Forseti Íslands
Ekki hægt að sitja bara á Bessastöðum og bíða
Fráfarandi forseti lýðveldisins segir heimsóknir á leikskóla og hjúkrunarheimili mikilvægan hluta af verkefnum forseta, ekki síður en fundi með mikilsmetnum þjóðhöfðingjum.
Forsætisráðherra vongóður um samkomulag um stjórnarskrárbreytingar
Forsætisráðherra tekur undir með forseta Íslands með að skerpa megi á ýmsum ákvæðum stjórnarskrárinnar varðandi embætti forseta. Hann geri sér vonir um að samkomulag náist milli flokka á þingi stjórnarskrárbreytinigar.
Halla Tómasdóttir rétt kjörin forseti Íslands
Halla Tómasdóttir hefur verið löglega kjörin forseti og fullnægir skilyrðum stjórnarskrár lýðveldisins um kjör forseta Íslands. Það staðfesti Landskjörstjórn á fundi sínum í dag. Landskjörstjórn úrskurðaði á fundi sínum í dag um 117 ágreiningsseðla í þremur kjördæmum.
Grikkir fengu verðlaun í nafni Vigdísar
Grísku grasrótarsamtökin Irida Women‘s Center hlutu í dag ný alþjóðleg jafnréttisverðlun í nafni Vigdísar Finnbogadóttur, Vigdís Prize for Women‘s Empowerment, sem afhent voru í fyrsta sinn á vettvangi Evrópuráðsins í Strassborg í Frakklandi.
Forsætisráðherra vill ekki víkja fyrir forsetanum á 17. júní
Bjarni Benediktsson telur ekki tímabært að breyta þeirri hefð að forsætisráðherra flytji ávarp við hátíðarhöld á Austurvelli hinn 17. júní og í hans stað flytji forsetinn ávarp eins og Guðni Th. Jóhannesson lagði til við frestun þingfunda. Hins vegar komi til álita að útbúa aðstöðu fyrir forsetann á Þingvöllum eins og Guðni lagði til.
Forsætisráðherra vill skerða launahækkun æðstu embættismanna verulega
Samkvæmt frumvarpi forsætisráðherra um laun æðstu embættismanna munu laun þessa hóps hækka mun minna um næstu mánaðamót en ella hefði orðið samkvæmt gildandi lögum. Forseti Alþingis segir að miðað hafi áfram í viðræðum þingflokksformanna í gærkvöldi um þingfrestun og vantrauststillaga á matvælaráðherra verði tekin fyrir á morgun.
Sextán sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson, sæmdi 16 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 17. júní 2024. Þetta er jafnframt síðasta fálkaorðuafhending Guðna, sem lætur af störfum sem forseti 1. ágúst næstkomandi.
Kjósendur Jóns Gnarr líklegastir til að vera ósáttir með Höllu
Almenn sátt virðist ríkja meðal landsmann aum kjör Höllu Tómasdóttur í embætti forseta Íslands samkvæmt niðurstöðum nýs þjóðarpúls Gallup. Ríflega helmingur svarenda sagðist mjög eða að öllu leyti sáttur við kjör hennar í embættið.
Guðni snýr aftur í sagnfræðina
Guðni Th. Jóhannesson fráfarandi forseti Íslands mun snúa aftur til starfa við Háskóla Íslands í haust. Þetta kom fram í ræðu Jóns Atla, rektors HÍ, í brautskráningarathöfn skólans í dag.
Úr buffi í klút
Á Íslandi hefur lengi verið við lýði að þjóðhöfðingjar landsins komi hversdagslegar fyrir en á mörgum öðrum stöðum í heiminum. Það er til dæmis sjaldgæft að lífverðir fylgi forseta hvert fótmál eða að hann keyri lítið sem ekkert sjálfur, eins og sjá má í Bandaríkjunum. Þetta og fleira hefur veitt Íslandi sérstöðu meðal vestrænna ríkja, eflt mjúkt vald okkar og er ein af ótal mörgu ástæðum þess að fólk lítur jákvæðum augum til landsins.
Flestir ánægðir með kjör Höllu Tómasdóttur
Sextíu og þrjú prósent svarenda eru ánægð með kjör Höllu Tómasdóttur í embætti forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun Prósents. Tuttugu og fjögur prósent segjast hvorki vera ánægð né óánægð og 13 prósent eru óánægð. Könnunin var framkvæmd dagana 6. til 12. júní.
Áttaði sig á stöðunni á fundi með Höllu
Eliza Reid forsetafrú Íslands segist fyrst hafa áttað sig á stöðu jafnréttismála hér á landi þegar hún sat stjórnarfund með Höllu Tómasdóttur verðandi forseta Íslands þar sem hún gaf barn á brjósti á sama tíma og hún stýrði fundinum. Eliza segist stolt af síðustu átta árum á Bessastöðum
Ólafur Ragnar segir deilur um forsetaembættið endanlega afgreiddar
Fyrrverandi forseti Íslands segir ágreining um verksvið forseta Íslands hafa verið leystan í nýafstöðnum forsetakosningum, þar sem allir helstu frambjóðendur hefðu í fyrsta skipti verið sammála um meginvaldsvið og verkefni embættisins. Stjórnarskráin hafi reynst embættinu vel.
Tvö þúsund manns heimsóttu Guðna í síðasta sinn
Fullt var út úr dyrum á Bessastöðum í dag, þar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú tóku á móti gestum á síðasta opna húsinu í forsetatíð þess fyrnefnda.
Guðni býður á Bessastaði í hinsta sinn
Forsetasetrið að Bessastöðum verður opið almenningi laugardaginn 8. júní í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldis á Íslandi. Forsetahjónin Guðni Th Jóhannesson og Eliz Reid taka á móti gestum auk þess sem áhugasömum býðst að kynnast þjóðhöfðingjasetrinu.
Flestir vilja kalla Björn „forsetaherra“
Skiptar skoðanir eru á því hvað fólk vill kalla Björn Skúlason, eiginmann Höllu Tómasdóttur og þar af leiðandi fyrsta eiginmann forseta Íslands. Lesendum Vísis líst best á að kalla hann forsetaherra eða hreinlega eiginmann forseta.
Kínaforseti óskar Höllu til hamingju með sigurinn
Xi Jinping, forseti Kína, óskaði Höllu Tómasdóttur, nýkjörnum forseta Íslands, til hamingju með sigur hennar í nýafstöðnum kosningum.
Guðni og Halla fagna saman
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Halla Tómasdóttir verðandi forseti mættust í stúkunni á leik Íslands og Austurríkis í undankeppni Evrópumeistaramótsins í knattspyrnu sem fer fram á Laugardalsvelli.
„Viðskiptakonan“ sem komst á Bessastaði í annarri tilraun
Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins. En hver er þessi kraftmikla kona sem tókst að heilla þjóðina í annað sinn og nú nægilega mikið til þess að koma sér á Bessastaði? Halla hefur flutt inn fótboltastráka, unnið hjá Pepsi og stýrt umtöluðu partýi í Mónakó. Hennar stærstu mistök voru að taka við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs.
Hvað eigum við að kalla eiginmann forseta?
Nú þegar ljóst er orðið að Halla Tómasdóttir verði næsti forseti lýðveldisins þá liggur líka fyrir að eiginmaður hennar, Björn Skúlason, verði fyrsti eiginmaður forseta Íslands.
Annasamir dagar framundan hjá Höllu
Guðni Th. Jóhannesson fráfarandi forseti Íslands segir annasama daga bíða Höllu Tómasdóttur nýkjörins arftaka hans þrátt fyrir að hún taki ekki formlega við embættinu fyrr en í ágústbyrjun. Að ýmsu þurfi að huga þangað til að hinn örlagaríki fyrsti ágúst renni upp og innsetning sjöunda forseta lýðveldisins fer fram með pompi og prakt.
Brýnt að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs
Mjög brýnt er að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs að mati prófessors í stjórnmálafræði til að tryggja víðtækari stuðning við þann sem er kjörinn. Sigur Höllu Tómasdóttur sé augljóslega taktískur að vissu leyti.
„Við viljum vera í partíi þar til búið er að gubba á gólfið hjá okkur“
Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi fór ekki leynt með að niðurstaða úr forsetakosningum reyndust honum vonbrigði. Hann var gestur Bítisins í morgun og tilkynnti að hann væri kominn með kappnóg af Íslandi – í bili. Arnar Þór notaði tækifærið og hundskammaði þjóðina sem hann segir fljóta sofandi að feigðarósi.
Óskar Höllu til hamingju: „Þú verður góður forseti“
Guðni Th Jóhannesson fráfarandi forseti Íslands hefur sent Höllu Tómasdóttur verðandi forseta Íslands bréf þar sem hann óskar henni til hamingju með kjörið.
Svona var ávarp nýkjörinnar Höllu Tómasdóttur
Halla Tómasdóttir nýkjörinn forseti Íslands ávarpaði þjóðina frá svölunum á heimili sínu við Klapparstíg nú fyrir skemmstu og hlaut mikil fagnaðarlæti.
Niðurstöður talningar: Kjörsókn með besta móti
Landskjörstjórn hafa borist niðurstöður talningar frá yfirkjörstjórnum Norðvesturkjördæmis, Norðausturkjördæmis, Suðurkjördæmis, Suðvesturkjördæmis, Reykjavíkurkjördæmis suður og Reykjavíkurkjördæmis norður. Kjörsókn var mikil, 80,8 prósent.
Fyrsti karlmakinn á Bessastöðum: „Draumaútkoman varð að veruleika”
Björn Skúlason er eiginmaður Höllu Tómasdóttur til tuttugu ára. Björn er uppalin í Grindavík og starfar sem kokkur. Björn spilaði lengi fótbolta og æfir í dag Crossfit. Björn og Halla eiga saman tvö börn, Tómas Björn og Auði Ínu.
„Býr ekki lítil kerling innra með okkur öllum?“
Marta María Winkel, fréttastjóri dægurmála Morgunblaðsins og lífsstílssérfræðingur, veltir fyrir sér „slæðubyltingunni“ í hugleiðingum sem hún deilir með vinum sínum á Facebook.
Ávarpaði stuðningsmenn af svölunum
Halla Tómasdóttir, verðandi forseti Íslands, mun ávarpa stuðningsmenn sína af svölum heimilis hennar í miðbæ Reykjavíkur klukkan 16.
„Sigur MBA-gráðunnar, leiðtogafræða og mannauðsstjórnunar“
Þeir eru hálf dasaðir áhugamenn um þjóðmálin sem tjá sig á Facebook í dag en hvergi nærri af baki dottnir. Þar er sigur Höllu Tómasdóttur skoðaður frá ýmsum vinklum. Þar keppast menn við að benda á að ekkert sé að taktískum sigri.