Kjararáð

Fréttamynd

Fá sextán þúsund á tímann í kjararáði

Þóknun til þeirra sem sitja í kjararáði er nú 16.290 krónur á tímann og hafa launin hækkað um 62,9 prósent á tíu árum. Allar þrjár óskir formanns kjararáðs um launahækkun til ráðsmanna á undanförnum sex árum hafa verið samþykktar.

Innlent
Fréttamynd

Eldri borgarar boða aðgerðir

Stjórn Landssambands eldri borgara hefur sent frá sér ályktun í kjölfar ákvörðunar kjararáðs og kjaradóms til æðstu embættismanna og stjórnmálamanna. Segir þar að Landssambandið telji að mælirinn sé fullur.

Innlent
Fréttamynd

Sextíu milljónum úthlutað afturvirkt

Kjararáð ákvarðaði um miðjan mánuðinn kjör átta embættismanna auk sendiherra. Laun allra hækka nokkuð og í öllum tilvikum afturvirkt. Úrskurðirnir voru birtir í gær.

Innlent
Fréttamynd

Kjararáð ekki eina lausn þingmanna

Sé litið til sögunnar og nágrannalanda er allur háttur á því hvernig laun þingmanna, dómara og annarra embættismanna eru ákveðin. Prófessor í lögfræði við HR segir mögulegt að skerpa betur á því til hvers kjararáð horfir þegar

Innlent
Fréttamynd

Vilja "aftengja tímasprengju“

„Þetta er sprengja og á meðan hún er þarna inni þá tifar hún. Það eru að verða lausir samningar hjá ýmsum stéttum, kennurum og sjómönnum og svo eru allir samningar lausir í vor,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.

Innlent
Fréttamynd

Kjararáð kyndir undir gremju meðal kennara

Grunnskólakennarar ræddu í vikunni að leggja niður störf. Úrskurður kjararáðs um laun þingmanna ýfir upp óánægju með kjörin. Hafa tvisvar fellt kjarasamninga. Launin eru það sem helst steytir á en einnig vinnutími og vinnuumhverfi.

Innlent