Framsóknarflokkurinn

Fréttamynd

Líf­æð fyrir heil­brigðis­þjónustu úti á lands­byggðinni

Mikil aukning hefur verið í fjölda sjúkraflutninga síðastliðinn áratug. Lítilsháttar fækkun átti sér þó stað á síðasta ári, sem er skiljanlegt þegar litið er til fækkunar á ferðamönnum í heimsfaraldrinum sem einkennt hefur líf okkar síðan í upphafi árs 2020.

Skoðun
Fréttamynd

Íbúar Hafnarfjarðar

Síðustu fjögur ár hafa flogið áfram, verið skemmtileg og árangursrík. Það eru fyrst og fremst forréttindi að fá að starfa fyrir og í umboði bæjarbúa og ég er einlæglega þakklátur fyrir það traust sem mér og okkur var sýnt í kosningunum 2018.

Skoðun
Fréttamynd

Stjörnustríðsáætlun eða samgönguáætlun?

Í mars árið 1983, þegar kalda stríðið var sem kaldast, undirritaði Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseti Strategic Defense Initiative sem gjarnan hefur verið kölluð “Stjörnustríðsáætlunin,” þó oftast nær í hæðnistón. Áætluninni var ætlað að sporna gegn kjarnorkuárásum úr geimnum en Reagan hafði litla trú á tryggingunni í gagnkvæmri eyðileggingu. Áætlunin var afar metnaðargjörn og það má skilja hvata Reagans á bak við undirritunina. Raunar er áætlunin enn við lýði en hún hefur til þessa kostað Bandaríkjamenn 200 milljarða dala.

Skoðun
Fréttamynd

Framsókn til framtíðar í húsnæðismálum í Fjarðabyggð

Fjarðabyggð er sístækkandi samfélag þar sem vaxandi þörf hefur orðið eftir íbúðarhúsnæði á síðustu misserum. Það er því af sem áður var þegar dræm sala var á íbúðarhúsnæði og verð voru lág. Mikil eftirspurn er nú eftir íbúðarhúsnæði í Fjarðabyggð og auk þess hefur fjöldi úthlutaðra byggingarlóða ekki verið meiri um nokkuð langa hríð.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað hefur Framsókn gert fyrir Reykjavík?

Ég á auðvelt með að skilja Reykvíkinga sem kjósa Framsókn. Framsókn hefur í gegnum árin barist heilshugar fyrir uppbyggingu landsins alls og þar er höfuðborgin engin undantekning.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrirgefið mér, en ég reyndi

Sem ungur frambjóðandi í Reykjavík finn ég mig knúna til að játa skammarlegt leyndarmál. Umhverfismál eru mér hugfangin eins og vonandi flestum (það er ekki játningin, bíddu aðeins). Ég geri mitt besta til að lifa lífi mínu þannig að ég skilji eftir mig sem allra minnst rusl og mengi lítið.

Skoðun
Fréttamynd

Borgarfulltrúi einmanaleikans

Við verðum öll einmanna stundum og flestir hafa fengið smjörþefin af því núna undanfarið í heimsfaraldrinum hversu erfitt það getur verið að upplifa félagslega einangrun og einmanaleika.

Skoðun
Fréttamynd

Oddvitaáskorunin: Festist í handmokaðri gröf

Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum.

Lífið
Fréttamynd

For­gangs­röðum í þágu barna!

Það er stórt skref að bjóða sig fram í baráttu eins og sveitastjórnarkosningar eru en ég hef frá unga aldri haft mikinn áhuga á stjórnmálum og því rökrétt að virkja þann áhuga og bjóða fram krafta sína fyrir bæjarfélag sem er gott að búa í.

Skoðun
Fréttamynd

Af hverju pólitík...

Í ljósi þess að sveitastjórnarkosningar eru á næsta leyti, og Alþingiskosningar tiltölulega nýafstaðnar, hef ég velt því fyrir mér af hverju pólitík. Fyrir fjórum árum taldi ég mig ekki vera pólitíska og umræðan um pólitík fannst mér frekar leiðinleg og þurr ef ég á að vera hreinskilin.

Skoðun
Fréttamynd

Þannig stjórn­mála­fólk ætlum við að vera

Kosningabaráttan er komin á fullt. Út um allt land er öflugt fólk sem vill vinna vel fyrir sín bæjarfélög. Við höfum tekist á við það skemmtilega en um leið krefjandi verkefni að leiða lista Framsóknar í Garðabæ og Hafnarfirði.

Skoðun
Fréttamynd

Hækkum hvata­greiðslur í 60.000 krónur

„Góðan dag, ég heiti Sighvatur og er nýfluttur í Innri-Njarðvík,“ sagði ég hátt og snjallt við starfsmann í byggingavöruverslun í Reykjanesbæ sumarið 2018. Hann svaraði brosandi: „Ég votta þér samúð.“ Með frábærum húmor sem minnti mig á heimahagana í Vestmannaeyjum kom maðurinn því vel til skila með þessum orðum að hann væri Keflavíkurmegin í lífinu.

Skoðun
Fréttamynd

Það má ekki verða of dýrt að spara

Fjármál sveitarfélaga fá ekki endilega mesta plássið í umræðunni fyrir kosningar. Flest vitum við þó að sterkur fjárhagur er nokkuð augljós og mikilvægur undirliggjandi þáttur allra málaflokka.

Skoðun
Fréttamynd

Er ekki kominn tími á sam­vinnu í borginni?

Er til eitthvað leiðigjarnara en að vera settur í teymi með samstarfsfélaga sem er svo fastheldinn á sína sýn á málunum að ekkert kemst í verk nema það sé gert eftir hans nefi? Samvinna er nauðsynleg til að leiða mál til lykta, þroskast, ná árangri og uppfylla það sem vinnuveitandinn réði okkur í vinnu til að gera. Eru stjórnmálin eitthvað öðruvísi?

Skoðun
Fréttamynd

Er eitt­hvað til í frí­skápnum?

Við Bergþórugötu 20 er að finna heldur meinlausan ísskáp, hann lætur ekki mikið fyrir sér fara, bara stendur þarna í rólegheitunum. Hann, líkt og Clark Kent áður en hann tekur niður gleraugun, á sér leyndarmál. Hann er nefnilega enginn venjulegur ísskápur!

Skoðun
Fréttamynd

Kröftug upp­bygging á Ás­brú

Ásbrúarhverfið hér í Reykjanesbæ er fjölmenningarsamfélag. Það er á svo margan hátt styrkur þess um leið og það felur í sér ýmsar áskoranir. Því miður hefur hverfið ekki fengið þá athygli og alúð sem það á skilið sem hraðvaxandi samfélag hér í bæ.

Skoðun
Fréttamynd

Er betra að búa annars staðar en í Reykjavík?

Nýlega birti Félagsvísindastofnun HÍ niðurstöður úr Þjóðmálakönnun um þjónustu sveitarfélaga í aðdraganda kosninga. Ánægja íbúa er mun minni í Reykjavík en að jafnaði í öðrum sveitarfélögum.

Skoðun
Fréttamynd

Gjald­frjálsar skóla­mál­tíðir í Suður­nesja­bæ

Næring er ein af grunnþörfum mannsins. Vannæring getur haft varanleg neikvæð áhrif á andlegan og líkamlegan þroska barna. Næring er lykilatriði til að allir nemendur ljúki á jafnréttisgrundvelli grunnskólastigi án aðgreiningar og endurgjalds.

Skoðun
Fréttamynd

Ef öll í borgarstjórn væru undir 30 ára?

Ef öll í borgarstjórn væru undir 30 ára, væri þá Reykjavík orðin kolefnishlutlaus, fyrst höfuðborga? Væri hverfisskipulag byggt út frá umhverfissjónarmiðum þar sem fólk fær notið náttúru innan hverfis?

Skoðun