Rússland

Fréttamynd

Rússneskir friðargæsluliðar á leið til Nagorno-Karabakh

Rússneskir friðargæsluliðar lögðu í morgun af stað til Nagorno Karabakh héraðs í Aserbaídjan eins og ráð var fyrir gert í vopnahléssamningnum sem undirritaður var í gær af stríðandi fylkingum. Aserar og Armenar hafa háð harða bardaga um héraðið undanfarna mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Rúss­nesk her­þyrla skotin niður af Aserbaídsjan

Tveir létust þegar rússnesk herþyrla var skotin niður í Armeníu í dag. Aserbaídsjan hefur nú viðurkennt að hafa skotið þyrluna niður fyrir slysni og hefur berist afsökunar. Árásin tengist átökum milli Asera og Armena um héraðið Nagorno-Karabakh.

Erlent
Fréttamynd

Hafna fréttum um að Pútín ætli að hætta

Dmítrí Peskov, upplýsingafulltrúi Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta, hafnaði í dag frétt breska götublaðsins The Sun um að forsetinn þaulsetni ætlaði sér að láta af störfum eftir áramót af heilsufarsástæðum.

Erlent
Fréttamynd

Fuglaflensa greinst um alla Evrópu

Yfirvöld í Hollandi keppast við að halda fulgaflensu sem greinst hefur á tveimur fuglabúum í skefjum. Sama veiran, H5N8, hefur greinst bæði í hænum og villtum fuglum í norðurhluta Þýskalands.

Erlent
Fréttamynd

„Pylsukóngurinn“ myrtur með lásboga í gufubaði

Óþekktir menn brutust inn á heimili auðjöfurs í kjötvinnslu og skutu hann til bana með lásboga í gufubaði skammt frá Moskvu í nótt. Mennirnir eru sagðir hafa reynt að kúga fé út úr húsráðandanum sem var þekktur sem „Pylsukóngurinn“ í Rússlandi.

Erlent
Fréttamynd

Fimmtungur þingmanna hefur fengið Covid-19

Rúmlega fimmtungur rússneskra þingmanna hefur veikst eða er veikur af Covid-19. Þetta kom fram á fundi Víatéslav Volodín, forseta Dúmunnar, neðri deildar rússneska þingsins, og Vladimír Pútín, forseta Rússlands, sem forsetaembættið sagði frá í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Átök halda áfram í Na­gorno-Kara­bakh

Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh í dag. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hvor öðrum um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið.

Erlent
Fréttamynd

Ólafur Ragnar, umheimurinn og framtíðarstaða Íslands í Víglínunni

Ólafur Ragnar Grímsson á um fjörtíu ára feril að baki á sviði alþjóðastjórnmála og hefur komið ótrúlega víða við. Hann fer yfir þennan litríka feril sem og samskipti sín við erlenda ráðamenn og áhrifafólk sem og einstaka ráðamenn á Íslandi í forsetatíð hans í Víglínunni hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni í dag.

Innlent
Fréttamynd

Dauðsföll í Evrópu komin yfir 250.000

Fjöldi látinna í kórónuveirufaraldrinum fór yfir 250.000 manns í Evrópu í dag og varð álfan þar með annar heimshlutinn til að fara yfir þann þröskuld. Metfjöldi nýrra smita hefur greinst í Evrópu undanfarnar tvær vikur.

Erlent
Fréttamynd

Rússar neita ásökunum um tölvuárásir á Ólympíuleika

Sendifulltrúar Rússlands í Bandaríkjunum hafna ásökunum bandarískra og breskra stjórnvalda um að rússneska leyniþjónustan hafi staðið að fjölda tölvuárása, þar á meðal til þess að setja Ólympíuleikana í Tókýó úr skorðum.

Erlent
Fréttamynd

ESB beitir bandamenn Pútín þvingunum

Evrópusambandið hefur ákveðið að beita sex meðlimir ríkisstjórnar Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, viðskiptaþvingunum vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní.

Erlent
Fréttamynd

Segjast hafa fundið lekann á geimstöðinni

Geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni virðast nú hafa fundið leka á geimstöðinni sem erfiðlega hefur gengið að finna. Leitin hefur staðið yfir í nokkrar vikur en geimfararnir sem flugu til geimstöðvarinnar í gær voru með sérstakan búnað sem á að hjálpa þeim að finna lekann.

Erlent
Fréttamynd

Facebook og Twitter skipta sér af vafasamri frétt um Biden

Samfélagsmiðlarisarnir Facebook og Twitter takmörkuðu deilingar á vafasamri frétt bandarísks götublaðs um Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, í dag. Talsmaður Facebook segir miðilinn hægja á dreifingu fréttarinnar á meðan staðreyndavaktarar meti sannleiksgildi hennar.

Erlent
Fréttamynd

Rússar segja ásakanir Norðmanna „alvarlega ögrun“

Sendiráð Rússlands í Noregi sagði ásakanir norskra stjórnvalda um að Rússar hafi staðið að tölvuárás á norska þingið í sumar „alvarlega og vísvitandi ögrun“ sem muni skaða samskipti ríkjanna. Norski utanríkisráðherrann segir vísbendingar um aðild rússneskra stjórnvalda að innbrotinu.

Erlent
Fréttamynd

Fluttu hjálpargögn en ekki vopn til Jerevan

Fjölmiðlar í Aserbaídsjan segja að vopn hafi verið flutt frá Íslandi til Armeníu um helgina og hafa vísað til fragtflugvélar Icelandair sem flogið var frá Keflavík til Jerevan, höfuðborgar Armeníu.

Innlent
Fréttamynd

Metfjöldi nýsmitaðra og látinna í Rússlandi

Alls greindust 13.868 smitaðir af Covid-19 í Rússlandi í gær og hafa þeir aldrei verið fleiri á einum degi. Þá dóu 244 og hafa þeir sömuleiðis aldrei verið fleiri frá því heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hófst

Erlent
Fréttamynd

Evrópu­sam­bandið hyggst beita Rúss­land þvingunum

Utanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins eru sagðir styðja tillögu Frakklands og Þýskalands um að beita Rússland viðskiptaþvingunum vegna eitrunar Alexeis Navalny, helsta stjórnarandstæðings rússneskra yfirvalda.

Erlent