Fréttir

Fréttamynd

Óljóst hver á að njóta hækkunarinnar

Niðurgreiðslur til dagforeldra jukust um ríflega 85 milljónir króna um áramótin. Bæði dagforeldrar og foreldrar virðast ráðvilltir um hver eigi að njóta aukinnar niðurgreiðslunnar.

Innlent
Fréttamynd

Demókratar andvígir fjölgun hermanna

Demókratar, sem nú eru í meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings í fyrsta sinn í tólf ár, leggjast eindregið gegn því að fjölgað verði í herliði Bandaríkjanna í Írak eins og búist er við að George Bush forseti leggi til í næstu viku.

Erlent
Fréttamynd

Offitulyf fyrir hunda komið á markaðinn

Það er á allra vitorði að Bandaríkjamenn eru feitasta þjóð veraldar en hitt vita færri að hið sama gildir um bandaríska hunda. Rannsóknir sýna að allt að þriðjungur hunda í landinu er of þungur og fimm prósent glíma við sjúklega offitu.

Erlent
Fréttamynd

Óttast ólæti á Norðurbrú

Lögregla í Kaupmannahöfn er í viðbragðsstöðu vegna fyrirhugaðra mótmæla við félagsmiðstöð róttæklinga á Norðurbrú í dag. Til óeirða kom í síðasta mánuði fyrir framan húsið eftir að yfirvöld ákváðu að róttæklingarnir yrðu að yfirgefa húsið þar sem búið var að selja það.

Erlent
Fréttamynd

Olíuverð hækkar á ný

Eftir mikla dýfu undanfarna daga hækkaði heimsmarkaðsverð á olíu undir lok gærdagsins. Fatið af Norðursjávarolíu endaði í 55 dölum og 64 senti en var um tíma komið niður fyrir 55 dali. Vestanhafs var verðið á hráolíufatinu komið upp í 56 dali og 31 sent þegar mörkuðum var lokað þar í gær.

Erlent
Fréttamynd

Mótmæli í Mogadishu

Upplausn ríkir í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, eftir að stjórnarher Sómalíu og eþíópískar hersveitir ráku herskáa íslamista á brott þaðan á dögunum. Í morgun mótmæltu hundruð borgarbúa hernámi Eþíópíumannanna með því að brenna hjólbarða og kasta grjóti.

Erlent
Fréttamynd

Demókratar andvígir fjölgun

Demókratar, sem nú eru í meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings í fyrsta sinn í tólf ár, leggjast eindregið gegn því að fjölgað verði í herliði Bandaríkjanna í Írak eins og búist er við að George Bush forseti leggi til í næstu viku.

Erlent
Fréttamynd

„Ekki setja manneskju í þvottavélina.“

Bandarískt félag sem sérhæfir sig í því að berjast gegn lögsóknum hefur safnað saman lista yfir fáránlegustu viðvaranir á vörum á síðasta ári. 150 viðvaranir bárust til félagsins og sú sem bar sigur úr býtum hljóðaði svo: „Ekki setja manneskju í þvottavélina."

Erlent
Fréttamynd

Bush hættur að nudda aðra þjóðarleiðtoga

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur lofað að gefa Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, ekki fleiri nudd. Frægt er orðið þegar Bush tók sig til á leiðtogafundi í fyrra og labbaði upp að Merkel og fór að nudda á henni axlirnar.

Erlent
Fréttamynd

Braust inn og kláraði barinn

Þjófur í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum skildi eftir fleiri vísbendingar en hafði ætlað sér því hann fékk sér nokkra drykki úr barnum í húsinu sem hann braust inn í og drapst því næst áfengisdauða á stofugólfinu.

Erlent
Fréttamynd

Ban Ki-moon ræðir ástandið í Darfur

Ban Ki-moon hitti í dag sérstakan erindreka Sameinuðu þjóðanna í Darfur sem og fulltrúa Afríkusambandsins til þess að reyna að blása lífi í friðarviðræður í Darfur. Eftir fundinn hvöttu þeir til þess að einhugur yrði varðandi á meðal aðila öryggisráðsins um hvað ætti að gera í Darfur.

Erlent
Fréttamynd

27 láta lífið í aurskriðum í Brasilíu

Að minnsta kosti 27 létu lífið í aurskriðum í suðausturhluta Brasilíu í þessari viku og talið er að allt að 11 þúsund manns hafi þurft að flýja heimili sín. Varnarmálaráðuneytið þar í landi sagði að enn væri verið að leita að fórnarlömbum og því gæti tala látinna aukist töluvert.

Erlent
Fréttamynd

Heimatilbúnar auglýsingar í Super Bowl

Tímaritið TIME virðist hafa haft rétt fyrir sér þegar það valdi Þig, eða hinn virka netnotanda, sem persónu ársins því ansi margar auglýsingar í Super Bowl, sem er úrslitaleikurinn í ameríska fótboltanum, verða gerðar af sigurvegurum ýmissa keppna sem auglýsendur standa fyrir. Þannig getur hver sem er tekið þátt í keppni um Chevrolet og Doritos auglýsingar og verða þær sem bera sigur úr býtum sýndar í hálfleik.

Erlent
Fréttamynd

Ákærur á föngum í Guantanamo birtar í febrúar

Bandaríski herinn býst við því að birta ákærur á hendur hóps fanga í Guantanamo fangelsinu nú í febrúar og að réttarhöld, þar sem sönnunargöng gegn þeim verða sýnd, verði síðan í sumar. Hundruð manna hefur verið haldið í Guantanamo án dóms vegna gruns um að þeir séu hryðjuverkamenn.

Erlent
Fréttamynd

Sarkozy hvetur íbúa Korsíku til að sýna stillingu

Innanríkisráðherra Frakklands, Nicolas Sarkozy, skoraði í dag á ungt fólk á Korsíku til þess að hemja sig og snúa baki við ofbeldi en í gær sprungu nokkrar sprengjur á eyjunni, sem vill sjálfstæði frá Frakklandi. Einn lést í árásunum og einn særðist síðan alvarlega þegar sprengja sem þeir voru að koma fyrir sprakk í höndunum á þeim.

Erlent
Fréttamynd

Bush skipar nýjan yfirmann leyniþjónustna í Bandaríkjunum

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, skipaði í dag fyrrum flotaforingjann Mike McConnell sem yfirmann bandarískra leyniþjónustna en hann tekur við starfinu af John Negroponte sem verður aðstoðarutanríkisráðherra. McConnell þessi vann áður fyrir stjórn föður Bush og þá var hann helsti aðstoðarmaður Colins Powells.

Erlent
Fréttamynd

Eftirliti með fjárútlátum ríkisins ábótavant

Eftirliti með framkvæmd fjárlaga er ábótavant og hvergi í stjórnkerfinu er til listi yfir þá sem fá framlög úr ríkissjóði. Ríkisendurskoðandi vill bæta úr þessu og fór í fyrradag bréflega fram á það, við öll ráðuneytin, að þau taki saman upplýsingar um hverjir fá hvað og í hvað peningarnir fara.

Innlent
Fréttamynd

Bush hvattur til aðgerða gegn Íran

Íran er á bakvið hið aukna ofbeldi í Írak og sér uppreisnarmönnum fyrir vopnum og birgðum. Þetta fullyrti einn helsti andstæðingur íranskra stjórnvalda á fundi nefndar um „Stjórnarskipti í Íran“ í kvöld. Maðurinn, sem heitir Alireza Jafarazadeh, hefur áður fullyrt ýmistlegt um Íran og það hefur jafnan reynst satt.

Erlent
Fréttamynd

Erkibiskup í Póllandi viðurkennir spillingu

Nýskipaður erkibiskup í Varsjá í Póllandi viðurkenndi í dag að hann hefði unnið með leyniþjónustu landsins á þeim tímum sem kommúnistar voru við völd. Hann hafði áður neitað ásökunum þess efnis en þær raddir sem höfðu krafist afsagnar hans gerðust sífellt háværari.

Erlent
Fréttamynd

20 þúsund flýja ofbeldi í Tsjad

Ofbeldi í austurhluta Tsjad, sem upprunnið er í Darfur héraði í Súdan, hefur neytt 20 þúsund manns til þess að flýja heimili sín undanfarnar tvær vikur en Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna skýrði frá þessu í dag.

Erlent
Fréttamynd

Negroponte aðstoðarutanríkisráðherra

George Bush Bandaríkjaforseti gagnrýndi í dag hvernig staðið var að aftöku Saddams Hussein en sagði þó einræðisherrann fyrrverandi hafa fengið réttlátan dóm. John Negroponte, yfirmaður leyniþjónustustofnana ríkisins, var í dag tilnefndur í embætti aðstoðarutanríkisráðherra.

Erlent
Fréttamynd

Olíuverðslækkanir ósennilegar

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur fallið um tíu prósent í þessari viku og hefur ekki verið lægra í hálft annað ár. Ólíklegt er að íslenskir neytendur njóti lækkunarinnar vegna óhagstæðrar gengisþróunar.

Innlent
Fréttamynd

Rice varar Norður-Kóreu við

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að ef Norður-Kórea framkvæmdi aðra tilraunasprengingu á kjarnavopnum, væri landið að auka enn á einangrun sína í alþjóðakerfinu.

Erlent
Fréttamynd

Evrópu-reglugerð ógnar Cheerios

Hugsanlegt er að vinsæla morgunkornið, Cheerios, verði bannað hér á landi ef reglugerð Evrópusambandsins, um takmarkanir á vítamínbættri matvöru, verður tekin inn í Evrópska efnahagssamninginn. Reglugerðin kom út rétt fyrir áramót og gæti haft áhrif á tugi vörutegunda hér á landi, meðal annars Cheerios sem er vítamínbætt og þykir bæði hollt og gott.

Innlent
Fréttamynd

Sátu fyrir innbrotsþjófum

Tveir menn sátu fyrir innbrotsþjófum á heimili föður síns í morgun og leiddi fyrirsátið til handtöku þeirra. Þetta var þriðja ferð innbrotsþjófa í húsið, frá því um jólin, en þeir höfðu stillt upp þýfi í anddyrinu sem beið þess að vera sótt.

Innlent
Fréttamynd

Offitulyf fyrir hunda komið á markað

Matvælaeftirlit Bandaríkjanna hefur leyft offitulyf fyrir hunda en það virkar á þann hátt að það dregur úr matarlyst og upptöku líkamans á fitu. Lyfið, sem heitir Slentrol, á að hjálpa þeim bandarísku hundum sem glíma við offitu en talið er að um fimm prósent þeirra eigi við vandann að stríða.

Erlent
Fréttamynd

Litvinenko sakaður um fjárkúgun

Alexander Litvinenko, fyrrum njósnari sem var eitrað fyrir í Lundúnum í nóvember síðastliðnum, ætlaði sér að fjárkúga rússneskan auðkýfing sem búsettur er í Lundúnum. Þetta fullyrti vinkona hans í samtali við fréttaþáttinn sextíu mínútur en hann verður sýndur í Bandaríkjunum á sunnudaginn kemur.

Erlent
Fréttamynd

Frelsaður eftir sex ár í gíslingu

Fyrrum ráðherra í Kólumbíu, sem hefur verið í haldi mannræningja í sex ár, tókst í dag að komast undan þeim eftir björgunaraðgerðir kólumbíska hersins. Talið er að tugir uppreisnarmanna í FARC hafi látið lífið í aðgerðunum.

Erlent
Fréttamynd

Innbrotsþjófur í neyð

Brotist var inn í söluskála Esso á Suðureyri aðfaranótt fimmtudags og var þjófurinn augljóslega í neyð því það eina sem hann hafði á brott voru 4 pakkar af Durex smokkum með ávaxtabragði. Eftirlitsmyndavél er á staðnum og náði hún að festa atburðinn á filmu. Þjófurinn reyndi svo lítillega að opna peningakassann á leið sinni út aftur, en þegar að það gekk ekki greiðlega fyrir sig, hvarf hann á braut.

Innlent