Fréttir

Fréttamynd

ASÍ segir úrsögn ólöglega

Á fundi miðstjórnar ASÍ í dag kom úrsögn Sjómannafélags Íslands úr Sjómannasambandi Íslands til umræðu. Þar kom fram að ef marka megi umfjöllun og viðtöl við forsvarsmenn félagsins í fjölmiðlum sé ætlan þeirra að segja félagið úr ASÍ án þess að fram fari sérstök atkvæðagreiðsla þar um.

Innlent
Fréttamynd

Léku eftir aftöku Saddams

Litlu munaði að börn í bænum Gausdal í Noregi hengdu vin sinn á dögunum. Vinahópurinn hafði ákveðið að leika eftir aftöku Saddams Hússein, Íraksforseta, og fékk einn úr hópnum hlutverk einræðisherrans.

Erlent
Fréttamynd

Boða iðnbyltingu

Evrópusambandið boðar iðnbyltingu í nýrri áætlun um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjórn sambandsins vill að aðildarríkin minnki útblástur gróðurhúsalofttegunda um tuttugu prósent fyrir 2020. Evrópa verði að taka forystuna í að þróa efnahag sem byggi síður á kolefnum.

Erlent
Fréttamynd

Spila fjárhættuspil í grunnskólum

Dæmi eru um að allt niður í fjórtán ára drengir spili fjárhættuspil innan veggja grunnskólanna. Ráðgjafi í spilafíkn kallar á að forvarnir verði teknar inn í skólana eins og gert er með áfengi og tóbak

Innlent
Fréttamynd

Vopnhlé komið á í Súdan

Ríkisstjórn Súdans og uppreisnarmenn í Darfur héraði landsins hafa samþykkt 60 daga vopnahlé og fundi til þess að ræða hugsanlegt friðarsamkomulag. Á bak við þetta standa Afríkusambandið og Sameinuðu þjóðirnar.

Erlent
Fréttamynd

Indverjar vilja halda kjarnorkutilraunum áfram

Indverjar gætu dregið sig úr kjarnorkusamstarfi við Bandaríkin ef þeir fá ekki að framkvæma kjarnorkutilraunir og auðga úraníumúrgang þeirra kjarnorkuvera sem Bandaríkjamenn ætla að selja þeim.

Erlent
Fréttamynd

Bush þarf 497 milljarða í viðbót

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, þarf 6,8 milljarða dollara, eða um 497 milljarða íslenskra króna í aukafjárveitingu til þess að geta sent 20 þúsund viðbótarhermenn til Íraks. Inni í þessari upphæð er einnig kostnaður við uppbygginu og störf sem af henni hljótast en háttsettir embættismenn innan ríkisstjórnar Bush sögðu frá þessu í dag.

Erlent
Fréttamynd

Krónan veiktist um tæp 2 prósent

Hollenski bankinn ABN Amro gaf í dag út þriggja milljarða króna krónubréf til eins árs. Þrátt fyrir það veiktist krónan um tæp 2 prósent en heildarveiking hennar síðustu fimm viðskiptadaga nemur 3,2 prósentum. Greiningardeild Kaupþings telur líkur á að evruumræðan eigi hlut að máli en leggur áherslu á að aðrar hávaxtamyntir hafi sömuleiðis veikst á sama tíma.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olíuverð ekki lægra síðan árið 2005

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði enn frekar í dag vegna góðs veðurfars á norðausturströnd Bandaríkjanna sem hefur orðið til þess að eftirspurn eftir olíu hefur minnkað og olíubirgðir í landinu aukist. Verð á Norðursjávarolíu hefur ekki verið lægra síðan um mitt ár 2005.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gerðu vel við sig um jólin

Metsala var í matar- og drykkjarföngum fyrir síðustu jól samkvæmt rannsókn Rannsóknarseturs verslunarinnar. Miðað við breytilegt verðlag jókst salan um þrettán og hálft prósent á milli ára.

Innlent
Fréttamynd

Óbreyttum stýrivöxtum spáð í Bretlandi

Líkur eru taldar á því að peningamálanefnd Englandsbanka ákveði að halda stýrivöxtum í Bretlandi óbreyttum að loknum fundi sínum á morgun. Breska dagblaðið Evening Standard spáir því hins vegar að vextirnir hækki um 25 punkta í næsta mánuði og fari þeir þá í 5,25 prósent.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Moss Bross sendir frá sér afkomuviðvörun

Verslanakeðjan Moss Bros, sem selur föt fyrir karlmenn, hefur sent frá sér afkomuviðvörun þar sem fram kemur að líkur séu á nokkuð minni hagnaði á síðasta ári en vænst var vegna erfiðra aðstæðna. Baugur, sem er einn af stærstu hluthöfum Moss Bros í gegnum fjárfestingafélagið Unity, hefur verið orðaður við frekari kaup í verslanakeðjunni, að sögn BBC.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

NYSE kaupir í indversku kauphöllinni

Stjórn kauphallarinnar í New York í Bandaríkjunum (NYSE) greindi frá því í dag að markaðurinn hefði keypt 5 prósenta hlut í indversku kauphöllinni í Mumbai. Kaupverð nemur 115 milljónum bandaríkjadala eða rúmum 8,2 milljörðum íslenskra króna og er það greitt í reiðufé.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Obasanjo sýnir mátt sinn

Leynilögreglan í Nígeríu, SSS, handtók í dag ritstjóra og framkvæmdastjóra dagblaðs í Abuja, höfuðborg Nígeríu. Alls komu 15 lögreglumenn inn á skrifstofu blaðsins til þess að grafast fyrir um heimildarmenn greinar sem að deildi á einn af stuðningsmönnum forseta Nígeríu. Þegar ritstjórinn vildi ekkert gefa upp voru hann og framkvæmdastjóri blaðsins handteknir.

Erlent
Fréttamynd

Bretar styðja framboð Japans til öryggisráðs

Bretar og Japanir samþykktu í dag að vinna saman að því að draga úr spennu í Asíu vegna kjarnorkuógnar Norður-Kóreu og Íran. Tony Blair og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, áttu fund í dag og sagði Blair að hann myndi styðja framboð Japans til varanlegrar setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna en Japan telur það vera nauðsynlegt skref til þess að vernda hagsmuni sína gegn Norður-Kóreu.

Erlent
Fréttamynd

Fjárfestar flýja frá Venesúela

Fjárfestar losuðu sig við eignir og hlutabréf í Venesúela í dag vegna yfirlýsingar Hugo Chavez í gær um að hann ætlaði sér að þjóðvæða hluta efnahagslífsins. Hlutabréfaverð hrundi og gjaldeyrir landsins lækkaði mikið í dag út af þessu. Fjármálamarkaðir voru nálægt því að hrynja þar sem Chavez lofaði því að binda endi á sjálfstæði seðlabanka ríkisins.

Erlent
Fréttamynd

20 þúsund hermenn til Íraks

Áætlun George W. Bush Bandaríkjaforseta varðandi nýja stefnu í stríðinu í Írak þykir ekki boða miklar breytingar. 20 þúsund hermenn í viðbót verða sendir til Íraks og Írakar eiga að taka við öryggisgæslu í öllum héruðum fyrir lok nóvember. Meirihluti hermanna á að fara til Bagdad en 4 þúsund verða sendir til Anbar héraðsins.

Erlent
Fréttamynd

50 vígamenn láta lífið í Írak

Íraskar hersveitir, með stuðningi bandarískra hersveita, bönuðu í dag allt að 50 manns við Haifa götuna í miðborg Bagdad. Bardagar hafa geisað þar í grennd í um fjóra daga. Íraskir embættismenn segja að allt að því 130 manns hafi látið lífið í átökunum síðan á laugardaginn var.

Erlent
Fréttamynd

Búist við dýrustu forsetakosningum í sögu USA

Búist er við því að forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári verði þær dýrustu í sögu Bandaríkjanna. Fréttaskýrendur benda hins vegar á að kostnaðurinn eigi eftir að skilja að þá hæfu og þá óhæfu mjög fljótlega. Þegar hafa tíu manns lýst því yfir að þau ætli að bjóða sig fram og eru fjáraflanir þegar hafnar hjá sumum þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Engin áform um þjóðvæðingu

Helsti aðstoðarmaður Daniels Ortega, verðandi forseta Níkaragúa, sagði í dag að engar áætlanir væru uppi um að þjóðvæða fyrirtæki líkt og Hugo Chavez, forseti Venesúela og náinn samstarfsmaður Ortega, ætlar sér að gera. Ortega kemur þó til með að njóta efnahagsaðstoðar frá Venesúela til þess að berjast gegn hinni gríðarlegu fátækt í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Fjögur kíló af sprengiefni gerð upptæk í París.

Franskir lögreglumenn handtóku í dag tvo serbneska menn grunaða um að reyna að flytja sprengiefni til Frakklands. Lögreglumenn fundu fjögur kíló af hinu kraftmikla sprengiefni pentrite og eru mennirnir tveir grunaðir um að hafa ætlað að selja efnið til glæpahópa í Frakklandi. Annar hinna grunuðu var rútubílstjóri sem keyrði reglulega frá Belgrad til París.

Erlent
Fréttamynd

Visa og Nokia í samstarf

Visa, eitt stærsta kreditkortafyrirtæki í heimi, hefur hleypt af stokkunum nýju greiðslukerfi sem mun umbreyta þartilgerðum Nokia farsímum í nokkurs konar greiðslukort. Notendur munu geta greitt fyrir matvörur í verslunum með því að renna símanum yfir skanna í afgreiðsluborðinu og því næst ýta á hnapp til þess að staðfesta greiðsluna.

Erlent
Fréttamynd

Fjórir togarar Brims skipta um heimahöfn

Þegar Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður eignaðist Útgerðarfélag Akureyringa og skýrði fyrirtækið Brim óttuðust margir Akureyringar að félaginu yrði skipt upp og það flutt úr bænum. Nú hefur Brim ákveðið að fjórir Togarar Brims skipti um heimahöfn. Árbakur og Sólbakur hafa þegar fengið einkennisstafnina RE í stað EA og hinir tveir, Kaldbakur og Harðbakur fá ný umdæmisnúmer innan skamms.

Innlent
Fréttamynd

Komið í veg fyrir sterasmygl á Seyðisfirði

Við hefðbundið eftirlit tollgæslunnar á Seyðisfirði við komu Norrænu í morgun, fannst talsvert magn af vaxtahormónum og sterum í bíl sem átti að flytja til landsins. Tollgæslan afhenti lögreglu embættisins málið til rannsóknar. Eigandi bifreiðarinnar viðurkenndi að eiga efnin og kvað þau ætluð til eigin nota.

Innlent
Fréttamynd

iPhone á markað í sumar í BNA

Hinn nýji iPhone frá Apple, sem var kynntur á ráðstefnu Apple í dag, mun verða kominn í búðir í júní í Bandaríkjunum og fyrir jól í Evrópu. Tvær gerðir verða í boði, annars vegar fjögurra gígabæta sem mun kosta 499 dollara, eða um 36 þúsund íslenskar krónur, og hins vegar átta gígabæta útgáfu sem mun kosta um 599 dollara, eða um 43 þúsund íslenskar krónur.

Erlent
Fréttamynd

31 láta lífið í flugslysi í Írak

31 manns létu lífið í flugslysi í Írak í dag. Þar var á ferð flugvél sem tyrkneskir vinnumenn voru í á leið til verkefna í Írak. 35 voru um borð og er einn slasaður og þriggja er saknað. Flugvélin var í eigu fyrirtækis frá Moldavíu. Bandaríski herinn, sem sér um lofthelgi Íraks, vildi ekkert segja um málið að svo stöddu.

Erlent
Fréttamynd

Óttast að olíudeila verði langvinn

Óttast er að olíudeila Rússa og Hvít-Rússa eigi eftir að dragast á langinn. Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, sagði í dag hugsanlegt að draga verði úr olíuframleiðslu í Rússlandi sem þykir benda til að hann búist við langvinnri rimmu.

Erlent
Fréttamynd

Loftárásum haldið áfram

Loftárásum Bandaríkjamanna á Sómalíu var haldið áfram í dag og fullyrða vitni að fjölmargir óbreyttir borgarar hafi fallið í þeim, þar á meðal fjögurra ára drengur. Skotmörkin eru al-Kaída-liðar, sem sumir eru sagðir bera ábyrgð á sprengjuárásum á sendiráð Bandaríkjamanna fyrir átta árum. Talið er að leiðtogi hryðjuverkasamtakanna í Austur-Afríku hafi verið í þeirra hópi en óvíst að hann hafi fallið.

Erlent
Fréttamynd

Bankarnir að undirbúa að yfirgefa krónuna?

Á síðasta ári hafa stærstu bankar landsins sankað að sér erlendri mynt. Þessa breytingu má að hluta til rekja til þess að bankarnir hafi verið að stækka við á erlendri grund og þess vegna sé æ stærri hluti af efnahagsreikningi þeirra í erlendri mynt. Þetta gæti hins vegar valdið því að með lækkandi gengi krónunnar lækki eiginfjárhlutfall bankanna. Bankarnir hafa því tekið upp jákvæðan gjaldeyrissöfnuð til þess að verja eiginfjárhlutfall sitt ef krónan lækkar.

Innlent
Fréttamynd

Bandaríkjamenn féllu ekki fyrir lambinu

Nánast samfellt tap hefur verið á sölu lambakjöts til Bandaríkjanna - þrátt fyrir að stjórnvöld hafi í rúman áratug styrkt markaðssetningu á lambakjöti og íslenskum vörum um meira en 300 milljónir króna.

Innlent