamalt verk meistarans sé falið bak við vegg í ráðhúsinu í Flórens. Erlent 10.1.2007 21:21
11 látnir og 14 slasaðir í árás í Kerbala Vígamenn í borginni Kerbala skutu í dag á tvær rútur fullar af shía múslimum sem voru að koma úr árlegri pílagrímsferð til Mekka með þeim afleiðingum að 11 létust og 14 særðust. Ríkisstjóri Kerbala sagði árásina sennilega vera hefndaraðgerð þar sem fregnir bárust af því í gær að rútu af súnní múslimum hefði verið rænt í nágrenni Anbar héraðsins en þær fréttir reyndust síðar rangar. Erlent 10.1.2007 21:04
100 tonn af hvalkjöti óseld Enn er um 100 tonn af hvalkjöti óseld og bíða nú í frystum útgerðarmanna en þetta staðfesti íslenskur hvalveiðimaður í viðtali við Reuters í dag. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, sagði að tafirnar væru vegna þess enn væri verið að athuga hvort að kjötið stæðist manneldiskröfur sem gerðar eru til hvalkjöts. Innlent 10.1.2007 20:42
Páfi stappar stálinu í Pólverja Benedikt páfi skoraði á pólska kaþólikka til þess að herða sig í ljósi áfalla sem pólska kirkjan hefur orðið fyrir undanfarið. Einn biskup og annar prestur hafa sagt af sér á stuttum tíma í Póllandi vegna þess að upp komst að þeir hefðu verið njósnarar fyrir kommúnistaflokk landsins á tímum Kalda stríðsins. Erlent 10.1.2007 20:17
Japanir vara við vopnasölu til Kína Japanir róa þess nú öllum árum að Evrópusambandið haldi í vopnasölubannið til Kínverja. Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, er á ferðalagi um Evrópu og Bandaríkin um þessar mundir til þess að afla framboði Japans til varanlegrar setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fylgis. Erlent 10.1.2007 19:55
Líf færist í olíuæðar Hvít-Rússa Olía Rússa gæti flætt um leiðslur Hvít-Rússa eins og hún gerði áður fyrr, eftir aðeins nokkrar klukkustundir, eða um leið og Hvít-Rússar skila olíunni sem þeir stálu. Sendiherra Rússa hjá Evrópusambandinu sagði frá þessu eftir fundi með orkumálaráðherra Evrópusambandsins. Erlent 10.1.2007 19:42