Ísrael

Fréttamynd

Um­fang á­rásarinnar kom á ó­vart

Albert Jónsson alþjóðastjórnmálafræðingur segir að umfang árásar Írana á Ísrael sem gerð var í gær komi honum á óvart. Árásin sem slík hafi þó ekki komið á óvart. Albert segir ljóst að Ísraelsmenn muni bregðast við en telur litlar líkur á því að allsherjarstríð brjótist út.

Erlent
Fréttamynd

Munu láta Írana gjalda þegar þeim hentar

Ísraelar munu svara fyrir sig og láta Íran gjalda fyrir árásina í gærkvöldi, þegar slíkt hentar Ísrael. Þetta sagði Benny Gantz, ráðherra í stríðsráði Ísrael og fyrrverandi varnarmálaráðherra, í yfirlýsingu sem birt var skömmu áður en hann fór á fund stríðsráðs ríkisins í dag.

Erlent
Fréttamynd

Hættu við eftir sím­tal frá Biden

Stríðsráð Ísrael mun koma saman seinna í dag til að ræða möguleg viðbrögð við umfangsmikilli árás Írana á landið í gærkvöldi og í nótt. Ísraelar ætluðu sér að bregðast við árásinni í gærkvöldi en eru sagðir hafa hætt við.

Erlent
Fréttamynd

Skutu nánast alla dróna og eld­flaugar niður

Ráðamenn í Ísrael segja að um 99 prósent af þeim þrjú hundruð drónum og eldflaugum sem Íranar skutu að landinu í gærkvöldi og í nótt hafi verið skotnar niður. Skaðinn er tiltölulega lítill, miðað við umfang árásarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Ís­land for­dæmir á­rásina

Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 

Erlent
Fréttamynd

Út­koman sem allir óttuðust

Beint stríð milli Írans og Ísraels er niðurstaða langdreginna átaka, sem óttast var mest. Íranir hafa undirbúið hefndaraðgerðir frá því að loftárás, sem Ísraelar voru bendlaðir við, var gerð á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi. 

Erlent
Fréttamynd

Morgun­blaðið neitar að birta grein

Meðfylgjandi grein, Lágkúra illskunar?, var send Morgunblaðinu þ. 22. mars s.l. Greinin hefur ekki enn verið birt á síðum blaðsins og litlar líkur á því að svo verði. Greinin er svar við rangfærslum ritstjóra og blaðamanns Morgunblaðsins og á því fullt erindi til lesenda blaðsins.

Skoðun
Fréttamynd

Æðsti klerkurinn heitir Ísraelum enn hefndum

Ísraelum verður refsað fyrir loftárás sem felldi sjö íranska hermenn á ræðisskrifstofu Írans í Sýrlandi fyrr í þessum mánuði, að sögn æðsta klerks og leiðtoga Írans. Utanríkisráðherra Ísraels hótar árásum á Íran á móti.

Erlent
Fréttamynd

Erfiðir dagar í vændum á ó­reiðu­kenndu þingi

Bandarískir þingmenn snúa aftur úr tveggja vikna páskafríi í dag, þriðjudag, en þeir standa frammi fyrir þó nokkrum umdeildum og erfiðum málum. Óreiða hefur einkennt þingið þetta kjörtímabil og þá sérstaklega í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanaflokkurinn hefur haft nauman og minnkandi meirihluta.

Erlent
Fréttamynd

Reka tvo og refsa fleirum vegna á­rása á hjálparstarfsmenn

Tveimur yfirmönnum í ísraelska hernum hefur verið vikið úr starfi í kjölfar rannsóknar á mannskæðum loftárásum á hjálparstarfsmenn World Central Kitchen. Rannsakendur segja alvarleg mistök hafa verið gerð og starfsreglur hersins hafi verið brotnar þegar árásirnar voru gerðar.

Erlent
Fréttamynd

Biden krefst tafar­lauss vopna­hlés

Joe Biden Bandaríkjaforseti krafðist tafarlauss vopnahlés í símtali við Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels í dag. Hann sagði einnig að stuðningur Bandaríkjanna við aðgerðir Ísraelsmanna væri skilyrtur af því að gripið væri til alvöru aðgerða til að verja borgara og hjálparstarfsfólk á Gasasvæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Fyrr­verandi dómarar saka Breta um brot á al­þjóða­lögum

Fyrrverandi dómarar við Hæstarétt Bretlands, þar á meðal fyrrverandi forseti réttarins, eru á meðal 600 lögfræðinga á Bretlandseyjum sem hafa undirritað bréf til stjórnvalda þar sem því er haldið fram að Bretar brjóti alþjóðalög með því að selja Ísraelum vopn.

Erlent